Þjóðviljinn - 15.10.1975, Page 21
koma vir i skrúfu varðskipsins,
en það mistókst. Eftir þriggja
stunda viðureign kvaddi Arvakur
ofbeldisseggina meðþvi að klippa
aftan úr breska togaranum
Gavina og hélt siðan á brott. Skip-
herra i þessum átökum var
Höskuldur Skarphéðinsson. Allan
júnimánuð voru að heita má lát-
laus átök á miðunum. Um sama
leyti sat Geir Hallgrimsson i
Brussel, en NATO lýsti yfir
„skilningi á afstöðu breta”. I júli-
mánuði héldu þessi átök áfram,
þá kom meðal annars fram
bræðralag innrás.araflanna, þeg-
ar bresku herskipin reyndu að
verja vestur-þýskan landhelgis-
brjót.
t júli kveður Haag-dómstóllinn
upp Urskurð um að bretar megi
veiða hér við land 170 þUsund tonn
á ári, sem var 25.000 tonnum
meira enbretar höfðu sjálfir farið
fram á i samningaviðræðum við
islendinga! En nU heyrist enginn
maður heimta það að islendingar
sendi mann til dómstólsins, né
skjóti máli sinu þangað. Á þessu
sumri er fylgið óðum að hrynja af
Sjálfstæðisflokknum, enda erú
augu þjóðarinnar að opnast fyrir
raunverulegu eðli hans i utan-
rikismálum. Þess vegna reynir-
flokksforusta ihaldsins nú að gera
sig dýrlega með þvi að krefjast
200 sjómilna landhelgi. Þótti
mönnum þessi afstaða ihaldsins
firn mikil, enda hafði rikisstjórn-
in sjálf áður lýst þessu sem sinni
stefnu, auk þess sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði verið andvigur
útfærslu landhelginnar i 50 sjó-
milur.
Ofbeldiö nær
hámarki
1 ágústmánuði færa bretar sig
upp á skaftið og fóru þeir jafnvel
inn fyrir 12 milurnar til þess að
stunda ránskap sinn. Forsætis-
ráðherra bar fram mótmæli af
þessu tilefni og sagði i viðtali við
Þjóðviljann: „enginn samninga-
grundvöllur við bresku stjórn-
ina.”
Bresku sjómennirnir eru teknir
að þreytast á þessari veiðiaðferð
sinni undir herskipavernd og þeir
sækja um leyfi til sjóhersins til
þess að mega stunda fiskveiðar
utan „verndarsvæðanna” tima og
tima. Jafnframt ber æ meira á
þvi að treglega gangi að ráða
menn á bresku togarana.
Undir ágústlok ná ofbeldisverk
herskipanna hámarki. 29. ágúst
lést Halldór Hallfreðsson vél-
stjóri á Ægi er hann var að
skyldustörfum sinum i' framhaldi
af þvi að breska freygátan Apolló
keyrði á Ægi innan 12 milnanna.
Reiðialda fór um þjóðina alla við
þennan atburð, jafnframtþvi sem
landsmenn voru þungum harmi
slegnir.
Ólafur Jóhannesson sagði á
blaðamannafundi daginn eftir
þennan atburð „Engar likur á
samningum við breta eins og nú
horfir.”
Dregur til úrslita
A ársafmæli landhelginnar
sagði Lúðvik Jósepsson sjávarút-
vegsráðherra f viðtali við Þjóð-
viljann:
„Lúaleg árás freigátu og siðar
dráttarbáts á Ægi, sem leiddi til
þess hörmulega atburðar að einn
varðskipsmanna okkar lést við
skyldustörf, sýnir að átökin fara
harðnandi.
Það er min skoðun að nú hljót-
um við islendingar að herða stór-
lega aðgerðir okkar gegn bretum.
Þar vil ég nefna þessi atriði:
1. Stöðva tafarlaust alla fyrir-
greiðslu og allar upplýsingar sem
átt hafa sér stað við njósnaflug-
vélarnar.
2. Tafarlaust ber að kalla heim
sendiherra okkar hjá NATO, og
loka þeirri skrifstofu algerlega og
lýsa yfir að við munum ekki taka
neinn þátt i starfi þeirrar stofnun-
ar.
3. Slita ber stjórnmálasam-
bandi við breta eða a.m.k. að
sendiherra þeirra verði sendur
héðan og allt hans starfslið.
4. Stöðva ber alla afgreiðslu við
aðstoðarskip breska togaraflot-
ans og lita ber á þau sem lög-
brjóta. Við tökum auðvitað við
veikum mönnum en öll brotleg
skip á að taka föst.
5. Gerum bretum ljóst að við
munum i engu tilfelli hlifa bresk-
Miðvikudagur 15. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
E.P i
\ N >
tslendingar áttu góðan stuðning erlendis i landhelgisdeilunni 1972—1973. Hér eru á myndinni þeir Derek
Smith og David Jarvis ásamt Jónasi Árnasyni. Myndin er tekin i Grimsby. Jónas ferðaðist oft tii
Bretlands. til þess að kynna málstað okkar erlendis.
Frá viðræðufundi I ráðherrabústaðnum
Frá útifundinum á Lækjartorgi þegar bresku herskipin réðust inn i fslensku landhelgina
um landhelgisbrjótum þó þeir
leiti vars i veðrum.
6. Viðverðum að stórauka land-
helgisgæsluna og auka klipping-
arnar.”
Þetta voru aðalatriðin i þeim
aðgerðum sem sjávarútvegsráð-
herra vildi beita breta og kom
enda siðar i ljós að margir vildu
Lilju kveðið hafa.
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins sagði i ályktun á
ársafmæli útfærslunnar:
„Alþýðubandalagið hvetur
landsmenn til sóknar undir kjör-
orbinu: „Við semjum ekki við
breta, við sigrum þá”.”
Mánudaginn 3. september lagði
Lúðvik Jósepsson svo fram i
rikisstjórninni sérstakar tillögur
um aðgerðir gegn bretum. Var
m.a. gert ráð fyrir þvi i tillögum
Lúðviks að stjórnmálasambandi
skyldi slitið. Þá töldu Framsókn-
armenn eðlilegt að lýsa yfir slit-
um stjórnmálasambands við
breta kæmi til ásiglinga af bret-
anna hálfu enn á ný.
Tillögur Lúðviks i rikisstjórn-
inni voru annars mjög i þá veru
sem rakið var hér að framan, og
siðar i vikunni lýsti rikisstjórnin
þvi yfir að tekið yrði við sjúkum
af aðstoöarskipum sem flyttu þá
til hafnar, skipin yrðu tekin og
skipstjórinn dæmdur ef hann
hefði gerst sekur um að aðstoba
veiðiþjófa áður. Þá kom einnig
fram að ákveðið hefði verið að
efla landhelgisgæsluna með þvi
að leigja tvo hvalbáta. Eins og sjá
má eru þessi tvö siðarnefndu at-
riði mjög i samræmi við tillögur
Lúðviks.
Aðfaranótt 11. september sigldi
bresk freigáta enn einu sinni á is-
lenskt varðskip. Gerðu þá margir
ráð fyrir þvi að nú yrði lýst yfir
slitum stjórnmálasambands við
breta samkvæmt yfirlýsingum
forsætisráðherra og sjávarút-
vegsráðherra. Svo var þó ekki
gert. Rikisstjórnin ákvað hins
vegar að slita stjórnmálasam-
bandi við breta kæmi til ásiglinga
á nýjan leik.
Þjóðviljinn birti 12. september
annars vegar samþykkt rikis-
stjórnarinnar og hins vegar til-
lögu Lúðviks. Þegar hér var kom-
ið sögukom iljós við samanburð,
að allar tillögur Lúðviks höfðu
ýmist verið afgreiddar eða voru
að fá afgreiðslu —nema ein: Til-
lagan um NATO. Það reyndist
erfitt að fallast á slika tillögu
fyrir vini NATO á íslandi enda
þótt hverju mannsbarni væri ljóst
að NATO hafði ekkert gert og
ekkert viljað gera til að leysa
landhelgisdeiluna. Þvert á móti
hafði bandalagið staðið við hlið
bretanna.
Slit stjórnmála-
sambands
Bretarnir létu sér ekki segjast
þó að hótað væri slitum stjórn-
málasambands. Þeir héldu enn
áfram ásiglingum. 23. september
keyrði freigátan Lincoln tvisvar
sinnum á varðskipið Ægi á mið-
unum út af Austfjörðum. Fjöldi
innlendra og erlendra frétta-
manna voru vitni að þessum at-
burði og sendu þeir fréttaskevti
og filmur um allan heim sem tóku
af öll ivimæli um sekt bretanna.
Málsgögn voru siðan afhent dóm-
nefnd eftir umfjöllun sjódóms og
þegar niðurstöður málavafsturs
lágu fyrir fimmtudaginn 27. sept-
ember gerði rikisstjórnin eftir-
farandi samþykkt:
„Rikisstjórnin samþykkir að
tilkynna bresku rikisstjórninni að
verði herskip og dráttarbátar
breta ekki farin út fyrir 50 milna
mörkin fyrir 3. október 1973 komi
slit á stjórnmálasamskiptum við
Bretland til framkvæmda i sam-
ræmi við ályktun rikisstjórnar-
innar 11. sept.”
En af hverju var ekki slitið
strax — eins og samþykktin frá
11. sept. gerði ráð fyrir ef til á-
siglingar kæmi? Það var vegna
þess að á þriðjudeginum áður
hafði borist bréf frá Heath forsæt-
isráðherra breta um að hann væri
reiðubúinn til þess að kalla her-
skip sin út fyrir 50-milna mörkin.
En þessu tilboði fylgdi annað:
Ólafur Jóhannesson komi til
London til viðræðna.
En þessu tilboði Heaths fylgdi
lika skilyrði! Islendingar hætti að
áreita breska veiðiþjófa! Ekki
þótti aðgengilegt að fallast á neitt
slikt og þegar leið að miðnætti