Þjóðviljinn - 15.10.1975, Page 19

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Page 19
Heimir Ingimarsson, formaður Fjórðungssambands Norðurlands MiOvikudagur 15. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 19 Þarf að selja landhelgina? ,,Þróunin á Norður- landi hefur síðustu árin orðið sú, að smábáta- útgerðin er að leggjast af — sú útgerð sem verið hefur undirstaða bæja og þorpa fyrir norðan", sagði Heimir Ingi- marsson formaður Heimir Igimarss. Fjórðungssambands Norðurlands og sveitar- stjóri á Raufarhöfn, er Þjóðviljinn ræddi við hann um stækkandi land- helgi. „Gleggsta dæmið um þessa þróun er kannski Húsavik.”hélt Heimir áfram. „Þar hefur útgerð litilla báta, 10—50 tonna báta verið mikil, en nú er hún i hættu, þrátt fyrir útfærslu landhelginnar i 50 milur. Byggðarlögin fyrir norðan verða nú æ fleiri að snúa sér að þvi að verða sér úti um skuttogara. Það var álit margra, að 50 milurnar væru mikið stökk sem m.a. myndi koma bátaútgerð til góða. Raunin varð önnur. Og þess vegna þýðir ekkert að tala um 200milna fiskveiðilandhelgi, sem verður kannski látin gilda sem 50 milur. Það þýðir ekkert aö tala um 200 milur nema þær verði raunverulega 200 milur, a.m.k. að miklum hluta. Bæir og þorp á Norðurlandi hafa byggst upp kringum smábátaútgerð, og þá á ég við staði eins og Hrisey, Grenivik, Húsavik og fleiri staði. Þessir staðir eru nú á vonarvöl og verða að fara að huga að togarakaupum vegna minnkandi afla á grunnsloð. Ég geri mér ljóst að það er fleira en þessar staðreyndir i myndinni og að útfærslan i 200 milur verður erfiður áfangi. Ég vil ekki leggja dóm á það, hve miklu það varðar að semja um tollaafslátt við EBE-riki, hvort þarfnig samningur geti verið mikilvægari útgerð og atvinnu i plássunum. Ég veit að ekki tjóar að skófla upp fiski og geta ekki selt, en það verður svo sannarlega að gera það að vand- lega athuguðu máli, ef menn ætla að selja landhelgina fyrir lagmetismarkaði. Svo er það annað mál, að togaraútgerð hefur ekki reynst virkilega arðbær vegna þess hvernig komið er fyrir fiski- stofnunum.’ —GG URVALS þorskanet FRYDENBÖ stýrisvélar DBS gúmmíbjörgunarbátar FREON trystivökvi og aðrar útgerðarvörur á hagstæðu verði. H F Hverfisgötu 6, Sími: 20000. Við lýsum yfir eindregnum stuðningi við útfærslu Islensku fiskveiði- lögsögunnar 1200 milur I dag, 15. október og skorum á alla islendinga að standa saman i þessu mesta lífshagsmunamáli Islensku þjóðarinnar. Skipasmíðastöð Ytri-Njarðvikur Uriáípn O.GLLon Yamaha 50 cc.eru stílhrein í útliti, með tvigengisvél og sjálfvirkri olíuinnspýtingu, þannig að óþarft er að blanda oliu saman við bensínið og 5 gíra kassa. Gott verð og greiðsluskilmálar. Yamaha mótorhjól eru sérlega sterkbygyðog hafa jafnan verið í fararbroddi í mótorhjóla- keppnum erlendis. ij;' EIGUM EINNIG FYRIRLIGGJANDI 360 CC.TORFÆRUHJÓL UMBOÐ Á AKUREYRI: BJÁRNI SiGURJÓNSSON. KALDBAKSGÖTU BÍLABORG HF= Borgartúni 29 sími22680 YAMAHA I 50 CC. MÓTORHJÓL I Við lýsum yf ir eindregnum stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði- lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október og skorum á alla íslendinga að standa saman í þessu mesta lífshagsmunamáli íslensku þjóðarinnar. Slippstöðin hf. við Hjalteyrargötu Akureyri, simi 96-21300 Við lýsum yf ir eindregnum stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði- lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október og skorumáalla íslendinga aðstanda saman í þessu mesta lífshagsmunamáli íslensku þjóðarinnar. Otgerð Síldarvinnslunnar hf. Neskaupstað

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.