Þjóðviljinn - 15.10.1975, Side 12

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÖVILJINN' Miftvikudagur 15. október 1975. Helstu kostir nýju toghleranna: "Polyvalent Morgére” frönsku toghlerarnir eru úr stáli. Hlerarnir eru brakketlausir. Skórnir eru þriskiptir og hver skór er festurmeötveim boltum, er því auövelt aö skipta um þá um borö. Skórnir eru úr manganstáli meö ótrúlegri endingu. Viöhald er mjög lítið. Viö bjóöum allar stæröir toghlera frá 130 kg - 2000 kg. fyrir allar stærðir báta og skipa. Gjöriö svo vel og leitið nánari upplýsinga. Asíufélagiö h/f Vesturgötu 2 Reykjavík 26733 skiptiborö 10388 sölustióri 10620 forstjori Dælur með gúmmíhjólum eru stöðugt að vinna á, vegna hinnar mjög góðu reynslu, sem þær hafa fengið við hinar erfiðustu aðstæður. JABSCO dælurnar eru til í stærðunum l/4"-2", með og án mótors (AC og DC), með og án kúplingar. Varahlutir jafnan fyrirliggjandi. GÍSLI J. JOHNSEN HF. Vesturgötu 45 sími 12747 Hans Sigurjónsson skipstjóri á Ogra: TiUineiging til að semja Við ræddum stuttlega við Hans Sigurjónsson skipstjóra á togaranum ögra. ögri var reyndar i þann mund að halda á miðin er Þjóðviljinn ræddi við skipstjórann, en Hans sagði m.a.: „Mér lýst vitanlega vel á það, að við færum út i 200 milur. Ég get hinsvegar ekki alveg gert mér grein fyrir hvernig þetta verður — hvernig þetta tekst til. Kannski verða 50 milurnar okkar raunverulegri með þess- ari ráðstöfun. Athyglin beinist núna frá 50 milunum að 200 mil- unum. Ég held að við fáum núna raunverulega 50 milna land- helgi með þvi að færa út i 200 milur. Það vex núna án efa skilning- ur á þvi að ofveiðin er alvarlegt vandamál. Bæði þorsk- og karfastofnarnir hér við land og einnig við Grænland, eru á miklu undanhaldi, ofveiði og smáfiskadráp eru fyrirbæri sem verður að stöðva. Ég býst við að baráttan fyrir 200 milunum verði hörð. Og þvi er ekki að neita, að maður verður var við þessa tilhneig- ingu — að það eigi að semja og vonandi verður aðeins samið um veiðiheimildir á takmörk- uðum svæðum milli 50 milnanna og 200 milnanna.’— GG Skúli Alexandersson, Hellissandi: Það á ekki að semja „Þaö á alls ekki að semja," sagði Skúli Alexandersson fiskverk- andi á Hellissandi fyrst allra orða, þegar Þjóð- viljinn spurði hann um afstöðu hans til samninga við breta núna og út- færsluna í 200 mílur „Það er min skoðun, að það eigi ekki aö semja. Það bendir hinsvegar flest til að það veröi samið. Og orðræður ráðherra i fjölmiðlum benda vissulega til að það verði samið. Það er ljóst, að verði út- lendingar hér innan landhelgi við veiðar, þá snarminnkar afli islendinga. Verði útlendingum hinsvegar haldið fyrir utan, þá er von til að þorskstofninn hressist við. Það er fyrir löngu ljóst, að verði leyfð veiði hér við land i svipuðum mæli og verið hefur, þá gengur þessi bojnfiskur okkar til þurrðar. En ef friðun tekst, hvað eigum við þá að gera sjálfir? „Til þess að fiskstofnar vaxi hér upp aftur, er nauðsynlegt að við skipuleggjum okkar eigin veiði. Um leið og við losnum við útlendingana af miðunum, get- um við komið i veg fyrir smá- fiskaveiði okkar eigin skipa. Ég.er ekki i neinum vafa um, að islenskir fiskimenn munu hlýta þeim reglum, sem settar verða. Ég veit, að þegar út- lendingarnir verða farnir af miðunum, þá breytist mórallinn meðal innlendra fiskimanna. Menn hafa eftirlit hver með öðrum. En ég vil taka fram, að einmitt núna, þegar staða okkar er sterk og styrkist stöðugt, þá er það hneyksli að islenskir ráðherrar skuli fara til Bretlands til viðræðna og kannski samninga. Og ekki hvað sist eftir ræðu Crosslands umhverfismálaráðherra breta i Grimsby um daginn. Okkar málstaður er sterkur, og staðan styrkist verulega eftir yfirlýsingu Mexikóforseta um daginn um væntanlega 200 milna landhelgi þar við land, samþykkt Bandarikjaþings og áætlanir um útfærslu við Grænland.’ -GG.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.