Þjóðviljinn - 19.10.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Qupperneq 2
1 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. október 1975. Umsjón: V.H. Óþolandi tvískinn- ungur gagnvart einstæðum mæðrum Hittumst á Torginu Kvennaverkfallið er veruleiki. bað er ljóst orðið, að meirihluti kvenna um allt land mun leggja niður vinnu á föstudaginn kemur til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna i þjóðfé- laginu. Og i ljós mun koma, að atvinnulifið lamast þegar kon- urnar eru ekki lengur við störf. Vélasuðið þagnar i verk- smiðjunum, fiskurinn liggur óhreyfður i frystihúsunum, lang- linur simans hætta að glóa, rit- vélaglamrið deyr út á skrif- stofunum, tölvurnar fá enga gataða strimla til að geyma, peningaviðskipti bankanna ganga 1 tregt, börnin fá ekki kennslu i skólunum og barnaheimilin loka. Á heimilunum setja karlárnir’ upp svuntu og uppgötva kannski að húsverkin eru meira en bara að segja það. Þeir elda, taka til og hugsa um börnin. En hvort þeir fá konurnar heim i matinn er svo önnur saga. Þvi þennan dag hittast konurnar á torginu, eða i samkomuhúsinu hver i sinu byggðarlagi, og tala saman. Hvernig náum við réttlátri verka- skiptingu? Hvernig raunveru- legum launajöfnuði? Hvernig fáum við næg barnaheimili, jafnri menntunaraðstöðu, sömu hvatningu, endurskoðun skóla- bóka, sama aðgang að atvinnu... osfrv.osfrv. Hvernig breytum viö þjóðfélaginu? Af nógu er að taka. Mismunun kynjanna blasir hvarvetna við og það er okkar, kvennanna, að lag- færa ástandið. Með samstöðu og ÞÆR TALA Á LÆKJARTORGI þrautseigju náum við að lokum jafnrétti. Um það efast enginn. En baráttulaust verður það ekki. Gleymum ekki, að það að leggja niöur vinnu er baráttuaðgerð, ekki hátið. Hittumst á Torginu! —vh Björg Einarsdóttir Aöalheiður Bjarnfreðsdóttlr Ásthildur ólafsdóttir Þessi mynd Sigrúnar Eldjárn úr blaði rauðsokka, „Forvitin rauð” lýsir betur en mörg orð tviskinnungi bióðfélagsins gagnvart ein- stæðum mæðrum. Hvaða gagn er að meðlags- greiðslum og fæðingarstyrk sem ekki kemur fyrr en mörgum mán- uðum, jafnvel árum, eftir að barnið fæðist? Er það ekki ein- mitt meðan barnið er nýfætt og ungt sem móðirin þarf mest á að- stoð að halda, þann tima sem hún á erfiðast með að vinna fyrir þvi sjálf og erfiðast með að fá barna- gæslu,a.m.k. á opinberum stofn- unum, ef þær fyrirfinnast þá yfir- leitt i hennar lögsagnarumdæmi? Astæðan til að þannig er spurt er nýlegt bréf frá ungri konu úti á landi, sem eignaðist barn fyrir nokkrum mánuðum. En þar sem ekki hefur náðst til barnsföður, sem nú er við vinnu utanlands (sjómaður) hefur hún ekki getað fengið meðlagið greitt frá trygg- ingunum. Sjálf segist hún ekki ef- Því ekki meðlagið strax frá fæðingu? ast um, að hann gangist við barn- inu og greiði með þvi, þegar sam- band næst við hann, en þangað til skal hún basla hjálparlaust. Nú er það svo i lögum, að takist ekki að feðra barn fær móðirin samt (eða barnið réttar sagt) greitt meðlag með tið og tima, en fyrst þarf móðirin að geta sannað að hún hafi til hins ýtrasta reynt að feðra barnið. Þarf vart að lýsa hversu niðurlægjandi þessi gang- ur mála getur oft orðið, enda gef- ast sumar stúlkur upp og kjósa heldur að standa einar með barn sitt án aðstoðar þjóöfélagsins. Saga ungu konunnar hér að of- anerekkert einsdæmi, þvi miður. Þegar ég sagði hana i hóp fyrir skömmu komu strax fram tvö önnur dæmi, sem fólkið i hópnum þekkti persónulega. t öðru dæm- inu var um að ræða mann sem verið hafði erlendis i 3 ár og vissi enginn hvar. En af þvi að um var að ræða islendinga sem stúlkurn- ar gátu nafngreint má ekki borga meðlagið fyrr en þeir hafa geng- ist við börnunum. Það liggur við að þeim hefði verið betra að eign- ast börnin með einhverjum ó- þekktum útlendingum, sem þegar i stað hefði verið samþykkt að aldri mundi nást til, — þá mundi rikið greiða með börnunum. Þetta ástand þarf að breytast. Það er ekki hægt að viðhafa ann- arsvegar fögur orð og heitingar þegar rætt er um fóstureyðingar- löggjöfina og hinsvegar að búa þannig að einstæðum mæðrum, að þær ungu stúlkur sem óska að fæða börn sin og ala þau upp þótt feðurnir vilji ekkert með þau hafa, neyðist annaðhvort til að leita fóstureyðingar þvert gegn vilja sinum eða til að gefa börnin eða láta þau frá sér i fóstur til ó- viðkomandi. Það er ekki aðeins konum sem þarna er mismunað, heldur fyrst og fremst börnin sem þjóðfélagið beitir misrétti. Og hvers eiga þau að gjalda? Það hlýtur að vera hægt að koma þessum hlutum þannig fyr- ir, að meðlag sé greitt með börn- um strax frá fæöingu, hvort sem búið er að feðra þau eða ekki, og það siðan endurheimt hjá föður eftir venjulegum léiðum. Sama ætti að gilda um þriggja mánaöa styrkinn kringum fæðingu sem kona á heimtingu á frá barnsföð- ur sinum. Peningar sem koma mörgum mánuðum eða árum sið- ar hjálpa ekki þegar þörfin er mest. —vh ORÐ í BELG ,,l öskunni” Ragna Eyjóifsdóttir sendir meðfylgjandi mynd og skrif- ar: Sigriður ólafsdóttir er 17 ára og kann prýðisvel við sig ,,i öskunni”. Enda bera starfs- bræður henni vel söguna. — Hvervar að segja, að stúlkur töluðu aðeins um jafnrétti þegar hvitflibbastaða væri laus? Sigriöur ólafsdóttir við störf •í Breiðholtinu. Ilvenær karlar i kvennastörf? Æ fleiri konur sækja nú inn á áður heíðbundin kariasvið i atvinnulifinu og einsog Ragna bendir réttilega á eru það sið- ur en svo eingöngu ,,finu” störfin sem þær leggja fyrir sig, þótt andstæðingar kven- frelsishreyfingarinnar vilji halda þvi fram. En hvenær skyldum við sjá andstæðuna, karla hópast i hefðbundin störf kvenna? örfáir hafa farið i hjúkrun, en þarmeð er það upptalið. Hver hefur td. séð „gangapilt”: á sjúkrahúsi? Eða karlmann við saumavél á verkstæði? Eða „götunar- pilt”? Það skyldi þó aldrei vera, að kvennastörfin svo- kölluðu séu svo illa launuð, að enginn karl fáist til að leggja þau fyrir sig? Hvað annað gat kona i heilbrigðisstétt verið? Og af þvi farið er að tala um kvennastörf og karlastörf má ég til með að koma á framfæri smáatviki sem gerðist á ráð- stefnu sem ég sat um siðustu helgi. t einum starfshópnum sem þar starfaði sat kona nokkur hámenntuð, læknir og prófessor, og einhverntima i umræðunum kom hún inná hluti, sem hún sagðist hafa kynnst i starfi sinu að heil- brigðismálum. Siðar vitnar ungur karlmaður i orð hennar og segir: Eins og hjúkrunar- konan sagði.... Hvað gat kona i heilbrigðis- stétt verið annað en hjúkrun- arkona? Þetta dæmi sýnir hve þræl- bundin við erum i raun af gömlum hefðum hversu rót- tæk sem við annars kunnum að álita okkur. Og það er ein- mitt þessi gamli arfur upp- eldis og umhverfismótunar sem erfiðast er að fást við i jafnréttisbaráttunni vegna þess hve ómeðvitaður hann er einatt, bæði körlum og konum. Ekki reiknað mcð konu S.S. hringdi og sagðist hafa lesið i blöðum um daginn fjálglegar iýsingar á ein- hverju köllunartæki sem keypt hefði verið handa þing- mönnum til að bera i þingsal, þannig að hægt væri að smala þeim i sfmann og fl. án þess að senda þyrfti óviðkomandi i salina. — Það kom fram, sagði S.S., að tækið ættu þingmenn að bera i brjóstvasanum. Er greinilegt, að þarna var reikn- að með klassiskum karl- mannafatnaði, þe. jakkafötum með hefðbundnu sniði. Kannski eru til einhverjar reglur um klæðnað þingkarl- mannna, — að þeir verði að vera i jakka og megi ekki vera i þykkri peysu t.d. en allavega er auðséð, að þarna er ekki reiknað með kvenklæðnaði og þar með ekki konum. Hringið, skrifið Látum þetta nægja i bili. Þeirsem vilja koma einhverju á framfæri i belgnum geta annaðhvort skrifað til blaðsins (Utanáskrift: Jafnréttissiða Þjóðviljans, Skólavöröustig 19, Reykjavik) eða talað við umsjónarmann siðunnar i sima 20482. —vli

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.