Þjóðviljinn - 21.09.1975, Qupperneq 10
ÍOSÍÐA— ÞJóÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1975.
Undanfarin ár hefur
áróður fyrir trimmi,
skokki, megrunarkúrum
og öðrum „velferðarþjóð-
félagsráðstöf unum" orðið
æ þyngri. Fólk hefur gert
sér Ijósari grein fyrir
mikilvægi þess að mæta
þægindum og hreyfingar-
leysi með einhvers konar
skrokkæf ingum til að verja
sig gegn hjartaslagi,
margasári, stressþreytu
og líkamlegu hruni.
íþróttaf élögin hér á
íslandi hafa í auknum
mæli lagt rækt við
almenningstíma, þar sem
ekki er hlaupið og æft með
keppni eingöngu fyrir
augum. Sérstakir
lei kf i m istímar fyrir
almenning eru orðnir al-
gengt og æ vinsælla fyrir-
bæri og er það einkum
kvenþjóðin sem hefur not-
fært sér þann möguleika á
heilsurækt.
En það er fleira til en
kerf isbundnar leikfimis-
æfingar. Menn geta einnig
farið í judó, badminton,
borðtennis og aðrar
iþróttagreinar, þar sem
gerter ráð fyrir f leirum en
þeim einum, sem vil ja æfa
næstum hvert einasta
kvöld með keppni og
verðlaun í huga.
Við hringdum í nokkra
aðila sem bjóða almenn-
ingi upp á einhvers konar
heilsurækt. Mikið vantar
upp á að hér sé um tæm-
andi úttekt á slíkum
félögum eða fyrirtækjum
að ræða, en þó má fá
nokkuð glögga mynd af
þeim möguleikum sem
fyrir hendi eru á komandi
vetri.
—gsp
ALMENNINGSIÞROTTIR
Júdódeild
Ármanns með
frúa rleikf im i
og júdóæfingar
Ekki er ótrúiegt að Júdódeild
Ármanns sé cinn stærsti aöilinn
sem býður upp á leikfimi og
heilsurækt fyrir aimenning. Auk
júdósins, scm i vetur verður i
fyrsta sinn skipt i æfingaflokka og
keppnisflokka, er sérstök frúar-
leikfimi fyrir þær konur sem ckki
hafa hug á að æfa eingöngu eftir
júdókerfinu.
1 samtali við Reimar
Stefánsson, formann deildar-
innar, kom fram að tilbúningur
vetrardagskrárinnar er langt
kominn. Sagði Reimar að almenn
leikfimi væri þegar hafin og siðan
byrjuðu júdóflokkar i byrjun
október.
Hverju námskeiði er lokið af á
einum og hálfum mánuði og er
þvi verið að skrá fólk allan
veturinn. Nýir bætast stöðugt við
og aðrir falla út. Aðstaða júdó-
deildarinnar er að Ármúla 32 i
sérstökum sal sem þar er. Er æft
þar meira eða minna allan daginn
og fram eftir kvöldi. Gufubað og
ljós eru fyrir hendi til ókeypis
afnota og einnig geta þeir sem
vilja keypt sér nudd. er það þó
einkum hugsað fyrir konurnar
sem þarna æfa annað hvort i
frúarieikfimi eða júdó.
Fyrir karlana er eingöngu
boðið upp á judóæfingar enda eru
þær að verulegu leyti byggðar
upp á almennum leikfimis-
æfingum. I vetur verður hins
vegar i fyrsta sinn skipt i tvo
aðalflokka, annars vegar fyrir þá
sem vilja æfa judó með einhvers-
konar keppni fyrir augum og hins
vegar fyrir þá sem eingöngu vilja
styrkja skrokkinn og halda við
heilsunni.
1 Armúla 32 er opið nær allan
daginn frá morgni til kvölds og
þar eru frekari upplýsingar
veittar og tekið við þátttökutil-
kynningum. Siminn þar er 83295.
Verð fyrir hvert timabil, 6 vikna
langt, er krónur 3.500 og eru tveir
timar i hverri viku.
gsp
Kaffisopi og
Karmen-rúllur
fylgja meö
Heiisuræktin IIEBA i Kópavogi
hefur starfað i nokkur ár og er til
húsa að Auðbrekku 53. t samtaii
við annan eigandann, Margréti
veröa æ
vinsælla
verkefni
hjá
íþrótta-
félög-
unum
Sölvadóttur, kom fram að nokkuð
frábrugðin tilhögun er á starfinu
þar og t.d. þvi, sem iþrótta-
kennararnir i húsi Jóns Þor-
steinssonar bjóða upp á.
Eingöngu er um kvennatima að
ræða hjá Hebu og fer þar fram
alhliða leikfimisþjálfun. Að
hverjumtima loknum er unnt að
fá þægindi á borð við snyrtingu,
hárþurrku, karmenrúllur o.fl.
Saunabað mun einnig vera á
staðnum.
Heilsuræktin Heba skipuleggur
einnig sérstaka megrunarkúra
fyrir konurnar og ef þess er óskað
er ekki látið nægja að keyra þær
áfram i megrunaræfingum
heldur einnig útbúinn sérstakur
matseðill. I hverjum flokki eru
siðan veitt verðlaun til handa
þeim sem taka af sér flest pundin.
bað er ekki svo litið i húfi i
þessari megrunarkeppni, fyrir
utan það að kilóunum fækkar,
sem trúlega er það mikilvægasta,
eru verðlaunin sem keppt verður
um strax i haust hvorki meira né
minna en ferð tii Kanarieyja á
fyrsta flokks hótel með fyrsta
flokks fæði. Vonandi að
pundunum fjölgi bara ekki um of
þar.
Aðspurð sagði Margrét að
verðið væri tæplega fimm
hundruð krónur fyrir hvern tima.
Hvort það teldist dýrt eða ekki
vildi hún ekkert segja um, slikt
yrði að meta þegar þjónustan
hefði verið reynd og ávöxtur
starfsins kæmi i ljós.
—gsp
„Besta leikfimin
er trúlega sú, aö
annast allt
viöhald á
skíöaskálanum í
Skálafelli”
iþróttaféiág kvenna hefur nú
starfað i fjörutiu ár. i spjalli við
formann félagsins, Friði
Guðmundsdóttur, kom fram að á
vegum félagsins fer fram fieira
en lcikfimisæfingar i gamla
Miðbæjarskólanum. öðru hvoru
er stormað með þær konur, sem
áhuga hafa á skiðaiþróttinni, upp
i Skálafeli. Þar er skroppið á
skíði, nauðsynleg trésmiðavinna
vcgna viðhalds á skáianum lcyst
af hendi og hellt upp á kaffisopa i
sjálfboðavinnu handa þvi fólki
scm notfærir sér þá skiðaaðslöðu
sem fyrir hendi er i Skálafelii.
— Þetta • er hin ágætasta
leikfimi — sagði Friður. Við
náum lika með þessari sjálfboða-
vinnu og ýtrasta sparnaði
peningum sem lækka reksturs-
kostnað félagsins töluvert.
Iþróttafélag kvenna býður upp
á leikfimiskennslu fyrir konur i
tveimur aldursflokkum. Annars
vegar eru stúlkur á aldrinum 12-
17 ára og hins vegar er frúarleik-
fimisflokkur. Vetrinum er skipt i
tvö þriggja mánaða timabil og
reiknaði Friður með þvi að verðið
fyrir hvort timabil yrði fjögur til
fimm þúsund krónur. Kennari i
vetur verður Sigrún Siggeirs-
dóttir og hefur hvor flokkur tvo
tima i viku, á mánudags- og
fimmtudagskvöldum.
— Fyrir nokkru vorum við
einnig með sérstakan flokk i
skokki — sagði Friður. Aðstöðu
fyrir hann höfðum við I Baldurs-
haga (undir stúkunni við Laugar-
dalsvöll). Nú höfum við misst það
húsnæði þannig að skokkflokk-
urinn hefur lagst niður.
Júdó, badminton,
fimleikar
og frúarleikfimi
lþróttafélagið Gerpla i Kópa-
vogi er nú að hefja sitt fimmta
starfsár. Peildir i þessu félagi eru
fjórar, júdó, fimleikar borðtennis
og badminton.
Sveina Sveinbjörnsdóttir, for-
maðir Gerplu, sagði að i öllum
deildum væri fólk, sem ekki æfði
með keppni fyrir augum heldur
eingöngu til þess að taka þátt i
skemmtilegum leik um leið og
heilsufarið nyti góðs af. Einnig
væri á vegum fimleikadeildar-
innar sérstakur frúarleikfimis-
flokkur og á sinum tima hefði
verið reyynt að halda úti öðrum
flokki fyrir karla. Ahuginn þar
reyndist þó ekki nægur.
Gerpla rekur starfsemi sina
einkum i iþróttahúsunum
tveimur i Kópavogi. Einnig hefur
verið notast við aðra staði, s.s.
iþróttahús KFUM fyrir Judóið og
borðtennisið fer allt fram i
Laugadalshöll.
Vetrinum hjá Gerplu er skipt i
tvennt eins og svo viða annars
staþar. Þátttökukostnaður er
mismunandi eftir deildum og
sagði Sveina að eingöngu væri
miðað við að ná inn fyrir hús-
kostnaði, sem hefur aukist mjög
undanfarið.
Tekið er við þátttökutil-
kynningum hjá formönnum ein-
stakra deilda en það eru þessir
aðilar: Fimleikar og frúar-
leikfimi: Þórunn Isfeld
Þorsteinsdóttir i sima 42015.
Badminton: Karl M. Karlsson i
sima 43090. Judó: Anna Hjalta-
dóttir i sima 17916. Borðtennis:
Guðrún Einarsdóttir I sima 43054.
gsp