Þjóðviljinn - 21.09.1975, Síða 5
Sunnudagur 21. september 1975. ÞJÓDVILJINN — StÐA S
MISNOTKUN VALDSINS
FYLGIR
MISNOTKUN
MÁLSINS
GENGIS-
FELLING
ENSKRAR
TUNGU
I fyrravetur urðu all-
mikil orðaskipti í blöðum
um stöðu íslenskrar tungu.
Margir létu í Ijósi áhyggjur
af því að tök landsmanna,
einkum yngri kynslóðar-
innar, á tungunni, væru
mjög að slappast. Orða-
forðinn væri að skreppa
saman, um leið og hann
spilltist af slettum og orð-
skrípum sem rakin voru til
mikillar fyrirferðar ensku
í skólum og svo í f jölmiðl-
um (sjónvarp, kvik-
myndir)
Það gæti verið fróðleg viðbót
við þessa umræðu, að rekja
nokkrar upplýsingar um þær
harmatölur, sem um þessar
mundir eru raktar um stöðu
enskunnar sjálfrar, þeirrar tungu
sem fjöldi smærri tungumála
stendur höllum fæti fyrir. Hér
skal á eftir rakið efni alllangrar
greinar sem bandariska vikuritið
Time birti fyrir skömmu um
þetta efni, þar er fjallað um þá
ensku sem töluð er i Banda-
rikjunum, en hún er stundum
kölluð ameriska i samantekt
þessari.
Harmatölur
Greinin hefst á nokkrum harma-
tölum um það, að ,,amrisk tunga
hafi glatað ekki aðeins hljómi sin-
um, heldur og miklu af merkingu
sinni.” Skólabörn og jafnvel há-
skólastUdentar eru sögð skelfi-
lega fáfróð um orð: þau stari
skilningssljó á venjulega frá-
sagnarensku. Menn skiptast á um
að tala um, að málið sé illa kennt i
skólum, eða varpa skuldinni á þá
klisjusmiði i máli sem stunduð er
af miklum móð af embættis-
mönnum, pólitikusum og
glaðbeittum glósuhöfundum aug-
lýsinganna. Og andspænis þessu
ástandi ris upp hópur áhuga-
manna um gott tungutak, sem
skopast að bandariskum mis-
þyrmingum á tungunni og vara
við þvi, ýmist i gamantón eða
með kveinstöfum, að menning
sem sýni tungu sinni annað eins
kæruleysi og sU bandariska gerir
sé á hraðri leið til törtimingar.
Þessir menn hafa hlotið allgóðar
undirtektir: það er engu likara en
þeir sem hafa góða ensku á valdi
sinu njóti þess beinlinisi i blandi
við hrollinnl að vera eins og
umsetinn sértrUarflokkur meðal
villimanna Skrá ein yfir skelfi-
lega málsmeðferð i Bandarikjun-
um ( Strictíy Speaking eftir
Edwin Newman) hefur verið á
metsöluskrá i meira en hálft ár.
Meint lík
Ýmisleg dæmi eru tekin um
hnignun enskunnar i grein þess-
ari, þvi miður eru þau mörg hver
illþýðanleg. Þess er til dæmis
getið, hve bandariskum orða-
forða sé spillt i ræðu og riti með
einkennilegum stil sem reynir
með rembingi að láta hversdag-
legustu hugsanir sýnasf stór-
merkar. Háskólarektor einn
ræðir fjárhagsleg vandræði stofn-
unar sinnar með svofelldum
hætti:
„Við munum umbreyta afli
þessarar fjárhagslegu streitu i
lyftistangarorku og lyfta
þýðingarmiklum atriðum eftirlits
með Utgjöldum upp Ur fjármála-
sýslu okkar og stjórnsýslu.”
Þetta er kallað hin falska ná-
kvæmni sem skriffinnar hafa svo
miklar mætur á vegna þess, að
þeir halda að þetta moldviðri gefi
hugmyndum þeirra aukinn á-
hrifamátt.
Mál dómstóla og lögreglu
verður svo að einskonar
skopstælingu á skriffinnsku-
málinu: þar verða hugsunarlaus
hlaup eftir þvi, hvernig mönnum
finnist ,,rétt" mál eigi að vera
áköfust og þá þeim mun meir á
kostnað raunverulegrar
merkingar. Einna lengst er
komist i þessu sjálfvirka
hugsunarleysi i lögregluskýrslu
um morðmál — það er talað um
likið sem ,,hið meinta fórnar-
lamb."
Kunna stúdent-
ar aö lesa?
Ýmsir hópar fá á baukinn i
þessari samantekt (ekki sist þeir
sem leggja stund á félagsvisindi)
en mest snýst umræðan að sjálf-
sögðu um ástandið i skólum
- landsins. Einn af deildarforsetum
Borgarháskólans i New York
segir sem svo, að hlutverk ensku-
kennara við æðri mennta-
stofnanir (colleges) sé nU ekki
lengur fólgið i þvi að kynna þeim
merkar bókmenntir, heldur i þvi
að ,,kenna vaxandi hópi unglinga
að lesa og skrifa, jafnvel tala.”
Og það eru ekki aðeins minni-
hlutahóparnir, þeldökkir, börn
spænskumælandi innflytjenda
eða önnur börn fátækrahverfanna
sem eiga i vandræðum. Sama
þróun á sér stað meðal afkom-
enda hinnar hvitu millistéttar.
Um þetta eru ýmisleg dæmi
rakin. Áðurnefndur borgarhá-
skóli i New York eyddi i fyrra 15
milljónum dollara i sérstök
endurhæfingarnámskeið i ensku
(sem reyndar voru tengd þvi að
inntökuskilyrði höfðu verið
rýmkuð) — margir beirra sem
innritast höfðu voru undir lestrar
getu i niunda bekk. Árið 1957 var
gerð Uttekt á færni skólanema i
málnotkun og skilningi og var
meðaltal yfir landið 473 stig fá
skala er spannaði frá 200 til 800
stigl.Árið 1973 var þetta meðaltal
komið niður i 440, hafði lækkað
um 33 stig. Tekin eru dæmi af
tveim háskólum, þar sem rUmur
þriðjungur stUdenta á fyrsta ári i
blaðamennsku féll i réttritun.
greinamerkjasetningu og orða-
notkun.
Sökudólgar
Eins og fyrr segir er þessi þró-
un almenn — nær einnig til mið
stéttarbarna. En auðvitað
kemur stéttaskipting og kynþátta
mjög inn i þetta: börn úr fátækra-
hverfum hafa yfirleitt átt miklu
færri og þrengri möguleika á að
verða sér Uti um orðaforða og
málsskilning en börn betur
stæðari bandarikjamanna, og
erfiðleikar þeirra eru eftir þvi
stærri. Or öllu saman verður
siðan einskonar vitahringur. Há-
skólakennarar skamma
miðskólakennara fyrir að þeir
sendi frá sér stúdenta, sem geti
ekki almennilega lesið, eða
skrifað, miðskðlakennarar
skamma kennara á næsta skóla-
stigi á undan, og siðan sameinast
allir um að ^arpa sökinni á for-
eldra barnanna.
Greinarhöfundar finna það
kennurum til nokkurrar afsökun-
ar að ,,i mörgum bandariskum
skólum eru kennararnir ofhlaðnir
verkefnum” svo að þeir vita ekki
sitt rjUkandi r.áð. En fleiri félags-
legar orsakir fyrir þessari þróun,
sem hér greindi frá, eru raktar —
og með skirskotun til þeirra er þvi
spáð að málnotkun muni enn
hnigna i landinu. Til dæmis er
vitnað i Travis Trittschuh, ensku-
prófessor við Itikisháskólann i
Detroit, sem segir: „Ritað mál er
ekki virkasta tjáskiptaleiðin á
þessum áratug. Stúdentar sjá
fyrir sér margmiljónamæringa,
sem eiga erfitt með koma orðum
út Ur sér og skrifa herfilega, og
þeir gera sér grein fyrír þvi, að
það nýtur ekki lengur neins sér-
staks álits að kunna að skrifa.”
Sjónvarp og
tæknidýrkun
Greinarhöfundar tala einmitt
um þetta kæruleysi gagnvart
tungunni, verðfellingu hennar,
sem gerir hana blóðlausa og
dauðyflislega. Það er sem tungu-
málið hafi hætt að skipta máli
(,,það verður enginn rikur á þvi
að hafa það á valdi sinu” sbr. það
sem áður segir um
miljörðungana) Þeir telja, að
sjónvarpið hafi mikil áhrif i þessa
átt. Hin ruglingslega
skrUðfylking mynda, sem sjón-
varpið bregður upp, gerir málið
að annars flokks fyrirbæri. Það
hefur vissulega grafið mjög
undan þeirri skoðun manna að
það sé i raun skemmtilegt að lesa.
Nýleg könnun sýnir, að banda-
rikjamenn horfa að meðaltali
tæpar fjórar stundir á dag á sjón-
varp, sem er firnatimi, eins og
hver maður getur séð.
Hluti af gengisfellingu tung-
unnar er rakinn til þess að mönn-
um finnist það blátt áfram ekki
virkt — eins og áðan var getið að
nokkru. Þjóðfélag fyrri tima
hafði trU á tungunni, bandarikja-
menn binda sina trú við tækni.
Það eru ekki orð sem koma
mönnum á tunglið, sem stjórna
hinum áhrifamiklu uppfinningum
tækninnar. Maðurinn, segir i
greininni, stigur ekki upp til
himna i krafti bænar, heldur i
krafti flókinna eldflauga og
tölvuborða Geimrannsóknar-
stofnunarinnar.
Pólitískar
lygar
Athyglisvert er að greinar-
höfundar telja og að kæruleysi
gagnvart málinu sé og tengt
þeirri lýgi sem verður mönnum
ljós i sambandi við Watergate-
málið og Vietnamstriðið: „Sam-
söfnun lyga hlýtur að spilla
málinu sem þessar lygár eru
sagðar á.,Eftir bandariska loft-
árás á Kambodiu kvartaði banda-
riskur höfuðsmaður i flughernum
yfir lýsingum fréttamanna „Þið
fréttamenn,,, sagði hann, „skrifið
alltaf að þetta séu loftárásir, loft-
árásir, loftárásir. Þetta eru ekki
loftárásir! Þetta er stuðningur úr
lofti (air support).” Hin klassiska
setning úr þvi striði kom að sjálf-
sögðu Ur munni þess bandariska
Framhald af 5. siðu.