Þjóðviljinn - 19.10.1975, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. október 1975.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
’Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
KVENNAVERKFALL ER KJARABARÁTTA
Fyrir nokkrum árum vakti rauðsokka-
hreyfingin athygli á þvi, að islenskar
konur gætu sannað mikilvægi starfa sinna
með þvi að gera verkfall i einn dag. Vakti
þessi hugmynd þegar mikla athygli, en
samt varð furðuhljótt um hana i opinberri
umræðu. Stöku fjölmiðill f jallaði um hug-
myndina eins og hreint og beint grin: en
nú standa landsmenn allir frammi fyrir
þvi að þessi hugmynd er að breytast i
veruleika. Á föstudaginn kemur 24.
október gera islenskar konur verkfall.
Þegar er ljóst að þátttakan er nærri 100%,
hvaðanæva berast stuðningsyfirlýsingar
og verkfallið vekur heimsathygli.
Erlendir blaðamenn hafa boðað komu
sina til þess að fylgjast með þvi þegar
allar islenskar konur fara i verkfall.
En til hvers, af hverju? Þvi verður best
svarað með þvi að vitna til þess, að sá aðili
sem i rauninni samþykkti að beita sér
fyrir þvi að islenskar konur færu i verkfall
var láglaunaráðstefna, sem haldin var á
vegum Iðju, félags verksmiðjufólks, ASB,
félags— afgreiðslustúlkna i brauða— og
mjólkurbúðum, Starfsstúlknafélagsins
Sóknar, Starfsmannafélags rikisstofnana
og Rauðsokkahreyfingarinnar. Innan
nefndra verkalýðsfélaga eru konur i lág-
launastörfum og það var þvi ekki að undra
þó að einmitt þessi ráðstefna legði áherslu
á tengslin milli jafnréttisbaráttu kvenna
og baráttu verkalýðshreyfingarinnar.
Siðar gerist það snemma á þessu ári, að
stofnuð er samstarfsnefnd nokkurra
kvenna- og jafnréttissamtaka um kvenna-
árið. Þar leggur Rauðsokkahreyfingin enn
fram tillöguna um kvennaverkfall.
Nefndin ákvað siðan að aðildarsamtökin
skyldu hvert fyrir sig beita sér að ákveðnu
verkefni og Rauðsokkahreyfingin tók að
sér að undirbúa kvennaverkfallið. Á
alþjóðadegi kvenna, 8. mars, lagði Rauð-
sokkahreyfingin til að verkfallið yrði 24.
október til þess að tengja kvennaverk: -
fallið alþjóðlegri baráttu og kvennaári
Sameinuðu þjóðanna. Loks var það sam-
þykkt sl. vor á aðalráðstefnu kvenna-
ársíns á Islandi að boða þetta verkfall. Og
nú á haustdögum hefur framkvæmda-
nefnd kvennaverkfallsins unnið af kappi.
Má gera ráð fyrir mikilli þátttöku i verk-
fallinu og á útifundinum sem efnt verður
til i Reykjavik verkfallsdaginn.
Kvennaverkfallið er liður i kjarabaráttu
kvenna þvi jafnréttis- og kvenfrelsisbar-
áttan er tviþætt. Annars vegar beinist hún
að þvi að vekja konur allar til sjálfs-
vitundar og reisnar. Hins vegar það við-
fangsefni þessarar baráttu að bæta
kjör kvenna. Þess vegna -verður sifellt
fleiri forustumönnum kvenfrelsisbar-
áttunnar ljóst að árangur næst ekki nema i
nánum tengslum við verkalýðs-
hreyfinguna og verkalýðshreyfingin
verður hvorki heil né hálf nema konur
verði virkari i starfi verkalýðshreyfingar-
innar.
í ályktun sem miðstjórn Alþýðubanda-
lagsins sendi frá sér um kvennaverkfállið
segir svo:
„Miðstjórn Alþýðubandalagsins lýsir
yfir fullum stuðningi við verkfall kvenna
24. okt. Með því sýna konur mikil-
vægi vinnuframlags sins um leið og tekið
er undir kjörorð kvennaárs Sameinuðu
þjóðanna um jafnrétti, þróun og frið.
Kvenfrelsisbaráttan er náskyld baráttu
verkalýðshreyfingarinnar og árangur
mun ekki nást nema með samstöðu og
stuðningi verkaiýðshreyfingarinnar. Á
sama hátt verður barátta verkalýðsins
ekki leidd til fulls sigurs án virkrar þátt-
töku kvenna.”
Þjóðviljinn flytur islenskum konum
baráttukveðjur og hvetur þær til mikillar
og myndarlegrar þátttöku i kvennaverk-
fallinu á föstudaginn. —S.
150 ára afmæli járnbrauta
ÚRSÖGU
TÆKNINNAR
Um þessar mundir er
þess minnst með miklum
tilþrif um að 150 ár eru liðin
f rá því að farið var í f yrsta
járnbrautarferðalagið.
Það gerðist 27. september
?825 þegar lest undir stjórn
hugvitsmannsins Georges
Stephensons, ók á milli
Stockton og Darlington á
röskum þrem stundum.
Hátiðahöldin i Bretlandi hófust
pegar i júni og Guardian hefur þá
sögu að segja, að þau hafi verið
miklu glæsilegri en aldarafmælið
1925. Enda er það kannski ekki
nema von — járnbrautir eru nú á
undanhaldi fyrir öðrum sam-
göngutækjum og eftir þvi fjölgar
rómantiskum áhugamönnum um
sögu þeirra. Viða um lönd, og
ekki Fist i Bretlandi, eru starfandi
félög manna sem safna járn-
brautarsögugripum af mikilli
ástriðu, kaupa gamlar eimreiðar
og gera þær upp og aka þeim
spottakorn á tyllidögum með
bjórdrykkju og öðrum gleðskap.
Hestur á undan
Stockton og Darlington járn-
brautarfélagið lýsti svo þessari
fyrstu lest:
Locomotion hét fyrsta eimreiðin.
„1. Eimreið Félagsins
2. Birgðavagn með Kolum og
Vatni
3. Sex Vagnar, hlaðnir kolum,
vörum o.s.frv.
4. Nefndin og aðrir Eigendur i
Vagni félagsins.
6. Sex Vagnar fyrir Verkafólk og
aðra
ALLT þetta á að fara til
STOCKTON’.
Þetta var á þriðjudegi. Lestin
átti að fara af stað kl. 9 um morg-
uninn og allir voru mjög hátiðleg-
ir: félagið hafði tilkynnt að allir
starfsmenn ættu að vera allsgáð-
ir. Það reyndist erfitt að kveikja
eld, en tókst með aðstoð snjall-
ráðs manns, sem bauð að stækk-
unargler hans yrði notað og þar
með sólargeislar. Lestin náði
fljótt 15—18 km hraða, enda und-
an brekku að fara fyrst, en þá
kom fyrir eitt af þeim óhöppum
sem lengi loddu við járnbrautir
siðan. Vagn sá sem verkfræðing-
arnir og landmælingamenn voru i
fór tvisvar af sporinu og varð að
skilja hann eftir.
Næst var komið að vélinni:
vatnsdælan stíflaðist. En lestin
komst samt að birgðastöð félags-
ins i Darlington. Kolavagnarnir
sex voru leystir frá, þvi að kolun-
um átti að dreifa meðal fátækra i
tilefni dagsins. Verkamennirnir i
vögnunum fjórtán fóru að fá sér
bjór. 1 þeirra stað komu tveir
vagnar með lúðrasveit. Lestin
hélt siðan neð um 550 farþega til
Stockton á mjög hóflegum hraða
— um sex km. á klukkustund. A
undan henni fór riðandi maður
með fána.
Nokkra hrið drógu eimlestar
aðeins vöruvagna eftir teinunum,
en hestar drógu vagr.a með far-
þegum eftir sömu teinum. Það
var fljótlega ljóst að járnbrautir
voru arðvænlegar: árið 1828 var
meira en helmingi ódýrara að
flytja vörur með aðstoð gufuafls
en að láta hesta draga vagna og
breiddust járnbrautir fljótlega út
um allar trissur.
Fyrsta banaslysiö
Reglubundnir farþegaflutning-
ar voru fyrst teknir upp árið 1830
á ieiðinni Liverpool-Manchester.
Daginn sem sú leið var opnuð
gerðist fyrsta banaslysið i sögu
járnbrautanna. Sá sem fórst var
ráðherra, hvorki meira né minna
og hét Huskinsson. liann ætlaði
að heilsa upp á hertogann af Well-
ington, en gætti þess ekki i póli-
tiskri skammsýni sinni, að hann
gekk beint fyrir eimiest.
1 raun var það mesta undur hve
fá slys urðu á þessum bernsku-
dögum járnbrautanna. Þvi þótt
erfitt væri oft að fá eimlestirnar
af stað var enn erfiðara að stöðva
þær. Hemlakerfið var firnalega
ófullkomið.
En hraði iestanna óx fljótlega.
Um 1845 komust þær upp i 80—90
km. hraða á klukkustund, en far-
þegarnir áttu lengi vel erfitt með
að átta sig á hraðanum. Þeir áttu
það t.d. til að brölta upp á þak
vagnanna, eða hlaupa út úr lest á
ferð til að ná i hattinn sinn sem
hafði fokið af þeim. Járnbrautar-
félögin reyndu það ráð, að læsa
farþega sina inni, en það var svo
bannað eftir að allmargir farþeg-
ar höfðu brunnið inni i lestar-
bruna i Frakklandi.
Faröu og gáöu
Það tók langan tima að koma á
skynsamlegri stjórn umferðar
með járnbrautum. Aætlanirnar
stóðust illa og mikið var um að
lestir væru sendar á milli staða
utan áætlana. Einn af forgöngu-
mönnum i þessum málum segir
svo i endurminningum sinum, að
það hafi verið algengt þegar
menn voru orðnir leiðir að biða
eftir lest sem hafði seinkað, að
senda eímlest út á brautina á
móti henni til að gá hvað hefði
komið fyrir. ,,Og oft sá ég þá lest-
ina álengdar, og sneri eimlest
minni við sem snarlegast og flúði
undan henni eins hratt og ég gat.
(byggt á Guardian)
i- ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð-
um i 145.000 m af álblönduvir fyrir 220 kV
háspennulinu milli Geitháls og Grundar-
tanga.
Otboðsgögn verða seld á skrifstofu Lands-
virkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykja-
vik, frá og með mánudeginum 20. október
1975 og kostar hvert eintak kr. 2.000.-.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl.
14.00 föstudaginn 5. desember 1975.
Reykjavik, 19. október 1975
LANDSVIRKJUN