Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2fi. ágúst 1975 Frá barna- og gagnfræðaskólum Reykjavíkur Skólarnir taka til starfa i byrjun septem- bermánaðar sem hér segir: Mánudaginn 1. sept. skulu foreldrar eða forráðamenn nemenda i forskóla og 1.-6. bekk barnaskóla, sem flytjast milli skóla og ekki hefur áður verið tilkynnt um, láta vita um flutninginn bæði i þeim skóla sem nemandinn flyst úr og þeim skóla sem hann kemur til með að sækja. Kennarafundir verða i barnaskólunum mánudaginn 1. sept kl. 14. Barnaskólarnir taka til starfa fimmtu- daginn 4. sept. en nánar verður auglýst siðar hvenær hver aldursflokkur nemenda skal koma i skólana þann dag. Nemendur gagnfræðastigsins, eða aðrir i þeirra stað, staðfesti umsóknir, hver i sin- um skóla, mánudaginn 1. sept. kl. 14-17. Kennarafundir i gagnfræðaskólum verða boðaðir af skólastjóra hvers skóla. Kennsla i gagnfræðaskólum hefst að lok- inniskólasetningu8. sept. er verður nánar auglýst siðar. Skólabyrjun i Breiðholti II (Skóga- og Seljahverfi) Börn sem sækja eiga ölduselsskóla (for- skólabörn og 1.-6. bekkur barnaskóla, þ.e. 6-12 ára börn) verða innrituð i Fellaskól- anum þriðjudaginn 2. sept. kl. 10-12 og 14-17. Nauðsynlegt er að þá sé sótt um skólavist fyrir öll börn á þessum aldri sem sækja eiga ölduselsskóla. Auglýst verður siðar hvenær skólinn tekur til starfa. Nemendur úr Breiðholti II á gagnfræða- stigi staðfesti umsóknir sinar um skóla- vist, hver i þeim skóla sem sótt hefur verið um, mánudaginn 1. sept. Fræðslustjóri. Iðnrekendur þinga Félög iðnrekenda á Norður- löndum halda þessa dagana ráð- stefnu að Hótel Loftleiðum. Slikar ráðstefnur eru haldnar árlega og sitja þær formenn og fram- kvæmdastjórar, ásamt stjórnar- mönnum og starfsmönnum iðn- rekendafélaganna. Fjöldi þátttakenda i ár er 30 og þar af 10 islenskir. A fundunum eru rædd sameiginleg málefni og sjónarmiðsameinuð eftir þvi sem , við á. Ráðstefnan hófst með dvarpi Gunnars Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, um iðnað á Islandi og samstarfsmöguleika á þvi sviði milli Norðurlandanna, en siðan var gerð grein fyrir stöðu iðnað- arins i hverju landi fyrir sig. Onnur helstu málefni, sem rædd voru á ráðstefnunni, voru samskipti iðnrekendafélaganna við vinnuveitendasamtök við- komandi landa og hlutverk iðn- rekendafélaganna i mótun iðnað- arstefnu i heimalandinu. Ráðstefnur þessar eru árlega og haldnar til skiptis á Norður- löndunum. Verður næsta ráð- stefna haldin i Sviþjóð 1976. Sjóman n afé l ag R eykj avikur: Enga samninga innan 50 mílna Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur haldinn þann 24. ágúst 1975 i Lindarbæ fagnar á- lyktun Alþingis að ákveða 200 milna efnahagslögsögu varðandi fiskveiðar við fsland. Fundurinn bendir á nauðsyn þess að jafnframt verði gengið frá skiptingu veiðisvæða fyrir is- lensk veiðiskip. Til grundvallar við útfærsluna verði sett sem meginskilyrði að islendingar sjálfir ráði og ákveði skiptingu aflamagns á svæðinu umhverfis Island, með það einnig i huga að stórlega verði dregið úr ásókn veiðiskipa á uppeldisstöðv- ar smáfisks. Aðalfundur telur eðlilegt að orð- ið verði við óskum viðskiptaþjóða um viðræður vegna útfærslunnar, en mótmælir harðlega öllum samningaviðræðum fyrr en lönd- unarbanni og öllum öðrum við- skiptaþvingunum er aflétt. Þá verði sú stefna tekin að eng- ar veiðiheimildir verði veittar innan 50 sjómilna fyrir erlend fiskiskip. Ef til samningaviðræðna kem- ur, skorar aðalfundurinn á vænt- anlega samninganefnd rikis- stjórnar og Alþingi að gæta sér- staklega hagsmuna þeirra fiski- manna sem að mestu eiga af- komu sina undir veiðum við S og S.v-land. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur mótmælir harðlega ákvörðun verðlagsnefndar um verð á sild. Telur fundurinn að þessi ákvörðun sé óbein milli- færsla frá einni veiðigrein til ann- arar, og nóg sé að gert á þvi sviði þegar. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri Hreinar 200 milur Á stjórnarfundi i Iðju félagi verksmiðjufólks, sem haldinn var 20. ágúst 1975. var eftirfarandi á- lyktun gerð: „Stjórn Iðju félags verksmiðju- fólks á Akureyri ályktar, að ekki Framhald á bls. 10 Formenn Félaga iðnrekenda á Norðurlöndum. Taliðfrá vinstri: Martti Hovi, Finnlandi, Onar Ornheim, Noregi, Aake Palm, Sviþjóð, Davið Scheving Thorstcinsson, islandi og H. Bruniche-Olsen, Danmörku. Starfsmann vantar að vöruafgreiðslu vorri i haust sem flokkstjóra. Nánari upplýsingar i skrif- stofunni. Umsóknir sendist fyrir 6. sept. Skipaútgerð rikisins. smvtsm AÐ FRJÁLSU DAGBLAÐI hefur göngu sína i byrjun september. Gerist áskrifendur nú Stuöliö aö frjálsri blaóamennsku, óháóri allri flokkapólitík. Gerist áskrifendur nú Tryggió yóur skemmtilegt fréttablaó í bréfaluguna daglega. Gerist áskrifendur nú í fyrstu tölublöóunum veróur áskrifendagetraun. Verólaun: feró til Hawaii fyrir 2 meó viókomu í New York og Disneylandi. Verómœti kr. 300 þús. Gerist áskrifendur nú Strax í dag. Áskriftarsími 8 33 22 MÉMV&m AB FRJÁLSU DASBLABI Útboð Tiíboð óskast i að steypa sökkla og botn- plötu undir um 440 ferm. barnaskólahús i Bessastaðahreppi á Álftanesi, og einnig i byggingu rotþróar við skólann. útboðs- gögn verða afhent i verkfræðistofu vorri gegn 3 þúsund króna skilatryggingu og verða tilboðin opnuð á sama stað þriðju- daginn 9. september kl. 9 f.h. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI4 REYKJAVlK SlMI 84499

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.