Þjóðviljinn - 19.10.1975, Page 14

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. október 1975. Umsjón: Halldór Andrésson Þvi miður féll niður þáttur okkar siðasta sunnudag, af ástæðum mér óvið- komandi. Ég vona að það hafi ekki valdið alvarlegum vonbrigðum, en annars bætum við það upp i náinni framtið með tveimur eða fleiri siðum. Hljótt hefur verið á islandsmarkaði poppsins upp á siðkastið, en vonandi fer nú úr að rætast, þar sem bráðum koma jól. hia. Nýjar plötur PINK FLOYD „WISH YOU WERE HERE” (Columbia/Faco) „WISH YOU WERE HERE” tók Pink Floyd um tvö ár að gera. Um þaö hvort platan upp- fyllir vonirnar eftir ,,Dark Side Of The Moon” eru uppi tvær skoðanir, en að sjálfsögðu er platan mjög góð og vönduð. Pink Floyd hafa gefiö sér timann til að gera góöa hluti siðan á Ummagumma-plötunni, sem var upphaf stúdióvinnu þeirra I þeim stil sem þeirvinna nú; næst á eftir „Umma- gumma” kom svo besta breiðskifa þeirra „Atom Heart Mother”, svo kom „Meddle” og 1973 kom svo „Dark Side Of The Moon” (undanskildar er kvik- myndaplötur og endurútgáfur). „Wish You Were Here” er að minu áliti betri en „Dark Side of the Moon” og jafnvel betri en „Meddle”, en „Atom Heart Mother” finnst mér enn best. „Wish You Were Here” er til- einkuð Syd Barrett, hver einn og einasti texti á plötunni fjallar um hann. Pink Floyd hafa tekið sér synthesizer/moogs sem eitt aðalhljóðfæri, og nota það á mjög melódiskan hátt, enda er þessi plata þeirra sú melódiskasta siða „More”. Themaö i textanum er að vissu leyti nokkuð keimlikt og á „Dark Side Of The Moon”: geð- veiki og „sjóbisniss’ (show), enda var og er Syd Barrett, fyrrverandi gitarleikari og söngvari, snargeðbilaður og klikkaður. Þrátt fyrir það að Pink Floyd komi yfirleitt (og þessi plata er engin undantekn- ing) með bestu plötur poppsins, er það varla vegna þess að hljómsveitin sé neitt frábær, David Gilmour, t.d. er varla meðal bestu gitarleikara i heimi, en hann hefur hljóm- fagran og nettan stil og eins er með hljómborðsleik Rick Wrights, Nick Mason og Roger Waters eru lika mjög takmark- aðir hljóðfæraieikarar ef við miðum við bassaleikara eins og Michael Henderson (Miles Davis) og Jack Bruce og trommuleikara eins og Michael Giles (King Crimson) og Carl Palmer. En hvað um það, þetta eru tónlistarmenn á fullkom- lega sömu linu og þar að auk virðast þeir allir vera i andlegu jafnvægi. Og eitt enn er þess valdandi að Pink Floyd gera góðar piötur, þeir melta hlutina, lagfæra gallana. Einungis tveir gestir eru á plötunni, Dick Parry sem ieikur á saxafón i verkinu „Shine On You Crazy Diamond” og Rpy Harper sem syngur i „Have A Cigar”. Hulstrið er að vanda skemmtiiegt og textar fylgja. Platan hefst á mildum „Mike Oldfield-stil’-tónum, Gilmour tekur fallega gitarsóló, minnir á afslöppunina sem „More” einkenndist af. Þetta er fyrsti kaflinn i verkinu „Shine on You Crazy Diamond”. Kafli 2 er svo ekta Floyd-blús, orgel-hljómar, PINK FLOYD DAN FOGELBERG JETHRO TULL gitarsóló og „riffs”. t 3. kafla kemur svo synthesizerinn fram i meóldiskum tónum. og 4 kafli er sunginn, af hinni letilegu Roger Waters og Nick Mason hlær sinum geðveikislega hlátri á bakvið, raddirnar eru góðar. 1 5. kafla kemur svo Dick Parry, leikur gott sóló. Hlið eitt leikur svo á frábæru lagi „Welcome to the Machine” vel sungið, skemmtilegir og góðir „effect”ar og bara gott, besta lag plötunnar. Hlið 2 byrjar svo á lélegasta og ieiðinlegasta lagi plötunnar Have A Cigar” einfalt spil og lag, mikið um synthesizur, og Roy Harper syngur alveg eins og Grace Slick (Jefferson Airplane/Starship), passar alls- endis ekki inn i heildarmyndina. Aftur á móti er titillag plöt- unnar, sem er næst, alveg af- bragð. Spilað á kassagitara, pianó, bassa og trommur og vel sungið litið fallegt Roger Waters lag. Einfaldasta lag plötunnar, og það næst-besta. Svo kemur aftur að „Shine On You Crazy Diamond” kaflar 6—9. Kafli 6 i ,,labbi-labb”-takti (er þetta nú ekki farið að verða dálitið vafasamar samlik- ingar?) með vælandi gitarsólói og synthesizur. Þó að ég hafi sett hér skil á milli kafla þurfa þau ekki endilega að vera hin réttu, þar sem þau eru fremur óglögg. Sjöundi kaflinn er mikið til sá sami og sá 4. Sunginn, kannski aðeins meiri kraftur. A eftir 7. kafla koma ýmsar takt- útgáfur sem renna svo út i lokin. Að minu áliti betri en Dark Side Of The Moon,en hún nær al- veg örugglega aldrei sömu vinsældum og sú plata. BRUCE SPRINGSTEEN „BORNTO RUN” (Columbia/Faco) Bruce Springsteen á sannar- lega skilið allt það hól sem hann fær I erlendum tónlistarblöð- um. „Born To Run”-einhver besta plata s'em ég hef heyrt langalengi! Krafturinn i mann- inum er stórkostlegur! Hvert eitt og einasta lag er stórkost- legt! Textarnir eru stórkostleg- ir! Útsetningarnar eru góðar og öll útkoman er STÓR-kostleg! Bruce Springsteen kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir rúm- lega tveimur árum og var þá borinn saman við Dylan. En það eina sem þeir eiga skylt er það aö vera frábærir! Og ef til vill er textauppbygging nokkuð lik. Springsteen (liklega gyðingur, eins og Dylan) hefur gefið út tvær breiðskifur á undan þess- ari: Greetings From Ashbury Park New Jersey (CBS 1973) og The Wild The Innocent & The E Street Shuffle (CBS 1974) báðar góðar. Springsteen samdi lika „Sandy” sem- Hollies gerðu vin- sælthér i sumar. Springsteen er tiltölulega ungur miðað við aðra stórkalla i poppinu núna, fædd- ur 1950 i New Jersey. Spring- steen er með alveg stórgóða hljómsveit á bak við sig, á þess- Lúxembúrgarlistinn vikuna 14.-21./10. 1. (11) Feelings...........................MorrisAlbert 2. (1) Hoidmeclose..........................David Essex 3. (2) I only have eyes for hoi...........,A rt Garfunkel 4. (6) Wholovesyou?....................■....Fourseasons 5. (9) S.O.S.......................................Abba 6. (7) It’s Timefor love......................Chi-Lites 7. (12) „Lucy” .....................................Mud 8. < 13) Don’t Play your Rock’N’ Roll to me.......Smokey 9. (5) There goes my firstlove.................Drifters 10. (10) Scotch on the rocks.......Band of the black watch 11. (14) Space Oddity........................David Bowie 12. (16) What a Diffrence a Day Makes......Esther Philips 13. (4) FattieBumbum.........................CarlMalcolm 14. (15) Nappylove...............................Goodics 15. (3) Una Paioma Blanca.....George Baker/Jonathan King 16. (17) No woman no cry....:........Bob Marley -t-Wailers 17. (20) Island girl..........................Elton John 18. (28) Lovcisadrug...........................Roxymusic 19. (21) LookLookLook.............................Sparks 20. (25) Reaching for the best..................Exciters 21. (26) Rhinestone cowboy.................Glen Campbell 22. (29) Hold back the night ....................Trammps 23. (30) Thiswillbe..........................NatalieCole 24. (24) Like a butterfly............Mac + Katie Kissoon 25. (—) Dreamylady.................................T.Rex 26. (—) Ride a wild horse.......................DeeClark 27. (—) You..............................George Harrison 28. (—) Highwire..............................JohnMiles 29. (—) Let’s be friends ....................Johnny Nash 30. <—) iAin’tlying ........................ GeorgMcCrea ari plötu eru i grúppunni Clarence Clemons, saxafón/ Garry Tallent, bassa/ Max M. Weinberg, trommur/ Roy Bitt- an, hljómborð. Nokkru eftir upptöku „Born to Run” bætti hann svo við gitarleikara til að létta á sér, hann heitir Maimi Dave. „Born To Run” byrjar á kröftugum rokkara „Thunder Road” með stórgóðum texta og Bruce kyrjar hann með krafti, fjöri og lipurð. Og hljómsveitin er góð! „Tenth Avenue Freese- Out” er nokkuð jassaðra, hver einn og einasti spilari er stór- góður, og söngurinn er ekta soul. Textinn gæti allt eins verið um stöðu hans, og hann sjálfan, I poppinu. „Night” er eins og kraftlögin sem voru gerð I byrj- un beat æðisins, kraftmið með góðum rokk trommuleik og skemmtilegum töktum. Pianó- leikarinn byrjar svo „Back- streets” og svo koma takthljóð- fævin og orgel (a la Dylan, blonde on blonde) Textinn er frábær. Sprlngsteen virðist vera úr fátækrahverfum New York borgar þvi textarnir eru allir byggðir upp á þvi umhverfi, og svo er hann hrár og óstýrilátur og stórkostlega kraftmikill. Röddin i „Backstreet” minnir dálitið á Van Morrison. Hlið b hefst á „Born To Run” stórkostlegasta laginu á pötu ársins (þ.e.a.s. ásamt Dylans „Blood On The Tracks”). Lagið byrjar á frábærum „riff’um minnir þó nokkuð á Bowie, nema hvað hér er miklu meiri kraftur og engin afslöppun. „Riff’in minna jafnvel á „Tel- star” með Spotnicks (eða var það ekki með þeim?) Rolling Stones eru ekki svona kraft- miklir! „She’s The One” er með frábærum texta að vanda og er kröftuglega flutt, skyldi maður- innekki svitna? „Meetin Across The River” er gifurlega rólegt miðað við annað efni plötunnar, en er liklega ekki afslappað, heldur örmagnað! Textinn fjall- ar um vonleysi lýðsins sem býr i fátækrahverfunum i N.Y. Jass- inn er spilaður sem bakgrunnur fyrir lagið, enda gefur hann góða mynd. Lokalagið er svo það lag sem þeir hafa hrósað mest sem dæma hljómleikahald i New York, en Springsteen hef- ur enn sem komið er litið spilað utan New York. Lagið heitir „Jungleland” og er niu og hálf mlnúta. Textinn er alveg frá- bær, söngurinn lika, pianóleikur Roy Bittan alveg stórgóður. Textinn fjallar um fátækra- hverfi að kvöldi og nóttu, einn af myndrænari textum sem ég hefi heyrt og tónlist, röddin og hljóð- færaleikurinn bætir þar að auki stórlega ofan á. Frábær plata. Það er alveg pottþétt að ég fæ mér hinar tvær um leið og þær koma til landsins! DAN FOGELBERG „CAPTURED ANGEL" (Epic/Faco) Dan Fogelberg varð allt i einu vinsæll snemma á þessu ári er önnur plata hans.sem skartaði gestum eins og Eagles og Joe Walsh, náði vinsæld. á banda- riskum listum. Hér kemur svo þriðja platan „Captured Angel”, er ekta sóló-plata, það er að segja Fogelberg sér um mest allanhljóðfæraleik sjálfur. Platan er mjúk og leikandi, lög- in reyndar flest fuil lik hvort öðru (og reyndar er hann allt of likur Eagles, Poco o.s.frv.) Nokkrir hápunktar eru þó á plötunni, og ber þar hæst „Slow Below the Surface”, með slá- andi melódiu og viðlagi. Annars er platan ein af þessum fjölda- framleiddu US plötum, mjög vönduð að öllu leyti, en innviðir ekki eins sterkir. Fogelberg er engin súperstjarna og kemur alls ekki i staðinn fyrir Eagles, Burritos eða Býrds. JETHRO TULL En gaman, Jethro Tull eru að ná sér á strik aftur. Eftir seri'u af (algerlega) misheppnuðum plötum („Thick As A Brick”/ „Passion Play”/ War Cild”) kemur Ian Anderson með „Minstrel in the Gallery” þræl- góða plötu, sem liggur við at standist samanburð við „This Was”, „Stand Up” og „Aqua- lung”. Mér persónulega hefur alltaf likað best við Anderson i rólegum einföldum lögum og hálfpartinn vonast til þess að hann sparkaði Jethro Tull og gerðistannað hvort einsöngvari (og -spilari) eða stofnaði Ian Anderson Folk-Jazz Band með Ian Anderson á gitar, flautu, mandólin og söng, Tony Cox (var i Pentangle) á trommum, Danny Thompson (lika i Pen- tangle) á kontrabassa og ein- hvern gamaldags gitarleikara eða jasspianista! Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.