Þjóðviljinn - 21.09.1975, Síða 14

Þjóðviljinn - 21.09.1975, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1975. Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög Tökum lagið Sæl nú! I dag tökum við fyrir annað kvæði eftir Joe Hill. Lagið, sem einnig er eftir hann, munu sjálfsagt fæstir þekkja.en ég vona að þið getið lesið ykkur fram úr nótunum. Hljómarnir heita öðrum bókstöfum en við eig- um að venjast hér i þættinum og mun ég því setja okkar merkingu inn á textann en samsvarandi hljóm yfir :.ótunum i sviga aftanvið. EF AÐ STRÍÐSINS FLOKK SKAL FYLLA e(EM) B7 (H7)e B7 Á hverju ári er kastað fé e D G i kanónur og tundur a(AM) G D til landvarna þótt lagður sé F(IS)7 B7 á lýðsins tugþúsundir e B7 e B7 fjötur skorts og fátæktar e C G og þótt falli margir ungir. C a G Þvi skal ekki um þjóðardramb, A7 D7 en þetta heldur sungið: G D7 G Ef að striðsins flokk skal fylla, c D7 G fáninn rauði er merki vort C G og byssunni ég beina vil að A7 D7 böðlum auðs er skopu skort. G D7 G Verkamenn og verkakonur, A7 D B7 vinnuaflsins stolta lið. e a e Risið upp til athafna a A7 öreigar þvi skyldan kallar D7 G fyrir frjálsræðið. Og þvi er byssa og bryndreki i borgum inn i landi. Þar sem enginn óvinur fær ógnað dauða og grandi? Ef ástæðan er ekki ljós gakk öreigi til striðsins. Rústum þetta þjóðfélag. Það er hagur lýðsins. Ef að striðsins flokk skal fylla o.s.frv. Hljómar:e(EM), B7(H7),D,D7, G,C, a(Am), F(Is) 7, A7, Und wurden zerstreul unter alle Völker. Die nachbiblische Gaschichte des judischen Volkes. Sonderaus gabe. Droemer Knaur Munchen 1974. Höfundurinn hefur sett saman fjölda bóka alþýðlegs fróðleiks, hann er vinsæll i sinu heimalandi og viðar, margar bækur hans hafa orðið metsölubækur. Hér segir hann sögu gyðinga eftir að þeir höfðu glatað föðurlandi sinu og dreifðust um allar jarðir. Þetta er vel sögð saga, enda efnið sögulegt. Gyðingar urðu að búa sem sérstök þjóð innan um aðrar þjóðir og streituðust við að halda lögmálið þrátt fyrir ofsóknir og innrætta andúð á þeim meðal flestra þjóða. Trúarbrögð gyð- inga treystu samheldni þeirra og jafnframt einangrun og vissan um að þeir voru guðs útvalin þjóð varð sterkasta voppn þeirra i of- sóknunum. Höf. telur að sivökul kennd þeirra fyrir þjóðernislegri sérstöðu sinni 'og lögmálinu hafi orkað þvi að þeir héldu sérleika sinum sem þjóð, þótt þeir hefðu ekki þjóðtungu sér til styrktar. Lokakaflarnir fjalla um gyðinga- morð þjóðverja á striðsárunum og fyrir striðið og stofnun þjóð- r'ikis gyðinga. Myndir, töfiur og skrár fylgja i texta og i bókarlok. The Age of Absolution 164R—1775 Maurice Ashley. History of the Western World. General Editor: John Roberts. Weidenfeld & Nicolson 1974. Bókaflokkurinn History of the Western World, er vottur stöðugr- ar endurskoðilnar sögunnar. Rit- stjóri flokksins starfar við há- skólann i Oxford. Leitast er við að tjá og túlka höfuðatburði evr- ópskrar sögu i sex bindum, sem hefjast með siðmiðöldum og lýk- ur með árinu 1973. Þetta bindi er það þriðja i röðinni og kemur út fyrst. Höfundurinn hefur sett saraan nokkrar bækur um 17. ald- ar sögu. Með vestfalska friðnum hefst nýtt timabil i Evrópu, Frakkland varð voldugasta riki álfunnar, Sviþjóð verður stór- veldi og Holland er loks viður- kennt af stórveldunum. Einveldi réttlætt með guðs náð verður hug- sjón landstjörnarmanna. Jafn- framt hófst menningarbylting, sem bylti um rikjandi heims- mynd og hugmyndum i guðfræði og heimspeki og visindum. Efna- hagsleg útþensla Evrópu hefst fyrir alvöru á þessu timaskeiði. Meginbreytingin varð i landbún- aðarrekstri, markaðsbúskapur tekur við af sjálfþurftarbúskap, og höfðu þær breytingar sem fylgdu þeirri kerfisbreytingu rót- tækust áhrif þegar frá leið, þar sem meginhluti ibúa álfunnar lifði af landbúnaði. Höfundurinn tengir saman efnahagslegar og menningarlegar forsendur að þeim breytingum, sem urðu á timaskeiðinu. Myndaval er gott, bæði svart-hvitra i texta og lit- mynda, sérprentaðra. A Shadow on Summer Christy Brown. Secker & War- burg 1974. Sögusviðið er New York og landsetur i Connecticut. Aðalper- sónan er ungur irskur höfundur, Riley McCombe að nafni, sem hefur slysast til þess að skrifa metsölubók, sem bandariskur út- gefandi hans hyggst notfæra sér. McCombe var fram til þessa ó- kunnur ibúi fátækrahverfanna i Dyflinni. Tvær konur koma til sögunnar, sem verða ástfangnar af höfundinum. Ast kvennanna og einmanaleiki listamannsins er þemað i þessari skáldsögu, sem hefur sér til ágætis lýriskan stil og málsnilld. Þessi skáldsaga er vel þess virði að hún sé lesin, flokkast ekki tii billegri afþrey- ingarbókmennta. Onnur bók höf- undar, Down all the dáys, vakti athygli, einkum vegna stilsins og i þessari sögu nýtur still höfundar sin enn betur. Hugvitssemi tjallans Hvernig eiga menn að spara hitunarkostnað i skólum nú á þessum siðustu og verstu timum orkuverðbólgu? Yfirvöld i Berkshire County á Bretiandi hafa fundið sitt svar: þau hafa ákveðið að stytta sumarleyfi i skólum um eina viku og bæta þessari viku við jólaleyfið. Fórnfús faðir Það er ekki að spyrja að foreldrakærleikanum. Prófessor einn japanskur óttaðist mjög að dóttir hans kynni að falla á inn- tökuprófum i Tsuda háskólanum. Hann ákvað þvi að taka próf þetta i hennar stað og dulbjó sig þvi sem ung stúlka og fór þannig búinn á vettvang. Skórnir komu upp um hann. Tölva mótmælti Það er ekki hægt að láta þriggja ára stúlkubarn fá ökuskirteini, sagði tölvan, og neitaði að fram- lengja ökuskirteini Maud Taull. Enda hafði töivan verið mötuð á þvi, að Maud væri fædd 2-3-72. Vesalings tölvan gat að sjálf- sögðu ekki vitað, að kona þessi er einhver elsti bilstjóri i Bandarikj- unum — fædd annan mars árið 1872. Magnaður ástareldur Átján ára stúlka frá Bristol i Englandi neitaði alls ekki sekt sinni, þegar hún kom fyrir rétt, sökuð um að hafa kveikt i sælgætisbúð sem hún vann i. Hún hafði með aðstoð vinkonu sinnar, tvisvar sinnum efnt til ikveikju i búð þessari. Stúlkan játaði, að hún hefði gert þetta vegna þess, að hana hefði langað svo agalega mikið til að horfast i augu við slökkviliðs- mann einn, sem hún var stór- hrifin af. Þessar heitu ástir kostuðu fyrirtækið 190 þúsund sterlingspund. Rosknir Tarsanar F'jórir ekta Tarsanar hittust fyrir skömmu undir voldugri frumskógarplöntu i Los Angeles til að heiðra höfund Tarsan- bókanna, Edgar Rice Burrughs. F'undur þessi átti sér stað i til- efni þess, að hundrað ár eru liðin frá þvi að Burroughs fæddist. Vöðvakarlar þessir fjórir minntust dagsins með þvi að reka upp hið fræga öskur sem Tarsan er látinn reka upp þegar hann kallar á fila sina i kvikmyndum. Mennirnir eru James Pierce, 75 ára, Johny Weissmuller 71 árs, Buster Grabbe, 67 ára}og Jock Mahoney, 67 ára. Öskur þeirra var dæmt gott og gilt. Skrýmsli boðið á kvennafar Margar lilraunir hafa mcnn gcrt til að berja auguin eða festa á filmu skrýmslið fræga, sem sagan hermir að búi í vatninu Loch Ncss i skot- landiNú siðast á að gabba skrýmslið með meintri þörf þess fyrir kynlif og félagsskap.Búið var til paþpaskrsýmsli, hálft tonn á þyngd, var þvi gcfið nafnið Ncllie og siðan ýtt á flot i vatninuEn að sjálfsögðu lét liið Iifsreynda skrýmsli i Loch Ness ekki blekkjust af svoddan tiktúrum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.