Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 10
10 ÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 26. ágúst 1975 Alþýðubandalagið: Alþýðubandalagið Vestfjörðum Aöalfundur k jördæ m isrá ös Alþýöubandalagsins i Vestf jarðakjördæmi verður haldinn i félagsheimilinu Suður- eyri Súgandafirði dagana 6. og 7. september n.k. Fundurinn hefst laugardaginn 6. september kl. 2 eftir hádegi. Ragnar Arnalds,’ formaður Alþýðubandalagsins, og Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans, koma á fundinn. Dagskrá nánar auglýst siðar. Stjórn Kjördæmisráös Alþýöu- Ragnar Kjartan bandalagsins á Vestjöröum. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins I Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið i Hafralækjarskóla i Aðaldal þann 30. og 31. ágústn.k. Þingið hefst laugardaginn 30. águst kl. 2 siödegis, Alþýðubandalags- félö^in eru hvött til að tilkynna þátttöku sina til skrifstofu Alþyðubandalagsins á Akureyri — simi 21875 eða til Helga Guðmunds- sonar, Akureyri. simi 22509. Atvinna ■ Atvinna ----------------------------------N Viðgerðarmaður Viljum ráða vanan dekkjavið- gerðarmann. Hafið samband við Hilmar Bjartmarz, Höfðatúni 8, simi 16740. Starfsmannahald ^ SAMtíAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA F ramtí ðarstarf Ritari óskast til starfa hjá Rannsóknaráði rikisins, Laugavegi 13, málakunnátta, sérstaklega enska, nauðsynleg. Æfing i vélritun eftir segulbandi æskileg. Nánani upplýsingar i sima 21320. Rannsóknaráð rikisins. Kópavogsbúar Óskum að ráða karlmenn til verksmiðju- starfa nú þegar. Enn fremur næturvörð. Upplýsingar hjá verkstjóra ekki i sima. Málning h.f. Kársnesbraut 32 Kópavogi. Kaupfélag sunnanlands leitar eftir ein- staklingi eða hjónum sem gætu haft á hendi umsjón og stjórn á litlu gistihúsi á- samt matsölu og hefðu reynslu i slikum rekstri, sérstaklega matreiðslu. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra i sima 28200. Starfsmannahald SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Finna þarf Framhald af bls. 7. hún haft? Ekki er unnt að semja eða framkvæma neina stefnuskrá nema fyrir hendi sé rikisstjórn, sem sé fær um að framkvæma þá stefnuskrá, sem herjahreyfingin ákveður, og hafi nauðsynlegt vald til að henni sé hlýtt. A hverjum degi og hverri stund sem liður fjölgar merkjunum um þjóðfélagsólgu, sem breiðist hættulega út. Sú hætta er fyrir höndum að alda ofbeldis, sem enginn ræður við, flæði yfir landið. Skilyrði fyrir viðtækan stuðning við fasisma eru smám saman að myndast. Það er hlægilegt að segja, eins og vissir stjórnmála- hópar og vissir fjölmiðlar gera, að þetta sé „undirferli aftur- haldsins”. Óánægja, áhyggjur og angist almennings eru raunveru- leg fyrirbæri og öllum augljós. Rætur þeirra eru öll þau mistök i stjórnarstefnu, sem gerð hafa verið siðustu mánuði, og ekki sist röng stefna herjahreyfingarinn- ar. Það er nauðsynlegt að vinna aftur traust portúgala. Nauðsyn- legt er aö stöðva allar hvatningar til haturs og ofbeldis. Það verður að byggja upp þjóðfélag sem grundvallast á umburðarlyndi og friði, en ekki á nýjum aðferðum kúgunar og arðráns. Núverandi stjórn getur ekki framkvæmt þetta, þó svo henni sé breytt að einhverju leyti. Til þess skortir hana traust almennings og hæfi- leika til að stjórna. Concorde Framhald af bls. 7. þvi flogið margsinnis yfir Austur- lönd nær þar sem arabar og isra- elar bita i skjaldarrendur. Eina þjóðin á þessum slóðum sem notar Phantom þotur er Isra- el og þvi hefur Concorde valdið flugeftirlitsmönnum i Arabarikj- unum nokkrum taugatitringi. Til dæmis sendu irakar eitt sinn þotur sinar á vettvang til að kanna hvort israelar væru nú enn einu sinni komnir á krieik en mættu þá illfyglinu Concorde á meinlausu tilraunaflugi. —ÞH 18. km Framhald af bls. 3. auka þekkingu almennings á llkamanum og stuðla þannig að fyrirbyggjandi heilsuvernd. Gefur safnið út fjölda bæklinga árlega, lætur gera kvikmyndir, útvarpsþætti og fleira til þess að fræða almenning. Mikil áhersla er lögð á skipulegt heilbrigðis- eftirlit á vinnustöðum og á iþróttaiðkun almennings i fyrir- byggjandi heilsuvernd. Þess má geta að langt er siðan hér hefur verið hliðstæö heil- brigðissýning, en sýningar af þessu tagi ættu að vera stöðugt til sýnis fyrir almenning, byggðar á innlendum upplýsingum. Þannig mætti án efa stuðla að auknu heil- brigði almennings. —þs Verkfall Framhald af bls. 1. framkvæmdir sem nú standa á Grundartanga. „Það kom fram hjá verkfræð- ingunum að þeir lögðu áherslu á að aðbúnaður verkamanna yrði I byrjun að vera I góðu lagi”, sagði Einar ögmundsson, „eftir þvi hefur bara ekki verið farið, Járn- blendifélagið hefur ætlað að láta reyna á verkalýðshreyfinguna af mætti. Nú er þeim hinsvegar ljóst, að þetta er full alvara. Þessi vinnustaður á ekki að vera lakari, ekki á lægra stigi en tiðkast hefur við aðrar stórframkvæmdir hér á landi”. Skúli Þórðarson, formaður Verkalýðsfélags Akraness tjáði Þjóðviljanum að viðræðunefnd verkalýðsfélaganna væri tilbúin til samninga við verktakann, Jón V. Jónsson úr Hafnarfirði hvenær sem væri. „Fundurinn með stjórn Járn- blendifélagsins i siðustu viku var ekki samningsfundur. Við rædd- um aðeins aðbúnaðarmál al- mennt. Þegar samið hefur verið um þau aðbúnaðarmál sem nú blasa við, kemur að þvi að gera annan samning um aðbúnað á Grundartanga i þeim fram- kvæmdum sem framundan eru”. Á fundunum i siðustu viku, voru forstjóri Járnblendifélagsins, Ás- geir Magnússon, Gunnar Sigurðs- son stjórnarformaður félagsins og nokkrir bandarikjamenn' sem lika eru i stjórn Union Carbide á Islandi. —GG Stjórn Iðju Framhald af bls. 2. komi til mála að gera samninga við erlend riki um fiskveiðiheim- ildir innan 200 milnanna eða veita timabundnar undanþágur þar að lútandi. Telur stjórnin, að hag- nýting landhelginnar sé mál þjóð- arinnar allrar, og lifshagsmunir hennar séu i voða, takist ekki að verja landhelgina fyrir ágengni erlendra aðila. Stjórnin litur ennfremur svo á, að allar aðgerðir i landhelgismál- inu eigi að vera undir yfirstjórn utanrikismálanefndar og alþing- is.” Nýir sýslu- menní Kefla- vík og í Strandasýslu Jóni Eysteinssyni, héraðs- dómara, hefur verið veitt embætti sýslumanns i Gull- bringusýslu og bæjarfógeta i Keflaviic og Grindavik frá 1. október n.k. Tólf umsækjendur voru um starfið. Rúnar Guðjónsson lög- fræðingur á Hvolsvelli var eini umsækjandinn um sýslumanns- embættið i Strandasýslu. Andrés Valdimarsson sem verið hefur sýslumaður Stranda- sýslu undanfarin sjö ár, hefur, verið skipaður sýslumaður i Snæ- fellsnessýslu og tekur við nýja embættinu um mánaðamótin, þannig að Rúnar Guðjónsson verður væntanlega skipaður i embætti i Strandasýslu i dag eða á morgun. Norrænir lögmenn þinga Á þriðjudaginn, daginn áöur en lögfræðingaþingið mikla hófst, var haldinn sameiginlegur stjórnarfundur lögmannafélag- anna á Norðurlöndum. Voru þangað mættir formenn, varafor- menn, framkvæmdastjórar og nokkrir einstakir stjórnarmenn allra félaganna. Formenn félaganna fluttu skýrslur um starfsemi þeirra undanfarin 2 ár en að þvi loknu voru flutt 4 erindi um efnið: Sér- staða lögmanna meðal lögfræði- menntaðra. -. Frummælendur voru sviinn Gott- hard Calissendorff og islending- arnir Ragnar Aðalsteinsson, Skúli Pálsson og Guðjón Stein- grimsson. Miklar umræður urðu um þétta mál og kom ma. fram i þeim að vart verður við þá tilhneigingu hjá lögfræðingum sem gegna öðr- um störfum en málflutningsstörf- um að gripa til málflutnings i hjá- verkum til að drýgja tekjurnar. Voru til nefndir stjórnarráðs- starfsmenn, lögfræðingar at- vinnufyrirtækja og jafnvel dómarar. Hafa lögmannasam- tökin barist eindregið gegn þessu þar sem þau telja þetta skerða hagsmuni lögmanna og al- mennings. Er viða svo komið að slikt athæfi er bannað með lögum. Akveðið var að næsti fundur yrði i Finnlandi að tveimur árum liðnum. Lögtaksúrskurður V atnsleysustrandarhreppur Samkvæmt beiðni sveitarstjóra Vatns- leysustrandarhrepps úrskurðast hér með að lögtök geta farið fram vegna gjaldfall- inna en ógreiddra útsvara, aðstöðugjalda og fasteignagjalda álagðra i Vatnsleysu- strandarhreppi árið 1975 allt ásamt drátt- arvöxtum og kostnaði. Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Keflavik, 18. ágúst 1975. Sýslumaður Gullbringusýslu. Jón Eysteinsson settur. LOKAÐ Vegna jarðarfarar ólafs Þórðarsonar framkvæmdastjóra, verður skrifstofan lokuð þriðjudaginn 26. ágúst. Jöklar h.f. Lokað Vegna jarðarfarar ólafs Þórðarsonar framkvæmdastjóra, verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12.00 á hádegi þriðju- daginn 26. ágúst. Tryggingamiðstöðin h.f. Liftryggingamiðstöðin h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.