Þjóðviljinn - 07.11.1975, Síða 7
Föstudagur 7. nóvember 1975. ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 7
Leikfélag Reykjavikur hefur
sent frá sér mótmæli gegn opin-
berum skrifum um væntanlegt
borgarleikhús, og talið þau van-
hugsun þeirra einstaklinga, sem
sömdu skrifin. (Mbl. 20.9.’75)
Ekki ber það vott um sterkan
málstað, að geta ekki tekið rétt-
mætum ásökunum, og rætt málin
án þess að verða sárreiður. ótti
LR, um að almenningur taki af-
stöðu á móti nýrri leikhúsbygg-
ingu, án þess að kynna sér málið,
rætist sfður, fari opinberar um-
ræður fram. Þær umræður sem
orðið hafa til að upplýsa gang
mála fyrir almenningi nú uppá
siðkastið, hafa einmitt sprottið af
greinum þeim, sem L.R tekur af-
stöðu til.
En vegna þess, að LR. skrifar,
að mikilvægt sé, að halda tengsl-
unum milli áhorfenda og lista-
mannanna, sem rikt hafi i Iðnó,
verður LR einnig að skiljast, að
tengsl eru alltaf gagnkvæm. Þau
liggja ekki bara i boðskap, sem
LRfærir almenningi, heldur einnig
i þvi sem almenningur hefur að
segja LR. Þau verða að miðla
skilningi i báðar áttir. Og sá er
lika tigangur fyrmefndra blaða-
greina, lika þessarar en ekki að
stunda áróður á móti Leikfélagi
Reykjavikur.
túlkunar. Eins og senan er teikn-
uð hæfir hún vel þeim leikstil, er
LR hefur mótað sér i gegnum ár-
in, en ekki til nýrra tilrauna.
Verkefnaval mun þvi liklega
verða ósköp svipað héðan i frá
sem hingað til.
4) Stærstí gallinn er eftir sem
áður sá, að Leikfélag Rvk. er
flutt upp i Kringlumýrina. Sýnir
það algjört skilningsleysi
Reykjavikurborgar á stöðu LR i
bæjarmyndinni. Samtimis viður-
kenna ráðamenn bæjarins að ekki
sé um flutning miðbæjar Reykja-
vikur upp i mýrina að ræða, i
þeim skilningi, heldur fyrst og
fremst nýtt geysistórt verslunar-
og skrifstofuhverfi. Leikfélag
Reykjavikur á sinn sess i hjarta
höfuðstaðarins, ekki i úthverfi,
hvaða nöfnum sem það kallast.
Það sýnir að LR er ekki i mikl-
um metum innan borgarstjórnar,
aðblikkbeljanskulifá góða haga i
norðurbakka Tjarnarinnar, á
meðan LR hefur i 20 ár reynt að
fá.lóð þar.
Einnig má nefna það, að fyrir
nokkrum árum stóð borginni til
boða að kaupa Iðnó. (LR leigir
húsnæðið mjög dýrt i dag), en
hafnaði þvi þá, á þeirri forsendu
að það væri of dýrt.
ENDURBYGGIÐ IÐNO
Hvað er það sem
gerir Iðnó og Leik-
félag Reykjavíkur
að leikfélagi
Reykjavíkur?
Hlutdræg lýsing
1) A tjörninni er stöðugt verið
að leika leikrit, sem áhorfendur
viöurkenna og taka þátt i að vissu
marki. Þar gerast sorgarleikir
jafnt sem gleðileikir, og áhorf-
endur á leið i Iðnó staldra við áð-
ur en þeir fara inn. Hver leiksýn-
ing I Iðnó hefur þannig sinn að-
draganda utanhúss. Leik-
stemmningin rikir löngu áður en
tjaldið er dregið frá.
2) Sjálft húsið er litið, og
þröngt er um hvern einstakling.
Vitneskjan um það gerir, að fólk
reynir að troða öðrum varlega
um tær og þó ekki sé nema þetta
er það hluti af andrúmsloftinu i
Iðnö. Umhverfið ber svip alþýðu-
leikhúss, en ekki hálfopinberrar
byggingar.
3) Fjarlægð öftustu raðar er
um 11 metrar frá senunni (laus-
lega lesið af mynd sem birtist i
Þjóðv. 3.9) Eftir þvi sem fjar-
lægðin minnkar komast orðin bet-
ur til skila og meira sést af smá-
atriðum leiksins. Leikandinn seg-
ir áhorfandanum sem nálægt sit-
ur meira, en þeim sem fjær er.
4) Mér vitanlega hefur LR
aldrei notað senuna i Iðnó öðru
visi en sem andsjársenu, þ.e. að
bakhlið leikaranna snúi sem mest
að tjöldunum og framhlið þeirra,
snúi sem mest að áhorfend-
um. Hreyfingar á senunni hafa
einskorðast að mestu við hreyf-
ingar frá hægri til vinstri og öf-
ugt. Leikararnir koma ekki það
langt fram, að þeir séu á meðal á-
horfenda, þannig að allar hliðar
þeirra verði að framhlið. LR hef-
ur ekki beitt sér fyrir tilrauna-
starfsemi að neinu ráði i upp-
færslum.
5) Verkefnaval LR hefur ein-
kennst af léttu skemmtiefni og
revium öðru fremur. Valið hefur
m.a. miðast við hæfi leikara
LR, andsjársenuna og fjárhags-
afkomu. Ekki heldur þar hefur
nýsköpun ráðið rikjum.
6) Helst litur út fyrir að LR sé
staðnað sem leikfélag, og hafi
týnt sinni köllun i brauðstritinu.
Breytingarnar koma innanfrá og
eitt sér hjálpar það LR litið að fá
nýtt og stórt hús til að leika i.
Hvernig verður
svo
í „nýjum miðbæ”?
1) Aðdragandinn við Leikhús-
heimsóknir verður allt annar.
Kringlubær mun ekki hafa annað
aðdráttarafllengi vel en bókasafn
og leikhús. Umhverfið verður
þrettán hæða skrifstofubygging,
búðargluggaútstillingar og bila-
stæði. Væntanlegur garður verð-
ur látinn sitja á hakanum og bila-
stæðahús einnig.
2) Munurinn á u.þ.b. 600 ferm,
stóru Iðnó i dag (auk leikmuna-
geröar) til fullteiknaðs 4.500 fer-
metra leikhúss i mýrinni segir sig
sjálfur. Svona stóra byggingu
verður að reka sem fyrirtæki, en
ekki leiksmiðju,( td. Fjölflutn-
ingsleikhúsið h.f., islenskun á
repetoair.) Nýbygging mun vera
vel fallin til að taka á mótji lista-
hátiðum og sennilega er stærðin
frekar miðuð við það en þarfir
LR. t raun fer LR ekki eins vel
útúr samstarfinu við borgina og
það á skilið, heldur ætti það að
nota þá peninga sem það hefur
safnað saman til húss sem hæfði
þvi betur.
3) Fjarlægð á milli öftustu
sætaraðar og senunnar verður
14 metrar (lesið af fyrr-
nefndri mynd) eða 3 metrum
meiri en i Iðnó. Senubygging er
teiknuð litillega bogamynduð,
þ.e. andsjársena, en m jög auðvelt
hefði verið að teygja hana lengra
út i salinn, (amfisena) sem hefur
þá kosti að stytta fjarlægðina á
milli leikanda og áhorfenda, auk
þess sem leikandi getur notað
jafnt fram-, sem afturhlið til leik-
Hlutdræg
niðurstaöa:
Sé borginni i raun og veru annt
um Leikfélag Reykjavikur, og
vilji styðja það, ætti hún að nota
forkaupsrétt sinn og kaupa allt
Iðnaðarmannahúsið við Tjörnina
og siðan að gefa LR það. LR hefði
þá frjálsar hendur um nýinnrétt-
ingu hússins og gæti komið við
nauðsynlegum breytingum. Auk
þess yrði borgin að láta LR eftir
lóð við Vonarstræti til nýrrar
hliðarsenu. Af nógum er að taka,
sé viljinn fyrir hendi.
LR yrði i staðinn að byggja á
tengslum sinum við almenning.
Starfrækja hugmyndbanka um
framtiðarsenuna og framtiðar-
leikhúsið og uppúr þeim umræð-
um, að efna til samkeppni um
lausn verkefnisins. Það eitt
tryggði LR bestu úrlausnina.
Hvernig verður starfsemi ný-
stofnaðs leikskóla háttað? Liggur
ekki beint við að samvinna sé
höfð um svo skyld verkefni sem
byggingu nýs leikhús og rekstur
leikskóla? Og er ekki skólaað-
staða i nýju leikhúsi besta trygg-
ingin fyrir nauðsynlegri nýsköp-
un?
Og eitt enn að lokum. Ég bið
engan um að vera mér algjörlega
sammála, og einhvers staðar gæti
leynst maðkur i mysunni, jafnvel
hér. Lesið allar fjölmiðlagreinar
með hæfilegri tortryggni, þá
munið þið komast nær kjarna
málsins.
Sigrún
Sigurðardóttir
sendir orð í
belg frá
Osló um
borgarleikhús
Verkalýös- og sjómannafélagið Bjarmi, Stokkseyri:
Hver undansláttartónn mun
álitinn veikleikamerki
Sl. sunnudag var almennur fé-
lagsfundur haldinn i verkalýðs-
og sjómannafélaginu Bjarma á
Stokkscyri, þar sem viðhorfin I
kjaramálunum voru til umræðu.
Að loknum umræðum var sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum
að segja upp, frá og mcð 1. jan.
nk. samningum félagsins við at-
vinnurekendur.
Þá var i lok fundarins sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum
eftirfarandi ályktun:
„Fundurinn hvetur fulltrúa að-
ildarfélaga Verkamannasam-
bands tslands á 7. þingi þess, sem
halda á i þessum mánuði til að
móta ákveðna og einarða stefnu I
kjaramálum verkafólks til
bættrar lifsafkomu þess.
Fundurinn litur svo á, að
Verkamannasambandið og Sjó-
mannasambandið verði i kom-
andi samningsgerð að hafa nán-
ari samvinnu; en var i siðustu
samningslotu um launakjör sjó-
manna og þess verkafólks, sem
að fiskverkun vinnur i landi og
tvimælalaust bar mjög skarðan
hlut frá borði miðað við áhættu
þá, erfiði og þýðingu þeirra
starfa, er þetta fólk vinnur fyrir
þjóðfélagið.
Rikisstjórnin hefur þegar lýst
yfir að launahækkanir til þessa
fólks komi ekki til greina. Ljóst er
þvi að verkalýðshreyfingin verð-
ur nú fremur en nokkru sinni fyrr
að halda vöku sinni. Við varð-
stöðu hennar bindur nú láglauna-
fólkið i landinu vonir sinar um að
ástand Viðreisnarstjórnar ár-
anna, með geigvænlegu atvinnu-
leysi, landflótta og enn stórfelld-
ari lifskjaraskerðingu láglauna-
fólks verði ekki að nýju hlutskipti
alþýðu þessa lands.
Verkalýðshreyfingin verður vel
að vera minnug þess, að allar
kjarabætur i gegnum árin hefur
hún orðið að knýja fram með
hörðum átökum við atvinnurek-
endavaldið i landinu. Allt hjal nú-
verandi rikisstjórnar um sam-
starfsvilja við vérkalýðssamtökin
er sviðsett i þeim tilgangi að
slæva baráttuhug verkafólks.
enda vitna öll verk núverandi rik-
isstjórnar sannarlega um annað
en samstarfsvilja við alþýðu
manna.
Hvern undansláttartón i verka-
lýðshreyfingunni mun rikis-
stjórnin og atvinnurekendur
skoða sem veikleikamerki sam-
takanna og herða þeim mun fast-
ár kverkatökin að hálsi þess fólks.
sem lifsbjörgina færir i þjóðarbú-
ið.”