Þjóðviljinn - 15.10.1975, Síða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. október 1975.
Helstu atburðir
hins 2. október hafði ékkert nýtt
heyrst frá bretum og allt benti til
slita stjórnmálasambands. En
aðfaranótt 2. okt. héldu bretar i
burtu með herskip sin af Islands-
miðum! Hótunin um slit stjórn-
málasambands hafði hrifið.Barst
Ólafi Jóhannessyni skeyti frá
Heath að morgni 2. okt. um að
herskipin yrðu kölluð út fyrir. Af
þessu tilefni hélt forsætisráð-
herra blaðamannafund og lýsti
þvi nú yfir að slit stjórnmálasam-
skipta kæmu ekki til fram-
kvæmda, en réðust bretar inn
með herskip á ný þýddi það sjálf-
krafa slit stjórnmálasamskipta.
bá lýsti forsætisráðherra þvi yfir
að þvi aðeins tæki hann boði
Heaths um að fara til London að
dráttarbátar og herskip breta
héldu sig utan markanna. 1 bréfi
Heaths hefur hann i hótunum og
leggur áherslu á að islensk
stjórnvöld geri ekki neinar ráð-
stafanir gegn breskum veiðiþjóf-
um i landhelginni. Aðspurður um
þetta mál á blaðamannafundin-
um 2. okt. lýsti forsætisráðherra
yfir um þetta atriði i bréfi
Heaths: „ekki er annað mögulegt
en að islensk lög gildi áfram á
fiskimiðunum.” Og: „Land-
helgisgæslan mun starfa af full-
um krafti þrátt fyrir hótanir
breta og munu þær engin áhrif
hafa á starfsemi hennar sam-
kvæmt yfirlýsingu forsætisráð-
herra.” (Frásögn Þjóðv. af
blaðamannafundi, 226. tbl.).
Samningar
samþykktir
Og til hvers fer forsætisráð-
herra til London? Þeirri spurn-
ingu svaraðihann á blaðamanna-
fundinum:
„Forsætisráðherra kvaðst fara
til London til að kanna hvort
grundvöllur væri fyrir hendi til
nýrra samningaviðræðna en end-
anlegar efnisviðræður munu ekki
eiga sér stað á fundi forsætisráð-
herranna, sem þvi aðeins verður
haldinn um miðjan þennan mán-
uð, að herskipin haldi sig utan 50
milna markanna”. (Sama heim-
ild bls 15).
En þrátt fyrir ummæli forsætis-
ráðherra um að fyrirmælum til
varðskipanna yrði i engu breytt
brá nú svo undarlega við að tið-
indalitið var hjá landhelgisgæsl-
unni og forsætisráðherra var
spurður hvort slakað hefði verið
á. Hann svaraði: „Það er bara
bull.” (Þjv. 6. október).
Þó bárust á næstu dögum
fregnir um það að landhelgis-
gæslan hefði ekki sinnt kvörtun-
um islenskra sjómanna.
Forsætisráðherra fór til London
um miðjan mánuðinn eins og ætl-
að var. Við komuna til Reykja-
vikur, 16. okt., vildi hann ekkert
um málið segja og rikisstjórnar-
fundur var ekki haldinn fyrr en á
miðvikudag, 17. okt. Þá gerði ráð-
herrann grein fyrir viðræðunum i
London.
Og þá kom þetta fram, gagn-
stætt þvi sem ráðherrann hafði
fullyrt áður en hann fór út. Hann
hafði sjálfur lagt fram tillögur i
London. Heath hafði lagt fram
gagntilboð, sem Ólafur Jóhannes-
son, fullyrti að væri óumbreytan-
legt af hálfu bretanna! Með öðr-
um orðum: Enn nýir úrslitakostir
af hálfu breta!!
Fimmtudaginn 18. október birti
Þjóðviljinn svo frétt á forsiðu
með fyrirsögninni — (sem vakti
siðan mikla athygli): „Tillögur”
breta reyndust vera úrslitakostir!
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
hafnaði tillögunum á fundi sinum
strax í gærdag.” Þjóðviljinn
greindi frá þvi að þingflokkurinn
hefði gert samþykkt um málið og
afhent samstarfsflokkum sinum i
rikisstjórninni strax. Ekki er
minnsti vafi á þvi að þessi hörðu
Auglýsingasími
Þjóðviljans
er 17500
viðbrögð Þjóðviljans og þing-
flokksins urðu til þess að á blaða-
mannafundi þennan dag neitaði
forsætisráðherra að hér væri um
úrslitakosti að ræða af hálfu bret-
anna, en ráðherrann sagði jafn-
framt að hann væri reiðubúinn að
fallast á tillögurnar eins og þær
lágu fyrir. Siðar féllst forsætis-
ráðherra á það i rikisstjórninni að
freista bæri þess að breyta ýms-
um atriðum i tillögum þessum —
það var að tillögu ráðherra Al-
þýðubandalagsins — og var gerð
um það sérstök samþykkt i rikis-
stjórninni. Og þar sem forsætis-
ráðhe'rra reyndist reiðubúinn til
þess að lita ekki þannig á að til-
lögur bretanna væru úrslitakostir
og þar með að þær væru aðeins
eðlilegar tillögur sem mætti ræða
féllst Alþýðubandalagið á að taka
þátt i þeim viðræðum i samræmi
við fyrri stefnu sina.
En þegar til kom reyndust til-
lögurnar þó úrslitakostir Ólafs
Jóhannessonar og Alþýðubanda-
lagið stóð að samþykkt þeirra
með eftirfarandi atriði i huga:
1. 1 samningsuppkastinu fólst
viðurkenning breta á lögsögu is-
lendinga yfir svæðinu út að 50 sjó-
milum.
2. Islendingar höfðu samkvæmt
samningsuppkastinu einir úr-
skurðarvald um brotlega togara.
3. Forsætisráðherra lýsti þvi
yfir að hann myndi segja af sér ef
samkomulagið yrði fellt. Þannig
urðu úr^litakostir Heaths einnig
úrslitaköstir Ólafs Jóhannesson-
ar.
4. Segði Ólafur af sér var hætta
á að stjórnin færi frá og að ný yrði
mynduð — með ihaldinu — án
þess að efnt yrði til kosninga.
5. Ekki hafði reynt til hlitar á á-
kvæði málefnasamningsins um
brottför hersins.
En framkoma Ólafs Jóhannes-
sonar i landhelgissamningunum
við Heath hafði neikvæð áhrif á
stjórnarsamstarfið. Framkoma
hans hafði einnig neikvæð áhrif á
stuðning vinstrimanna við rikis-
stjórnina i heild. Ólafur sýndi að
hann var óheill gagnvart vinstri-
stjórninni og sérstaklega gagn-
vart Alþýðubandalaginu. Hann
hafði heitið þvi að för hans til
London væri aðeins farin til þess
að kanna hvort bretar hefðu
nokkuð nýtt fram að færa. Þegar
hann kom til London reyndist
hann hins vegar sjálfur vera með
tillögur i vasanum sem hann setti
fram að fyrra bragði. Bretar
settu þegar fram gagntillögur,
sem Ólafur lýsti strax yfir að
hann myndi sætta sig við. Þess
vegna yrðu bretar siðan ófáan-
legir til þess að breyta stafkrók i
þessum tillögum. Ólafur hafði
lýst þvi yfir að landhelgisgæslan
myndi halda áfram að beita að-
gerðum gegn veiðiþjófunum þrátt
fyrir fyrirhugaða för Ólafs til
London. En þegar til kom reynd-
ist landhelgisgæslan verða mátt-
laus strax og beina linan milli
Ólafs og Heath opnaðist.
Af hverju?
Menn hafa siðan velt þvi fyrir
sér hvernig á þvi stendur að
Ólafur beitti þessum aðferðum
við samninga við breta. Min skýr-
ing er i fyrsta lagi sú, að hann hafi
látið undan þrýstingi NATO-herr-
anna. t annan stað liafi liann
þegar verið farinn að hugleiða
handalag við ihaldið um lausn
el'nahagsvandans, en rétt um
sama lcvti og samningarnir við
hreta voru gerðir, hafði einn
þingmaður stjórnarflokkanna,
Mjarni Giiðnason, skorist úr leik
og þar með hal'ði stjórnin ekki
mririhluta lengur i neðri deild
liingsins. Þriðja ástæðan var sú,
að olafur ótlaðist sivaxandi styrk
Alþýðuhnndalagsins, cn á þvi
vildi lianii klekkja með samning-
um siiium við lireta.
En hvað sem þessu liður verður
|n i ekki neitað, að með þessum
somningi við hreta náðist nokkur
jákva'ður árangur. Sá árangur á
mi, 18. nóvember næstkomandi,
ið na'g ja okkurtil þess að hreinsa
iimmtiu milurnar al' útlendum
veiðiskipiun. Þvi viðurkenning
lirelaniia á liigsiigu okkar yl'ir 50
iniliinuin gat að sjállsögðu ekki
’ erið bundin við þessi tvö ár ein
|)ó að samningurtnn næði aðeins
lil þess tíma.
r
Islensk alþýða stendur einhuga
að baki útfœrslu íslenskrar
fiskveiðilögsögu í 200 mílur
15. október.
Sameinuðum er sigur vís.
ALÞYÐUSAMBAND
ÍSLANDS
Viö lýsum yf ir eindregnum
stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði-
lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október
og skorum á alla íslendinga að standa
saman í þessu mesta lífshagsmunamáli
íslensku þjóðarinnar.
Sjómannasamband Islands
Við lýsum yf ir eindregnum
stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði-
lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október
og skorum á alla íslendinga að standa
saman í þessu mesta lífshagsmunamáli
íslensku þjóðarinnar.
Samvinnufélag útgerðarmanna
Neskaupstað