Þjóðviljinn - 19.10.1975, Síða 10

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Síða 10
ÍOSIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. október 1975. vertu staðfast svefnherbergi hennar i Frida Kahlo safninu hánga sömu mynd- irnar og þar héngu alla tið, myndir af frumkvöðlum kommúnismans, þeim sem voru henni kærastir: Marx, Engels, Lenin, Stalin og Mao. I verkum Fridu fer ekki mikið fyrir þessum trúnaði við kommúnismann eða félagslegum átökum yfirleitt. Frida var ekki i myndum sinum að bregða ljósi yfir hið félagslega svið, heldur svið tilfinninganna. Að visu liggja eftir hana nokkur málverk af Marx, Lenin, Stalin og Mao, en þau verða að skoðast sem hrein aukageta og standast engan sam- jöfnuð við aðrar myndir hennar. Þó kemur fram i dagbókunum, að Frida telur það mikla náðargjöf listamanni að geta samtvinnað list sina beinni pólitiskri baráttu. Og vissulega segist hún hafa til þess löngun að búa til myndir sem höfða beint til þess fólks sem stendur hjarta hennar næst, einkum indiánanna sem i Mexikó hafa ávallt verið beittir harðrétti, menning þeirra fyrirlitin og eyði- lögð meðmarkvissum hætti um aldaraðir, fyrst af Spánverjun- um, siðan af innlendum kúgurum. En þótt Frida geri sér grein fyrir nauðsyn þess að til sé baráttulist og sjái gagnsemi hennar i pólitisku baráttunni, þá er hún nógu greind tilað velja sér annan listrænan vettvang. Henni var veröa innviðir hugans, þeim mun gleggri verður sýn hennar á átök af félagslegum toga. Frida nær þvi marki að yfirstiga sjálfa sig, hún beinlinis stigur útúr sjálfri sér, einsog lýst er á sumum bókum að heilagir menn geri, og hún horfir á vitund sina utanfrá, hlutlægt, og henni tekst að gera af henni myndræna lýsingu, hún finnur táknræna samsvörum til- finninga sinna. Frida er nitján ára gömul þegar hún giftist Diego Rivera. Einsog áður er sagt hafði hún snemma valið þennan mann og ásett sér að eignast hann. Manneskjur með jafn sterkan vilja og Frida Kahlo ná ávallt þvi marki sem þær setja 'sér. Takmarkalaus ást Fridu á Diego gerði henni kleift að halda velli á hverju sem gekk. Hún leit á hann sem snilling, réttilega, fulltrúa alls þess sem göfugast er og heilsteyptast i mannfólkinu, og hún gerði þarafleiöandi auðvitað til hans meiri kröfur en nokkurs annars. Hann átti að vera henni allt i senn: félagi, elskhugi, foreldri, barn, baráttubróðir og ótæmandi uppspretta nýjúngar. Og þrátt fyrir bæklun hennar, þrátt fyrir mikinn aldursmun, þrátt fyrir ákaflega sterka þörf Diegos fyrir aö standa einn og óheftur, þá slitu þau raunveru- lega aldrei samvistum, ekki einu- sinni það ár sem opinber hjóna- skilnaður þeirra varð . Frida var ætið trú uppruna sinum. Hún hafði sem barn dregið lærdóma af baráttu skæruliðanna og þeir fyrntust ekki. Hún hafði gengið til liðs við kommúnismann þrettán ára gömul og hún stóð þar I flokki alla æfi þótt hún ætti af skiljanlegum ástæðum óhægt um vik að taka þátt i flokksstarfinu. I fullljóst að listamaður sem er ekki trúr sjálfum sér, hann er ónýtur liðsmaður róttækri hreyfingu þegar á herðir. Henni datt ekki i hug að þvinga sjálfa sig tilað búa til áróðurslist meðan annað lá henni nær, en hún dáði og studdi alla þá sem gerðust myndsmiðir þjóðfélagsbyltingar- innar. Verk Fridu munu flokkast til súrrealisma. Frida komst nokkuð snemma i samband við hreyfingu evrópskra surrealista þá er hún dvaldi- i Paris. Liðs- menn súrrealismans voru á þvi skeiði afar róttækir i þjóðfélags- málum, margir voru virkir félagar i franska kommúnista- flokknum, enda súrrealismanum þá stefnt gegn borgaralegri fagurfræði. Náin kynni urðu með Fridu og Andre Breton, helsta hugmyndafræðingi hreyfingar- innar, og fyrir tilstilli Breton kynntist Frida ýmsum helstu boðendum súrrealismans. 1938 var svo Breton á ferð um Mið- Ameriku og sótti þá heim Fridu og Rivera. Breton þótti mikið koma til verka þeirra hjóna, og sérlega féllu honum i geð myndir Fridu. En þó svo Frida hafi haft allnáin kynni af sörrealismanum og hinum ýmsu túlkendum hans og verk hennar séu oft flokkuð til þeirrar stefnu I Iistum, þá er það um margt einföldun að telja hana tegundarhreinan surrealista. Þvi það er ekki einúngis töluverður gæðamunur á verkum hennar og meginþorra sörrealiskrar framleiðslu, heldur einnig töluverður eðlis- munur. Margir sörrealistanna staðna gersamlega (t.d. Salvador Dali), hengja sig i aðferðir sem ekki bjóða uppá neina þróunar- möguleika og enda sem hreinir Ölafur Haukur Símonarson: Hún heitir Frida Kahlo. Frida fæddist árið 1910 i Coyoacan i Mexikó, smá-þorpi i þá tið, aðlaöandi þorp segja sumir, leiðindabora segja aðrir: og nú hefur stórborgin gleypt það. 1 dagbókum sinum minnist Frida oftá skæruliða Zapata. Hún horfðiáþámeð viiðingu,hrolli, ótta og aðdáun, allt I senn. Þeir komu að næturlagi og þeim var borinn matur og drykkur, og svo hurfu þeir I næturmyrkrið. Sumir komu hinsvegar sárir og bardaga- móðir. Þeir voru lagðir i rúm og þeim veitt sú aðhlynning sem kostur var á, bundið um sár þeirra og útveguð lyf. Frida litla fylgdist með móður sinni sem hjúkraði þessum mönnum. Fridu máðust aldrei úr minni allar þær grimur sem þjáningin brá á andlit mannanna. Hún gleymdi heldur aldrei þvi þakklæti og þeirri virðingu sem mennirnir sýndu konunni sem hjúkraði þeim. Þar fór ekkert á milli mála. Frida lagði eyrun við skrafi mannanna: og sjö ára gömul segist hún hafa gert sér ljósar andhverfurnar i mannfélaginu, skilið samhengi auðsins og kúgunarinnar, arðránsins og örbirgðarinnar sem almenningur leið undir. Og Frida gerði sér ljósa nauðsyn þess að kúgaðir menn þjöppuðu sér saman og risu gegn óréttlætinu, mannúðar- leysinu og arðráninu. Þrettán ára gömul var Frida orðin virkur félagi i hreyfingu kommúnista, og hún var þeim fylgjandi alla ævi. En myndin, hvar og hvenær kemur myndin til sögunnar, þvi er ekki lifshlaup þessarar furðu- legu manneskju fyrst og fremst bundið myndinni, málverkinu? Guillermo Kahlo hét faðir Fridu. Hann var þýskur gyðingur að uppruna. Móðir Fridu var afturá móti indiáni. Þarna koma þvi saman tveir lángþjáðir, seigir og afar listhagir kynþættir, og Fridu féllu i skaut margir hinna bestu eðliskosta hvors um sig. Og Guillermo Kahlo var einmitt ljósmydari að atvinnu. Sérgrein hans voru andlitsmyndir. Frida hefur þvi haft myndir og myndsmiðkringum sigfrá blautu barnsbeini. Og enginn þarf að efast um að hin rika hefð handiða indianna hefur einnig komið að miklu gagni við hennar eigin myndsmið. Frida dáði föður sinn mjög. Myndir hennar af honum bera ljósan vott um þá elsku sem hún hafði á honum. A eina myndina hefur Frida skrifað eftirfarandi: ,,Hér vottar Frida, að Guillermo Kahlo þjáðist af flogaveiki alla ævi, en aö hann lét þessa mæðu aldrei aftra þvi, að hann ynni verk sín af kostgæfni og sýndi öðrum mönnum ást og umhyggju”. Orö sem gætu allt eins staðið á mynd af Fridu Kahlo. Og vissulega sótti Frida kraft og staðfestu í fyrirmyndina. föður sinn, af honum nam hún það úng að raunverulega getur ekkert beygt manninn nema dauðinn einn. Frida var þrettán ára gömul og gekk í menntaskóla. Dag einn sá hún hvar stór og mikill maður var tekinn til við að vegg- skreyta skólann. Maðurinn vann ötullega og feikileg ein- beitni var i svip hans. Stúlk- an horfði þrumu lostin á þennan stóra mann. Og hún ákvaö að með þessum manni ætti hún samleið og með honum vildi hún búa til barn. Frida Kahlo sagði skólasystrum sinum, að hún ætlaði að eignast barnunga með þessum málara sem héti Diego Rivera. Frida eignaðist aldrei barn, hún var ófær um að fæða börn. Og kynni þeirra Diegos Rivera urðu ekki fyrren siðar. Þegar Frida var aðeins fimmtán ára gömul bar að hörmulegt slys sem gerbreytti lifi hennar. Annar fóturinn eyði- lagðist og likaminn varð að öðru leyti aldrei samur. Hún hafði þá nýlega hafiö nám i læknisfræði. Hér með var þaö úr sögunni. En Frida Kahlo lét alls ekki bugast. Hún tók upp annan þráð, byrjaði að teikna og mála, fyrst rúmliggjandi, siðan i hjóla- stólnum. Eitthvað hafði hún fitlað við teiknun áður sér til afþreyingar, en nú hófst hún handa af fullri alvöru. Og Frida fann fljótt að á þessu sviði gat TRÉ VONARINNAR, hún raunverulega nýtt alla and- lega hæfileika sina. Með henni varð innri blómgun sem að sumu leyti bætti henni upp hið óskap- lega ytra tjón. Hún hafði að visu ekki lengur fætur til að stiga i, en henni uxu vængir. Frida hóf strángt nám, hún var hvorttveggja i senn nemandinn og kennarinn, ekkki einusinni Diego Rivera fékk að hafa áhrif á listrænan þroska hennar. Frida hóf leit að myndrænum grund- velli tilað byggja á. Hún greip þar niður sem fæstir töldu eftir miklu að seilast, myndlist nitjándu aldarinnar i Mexikó. Einkum beindist athygli hennar að kyrr- lifsmyndum, uppstillingum og mannamyndum. Hún sá i hendi sér að hér var fyrir vinsælt mynd- mál, og alþýðlegt að þvi leyti að myndmálið sjálft vakti engan ugg eða andúð hjá hinum almenna áhorfanda. En Frida sótti myndmál sitt viðar að. Þekking hennar á lif- fræði og grasafræði kom að góðum notum. I myndum sinum notar hún oft suðrænan gróanda landsins sem bakgrunn. Inni er fléttað með táknrænum hætti lif- færum, skordýrum, vefja- myndunum og blómum. En þó er það eigin persóna sem fyrst og fremst verður henni að myndefni, hún sjálf yst sem innst, og and- litið er sá spegill sem hún dregur uppá myndir sins innra manns. Einhverjum kann að þykja nóg um þá sjálfshygli er fram kemur i verkum Fridu, athyglina sem hún sýnir blæbrigðum vitundar sinnar: en vel að merkja, hvenær hefur heiðarleg könnun á inn- löndum staðið i vegi heiðarlegrar afstöðu til ytri fyrirburða? Og þeim mun ljósari sem Fridu Hvað heitir hún þessi sam- brýnda kona með dimmu augun, konan sem búið er að taka af fótinn, málarinn sem málar næstum alltaf sitt eigið andlit, konan sem velur sér risa tilað elska aðeins þrettán ára gömul, manneskjan sem berst til þrautar og lætur engan mótblástur beygja sig til jarðar, hver er hún þessi mannvera sem sigrast á bæklun, örvæntíngu, sigrast jafnvel á sjálfum timanum?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.