Þjóðviljinn - 15.10.1975, Qupperneq 27
Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra
Miðvikudagur 15. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 2 7
Sjávarútvegur er homsteinn að
efnahagslegu sjálfstæði okkar
I tilefni útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar i 200 míl-
ur, fór Þjóðviljinn þess á
leit við sjávarútvegsráð-
herra, Matthías Bjarna-
son, að hann svaraði
nokkrum spurningum
blaðamanns. Fara hér á
eftir spurningarnar og
svör ráðherra við þeim.
— Það hefur verið til siðs eða ó-
siðs hjá islenskum blaðamönnum
þegar mikið stendur til að spyrja
hvað mönnum sé efst i huga, og
við þann sið ætla ég að halda mig
og spyrja þig að þvi hvað þér sé
efst i huga við útfærsluna nú.
— Hinar björtu hliðar útfærsl-
unnar eru mér efstar i huga. Með
þessari mikilvægu ákvörðun er
fiskveiðilandhelgi okkar þrisvar
og hálfu sinnum stærri en hún var
miðað við 50 milur. Margar mik-
ilvægar ákvarðanir voru teknar
við fyrri útfærslur og við skulum
ekki gera litið úr þeim, og allt er
þetta byggt á grundvelli land-
grunnslaganna frá 1948.
Hitt er svo annað mál, hvernig
okkur tekst til. Við stefnum að þvi
mjög markvisst að nýta einir 200
milna fiskveiðilandhelgina. Og
það fer ekki á milli mála, hvað
sem liður öðrum viðhorfum gagn-
vart veiðum útlendinga, að við
þurfum á 200 milna fiskveiðiland-
helgi að halda.
— Það hefur nokkuð verið um
það rætt, og skiptar skoðanir eru
um það, hvernig takast megi að
verja þessa nýju landhelgi. Hvert
er þitt álifc á þvi?
— Maður verður að byggja á
fenginni reynslu i þessu efni. Við
erum með heldur betri varðskip
en áður með tilkomu eins nýs. Við
erum með mjög likan flugvéla-
kost og áður. Við sáum það, þegar
landhelgin var færð út 1972, að
landhelgisgæslan og þáverandi
rikisstjórn, hafði fullan hug á að
verja landhelgina. Þrátt fyrir það
hafa þjóðverjar fiskað bæði utan
og innan 50 milna frá þvi að út-
færslan átti sér stað og til þessa
dags. Þeir hafa verið áreittir eins
og fært hefur verið, klippt frá
þeim varpan, en aðeins eitt skip
verið tekið og fært til hafnar.
Bretar héldu uppi veiðum innan
landhelginnar og það undir her-
skipavernd. Þeir fiskuðu árið 1973
um 155 þúsund tonn. Að visu voru
samningar' gerðir við þá, en þeir
tóku ekki gildi fyrr en 13. nóvem-
ber það ár.
Ég væri að segja þjóðinni ósatt
ef ég héldi þvl blákalt fram, að
við gætum nú frekar en þá eða
þar áður varið okkar landhelgi ef
þessar þjóðir, og þá jafnvel fleiri
ætla sér að brjóta okkar ákvörð-
un, sem við teljum vera byggða á
lagalegum rétti.
8.200 úr
olíus j óði
Maður nokkur hringdi úr Kópa-
vogi hingað á ritstjórn og sagðist
hafa fengið lægri greiðslu úr oliu-
sjóði fyrir siðasta þriggja
mánaða timabil, en hann fékk
fyrir það næsta þar á undan, eða
2000 krónur i stað 2400 . króna.
Ingvi Ólafsson hjá viðskipta-
ráðuneytinu sagði Þjóðviljanum,
að 2400 krónurnar hefðu verið
greiðsla fyrir siðasta
greiðslutimabil gjaldársins og
hefði það verið svo hátt til þess að '
jafna upp lægri greiðslur fyrr á
því ári.
Heildargreiðsla i ár yrði ivið
hærri en i fyrra, eða samtals 8.200
krónur á mann. Greiddar verða
2000 krónur fyrstu þrjá árs-
fjórðungana, en 2200 krónur
siðasta ársfjórðung. -úþ.
Ég tel útilokað að við getum
komið i veg fyrir slikar veiðar,
jafnvel þótt við hefðum miklu
öflugri gæslu. En mitt álit er og
minn ákveðni vilji, að landhelgis-
gæslan eigi að gera allt, sem I
hennar valdi stendur til þess að
hafa hendur i hári landhelgis-
brjóta, og þá er sama af hvaða
þjóðerni þeir cru.
Sömuleiðis þykir mér rétt á
þessum timamótum, að nefna
einnig, að á okkur islendingum
sjálfum hvila miklar skyldur. Við
verðum að fara varlega I sam-
bandi við okkar fiskimið. Þaö
þarf að gera róttækar friðunar-
ráðstafanir, og að þvi er nú unnið
af nefnd, sem starfað hefur frá
þvi i byrjun þessa árs, og nú ný-
lega hafa verið skipaðir fulltrúar
frá öllum þingflokkum i hana og
ég vona að samvinna og sam-
staða geti orðið um að setja nýja
og fullkomna löggjöf um nýtingu
islenskrar fiskveiðilandhelgi.
— Þú orðaðir það, að jafnvel
fleiri þjóðir en þær tvær, sem
hafa áreitt okkur við fiskveiði-
landhelgisútfærslu til þessa, gætu
hugsanlega ætlað sér að virða út-
færsluna að vettugi. Þýðir það,
að þið hafið frétt af þvi, að ein-
hverjar aðrar þjóðir.en v-þjóð-
verjar og bretar hafi i hyggju að
fiska hér þrátt fyrir útfærsluna?
— Ég þori ekki að fullyrða um
það á þessu stigi. Það hafa ekki
komið fram formlegar tilkynn-
ingar um þaö, en hins vegar hefur
verið látið liggja að þvi eftir
diplómatiskum leiðum, að við
inegum jafnvel eiga von á sllku.
En ég held að það sé ekki rétt að
flika þvi neitt á þessu stigi. Við
verðum fyrst að sjá hvort þær
gera alvöru úr þessu. Að visu eru
þessar tvær þjóðir, sem við
nefndum, erfiðastar viðfangs. En
um þetta vil ég þó ekkert fullyrða
að svo stöddu, þvi i fyrsta lagi vit-
um við ekkert hvort við þær nást
samningar, en i slikum samning-
um yrðu þær að sætta sig við stór-
minnkað aflamagn frá þvi sem
áður hefur verið samið um við
þær, vegna þess að afli islendinga
sjálfra hefur minnkað verulega.
Við skulum hafa i huga þegar
talað er um friðunarráðstafnanir
hvað gerðist 1966 þegar sildveiðin
nam 730 þúsund lestum af 1230
þúsund lesta heildarafla, og sild-
araflinn hrundi á tveimur árum.
Það er margs að gæta i þessum
efnum. Við erum að gæta að fjör-
eggi framtiöarinnar, þvl að
sjávarútvegurinn verður undir-
stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar
næstu áratugi eða svo langt sem
við sjáum, sem nú erum komnir
til vits og ára.
— Samningaumleitanir við
aðrar þjóðir hafa einhverjar ver-
ið. Hefurðu trú á þvi að gerðir
verði einhverjir samningar við
útlendinga um veiðiheimildir inn-
an 200 milnanna eða jafnvel innan
50 milna?
— Ég þori ekki að segja um
það. Persónulega er á ákaflega
viðkvæmur fyrir þvi aö gera
samninga við frændur okkar, fær-
eyinga, og ég hygg að ég muni
ekki standa á móti þvi. Sömu-
leiðis koma til greina samningar
við norðmenn, en það er ákaflega
litill kvóti. Samningar við belga
gengu friðsamlega fyrir sig 1972.
Nú skilst mér að aðeins sé um 12
skip að ræða og stórminnkandi
afla frá þvi sem var. Belgar hafa
sýnt okkur mikla vinsemd og ver-
ið okkur vinsamlegastir þjóða
innan Efnahagsbandalagsins. En
um samninga við stóru deiluaöil-
ana vil ég ekkert fullyrða á þessu
stigi. Hins vegar verða þeir aö
skilja að timinn hefur unnið meö
okkur islendingum og strandrikj-
unum. Það voru mjög góð tiðindi
þegar Mexikóstjórn ákvað að
færa einhliða út i 200 milur. Það
var sömuleiðis stórkostlegur sig-
ur fyrir okkur samþykkt fulltrúa-
deildar bandarikjaþings um út-
færslu i 200 milur frá fyrsta júli á
næsta ári, hvað svo sem verður úr
framkvæmdum. Hvorutveggja
þetta er til þess að styrkja okkur i
einhliða aðgerðum og i viðræðum
við þessar þjóðir, sem við höfum
ákveðið og samþykkt að ræða við.
Engar viðræður hafa ennþá farið
fram við v-þjóðverja, en fyrstu
umræður við breta gáfu ekki til-
efni til, hvort iem við nefnum þaö
bjartsýni eða svartsýni, á samn-
ingum.
Matthias Bjarnason.
— Hvers vegna hafa ekki verið
haldnir fundir i utanrikismála-
nefnd alþingis og landhelgis-
nefndinni vegna útfærslunnar nú?
— Það væri frekar að spyrja
utanrikisráðherra eftir þvi hvers
vegna ekki hafi verið haldinn
fundur i utanrikisnefndinni og
forsætisráðherra er formaður i
landhelgisnefndinni.
Landhelgisnefndin hefur ekki
komið saman að undanförnu. Það
skildust leiðir eftir að reglugerð '
var gefin út I sambandi við við-
horf til samningaviðræðna, hvort
i þær skyldi farið eða ekki. Ég
býst ekki við að það hafi haft
mjög mikið eða nokkuö að segja
að halda fund i nefndinni um þessi
atriði.
Ef eitthvað kemur á daginn um
það sem við eigum sameiginlegt
verður sú nefnd alveg örugglega
kölluð saman.
Varðandi utanrikisnefndina
hygg ég að þar muni vera ástæð-
an sú að það liggur ekki neitt fyr-
ir, ekkert tilboð frá öðrum þjóð-
um, sem gefi tilefni til þess að úr
samningum verði að svo stöddu.
Við viljum eðlilega ekki fara að
segja allt of mikið, islendingar.
Það verður sennilega nægur timi
til að ræða um það eða deila um
það ef úr samningum verður.
— Þú nefndir að nýlega hefði
verið skipað i nefnd til að ákveða
friöun fiskimiða innan nýju land-
helginnar. Ber að skilja það svo,
aö sú nefnd eigi þá jafnframt að
gera tillögur um nýtingu land-
helginnar?
— Þessi nefnd er ekki nýlega
skipuð. Hún var skipuð senmma á
þessu ári. 1 henni eiga sæti full-
trúar samtaka sjómanna, fulltrú-
ar LIÚ og fiskimálastjóri, sem er
formaður hennar. Þessi nefnd á
að gera tillögu um nýtingu fisk-
veiðilandhelginnar og það er að
minnsta kosti skoðun min, að það
eigi að vera þessi eina nefnd, sem
á að gera allar þessar tillögur.
Hún hefur haldið fundi mjög
viða um landið og hlustað á við-
horf manna. Þetta mál er mjög
viðkvæmt og um það skiptar
skoðanir. Við megum ekki bitast
um þann fisk, sem er hér i sjónum
i kring um okkur, heldur verðum
við að ná skynsamlegum samn-
ingum og samkomulagi til þess að
nýta landhelgina.
Nýlega hafa stjórnmálamenn
verið tilnefndir i nefndina; full-
trúar frá öllum flokkum, og fiski-
málastjóri sagði mér i gær, að
hann stefndi að þvi að halda fund
með fullskipaðri nefndinni i þess-
ari viku.
Ég vona það, að þingið beri
gæfu til að afgreiöa sem allra
fyrst þetta frumvarp þegar það
kemur fram, þvi á þvi veltur
mjög mikiö um framhald fisk-
veiða og verndun fiskstofna.
— Er vitað hve langt er I þetta
frumvarpi.
—Ég þori ekki að segja til um
það. Ég er alltaf að reka á eftir.
En þetta er mikið starf og maður
má ekki reka of mikið á eftir. Ég
hef sagt, að ég legg á það höfuð*á-
herslu, að frumvarpið verði helst
lagt fram i næsta mánuði og
stefnt verði að þvl að lögfesta það
fyrir jól.
— Eitthvað sérlegt að lokum?
— Ekki annað en það, að dökku
hliðarnar á þessum málum eru
þær að verðlagið á útflutningsaf-
urðum okkar er ákaflega óhag-
kvæmt og er enn ekki að sjá bata-
merki.
Það sem vcldur manni mestum
áhyggjum er, að verðjöfnunar-
sjóður fiskiðnaðarins er tómur að
undanskilinni saltfiskdeildinni.
Nú er svo komið að rikið er komið
i ábyrgð til áramóta hvað við-
kemur fiskverði. Það getur hver
sagt sér það sjálfur þegar undir-
stöðuatvinnuvegurinn þarf að
leita ábyrgðar rlkissjóðs, að þá er
vandséð hvert á að sækja pening-
ana, þvi að sjávarútvegurinn er
80% af útflutningi okkar, hann er
hornsteinninn að efnahagslegu
sjálfstæði, sem viö verðum aö
vernda, og að skilja að hann sé
það. —úþ
Viö lýsum yf ir eindregnum
stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði-
lögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október
og skorum á alla íslendinga að standa
saman í þessu mesta líf shagsmunamáli
íslensku þjóðarinnar.
FISKVERKUNARSTÖÐ
GUÐBERGS INGÓLFSSONAR
ÍSSTÖÐIN HF.
Garði
Allt til útgerðar
r .JáK
/
Sjófatnaður
Vinnufatnaður
Kuldafatnaður
Regnfatnaður
Gúmmístígvél
Verzlun O. Ellingsen
Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins.