Þjóðviljinn - 19.10.1975, Síða 24
DIQDVIIIINN
Sunnudagur 19. október 1975.
Um þessar mundir er veriö aö
sýna 15 klukkustunda framhalds-
m.vnd i sænska sjónvarpinu, sem
heitir Saga sænskra orða. Að baki
þessara þátta standa tveir þekkt-
ir háðfuglar i Svlþjóö, Ifans Folke
Alfredsson og Tage Ivar Roland
Danielsson, betur þekktir sem
tvistirnið Hasse og Tage. Þessir
tveir orðsins og sviðsins
meistarar hafa með uppátækjum
skemmtunum, plötum og kvik-
myndum afsannað þann þráláta
misskilning að allir sviar séu
þurrkuntulegir og leiðinlegir.
Umgjörðin um þessa framhalds-
mynd varð t.d. hér á íslandi i
sumar er Hasse Alfredsson kom
hér við á útskerjareisu sinni til is-
lands, Færeyja og Hjaltlands.
Eins og flest sem Hasse og
Tage taka sér fyrir hendur hefur
framhaldsmyndin fengið frábær-
ar viðtökur i Sviþjóð, en fyrstu
tveir þættirnir af tiu hafa þegar
verið sendir út á rás tvö. Fyrir ut-
an hina islensku skirskotun fram-
haldsmyndarinnar má það teljast
merkilegt að i henni leikur Sig-
mar Hauksson, sem kunnur er
hér á landi fyrir útvarpskennslu
sina, eitt þriggja aðalhlutverk-
anna.
5AFN I £>
(MU6ÉET)
Ntöjá*
i \
(JZe v n
Hasse, Sigmar og Tage fyrlr framan uppdrátt af Sænska orðasafninu f Revkjavfk. Taklð eftlr þýðingun-
um á fslensku orðunum.
Fram-
halds-
mynd
Hasse
og Tage
í sænska
sjón-
varpinu
Beint sjónvarp
úr Sænska
orðasafninu
í Reykjavík
Sænska orðasafnið
i Reykjavik
1 skrifi til islenskra fjölmiðla
kynnir Tage Danielsson ,,Sögu
sænskra orða” á eftirfarandi
hátt. ,,Saga sænskra orða er mikil
sjónvarpsseria, u.þ.b. 15 tima
löng. Ætlunin er að senda i
sænska sjónvarpinu. með góðfús-
legu samþykki islenskra*safnyfir-
valda, hluta safnminja úr hinni
frægu sjónvarpsdeild Sænska
orðasafnsins i Reykjavik. Eins og
kunnugt er hefur þessu safni tek-
ist að verða sér út um héilmikið af
ómetanlegum minnismerkjum og
merkilegheitum úr hinni rómuðu
sögu sænska stórfyrirtækisins
Sænsk orð.
Sænsk orð h.f. kom i heiminn
árið 1961 og hefur með árunum
þróast upp i að spanna hvorki
meira né minna en þrjá starfs-
menn: forstjórana Hans Alfred-
son og Tage Danielsson ásamt
skrifstofustjóranum og mann-
eskjunni Monu Haskel. A lifs-
hlaupi sinu heíur fyrirtækið
framleitt, skrifað, stjórnað og
gert sig að fifli i tugi revia, sex
heilskvöldsmyndum, i þekktum
fjölda útvarps- og sjónvarps-
mynda og um fimmtán bókum,
auk þess sem fyrirtækið hefur
gefið yfirlýsingar um hinar að-
skiljanlegu hliöar mannlegs lifs i
blöðunum.
Sendingar frá Sænska orða-
safninu i Reykjavik, kvikmynda-
og sjónvarpsdeild, eru kynntar af
hinum heimsþekkta útvarps- og
sjónvarpsfréttamanni Sigmari B.
Haukssyni (sem i gamni er kall-
aður Ed Sullivan Vatnajökuls)”
Stúdentagrin
var byrjunin
Eins og fram kemur i þessu
skrifi Tages hafa þeir félagar
Hasse og hann starfað saman
lengi. Það byrjaði þegar þeir
lentu saman i stúdentagrini i
Lundi. Siðan þá hafa þeir haldið
hópinn. Fyrir utan bókaútgáfur
fóru þeir snemma að troða upp á
skemmtunum. Þar varð til figúr-
an Lindemann, sem frægur varð.
Það var liður i skemmtan þeirra
að styðjast við blaðaúrklippur og
spyrja út frá þeim. Tage spurði
þá Hasse eða Lindemann, með
hinum ýmsu fornöfnum og starfs-
heitum, sem fréttamaðurinn. úr
þessu varð oft dýrleg vitleysa og
framan af var eini fasti punktur-
inn i spunanum að Lindeman
komst i þær kröggur að lokum að
hneppa saman vestinu og buxna-
klaufinni.
Scinna komu svo útvarpsþættir,
reviur og kvikmyndir. t fyrstu
lögðu Hasse og Tage mest upp úr
skefjalausu grini og bröndurum
en i seinni tið hefur húmor þeirra
orðið svartari.
Þetta kemur greinilega fram i
myndum þeirra siðustu, Epla-
striðinu og Eggið er laust. Þar er
grininu beitt ósparlega að visu en
gamanið er grátt og hinn pólitiski
undirtónn alvarlegri en áður.
Hans Alfredson studdi sænska
krata þar til nú fyrir tveimur ár-
um að hann yfirgaf þá fullur efa-
semda.
Myndir eftir Hasse
og Tage i Háskólabiói
tslendingar, aðrir en þeir, sem
Sviþjóð hafa gist, hafa litið
kynnst Hasse og Tage. En nú
verður gerð á þvi bragarbót.
Á ferð sinni hér i sumar hafði
Hasse með sér eintak af myndinni
Eggið er laust og sýndi hana fyrir
útvalda i Norræna húsinu. Frið-
finnur Ólafsson, forstjóri Há-
skólabiós, var einn þeirra, og hef-
ur hann nú ákveðið að taka Epla-
striðið og Eggið er laust til sýn-
inga hér innan skamms.
Og vegna hinnar islensku skir-
skotunar i sögu sænskra orða og
vegna Ed Sullivans Vatnajökuls
er ekki nema sjálfsagt að for-
ráðamenn sjónvarpsins reyndi að
rétta við bresku og bandarisku
slagsiðuna á miðlisinum með þvi
að fá þetta 15 klukkustunda grin
Hasse, Tage og Sigmars til sýn-
inga hér heima.
—ekh.
Á skerminum í Svíþjóð
Sigmar Hauksson, alias Ed
Sullivan Vatnajökuls hefur
dvalist i Sviariki frá þvi 1970.
Hann stundaöi og stundar enn
nám i háskólanum i Gautaborg.
með félagssálfræöi sem aðai-
grein. Með náminu hefur hann
starfað mikiö fyrir sænska
útvarpið, bæði sjónvarp og
útvarp, og var eldgosiö I Eyjum
upphafið að þvi eins og svc
mörgu öðru. Þá hefur hann gert
þætti fyrir íslenska útvarpið.
Sigmar var hér á landhelgisferð
fyrir sænska útvarpið þegar
Þjóðviljinn ræddi við hann sl.
fimmtudag.
—Hvernig stóð á þvi að þú
fórst að vinna með Hasse og
Tage?
—Það er nú eiginlega langt
mál, Eins og þeir félagar
fékkst ég við leiklist, bæði
grinskriftir og leik, i stúdenta-
leikhúsinu I Gautaborg. Margir
félaga minna hófu störf við
sjónvarp og útvarp og min
afskipti af sænskum fjölmiðla-
húmor hófust með þvi að ég tók
þátt i útvarpsþætti, sem
nefndist Útvarpseinokun. Þar
var um hinn svokallaða „svarta
húmor” að ræða með talsverðri
þjóðfélagsrýni. Það besta úr
þessum þáttum hefur nú verið
gefið út á plötum i Sviþjóð.
Þjóðviljinn
ræðir við
Ed Sullivan
Vatnajökuls
Gegnum þetta kynntist ég
Hasse i Stokkhólmi. Hann hefur
alltaf haft mikinn áhuga á
tslandi og islendingum og i
húmor Hasse og Tage hafa
islensk mál oft komið við sögu
t.d. frásagnir af atburðum á
næturklúbbnum E1 Geysir i
Reykjavik. Það kom á daginn
að okkur áhugamál og skoðanir
féllu nokkuð saman.
—Hveinig stóð á þvi að tsland
er notað sem sögusvið I
framhaldsmyndinni Saga
sænskra oröa.?
—Jú, það var um það rætt að
tengja þyrfti saman gamalt og
nýtt i þessum þáttum, og setja
hefðbundið grin Hasse og Tage i
nýja umgjörö. Okkur þótti
tsland vel til fundið i þessu
skyni. Með þvi aö nota gamla
norræna málið, sem fólk i Svi-
þjóð veit að lifir hér enn góðu
lifi, á mjög frjálslegan hátt, og
isl. sviðsumgerð þóttumst við
geta náð þessum tilgangi. Það
má nefna að þýðingar á ýmsum
orðum islenskum i þættinum
eru mjög skritnar. T.d. er
snyrtiklefi þýtt á sænsku sem
barndomsminnen og skyr sem
toilet.
Hvernig var unnið að upptöku
á þáttunum?
Þeir voru teknir upp á mynd-
segulband i september i höll
Axels heitins Wennergrens i
Stokkhólmi. Þetta var allt-
saman frábærlega vel undirbúið
og unnu t.d. tveir sjónvarps-
flokkar að upptökunni. Meðan
annar flokkurinn var að undir-
búa atriði, var hinn að taka
annað upp. Unnið var frá
morgni til kvölds og sá 50
manna hópur, sem að upptök-
unni vann, lagði höllina bók-
staflega undir sig. Umfang
svona framhaldsmyndagerðar
er gifurlegt, það tók um ár aö
undirbúa hana, og kostnaðurinn
er eftir þvi.
Ætlar þú að halda áfram
samvinnunni við Hasse og
Tage?
Já, við erum meö margar
hugmyndir i kollinum, sem ef til
vill komast á framkvæmdastig
Sigmar og Hasse fyrfr framan nokkra dýrmæta safngrfpf.
seinna. Þeir félagar eru nú að
vinna aö reviu sem verður
frumsýnd eftir áramótin.
Að þvi loknu má búast við að
eitthvað taki aö gerast. Sú
húgmynd sem lengst er á veg
komin tengist einnig Islandi og
koist hún einhverntiman lengra
en i kollinn á okkur get ég lofað
þvi að útkoman mun koma
islendingum mjög á óvart.
—ekh.