Þjóðviljinn - 21.09.1975, Qupperneq 22
22 SÍÐA — ÞJ6ÐV1LJINN Sunnudagur 21. september 1975.
Kanslarinn brosir breitt
Eins og sjá má af myndum
þessum hefur Helmut Schmidt,
kanslari Vestur-Þýskalands,
heldur betur kynnt sér þá kosn-
ingatöfra sem víða eru taldir
bráðnauðsynlegir stjórnmála-
mönnum og amrfkanar kaiia
,,keep smiling”. Haltu áfram að
brosa.
Sálfræðingur einn við Max
Planck stofnunina vestur-þýzku
hefur tekið þetta skelfilega glott
kanslarans til athugunar. Hann
telurglottið eða brosið bera vott
um ýkta viðleitni til að ná sam-
bandi við aðra, sé það
„krampakennt” en láti samt i
Ijós „ekta tjáningu”. Sálfræð-
ingurinn les og óvissu út úr brosi
Schmidts: „I mikilli spennu,
þegar menn eru i sjónarsviði og
á annan hátt i aðstæðum sem
baka mönnum nokkurn ótta,
hafa menn tilhneigingu til að
ýkja þau merki sem þeir senda
frá sér.”
Dvergur
Framhald af bls. 3.
en fyrir doktorsritgerð sina hlaut
Jean Brissé hið mesta lof.,,Loks-
ins gat ég sætt mig við að ég var
dvergur”.
Brissé opnaði málflutnings-
skrifstofu, hélt fyrirlestra við há-
skóla og varð einn af virtustu lög-
fræðingum landsins.
Sama fýsnin til að staðfesta sig
með afrekum réði fristundum
Jeans Brissé. Fyrst af óljósri
löngun Daviðs til að takast á við
risann Goliat, en siðar ræður á-
nægjan af afrekinu ein — og
dvergurinn hefur t.d glimt við
marga erfiða tinda Pyrenea-
fjalla, meira að segja nokkra sem
eru meira en 3000 metrar á hæð.
Jean Brissé hefur lengi haft
mætur á skotvopnum, allt frá þvi
að faðir hans gaf honum byssu til
sjálfsvarnar. Hann segir að byss-
ur og skotfimi gefi sér „visst
vald” og skotæfingar hjálpa hon-
um til aö „veita útrás árásar-
hneigðum”.
Foreldrar dvergsins reyndu i
lengstu lög að halda honum frá
konum og kynli'fi, og ótti hans við
konur skaut djúpum rótum i vit-
und hans. Hann stóð á þritugu
þegar þjónustustúlka ein hjálpaði
honum yfir versta þröskuldinn.
Rúmlega fertugur felldi hann hug
til hjúkrunarkonu einnar og bað
hennar simleiðis. Hún tók sér
mánaðar umhugsunarfrest og
játaði siðan. Þau hafa siðan lifað
saman i þrjáti'u ár og er það
hjónaband hið ágætasta. En um
það segir sjálfsævisagan af hátt-
vfsi.
Leikfimi búningar
Fimleika buxur
Ballet búningar
Æfingabúningar
Æfingaskór
Það var mikill ánægjusvipur á andliti þessarar górillu, sem er ein aðal-
stjarna dýragarðsins i New York, þegar dýragarðsvörðurinn reyndi að
gera henni hitabylgjuna i sumar bærilegri með hressilegri vatnsgusu.
En nú fer brátt að liða að þvi að hún fari að sakna hitabylgjunnar
miklu, sem minnti hana þrátt fyrir ailt á heimkynnin.
lönskólinn
í Reykjavík
Meistaraskólinn 1975—1976 tekur til starfa
föstudaginn 10. okt. næstkomandi og
verður settur kl. 5 siðdegis þann dag i
stofu 202.
Innritað verður til 3. október i skrifstofu
skólans á venjulegum skrifstofutima.
Teknir verða mest 50 nemendur og ganga
þeir fyrir, sem lokið hafa sveinsprófi i
múrun og húsasmiði árið 1973 eða fyrr.
Skólagjald er kr. 9.000.-
Skólastjóri.
SKIPAUTGCRB RÍKISINS
M/s Baldur
fer frá Reykjavik
miðvikudaginn 24.
þ.m. til Breiða-
fjarðarhafna. Vöru-
móttaka: mánudag og
þriðjudag.
Ný kennslubók:
Mál og mál-
fræðiæfingar
Skuggsjá hefur gefið út nýja
kennslubók, Mál- og málfræðiæf-
ingar ásamt leiðbeiningum eftir
Skúla Benediktsson.
1 formála segir höfundur á þá
leið, að ónógar æfingar séu i mál-
fræðibókum þeim sem völ er á við
móðurmálskennslu. Sé bókinni
ætlað að bæta úr þessu. Upphaf-
lega ætlaði höfundur að hafa
bókina æfingar einar. „En að at-
huguðu máli sá ég þörf á að koma
að ýmsum málfræðireglum og
leiöbeiningum. Þær eru þó minni
að vöxtum fyrir þá sök, að fyrir
nokkrum árum samdi ég bókina
Kennslubókiíslensku.þar sem ég
tengi almenna málfræði setn-
ingafræði”.
1 bókinni er að finna verkefni
fyrir hina ýmsu bekki gagnfræða-
skóla, en að meginstofni eru þau
fyrir þriðja og fjórða bekk.
Verkefnin eru hin fjölbreyti-
legustu. Beðið er um orðflokka-
greiningu, málfræðilega grein-
ingu, spurt um orðmyndun og
málnotkun, einnig greinamerkja-
setningu, kennt sitthvað um orð-
tök og málshætti og svo brag-
fræði. Leiðbeiningar fylgja með
verkefnum.
Emil Björns-
sonsextugur
Séra Emil Björnsson, frétta-
stjóri sjónvarps, er sextugur i
dag. Hann tekur á móti gestum i
húsi Slysavarnarfélagsins á
Grandagarði kl. 15 til 18 i' dag.
Þjóðviljinn árnar honum heilla
á þessum timamótum.
Konur
Framhald af bls. 2.
„Er ætlast til að giftir bændur
hafi tvö atkvæði i félögum, meðan
ógiftir sitji eftir með eitt?”
„En kona i óvigðri sambúð telst
varla maki né launþegi bónda,
hún verður útundan”.
„Hugsið ykkur bara ef konan
yrði kosin til Búnaðarþings, hún
kemst ekki að heiman til svo
langrar dvalar i Reykjavik”.
„Mér finnst nú búskapurinn
vera einkamál bændanna”.
En hvað um það, það var sam-
þykkt með 39 samhljóða atkvæð-
um að leyfa mökum bænda aðild
að Stéttarsambandi bænda.
Ágústa Þorkelsdóttir.
Misnotkun
Framhald af 5. siðu.
liðsforingja, sem útskýrði málin
svona: „Það var nauð-
synlegt að leggja þorpið i eyði til
að bjarga þvi.” í Hvita húsinu var
i tið Nixons ekki talað um að fela
upplýsingar heldur að „halda
aftur af ” þeim. t stað „ég hafði
rangt fyrir mér” eða „ég laug”
var sagt „ég mismælti mig”. Og
svo framvegis. Misbeiting valds
er venjulega tengd misnotkun
tungunnar. Vietnam, Watergete
og seinni uppljóstranir um leyni-
þjónustuna CIA og alrikislög-
regluna FBI, hafa ýtt undir þá
hundingjaafstöðu, sem stappar
nærri samsæri, að orð sem mælt
eru af opinberri hálfu séu ætluð til
að fela sannleikann, ekki til að
miðla honum.” (AB tók saman)