Þjóðviljinn - 21.09.1975, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiNN Sunnudagur 21. september 1975.
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
Nýja dilkakjötíö
á markaðinn:
Þekkirðu
gæðastimplana
Dilkakjötið er nú væntanlega
komið i verslanir en það hefur nú
hækkað um 33,6% i heilum og
hálfum skrokkum, eða úr 292
krónum i 390 krónur. Súpukjötið
hefur hækkað um 31,7% læri
30,9% Kótilettur um 29,7% en lifur
hjörtu, nýru og slátur með sviðn-
um haus hækkar mun minna eða
um 13,1—13,6%. Vert er að benda
neytendum sérstaklega á að þess-
ar fæðutegundir eru ekki siður
hollar en sjálft dilkakjötið og
vonandi notfæra þeir sér aö þær
hækka mun minna.
Jónmundur Ólafsson, kjöt-
matsformaður hjá Framleiðslu-
ráði landbúnaðarins sagði i
viðtali við blaðið að dilkakjöt væri
flokkað i III. gæðaflokka, en væri
selt i' tveimur verðfiokkum, þ.e.
I.og II. gæðaflokkur saman og III.
siðan á öðru verði. Svo mun
Stimpillinn á
kjötinu hefur
ekkert meö
gæðin aö gera,
aðeins miöinn
sem festur er
við skrokkinn
einnig vera nú, en hækkunin á II.
verðflokki (III. gæðaflokki) mun
vera svipuð og á I. verðflokki hér
að framan. Hins vegar er nokkuð
magn ennþá til i landinu af eldra
dilkakjöti, þ.e. frá þvi i fyrra og
enn hefur ekki verið auglýst sér-
stakt verð á þvi. Sagði Jón-
mundur að svo hefði aldrei verið
til þessa, en það kjöt er á þvi verði
sem prósentu hækkunin er
reiknuð af, en það var skráð 2.
júni' s.l. Það er sem sagt full
ástæða til þess að gæta sín með
haustinu, þegar farið verður að
frysta nýja kjötið, svo maður
kaupi ekki það gamla á nýja
verðinu. Og vilji maður hins
vegar fá sér eldra kjöt, á það sem
sagt að fást á gamla verðinu. Eru
þess ekki dæmi að gamalt
dilkakjöt hækki á milli verðlags-
ára, en hins vegar er nautakjötið
sem var á Utsölunni um daginn og
er ekki nærri uppurið, á sama
verði og nýja nautakjötið.
Þurrkaöir ávextir
Nú eru sannarlega siðustu for-
vöð að tina sér „grös” fyrir
veturinn og þurrka, þvi frostið
feliir þau flest. Þeir sem eru dug-
legir við að safna og rækta grös,
kryddjurtirog blóm ættu að koma
sér upp þurrkhengi fyrir
jurtirnar. Ef einhvers staðar i
eldhúsinu er auður veggur er til-
valið að setja þar furufjöl og
skrúfa i hana króka. Siðan er
settur limmiði við hvern krók og
skrifað á nafn jurtarinnar. Jurt-
irnar eru svo bundnar i' litil knippi
og hengdar á krókinn. Best er að
hafa þurrkhengið fjarri gufu og
reyk, þ.e. ekki vð eldavélina. A
þetta má svo hengja ræktaðar
kryddjurtir, steinselju, sólselju,
graslauk ofl, og einnig blóðberg
(timian), hvannablöð, vallhumal,
smárablóm eða önnur villt
islensk blóm, sem eru góð t.d. i
jurtate.
Það er vissara að gæta vel að
inn, þegar maður kaupir nýja
miðanum sem festur er á hækil
dilkakjötið.
Gæðamerkingar á dilkakjöti
þekkja vist fæstirog spurðum við
Jónmund hvernig dilkakjötið
væri flokkað. Heilir skrokkar eru
merktir með miða sem festur er
við skrokkinn, en eftir að búið er
að saga hann niður verður
neytandinn að treysta kaup-
manninum. Stimplarnir sem eru
oft t.d. á hrygg og öðru niður-
skornu kjöti hafa ekkert með
gæðastimpil að gera, heldur eru
stimplar um heilbrigðisskoðun á
kjþti. Miðarnir sem festir eru við
skrokkana eru liklega sjaldnast
skiljanlegir hinum venjulega
neytanda, nema með Utskýring-
um, amk ekki ef um er að ræða
merkinguna, sem gerð er sér-
staklega fyrir utanlandsmarkað.
Þá eru þyngdarflokkarnir 5 og
gæðaflokkarnir III. Þyngdar-
flokkamir em 6, 2, 8, 4 og T, en
gæðaflokkarnir DI, D II, DIII, !
Þessir seinni stimplar munu
alltaf vera á kjötinu, og það eru
sem sagt þeir sem kaupandinn á
að gæta að ef hann ætlar að kaupa
heilan skrokk. Þá er væntanlega
best að fá sér DI, þótt DII sé á'
sama verði. DIII eru svo heldur
ódýrari. DIII eru þó ekki skrokk-
ar af eldri kindum, heldur þykja
skrokkarnir hafa lélegri kjötgæði.
Þs
Látið frá
ykkur heyra
Við viljum hvetja lesendur
til þess að skrifa okkur eða
hringja ef þeir hafa hug-
myndir i sparnaðarhornið,
geta t.d. bent á skemmtilega
heimatilbUna hluti, ódýra
vöm o.s.frv. og einnig ef þeir
vilja kvarta undan einhverju
(t.d. verðlagi, þjónustu, vöru)
og komum við þvi þá á fram-
færi i „gæti verið betra”.Látið
heyra frá ykkur, siminn er
73586 og ef þið skrifið þá
merkið bréfin „Til hnifs og
skeiðar”.
fataskápur
Þessi ágæti fataskápur er
smfðaður af hagleiksmanni
nokkrum, sem fékk hug-
myndina er hann smiðaði leik-
tjöld, en þau eiga sem kunnugt
er að vera bæði létt og ódýr ef
vel á að vera. Sem sagt skáp-
urinn er gerður úr hessian-
striga, sem strekktur er á
málaða timburgrind. Hliðarnar
á skápnum, ef hann ekki passar
inn i herbergið á miili veggja,
má gjarnan hafa úr bæsuðum
eða máiuðum spónaplötum.
Skápurinn er fallegur og ódýr og
auk þess safnast ekkí i hann
mikið ryk, þar sem vel loftar i
gegnum strigann. Inn i svona
skáp má svo setja tilbúnar
skápainnréttingar, sem fást i
verslunum, eða slá sjáifur upp
spónaplötum með listum, sem
körfum eða hillum er svo rennt
upp á. A ekki einhver hliðstæðan
hagleiksgripheima hjá sér, sem
myndi sóma sér vel i
sparnaðarhorninu?
Betri
lyfjaupplýsingar
Gramur maður hringdi i
okkur og vildi koma á framfæri
kvörtunum varðandi
upplýsingar um lyf. Hann hafði
fengið lyf við magakveisu hjá
lækni. Þegar hann svo tók lyfið,
kom I ljós að það virkaði eins og
svefnmeðal. Vinnudagurinn var
ónýtur, þvi þótt hann hætti að
kasta upp, svaf hann fram á
skrifborðið sitt hálfan daginn.
Þannig verka einnig t.d.
sjóveikistöflur og vildi hann
beina þeim tilmælum til lyfja-
verslunar að hUn skyldaði
að skýrt væri frá aukaverk-
unum lyfja á umbúðunum.
Hannsagðist t.d. hafa verið ger-
samlega óökufær eftir þessa
lyfjatöku. Ef til vill er skyldan
hér íýrst og fremst læknisins, en
þó væri ekki óeðlilegt að slikar
upplýsingar stæðu á umbúðum,
svo tryggt væri að þær kæmust
til skiía.