Þjóðviljinn - 15.10.1975, Page 4
4. StÐA — ÞJÓÐVIHINN Miövikudagur 15. október 1975.
DJÖÐVIUINN
MÁLfeAGN SÖSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
"útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: E^inar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 iinur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
FRAM TIL SIGURS!
Þjóðviljinn birti i gær fjórar fréttir um
afstöðu félagasamtaka til landhelgis-
málsins. Þessar fréttir voru frá verka-
lýðsfélagi, 1 a n ds s a m b a n d i
útgerðarmanna, skipstjóra- og stýri-
mannafélagi og frá fjórðungssambandi.
Heita má að efnislega séu þessar
ályktanir einróma og þær eru eins og
þverskurður þeirra hundruða ályktana
sem birst hafa i blöðunum undanfarnar
vikur um landhelgismálið.
í ályktun sinni varar Skipstjóra- og
stýrimannafélagið Aldan við þvi að látið
verði undan hótunum útlendinga við
útfærslu fiskveiðilandhelginnar i 200
milur. Er tekið undir ályktun Farmanna-
og fiskimannasambands tslands um þessi
mál: lýst fyllsta stuðningi við að fiskveiði-
mörkin verði færð út i 200 sjómilur, en um
leið sagt að ,,þeim ströngu veiðireglum
sem setja verði um fiskveiðar innan 200
milnanna,verði vart framfylgt nema ekki
komi til ivilnanir eða veiðiheimildir
annarra þjóða innan fiskveiðimarkanna.”
Skipstjórar og stýrimenn lýsa sig þarna
andviga samningum við útlendinga um
veiðiheimildir.
Verkalýðsfélagið Jökull í ólafsvik er
sama sinnis. Þar er lýst stuðningi við 200
milumar. ,,Jafnframt mótmælir fund-
urinn þvi að gerðir verði nokkrir
samningar um undanþágur við útlendinga
um veiðar innan 200 milnanna og álitur að
það fiskimagn, sem árlega gengur inn
fyrir 200 milna mörkin geti islendingar
sjálfir hagnýtt sér án þess að um ofveiði
verði að ræða.”
Stjórn Landssambands Isl. útvegs-
manna gerði svofellda samþykkt á fundi
sinum 10. október: ,,Stjórn Landssam-
bands islenskra útvegsmanna fagnar
ákvörðun um útfærslu isl. fiskveiði
landhelginnar i 200 milur 15. október næst-
komandi. Þá vill stjórn Landssam-
bandsins minna á ályktun aðalfundar Llú
1974, þar sem ma. er skorað á alþingi og
ríkisstjórn að gera enga samninga við er-
lendar þjóðir um veiðiheimildir innan
50 sjómflna markanna eftir að núgildandi
samningar falla úr gildi.”
Og fjórðungsþing vestfirðinga sagði i
ályktun sinni: „Fjórðungsþing vest-
firðinga 1975 fagnar ákvörðun stjórnvalda
um 200 milna fiskveiðilögsögu.
Þingið litur þannig á, að 50 mílna lög-
sagan sé sérstakur og ákaflega þýðingar-
mikill áfangi i fiskveiðilögsögu við landið,
og að sá timi, er liðinn er siðan sú ákvörð-
un var tekin, sé nægur aðlögunartími fyrir
aðrar þjóðir, sem stunda fiskveiðar við
landið.
Þingið telur þvi, að ekki komi til mála
að veita neinar undanþágur til veiða innan
þess svæðis i þeim samningum sem nú
standa yfir um fiskveiðilögsöguna.”
Hér hefur verið sagt frá fjórum álykt-
unum um landhelgismálið, sem birtust á
fréttasiðum Þjóðviljans i gær.
Þær eiga það allar sameiginlegt að
fagnað er útfærslunni i 200 sjómflur.
Þær eiga það allar sameiginlegt að þær
mótmæla þvi að útlendingar fái veiði-
heimildir innan fiskveiðilögsögunnar.
Verkalýðsfélagið og skipstjóra- og stýri-
mannafélagið mótmæla alfarið nokkrum
veiðiheimildum útlendinga innan 200
milnanna, en fjórðungssambandið og
landssamband útgerðarmanna mótmæla
öllum hugsanlegum samningum við út-
lendinga um veiðar innan 50 mflnanna eft-
ir 13. nóvembeir. Þeir sem standa að þess-
um fjórum ályktunum eru flestir þeir,
sem vinna við sjávarútveg á íslandi,
verkafólk i landi er sama sinnis sam-
kvæmt ályktunum sem komið hafa fram,
og að þessum ályktunum sem hér hefur
verið sagt frá standa menn úr öllum
stjórnmálaflokkunum.
í dag fagna islendingar 200 mflna land-
helgi, en sú ánægja er blandin þeim ótta
að stjórnarvöld verði istöðulaus og láti
undan þrýstingi erlends valds. En vilji
þjóðarinnar allrar er ótvíræður og hún
getur heitið stjórnarvöldum óskiptum
stuðningi, ef þau standa sig sem verjendur
íslenskra hagsmuna.
Þjóðviljinn óskar landsmönnum öllum
hins besta i tilefni útfærslunnar. Fram til
sigursí —s
KLIPPT..
... OG SKORIÐ
„Matthias aldrei
háseti hjá mér”
Matthías Bjarnason, sjávar-
útvegsrá&herra, hefur að undan-
fömu haldið því fram, sem rök-
semd fyrir þvi að islendingar
neyðist til þess að gera sem
fyrst landhelgissamninga við
Efnahagsbandalagsrikin, að við
getum ekki varið landhelgina.
Þessi ummæli ráðherrans, sem
hann meðal annars viðhafði I
sjónvarpsþætti, hafa vakið
mikla gremju. Með þessum orö-
um leikur hann af sér og býður
heim vaxandi frekju og yfir-
gangi af hálfu breta og v-þjóö-
verja.
Landhelgisgæslan hefur
ýmsar aðferðir tiltækar til þess
að verja landhelgina. Stað-
reyndin er hinsvegar sú aö hún
hefur ekkifengiðað beita þeim
vegna „diplómatískra” sjónar-
miöa stjórnvalda. Það er greini-
legtað svo veröur einnig nú i þvl
landhelgisstriði, sem hefst i
dag.
Fáir eru þeirrar skoðunar I
dag að bretar, sem sjálfir hafa
lýst sig samþykka 200 milna
efnahagslögsögu í grundvallar-
atriðum, treysti sér til þess að
beita sjóher sinum til þess að
ónýta ákvöröun Islensku stjóm-
arinnar um stækkun fiskveiði-
lögsögu i 200 milur. Að þessu
leyti hefur staðan breyst frá þvi
að fært var út i 50 milur.
Af þegsum sökum ætti að
vera hægt að beita landhelgis-
gæslunni af fullri hörku til þess
að sinna löggæsluhlutverki sinu.
Með þvi aö skera trollin aftan úr
landhelgisbrjótum, skjóta að
þeim og taka þá og færa til hafn-
ar er hægt að friöa landhelgina,
sé þessum tiltæku aðferðum
gæslunnar beitt samhliða. Um
þetta eru ummæli Guðmundar
Kjærnested, skipherra á Tý, I
viðtali við Dagblaðið á laugar-
daginn, glöggur vitnisburður.
Guðmundur Kjærnested
Þar gefur hann sjávarútvegs-
ráðherra eftirfarandi ofanfgjöf:
„Er fréttamenn Dagblaösins
báru undir hann þau ummæli
sjávarútvegsráðherra, að is-
lendingar gætu ekki varið nýju
landhelgina, sagði Guðmundur:
„Jæja. Hann hefur aldrei verið
háseti hjá mér.”
Slban bætti hann við: „Hægt
að verja landhelgina? Það er
allt hægt.”
Með framrétta
hörid
Miklir kærleikar eru nú milli
bandarisku herstjórnarinnar og
Islenskra stjórnvalda. Þetta
notalega samband kemur fram
á mörgum sviðum. Bandarisk-
um hermönnum fjölgar i ná-
grannabyggðum herstöðvar-
svæðisinsá Keflavikurflugvelli I
eöa fjárveitingarvaldið i NATO-
rikjunum. Ekki verður séð að
Kid flotaforingi hafi haft neinu
nýju við að bæta I þessum mál-
um, nema hvað Morgunblaðið
rekur upplifunarstund i kirkju
hans I Bandarikjunum. Hann sá
nefnilega útgjöld til hermála I
nýju ljósi þegar presturinn
skýrði honum frá þvi að ekki
væru enn liðnar þúsund milljón-
ir minútna frá fæðingu Krists.
Fjölmörgum milljöröum doll-
ara er hinsvegar varið til her-
mála I Bandarikjunum á ári
hverju. Og ekki er annaö að
heyra á Kid en að hann vilji enn
margfalda þessar stjarnfræði-
legu upphæðir, þótt ekki sé liðið
lengra frá fæðingu frelsarans.
Alþýðublaðið hefur eftir Kid
flotaforingja: „að með hliðsjón
af þvi hvar Bandarikin og So-
vétrlkin séu staðsett sé Island
alveg á réttum stað, og gegni
mikilvægu hlutverki”. Þá er
ekki nema eðlilegt aö spurt sé:
Fyrir hvern er Island á réttum
stað og fyrir hvern gegnir Is-
land mikilvægu hlutverki?
FyrirKid og bandariska herinn,
auðvitað. —ekh.
Kid yfirflotaforingi.
Kid hinn
kirkjurœkni
Það er mikill siöur rikisfjöl-
miðlanna að taka kurteisleg
viötöl við herforingja NATO og
Bandarikjanna, þegar þeir tylla
tá á þetta „guðsgleymda út-
sker” eins og Nixon oröaði það.
Og Morgunblaðið lætur ekki sitt
eftir liggja og birtir i gær við-
hafnarviötal við Kid flotafor-
ingja. Yfirleitt hafa þessir her-
foringjar bókstaflega ekki neitt
nýtt að segja. Hinsvegar þykir
það þjóna tilgangi að láta þá
endurtaka vissar „staðreyndir”
um rússahættu, flotaþenslu á
Norður-Atlantshafi og fleiri
lummur sem eru rúmfrekar i
NATO áróðrinum, en orðnar ær-
ið gamlar.
Yfirleitt leggja herforingjarn-
ir áherslu á að þeir þurfi meira
fé til þess að halda andlitinu og
er vandséð hvort höfuðbarátta
þeirra stendur við Sovétrikin
Einar hjá NATÓ I Osló.
stað þess að fækka. Vallarsjón-
varpið er farið að sjást á ný á
Suöurnesjum og framkvæmd-
irnar á herstöðinni draga til sin
vinnuafl úr útgerð og fisk-
vinnslu.
Einar Agústsson, utanrikis-
ráðherra, lagði lykkju á leiö
sina að afloknum Sameinuðu
þjóða erindum sinum og heim-
sótti aðalflotastöð Atlantshafs-
bandalagsins i Norfolk og ræddi
þar við Kid, yfirflotaforingja,
sem hér er nú til þess að endur-
gjalda heimsóknina.
Framrétt hönd Einars á með-
fylgjandi mynd frá móttökunum
i Norfolk er táknræn fyrir af
stöðu Islenskra stjórnvalda til
bandariska hervaldsins. Eins og
sjá má á myndinni heilsa
bandarisku foringjarnir að her-
mannasiö hinum vopnlausa
smábróður, I stað þess að taka i
framrétta hönd hans. Þessi
vinalæti öll eru mjög óviðkunn-
anleg, sérstaklega þegarþess er
gætt aðframsóknarmenmfara nú
með stjórnþessráöuneytis, sem
sér um samskiptin viö hemað-
armaskinu NATO og Bandarikj-
anna. Þeir hafa jú brottför hers-
ins ennþá á stefnuskrá sinni.
En framrétt hönd utanrikis-
ráðherrans minnir okkur á að
fyrir tilstilli núver^ndi stjórnar
er ekki lengur litiö á okkur sem
„ófúsa”. bandamenn (rdlúctant
ally; i „varnarsamstarfinu”
viö NATO og Bandarikirn.