Þjóðviljinn - 19.11.1975, Page 8

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. nóvember 1975. Danir hjálplegir Hafa gert allt sem þeir geta fyrir HSI, sem sendir landsliðið í æfingabúðir til Danmerkur 7. til 15. des. — Danir hafa verið okkur einstaklega hjálplegir og gert allt sem i þeirra valdi stendur til þess að vikudvöl islenska landsliðsins i æfingabúðum i Danmörku dagana 7. til 15. des. nk. megi takast sem best, sagði Axel Sigurðsson framkvæmdastjóri HSl er við ræddum við hann i gær. Axel sagði að danir hefðu boðið liðinu að dveljast i hinu glæsilega iþróttagistihúsi i Brunbyhallen og fengi iiðið þar að auki þessa nýju iþróttahöll til æfinga. Þá buðust þeir til að koma á 4ra liða móti, þar sem leika munu islenska og danska landsliðið auk tveggja sterkra félagsliða frá Á-Evrópu og þar að auki verður svo einn formlegur landsleikur milli fslands og Danmerkur. gegnum KSl og siðan hefur Alan Wade verið þeim til aðstoðar i Englandi. Nú hafa skagamenn ákveðið að augiýsa i ensku blöðunum eftir þjálfara og ætla að biðja George Kirby að vera sér til aðstoðar við þetta mál. Sagði Gunnar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar ÍA að þeir ætluðu að sjá til hvað kæmi útúr siikri aug- lýsingu áður en þeir leita viðar fyrir sér, svo sem i Þýskalandi eða Tékkóslóvakiu en skagamenn hafa áhuga á þjálfara þaðan. takist þeim ekki að ná i góðan enskan þjálfara. —S.dór Skagamenn auglýsa eft i r þjálfara í Englandi Þegar islensku knatt- spyrnuiiðin hafa ráðið sér enska þjálfara hefur sú ráðning vanalega farið i betta stifa æfingaprógram islenska liðsins verður lokaundir- búningur þess fyrir leikinn við júgóslava i undankeppni ÓL 18. des. hér heima, en liðið mun æfa mjög stift allt frá 1. til 18. des. og sagði Axel að allt yrði gert til að undirbúa það sem best fyrir leikinn og að betur yrði sennilega ekki hægt að gera en gert verður fyrir liðið.—S.dór Ofarlega á baugi að taka upp greiðslur til knattsp.manna sagði Gunnar Sigurðsson form. knattspyrnu- deildar ÍA— veltan hjá ÍA var um 12 miljónir á þessu ári eða helmingi meiri en í fyrra fengum við meö snikjum allskonar auk þess sem við höl'um fengið fjárstyrki frá skagstrendingum, og hinum og þessum aðilum og án þcssara tryggu stuðningsmanna gæti þetta ekki gengið lijá okkur. — Kostnaðurinn við báða Evrópuleikina varð um 6 miljónir, en þar vorum við eins óheppnir og hægt var að hugsa sér, þurftum i bæði skiptin að ferðast cins langt og hægt var i keppninni. Við hefðum stór- grætt á þátttöku okkar i EB ef við hefðum ekki þurft að fara nema til Skotiands, Englands, Þýskalands eða Norðurland- anna. — Ég er ansi hræddur um að hvergi utan iþróttahreyfingar- innar fengjust menn til að stjórna eða taka þátt i starfi fyrirtækis sem veltir 12 iniijónum, eins og verið hefur hjá okkur, án þess að taka laun fyrir, sagði Gunnar að lokum. — S.dór — Það liggur i augum uppi að það er ekki hægt að bjóða mönnum slikt úthald i knattspyrnunni sem var hjá okkur i ár án þess að þeir fái eitthvað i aðra hönd. Þegar svo bætist ofan á landsliðs- ferðir, þá eru menn orðnir frá vinnu i hátt í 2 mánuði á ári og þess vegna er vissulega ofarlega á baugi hjá okkur að athuga hvort ekki er hægt að greiða leikmönnum okkar vinnutap að einhverju leyti. Ég veit að það verður mjög erfitt, en það verður að athuga málið ofan i kjölinn, sagði Gunnar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar ÍA er við ræddum við hann og spurðum hann um hvernig fjárhagsútkoman hefði verið hjá íA i sumar eftir tvær umferðir i EB. — Það er ekki endanlega búið aö gera upp reikingana, en þó er Ijóst að veltan hjá knattspyrnu- deild 1A er um 12 miljónir kr, en hún var um (i miljónir f fyrra. Ég get heldur ekki sagt um hvort hagnaður verður hjá okkur, en þó hygg ég að einhver afgangur verði, en hann er litill. — Við fengum 1700 þúsund útúr deildarkeppninni, 600 þúsund útúr bikarkeppninni, 2,3 miljónir kr. fengum við inná leikinn við Omonla og 1800 þúsund við Dynamo. Hinn helminginn, eða nær 6 miljónir Hansi Schmidt, stórskytta Gummersbach-liðsins. „Seljum okkur dýrt” sagði Karl Benediktsson þjálfari Víkings um leikinn við Gummersbach sem fram fer á laugardaginn — Því einu get ég lofað um þennan leik að við munum selja okkur dýrt, já við munum berjast með öllum tiltækum ráðum. Þeireru frægir fyrir hörku og við ætlum okkur að sýna þeim að við getum barist lika, sagði Karl Benedikts- son þjálfari Víkings á blm.fundi í gær, en þar sögðu Víkingar frá leik Víkings og Gummmers- bach í Evrópukeppni meistaraliöa sem fram fer í Laugardalshöllinni nk. laugardag. Geysilegurférðakostnaður ÍBV í 2.deild „Auðvitað öflum við peninga eins og til þarf” segja eyjamenn og leggjast gegn riðlaskiptingunni sem talað hefur verið um til að minnka kostnaðinn Ljóst er að ferðakostnaðurinn i 2. deild verður á næsta sumri mciri en nokkru sinni fyrr. Ný lið taka þar þátt, fjögur að norðan, eitt frá isafirði, eitt frá Seifossi, og tvö af Reykjavíkursvæðinu. Siðan eru vestm annaeyingar níunda liðið og öli þessi ferðalög lenda mest á þeim. Við höfðum samband við Hermann Kr. Jónsson, formann knattspy rnudeildar ÍBV og spurðum hann hvernig þeir hrein- lega ætluðu að fara að þessu. Fórust honum svo orð: — Jú, vissulega litur þetta skuggalega út, ferðalögin eru gifurleg. Við munum væntanlega reyna að sameina þessar ferðir eitthvað, fara t.d. tvær ferðir norður i stað fjögurra og afgreiða þá tvö lið i hvorri ferð. Svo þarf vitanlega að fara vestur á Isa- fjörð og viðar. Auðvitað mun allt starfið ganga út á það að afla þeirra peninga sem til þarf, við höfum alltaf átt við erfiðan ferða- kostnað að striða og það er alveg vist, að við kljúfum þetta ein- hvernveginn. Ef við ætlum okkur að taka þátt i keppninni verðum við vitanlega að afla nauð- synlegra peninga og við gerum það hvað sem tautar og raular. — Fáið þið vestmannaeyinga á völlinn næsta sumar? — Það er enginn vafi á þvi að þeir munu mæta hér á heima- leikina. Við höfum fengið einstakan stuðning héðan og ég er ekki vitundarögn hræddur um að Framhald á bls. 10 Drætti í happdrætti HSÍ frestað 15. nóvember sl. átti aö draga i happdrætti IISÍ, en vegna þcss að skil á miðum hafa ekki verið gerð utan af landi, hcfur drætti verið frestað til sunnudagsins 22. nóv. nk. og verður drcgið strax að loknum aukaleik v-þýsku meist- aranna Gummersbach og þcss liðs scm Vikingur velur til að leika við þá, cn það hefur enn ekki vcrið ákveðið hvaða lið það verður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.