Þjóðviljinn - 19.10.1975, Page 22

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Page 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. október 1975. Harry H. Gunnarsson: Opiö bréf til biskupsins Fyrir nálega 975 árum, var úrskurður felldur á helgistað þjóðarinnar á þessa leið, og hefur ekki verið afturkallaður svo kunnugt sé: ,,Vér skulum allir ein lög hafa, þvi ef vér slitum sundur lögin, munum vér einnig slita friðinn.” Lögreglumenn landsins eru minnugir þessara orða. Einkunnarorð þeirra eru: ,,Með lögum skal land byggja.” f byrjun septembermánaðar s.l. hófst safnaðarfundur Hjalla- sóknar i Þorlákshöfn. Sóknar- nefndarmenn úr sveitinni komu ekki á fundinn og aðeins 39 fundargestir mættu, auk þjónandi prests frá Hveragerði. Sóknar- nefndarformaður setti fundinn og tiinefndi fundarstjóra og ritara. Las sá siðarnefndi fundargerð og bréf þess efnis, að fengin væri lóð til kirkjubyggingar i Þorlákshöfn. Tvær tillögur komu fram, önnur um kosningu 5 manna byggingarnefndar og hin um kosningu 7 manna fjáröflunar- nefndar. Voru tillögur þessar afgreiddar á hinn furðulegasta hátt. Las formaðurinn upp nöfn á 5 mönnum i byggingarnefnd, sem samþykkt hefðu að taka að sér störf þar. Taldi fundarstjóri að þeir væru kosnir, þó engin atkvæðagreiðsla ætti sér stað, hvorki skrifleg eða munnleg. Þessu verður opinberlega að mót- mæla, og er það gert hér með. 39 manns geta á engan hátt bundið söfnuð, sem „bráðum telur 1000 manns” samkvæmt upplýsingum á fundinum, og það án skriflegrar atkvæðagreiðslu. Hin tillagan um kosningu 7 manna fjáröflunar- nefndar, fékk að þvi leyti str't- aralegri afgreiðslu hjá formanni og fundarstjóra, að hún var alls ekki borin undir atkvæði Þessu ber einnig að mótmæla skriflega og er það gert hér með. Formaðurinn, sem ekki vildi bera stofnun fjáröflunarnefndar undir atkvæði fundarmanna, jafnvel þó óskað væri eftir, að skrifleg tillaga væri borin undir atkvæði, hefur kjark til þess að segja fundarmönnum frá þvi, að arkitekt nokkur úr henni Reykja- vik hefði komið að máli við sig og boðist til að teikna kirkjuna fyrir' okkur, gegn mjög vægum launum. Sýndi hann okkur smá- likan af byggingu, sem var nauðalík sumarbústað, þar sem súðaþakið nær næstum þvi alla leið til jarðar. Tveir gaflar voru á likaninu, hvor með örmjóa gluggarifu á miðjum gafli, en alls enginn á súðarbákninu. (Á sumarbústaðnum voru þó báðir gaflar úr gleri). Yfir 6 þumiunga likaninu miðju var fyrir komið litlum teningslaga klossa, þak- lausum, þvi svo miklu var þegar eytt i súðarbáknið, og átti þetta vist að tákna turn. Formaðurinn sagði okkur, að arkitektinn hefði ákveðið, að hæð byggingarinnar ætti að vera 15 m. Þar með yrði þessi risabygging jafnhá 5-6 hæða stigahúsi. Ekki sagðist for- maðurinn hafa lofað, að tillagan yrði samþykkt, en lofaði að koma henni á framfæri. Verður að telja það vitavert af formanni, að reka erindi eins arkitekts, og þar með löðrunga alla aðra arkitekta landsins. Hvað segja arkitekt- arnir um svona kollega? Það ætti vissulega að vera hverjum manni ljóst, að slik bygging er i öllu tilliti ónothæf: 1) Ljós og birta þvi sem næst gjör- samlega útilokað. 2) Öupphitanleg vegna hæðar og kostnaðar. 3) Tugmiljóna byggingakostnaður býður upp á sáralitið nothæft pláss. Likanið likist helst kjötöxi með breiðan skalla á jörðu og hvassa egg mót himni. Fundi var siðan skyndilega og fyrirvaralaust slitið. Að framanrituðu mun ljóst vera: 1) Að 39 manna safnaðar- fundur, þar sem flestir sóknar- nefndarmenn eru fjarverandi, þar sem formaður rekur upp á eigin spýtur erindi laumuarki- tekts, og stingur undir stól lög- lega framborinni tillögu, þar sem byggingarnefnd, valin af formanni, án skriflegs umboðs i fundargerð er talin kosin, án nokkurrar skriflegrar atkvæða- greiðslu — sá fundur og mál- flutningur hlýtur að teljast mark- leysa ein. 2) Þorlákshafnarbúum ber að snúa sér til biskups landsins og kirkjumálaráðherra um aðstoð við stofnun Þorlákshafnar- safnaðar, og er þvi hér með komið áleiðis. 3) Við Þorlákshafnarbúar þörfnumst kirkju hér i svo ört vaxandi byggðarlagi, ekki 15 m hárrar fantasiukirkju, sem á engan hátt kæmi að notum, heldur miklu lægra húss, er tæki 500 manns i sætum. 4) Til að tryggja, að hæfileikar ,,alvöru”-arkitekta standi okkur til boða, ættum við að hafa sam- keppni um bestu teikningu að kirkju i Þorlákshöfn. Oft hafa islendingar við arkitektanám erlendis unnið verðlaun fyrir ágætar tillögur, og ekki er heldur nauðsyn að hafna afburðatillögu, þó um erlendan mann væri að ræða. 5) Rétt er i fullri alvöru að benda á snjalla úrlausn hinna sömu vandamála á Siglufirði. Siglfirðingar, þá fámennt bæjar- félag, byggðu glæsilegt guðshús með kappnógu plássi á kirkju- loftinu til þess að hýsa um langt árabil Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar. Þar hafa þúsundir ungra Siglfirðinga notið gagnfræða- skólanáms i ágætu húsi. Ef við kynnum einhverntima næstu árin, að fá viðbótarbyggingar - fyrir skólann hér, er þess full þörf fyrir barnaskólann einan. Kæmi þá vel byggt kirkjuloft að þvilikum notum til viðbótar, að við þyrftum ekki að senda burt æskufólk okkar á við og dreif og i allar áttir. Þetta er einnig fjár- hagsatriði, sem myndi nema hundruðum miljóna hagnað fyrir plássið og ibúa þess á fáum árum. 6) Við, hljótum brátt að æskja þess, ef ekki nú þegar, að hér verði brauð Þorlákshafnarprests, og þá ætti bústaður hans að byggjast um leið og kirkjan, og gjarnan við hlið hennar. Má ætla, að þar bjóðist gagnfræðaskól- anum góður kennslukraftur. 7) Vafalaust fæst leyfi til lands- happdrættis, til byggingar kirkju og skóla i Þorlákshöfn, en auk þess mun hið háa menntamála- ráðuneyti vafalaust styðja far- sæla úrlausn vandamála okkar. 8) Telja ber að Þorlákshafnar- búar vænti þess, að fantasiu- kirkja laumuarkitektsins og þjónusta hans verði send heim til föðurhúsanna sem allra fyrst. Einnig, að biskupinn yfir Islandi stjórni alvörufundi, þar sem kirkjusöfnuður Þorlákshafnar verði stofnaður. Þar verði einnig stofnað: Bræðrafél. Þorlákshafnarkirkju, Kvenfél. Þorlákshafnarkirkju, Æskulýðsfélag Þorlákshafnar- kirkju, Sunnudagaskóli Þorláks- hafnarkirkju. Þar verði. kosin . 12 manna nefnd, er hafi umsjón með kirkju- byggingu. Sjálf skipti nefndin með sér verkum. Veljist 5 þeirra til að annast framgang smiðar- innar, en 7 annist fjáröflun. Nefndin haldi sameiginlega fundi og safnaðarfundir séu haldnir á tveggja mánaða fresti meðan á byggingu stendur og oftar ef þurfa þykir. Með fyrirfram þökk fyrir skjóta og snjalla úrlausn. Þorlákshöfn, 2. október 1975. Ilarry H. Gunnarsson . Klásúlur Framhald af 14. siðu. „MINSTREL IN THE GALLERY” (Chrysalis/Faco) „Minstrel In The Gallery” er i þeim stil sem Jethro Tull hafa frá Stand Up, þ.e.a.s. þessum blús-rokk stfl, léttum breskum stfl (Elizabethan) frá róman- tiska timabilinu með öllu sinu útflúri. Platan byrjar á löngu lagi, titillagi plötunnar, fremur lit- laust og of langt. Textinn er saminn i sama sniði og vana- lega og er sæmilegur, eins og textar hans eru oftast. „Cold Wind To Valhalla” er gott lag, stutt. Textinn er lúmskur („We’re getting a bit short of heroes lately”). „Black Satin Dancer” er mjög gott, flautan hljómar vel og skipting- ar hraðra og mjúkra kafla eru góðar. Gott lag. „Requim” er svo eins og mér finnst Anderson bestur, mjúk rödd, kassagitar og reyndar strengjasveit (ensku áhrifin) kammermúsikblær). Hliö 2 byrjar á lagi sem heitir „One White Duck/ O 10: Noth- ing At All’ með kassagitar, streng jasveit, flautusveit (ensku kammermúsikáhrifin enn) og góðri rödd Andersons. En hvar eru hinir Jethroarnir? (Best gleymdir!) Baker Street Muse” byrjar lika á kassagitar og rödd Ander- sons, pianóleik John Evans og strengjasveit. „Baker Street Muse” er skipt niður i 4 kafia: „Baker Street Muse”, „Pig-Me & The Whore”, „Crash Barrier Waltzer” og „Mother England Reverie”. Verkið er samverk allra Jethróanna, bestur er að sjálfsögðu Anderson, ég skil ekki út af hverju hann rak Clive Bunker, einn af betri trommur- um breta, nú, og svo var Glen Cornick frábær bassaleikari, spilaðibara „Bouree” á „Stand Up”. Textarnir i „Baker Street Muse” eru mjög góðir. „Grace”, siðasta „lagið” (37 sekúndur), endar á frábærri línu: „Hello breakfast. May I buy you again tomorrow?”. Kvikmyndir Framhald af bls. 7. gegnum smanburð á hinum lægst skipuðu og valdhafanna i þjóðfé- laginu. Kvikmyndataka Staffans Linquist (sænskur) er I ætt við stjórnmálaheimildarmyndina, myndaugað skráir fólk og um- hverfi, hreyfanleg kvikmynda- taka flytur okkur svifandi gegn um infernó verksmiðjanna, sýnir okkur ástand hlutanna, smáþorp- ið Tyssedal og umhverfi þess, heim verkafólksins sem hér býr og stritar. Föst myndavél i viðtöl- um (mjög stór hluti myndarinnar byggist á viðtölum) þar sem andlitin segja heila ævisögu. Tón- listin i kvikmyndinni er flutt af afbragðs þjóðlagagrúppu sem kallarsig VOMMÖL, bráðfyndnir ádeilutextar og velflutt tónlist, en á köflum kannski einum of mikið úr samhengi við alvöru þess mál- efnis sem myndin fjallar um. Veikasta hlið myndarinnar er lengd hennar. 90 minútur er lágmark fyrir lengri kvikmynd, en i þessu tilfelli, þar sem ekki eru fleiri myndræn og málefnaleg sjónarhorn, hættir til endurtekn- inga og landreginnar efnismeð- höndlunar, stigandi myndarinnar er ekki nógu ákveðin. Hafa verður þó i huga að kvikmynd þessi er gerð við bágar fjárhags ástæður og af hugsjóninni einni saman. Þrátt fyrir minni tækni- galla er HVER A TYSSEDAL? sönn og ekta lýsing á lifi, striti og baráttu verksmiðjufólks og um- hugsunarverð kvikmynd, sem tekurupp vandamál sem ekki að- eins gerast innan landamæra Noregs heldur um viða veröld. Osló Ingólfur Margeirsson Kommúnistar Framhald af bls. 5' stjóri þeirra kalli starf sitt „þungbæra skyldu”. Borgarstjórinn, Maurizio Valenzi, hefur lýst þvi- yfir, að hann muni nú senda alla 3500 hreinsunarmenn Napoli i að ryðja burtu þeim haugum af rusli og óþverra sem hafa safnast fyrir á götum og i yfirgefnum bygging- um. Kannski missir hann eitthvað af atkvæðum fyrir bragðið. En það er alveg ljóst, að kristilegir demókratar munu missa fleiri atkvæði innan tiðar þegar þeir ekki lengur ráða yfir öllum stöðu- veitingum og opinberum fjár- munum. Margir pólitlskir frétta- skýrendur lita einmitt svo á, að það sem nú er að gerast sé upp- hafið á hruni kristilegra demó- krata — ekki aðeins i Napoli held- ur um alla Italiu. (Á.B. tók sainan. Heimiidir: Internation Herald Tribune, Information, Rinascita). Ragnar Framhald af bls. 6. samþykki þessara rikja eða með heimild Alþjóðadómstólsins. Með þessum samningi voru á okkur lagðir þvilikir fjötrar, að ekki var liklegt, að við leystum okkur úr þeim i bráð, og þessa fjötra áttu islenskir stjórnmálamenn þátt i að smiða, i þeim gagngera til- gangi að koma i veg fyrir, að islendingar gætu framar lent i harðvitugum árekstrum við vina- þjóðir okkar i NATO. Þróun landhelgismálsins vísar veginn En þessa spennitreyju, sem is- lenskir stjórnmálamenn færðu þjóð sina i árið 1961, sprengdu islendingar af sér tiu árum siðar, undirforystu þeirra, sem börðust gegn samningunum 1961, og þrátt fyrir hávær mótmæli innlendra og erlendra NATO-manna. Aðstæður breyttust, innanlands og utan, og málsvarar NATO á Islandi urðu að láta undan siga fyrir þeirri kröfu, að islenskir hagsmunir yrðu látnir hafa for- gang og hagsmunir NATO að vikja um set. íslendingar hafa þvi tekið einhliða ákvarðanir um útfærslu landhelginnar, enda þótt þess háttar aðgerðir væru kallaðar „siðleysi” og „ævin- týramennska” af islenskum utanrikisráðherra fyrir aðeins fjóru og hálfu ári, og þvi er svo komið, að i landhelgismálinu er nú fullur sigur á næstu grösum. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar verður i brennipunkti islenskra stjórnmála á næstu árum. Jafnhliða baráltunni gegn erlendu hervaldi á tslandi er það verkefni brýnast að sameina öll þau öfl, sem skilning hafa á gildi þess fyrir þjóðina að halda óskertu sjálfstæði sinu á öllum sviðum. Þrátt fyrir allt eru skil- yrði til þess, að við getum komið i veg fyrir aðvifandi stórinnrás erlendra auðhringa i islenskt efnahagslif. > vCV. /y I Wy f / /' / jj c—^ SeNDIBÍíASTÖMHF KRÖFLUNEFND KRÖFLUVIRKJUN óskar eftir að ráða vanan vélameistara til starfa við undirbúning og umsjón með nið- ursetningu véla og frágangi vélbúnaðar i Kröfluvirkjun. Starfið er laust til sum- sóknar strax, og er ráðningartimi óákveð- inn. Umsóknir um starfið, með upplýsingum um fyrri störf og menntun, sendist skrif- stofu Kröflunefndar, pósthólf 5, Akureyri fyrir 1. desember nk. Nauðsynlegt er, að væntanlegir umsækj- endur hafi vélskólapróf og búi yfir starfs- reynslu við svipaðar framkvæmdir. Enskukunnátta er æskileg. Frekari upplýsingar um starfið veitir skrifstofa Kröflunefndar. Strandgötu 1, Akureyri, simi 21102. Einbýlishús með húsbúnaði óskast til leigu fyrir er- lendan verkfræðing. Upplýsingar gefur Almenna verkfræðistofan Armúla 26, simi 38590. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða nú þegar vana götunar- stúlku. Laun skv. kjarasamningum rikisstarfs- manna. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116, Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.