Þjóðviljinn - 15.10.1975, Page 3
Betra að verja
200 mílurnar
ef ekki er samið
Miövikudagur 15. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Klippurnar alræmdu voru fyrst notaöar i þorskastrföinu 1958. Siöan
hafa þær þróast nokkuö og breyst, en eru þó enn ekki orönar veiga-
meiri en þær sem hér sjást. Gera kiippurnar þó svo sannarlega sitt
gagn og skclfa margan bretann og þjóðverjann. Þessar eru um borö
i Arvakri, en til hliðar sjást hásetar á Alberti undirhúa brottför.
Mynd: gsp
Varöskipiö Albert, sem er
minnsta skip islenska varö-
skipaflotans, hélt I gær út á miö-
in til þess aö ieggja þar sitt af
mörkum viö væntanlega vörn
200 milna fiskveiðilögsögunnar.
i dag klukkan 14.00 fer Arvakur
siöan út og verður sföasta varö-
skipiö sem leggur frá bryggju i
þann bardaga, sem framundan
er, — þ.e.a.s. ef við fáum aö
gera eitthvaö annaö en aö taka á
móti samningafréttum, sögöu
nokkrir skipverja á Alberti
skömmu áöur en lagt var af
staö.
Skipherrann á Alberti, Pálmi
Hlöðversson, sagði aðspurður
að sér litist alls ekki svo illa á að
verja 200 milurnar ef ekki yrði
af samningum. Alltaf væri hins
vegar erfiðara um vik, ef samið
hefði verið um ákveðin veiði-
sv.æði, ákveðinn leyfilegan
togarafjölda erlendra skipa, á-
kveðið veiðitimabil o.s.frv. Væri
slfkt varla mögulegt með þeim
tækjabúnaði sem nú væri fyrir
hendi.
— Annars er í rauninni útilok-
aö að verja 200 milna lögsögu
nema flugvélakosturinn sé góð-
ur — sagði Pálmi —.Við eigum
jú sæmilegar vélar, en ratsjár-
tækin eru langt frá þvi að vera
fullnægjandi að minu mati. Þau
þurfa að vera langdrægari i
a.m.k. einni flugvél. Það var þvi
á sinum tima nokkuð umdeilt
þegar gæsluvélin Sif var seld
fyrir Fokkerinn, sem við höfum
notað undanfarið, þvi hann er
með mun verri ratsjá en Sif
hafði.
— En þetta á allt saman að
ganga. Vissulega ermeiri vinna
að verja 200 milur en 50, keyrsla
skipanna verður mun meiri.
Það er þvi afar áriðandi að flug-
vélarnar verði notaðar mikið til
þess að gefa okkur upplýsingar
og aðstoða á annan hátt.
— Ertu að fara i strið?
— Nei, ekki held ég það nú.
Það fer auðvitað eftir þvi hvort
eða hvernig verður samið, en
fyrstu árekstrarir lenda trúlega
á stærri skipunum. Ég reikna
segir Pálmi
Hlöðversson,
skipherra
á minnsta
varðskipi
íslenska flotans
„Þetta eru öndvegisbyssur,”
sagði Pálmi, sem hér stendur
viö fallbyssuna á Alberti. Þessi
var smiðuð árið 1894 og er ensk
að uppruna með hlaupviddina 47
mm., og er minnsta fallbyssa is-
lensku varöskipanna. ,,Ég not-
aöi hana áriö 1967,” sagði
Pálmi, ,,og þá tókum við tvo
togara ieinum og sama túrnum.
Gaman að vera á varöskipi þá”.
Mynd: gsp
með þvi að Albert haldi sér utan
við átökin til að byrja með’- Það
er þó aldrei að vita, við höfum
ekki enn hugmynd um hvert við
eigum að fara né hvað fyrirhug-
að er að láta Albert gera.
— Heldurðu að þið fáið að
klippa eitthvað á næstunni.
— Ja.... það er vonandi að
maður þurfi ekki að sýna enda-
lausa linkind. Þú heyrðir nú
sjálfur hvað strákarnir höfðu að
segja um verkefnin undanfarið,
menn eru ekki neitt yfir sig
hrifnir af því að standa i þessum
meinlausa „siðastaleik” við v-
þysku togarana. Vafalaust er þó
rétt að hver og einn klippi ekki i
sinu horni þegarfæri gefst, en ó-
neitanlega myndu margir varð-
skipsmenn þiggja með þökkum
ákveðnari fyrirmæli en svo oft
til þessa.
— Eru menn litið hrifnir af
samningum?
— Mér hefur nú virst það á
strákunum að það sé litill samn-
ingahugur iþeim.En fari svo að
samiö verði, verður erfitt að
henda reiður á hver er löglegur
og hver ekki. Það þyrfti i raun-
inni að vera tilkynningaskylda
til Landhelgisgæslunnar dag-
lega, Islensk og erlend skip
þyrftu þá ef vel ætti að vera að
tilkynna sig inn og út af veiði-
svæðum hvern einasta dag.
Flugvélarnar gætu þá vonandi
sparað okkur bæði tima og oliu
með þvi að fylgjast með veiði-
svæöunum úr lofti. Það tekur
sinn tima að keyra um á þessum
skipum um alla landhelgina.
— Albert er heldur ekki af-
burðasnar I snúningum er það?
— Hann er nú sá liprasti i
meðförum vegna þess hve litill
hann eijen hitt er jú lika rétt að
flestir togararnir hafa meiri
ganghraða en hann. Það getur
oft verið hart að þurfa að kyngja
þvi en við vinnum þá á snerp-
unni!
— Ert þú sjálfur ánægður
með vörn landhelginnar til
þessa?
— Ekki vil ég segja það, en á
hitt ber að lita, að starfið hefur
borið árangur þótt e.t.v. vilji
margir gera enn meira. Við höf-
um t.d. orðið varir við að þjóð-
verjunum hefur fækkað mjög
innan landhelginnar eftir þessi
stöðugu slagsmál eða „siðasta-
leik” við varðskipin, en svona
nokkuð er llka dýrt. Tekur bæði
tima og mikil olia fer i þessa
stanslausu keyrslu.
—gsp
Aðeins lífsnauðsynleg störf
unnin í kvennaverkfallinu
Sifellt berast fréttir
um að mikillar og
almennrar þátttöku sé
að vænta á vinnustöðum
i kvennaverkfallinu 24|. í
gær sagði Þjóðviljinn
frá þvi að 100% þátttaka
yrði i Tryggingar-
stofnun rikisins og hið
sama mun vera uppi á
teningnum á skrif-
stofum tollstjóra.
Þótt undirbúningur kvenna-
verkfallsins hafi farið seinna af
stað viða i byggðum landsins
heldur en á Reykjavikursvæðinu
er nú unnið af kappi að þvi að
fylkja kvenmönnum til virkrar
þátttöku i verkfallinu.
Sóknarstúlkur vinna
aðeins lifsnauðsynieg
störf
Félagar i Sókn, en það eru
starfsstúlkur á sjúkrahúsum,
vistheimilum og stofnunum ýmis-
konar, munu ekki vinna nema
lifsnauðsynleg störf verkfalls-
daginn. Stjórn Sóknar hefur gert
eftirfarandi samþykkt:
Starfsstúlknafélagið Sókn
styður eindregið almennt
kvennafri þann 24. október n.k.
Nokkur hluti félaga Sóknar
vinnur hinsvegar viðkvæm störf,
sem ekki er hægt að leggja niður.
Þessi vandasömu störf hafa þó
litillar viðurkenningar notið i
þjóðfélaginu og yfirleitt verið
goldin með lægsta kaupi. Þvi
skorar stjórn Sóknar á alla félaga
sina að vega og meta hver á
sinum vinnustað, hvaða störf eru
Hfsnauðsynleg, þannig að ekki
megi vikja frá þeim, en allir aörir
félagar taki sér fri frá störfum
þennan dag og leiði þannig i ljós
mikilvægi þeirra starfa, sem þeir
gegna.
Sjúkrahúsin
verða liðsfá
Allar horfur eru nú á þvi að
hjúkrunarfræðingar (sem áöur
Þaö er nú ljóstaö sjúkrahúsin veröa mjög liösfá 24.okt.
nefndust hjúkrunarkonur) og
aðrar konur i starfsliði sjúkra-
húsanna munileggja niður vinnu
24. nema hún teljist lifs-
nauðsynleg. Þannig mun t.d.
ákveðið að loka Röntgendeildum
LandakotsogBorgarspitalans, og
eru sjúklingar ekki skráðir á verk-
fallsdaginn. Þá er búist viö að
ekki verði unnið á skurðstofum
sjúkrahúsanna i Reykjavik, og
einungis neyðarvakt verði tiltæk
eins og tiðkast á helgidögum.
Stjórn hjúkrunarfélagsins
hefur ekki hvatt félaga til þess að
leggja niður vinnu, en hinsvegar
lýst stuðningi við fjöldaaðgerðir
og skorað á félagsmenn, sem tök
hafa áað fjölmenna á útifundinn i
Reykjavik. Og stjórnin leggur
áherslu á að engin ástæða sé til
þess aö störf umfram þaö sem
teljast verða lifsnauösynleg séu
unnin þann 24.