Þjóðviljinn - 21.09.1975, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 21.09.1975, Qupperneq 17
Sunnudagur 21. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Þegar oliukreppan svo- nefnda skall á fóru menn víða um lönd að leita að nýjum ráðum til að spara eldsneyti: sumir af hug- sjónaástæðum, aðrir í von um framtíðargróða. í Dan- mörku hafa t.d. vakið at- hygli tilraunir arkitekta- hjóna, Kirsten og Per All- ing, sem hafa komið sér upp tækjum til að nýta sól- arhita, og eru farin að framleiða þau — í smáum stíl enn— fyrir áhugasama nágranna. Útbúnaður þessi er næsta ein- faldur.Hann er svartmálaður ál- kassi með gleri yfir og einangrun undir.I kassanum eru svartmál- aðar leiðslur, fullar af vatni.Þeg- ar sólin hefur hitað vatnið i leiðsl- unum að vissu marki fer það inn.á hitakerfi hússins og aftur út i sól- 18 fermetra útbúnaður eins og þessi hér annast alla hitaþörf einbýlis. húss á sumrin og er góð búbót á veturna J^ermetrinn kostar nú um 30 þús Jslenskar kronur. Sólarhitun í Danmörku ina þegar það hefur skilað sinum hita. Þau hjón telja að þessi einfaldi útbúnaður sé einkum hagkvæmur ef að hann er ekki stærri en svo, að hann nægir fjölskyldu i ein- býlishúsi yfir sex heitustu mánuði ársins, en er að öðru leyti hafður til að draga úr oliubrennslu að vetrarlagi.Ef menn koma sér upp um 40 fermetra „sólarofni” þá er einbýlishús þeirra sjálfu sér nóg árið um kring, en á móti mælir það, að með þessu móti er lagt i allmikla fjárfestingu sem fram- leiðir á sumrin allmikinn auka- hita, sem ekki er unnt að nota til neins. Einn fermetri sólarofns getur 'skilað allt að 3000 kilókalorium á dag. JÓN L. ÁRNASON Nú kemur þriðji þátturinn af þessari gerð og kemur hann viku- lega framvegis. Jón L. Árnason er með allra efnilegustu ungiingunum núna og hefur árangur hans á undanförn- um árum sýnt það þvi i haustmóti T.R. 1973 sigraði hann unglinga- flokkinn og siðan 11. flokk á skák- þingi Reykjavikur 1974. Á skák- þingi íslands 1974 lenti hann i þriðja sæti með 4 1/2 vinning af 7 mögulegum. Núna komu riðlamótin og lenti hann i 2.—4. sæti i c. riðli og siðan 3. sæti i b-riðli, og það verður cf- laust ekki langt þangað til að hann teflir í landsliðsflokki þvi Jón sem er aðeins 14 ára er á hraðri uppleið. Og hér koma tvær skákir með^kýringum eftir Jón L. Jón L. Árnason—Þór Valtýsson. Skákþing íslands 1975 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe 4. Rxe Bf5 5. Rg3 Bg6 6. Rle2 (Sjaldgæfur leikur, en engu að siður góður). 6. ... e6 7. h4 h6 8. Rf4 Bh7 9. Bc4 Rf6 (9. ...Bd6 svarar hvitur með Rg- h5). 10. 0-0 Bd6 11. Rxe6!? (Þetta er hugmyndin með 6. leik hvits.) 11. ... fxe6 12. Bxc6 (Hvitui' hefur tvö peð upp i mann og góð sóknarfæri.) 12. ... Bg8? (Lélegur leikur. Hvitur sækist einmitt eftir uppskiptum á hvit- reita biskupunum þvi þá veröur riddarinn stórveldi á f5. 1 9. ein- vigisskák þeirra Tals og Botwinn- iks (1960) varð framhaldið: 12. ...Dc713. Hel Rbd714. Bg8 + Kf815. BxB HxB16. Rf5 og ef sú staða er borin saman við stöðuna eí'tir 15. leik hvits i skákinni sést að svartur glatar tveimur tempó- um á 12. ...Bg8). 13. Bxg8 Hxg8 14. Hel + Kf— 15. Itf5 (Þessi staða er hliðstæð stöð- unni i fyrrnefndri skák milli Tal og Botw. nema svartur hefur hvorki leikið Dc7 né Rbd7) 15. ... He8? (nú leikur svartur endanlega af sér Hqnum virðist hafa yfirsést næSti|ieikur hvits!) 16. Hxe8! Rxe8 17. Dh5+ Kf8 18. Bxh6! gxh6 (ef Df6 þá 19. Hel!) (Ef Kf8 þá 21. Rh6! Dd722. Dg8+ Ke723. Hel+ Kd824. Rf7 + Kc7 25. Hxe8). 21. g4! Dc7 (Eða 21. ...Bf422. g5+ Bxg5 23. hxg5 Kxg5 24. Dh4+) 22. g5 + Ke6 23. Hel + gefið (Þvi ef 23. . ..Kd5 þá Dg8+J Jón L. Árnas.—Einar Valdimarss. Boðsmót T.R. 1975 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe Bf5 5. Rg3 Bg6 6. Rle2 h6? (Tempótap. Nú þarf hvitur ekki að leika h4) 7. Rf4 Bh7 8. Bc4 Rf6 9. 0-0 Rd5 (Ef 9. ,.e6, þá Bxe6!) 10. Df3 e6 11. Hel RxR (11. ..Be7 svarar hvitur með 12. R4h5 0-013. Rxg7 Kxg714. Rh5 + Kh8 15. Bxh6) 12. BxR Dxd4? (Skárra var 12. ...Be7 13. Rh5 0- 0 14. Be5! þó svarta staðan sé slæm) 13. Bxe6! Df6 (Ef 13.. fxB þá 14. Hxe+ Be7 15. IlxB +! KxH16. Hel+ Kd7 17. Hdl) 14. Bd7+ !! (Eftir 14. Bc8+ fellur „aðeins” hrókurinn á a8) 14.... Kd8 (Auðvitað ekki 14. ... KxB vegna Hadl+ Kc8 16. He8+) 15. Bg4 Be7 16. Ilad 1 + Ke8 17. Rh5! Dxb2 (Ef 17. ...Dg6 þá HxB+! Kf8 (KxH 19. De3+ De4 20. Dc5+ Ke8 21. Rxg7+ mát) 19. Hxf7+!! Kxf7 (Dxf7 20. Bd6+ Kg8 21. Be6!!) Bg5+ og hvitur vinnur). 18. Hxe7+! Kxe7 (Ef 18. ... Kf8 þá He8+ ) 19. De3+ gefið 19. Dxh6+ ' Kf7 20. Dh7 + Kf6 Kennara vantar Einstaklingsíbúð i námunda við Kennaraháskólann eða i miðbænum. Upplýsingar i sima 28412. Minning Kolbeinn Árnason Fæddur 21. sept. 1916. — Dáinn 4. okt. 1974 Á þessum degi fyrir 59 árum fæddist Kolbeinn Árnason, og þó nú sé liðið nær þvi ár frá láti hans, langar miig að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Hann fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Árna Stefánssonar tré- smiðs, og Jóninu Friðfinnsdóttur. Kolbeinn var sá sjötti i röðinni af ellefu systkinum sem náðu fullorðinsaldri. Ég man eftir þvi að móðir hans sagði mér að Kol- beinn hefði verið óvenju yndislegt barn og það veit égr að hann reyndist móður sinni ætið góður sonur fram á hennar siðasta dag. Kolbeinn ólst upp i foreldrahús- um og þegar hann hafði aldur til hóf hann nám i trésmiðum hjá föður sinum og lauk þvi á tilskild- um tima. Þann 16. desember árið ’39 kvæntist hann unnustu sihní' Halldóru Egilsdóttur frá Austur- landi i Axarfirði, og veit ég að Kolbeinn áleit það alltaf sina mestu gæfu i lifinu aö hafa fengið hana að lifsförunaut. Þau voru á- kaflega samhent og man ég sér- staklega eftir þvi þegar þau voru að byggja húsið sitt að Þingvalla- stræti 30. Þar unnu þau bæði af dugnaði, framsýni og þráut- seigju. Þau höfðu þá nýhætt bú- skap á Austurlandi og flutt til Akureyrar og bjuggu þá á meðan húsið var i smiðum, hjá móður Kolbeins i Gránufélagsgötu 11. Og efalaust var það stór áfangi þegar þau gátu flutt i nýja húsið sitt, og þeim tókst fljótlega að gera það vistlegt og hlýlegt, bæði innan húss og utan. Kolbeinn var gest- risinn maður og virtist það vera þeim hjónum báðum meðfætt að taka ætið á móti hverjum gesti eins og væri hann sérstakur au- fúsugestur. Enda varð það fljótt svo, að æði gestkvæmt gerðist i Þingvallastræti 30, sérstaklega þó á sumrin. Það voru ættingjar, vinir og kunningjar og þá gjarnan langt að komnir, og veit ég að margir minnast gestrisni þeirra hjóna með þakklæti. Það var gott að koma til þeirra, og gaman að blanda geði við þau. Kolb.einn var ræðinn og gat komið vel fyrir sig orði. Hann hafði skemmtilega kimnigáfu og best man ég hann brosandi, en hann var lika ófeim- inn að segja álit sitt og gat verið fastur fyrir ef á þurfti að halda. Kolbeinn var mikill náttúruunn- andi og hygg ég að margar bestu stundir sinar hafi hann átt við einhverja veiðiána með stöng i hendi Eftir að Kolbeinn flutti til Akureyrar vann hann við tré- smiðar og hef ég heyrt frá þeim sem unnu með honum að öllum hafi likað vel við hann á vinnu- TIL FELAGSMANNA MÁLS OG MENNINGAR Gíróseölar vegna árgjalda 1975 hafa veriö sendir út. Vinsamlegast greiöiö árgjöldin viö fyrsta tækifæri. MÁL OG MENNING 1 stað, enda var hann duglegur til vinnu og samviskusamur i alla staði. Það var gott að biðja hann bónar eða leita ráða hjá honum, hann réði ölium heilt Þau hjónin eignuðust ekki börn, en hinum mörgu systkinabörnum sinum reyndist hann góður frændi og hollvinur. Ég kom til þeirra hjóna i júni 1974 og var tekið eins og alltaf með glaðværri hlýju. Ég var varla komin inn úr dyrunum þegar Kolbeinn bauðst til þess að keyra mig upp i kirkjugarð til að ég gæti vitjað um leiði tengdafor- eldra minna og þegar við stóðum þar við leiði foreldra hans datt mér sist i hug að næst þegar ég ætti erindi i kirkjugarðinn á Akureyri yrði það til að fylgja Kolbeini sjálfum til grafar. Ég vissi að visu að hann var oröinn sjúkur af þeirri véiki sem flestir fara halloka fyrir en ég vildi vist ekki trúa þvi að hún ætti eftir að leggja þennan sterka og lifs- glaða mág minn að velli. 1 veik- indum hans stóð konan hans við hlið hans eins og klettur og reyndi allt sem i hannar valdi stóð til að gera honum þessa raun léttbær- ari, og ég veit að hann hefði viljað þakka henni af hjarta fórnfýsi hennar uns yfir lauk. Þau hjónin höfðu um árabil á heimili sinu tvær fullorðnar kon- ur, þær Þuriði móður Halldóru og Margréti fóstru hennar. Þessum konum reyndist Kolbeinn einkar vel og var þeim hlýr og nær- gætinn. Ég bið guð að styrkja þær allar, Halldóru, Þuriði og Mar- gréti og gefa þeim ljós trúar og vonar i framtiðinni. „Drottinn minn, gef þú dánum ró, og hinum likn sem lifa.” Mágkona. J.S.IL

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.