Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.11.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. nóvcmber 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 NÝJAR BÆKUR Hljóðfrœði eftir Arna Böðvarsson Út er komin hjá isafoldarprent- smiðju h.f. Hljóðfræði eftir Arna Böðvarsson, prentuð sem hand- rit. Segir i formála að um skeið hafi verið nokkur eftirspurn eftir almennri hljóðfræði á islensku, en kennslubók Arna Böðvarssonar um þetta efni, sem kom út 1953, er löngu uppseld og raunar úrelt orðin. Þessi bók er þvi ný bók að öllu leyti, enda margar nýjungar komið fram i fræðigreininni sið- an. Bókin skiptist i eftirfarandi aðalkafla: Inngang, Hljóðeðlis- fræði, Talfæri, Hljóðform, Hreimræna þætti, Hljóðunga- fræði, Hljóðtengslafræði og Hljóðbreytingar. t bókinni eru mörg linurit og skýringamyndir, og ennfremur skrá yfir rit um al- menna og islenska nútimahljóð- fræði. Setningu, prentun og bók- band annaðist Isafoldarprent- smiðja h.f. Bókin er 132 bls. Bréf til Stephans G. — III. bindi Frá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins er komið út þriðja bindið af úrvali úr bréfum til Stephans G. Stephans- sonar. Bréfin eru frá Theodóru Thoroddsen, Jakobinu Johnson. Sigriði G. Brandsson, Jóni Jóns- syni frá Sleðbrjót, Guttormi J. Guttormssyni, Baldri Sveinssyni, Sigfúsi Blöndal, Guðmundi Finn- bogasyni og Sigurði Guðmunds- syni. Finnbogi Guðmundsson annaðist útgáfuna og ritar við hana formála. Bókinni fylgja skýringar og nafnaskrá. Hún er 218 bls., prentuð i Alþýðuprent- smiðjunni h.f. Þetta bindi er hið siðasta, sem út kemur i þessari útgáfu af úrvali úr bréfum til Stephans G Stephanssonar. Stjörnuskip Kristmanns Ný skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson er komin út hjá Al- menna bókafélaginu. Nefnist hún Stjörnuskipið, — geimferðasaga og telst til þeirrar tegundar bók- mennta sem nefnd hefur verið visindaskáldskapur — science fiction. Kristmann er eini islenski höfundurinn sem fengist hefur við þessa tegund bókmennta og er þetta þriðja bók hans i þessári grein. Aðalsöguhetjan er islensk- ur stjörnufræðingur, en leiðangursmenn á ferðalaginu um furðuveröld stjarnanna eru frá ýmsum stjörnum og margvislegir að gerð og útliti. Bókin lýsir mikilli þekkingu á stjörnufræði. Stjörnuskipið er 155 bls. að stærð. Á jörðu hér A jörðu hér nefnist bók eftir Olaf Tryggvason, sem komin er út hjá Skuggsjá. Þetta er sjöunda og siðasta bók Olafs Tryggvason- ar. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 27. febrúar 1975. Kristján Frá Djúpalæk minnist vinar sins i formála bókarinnar. Olafur fjallar eins og i fyrri bókum sinum um dulræna reynslu sina og huglækningar. auk þess sem hann reifar lifs- skoðanir sinar og minnist atburða á lifsleiðinni. Bókin er 216 siður. prentuð hjá Skuggsjá og bundin af Bókbindaranum. Launhelgar lokuð félög úaunhelgar og lokuð félög heit- ir bók sem Prentsmiðjan Leiftur h.f. hefur nýlega sent frá sér. Höfundur er Efraim Briem, dr. theol, og phil. og prófessor þýddi úr frummálinu, sænsku. Höfund- urinn var prófessor i trúar- bragðafræðum við háskólann i Lundi. 1 texta á kápu segir að i bókinni sé „grein fyrir einum at- hyglisverðasta þætti i þróun trúarbragða mannkyns: þeirri viðleitni, að þroska menn til sam- félags og jafnvel sameiningar við guðdóminn innan meira eða minna lokaðra samfélaga, og þeim helgiathöfnum, sem þar hafa verið um hönd hafðar, eftir þvi sem vitað verður um þær at- hafnir, sem almenningi hefur aldrei verið gert uppskátt um.” Bókin er 493 bls. og skiptist i þessa meginkafla: Inngang, Launhelgar frumstæðra þjóða, Launhelgar Austurlandabúa hinna fornu og annarra forn- þjóða, Helleniskar launhelgar og Kristin leynifélög. I siðastnefnda aðalkaflanum er meðal annars sérstakur kafli um P’rimúrara- regluna. Þá er i bókinni skrá yfir tilvitnanir i rit, viðbætir úr félagsreglum Qumran-búa og eft- irmáli. Bókin er prentuð i Prent- smiðjunni Leiftri h.f. dþ. Minos Argyrakis beitir stundum „bcrnskum” — „naiv” — stíl Ekkert fær bugað þann sem á sér von og sannfæringu, virðist þegar hann túlkar hugarheim fangelsanna, sem grískir þessi teikning Argyrakis segja okkur. andstöðumenn þckktu niður i kjölinn. Ný bók með þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á Ijóðum fimm grískra nútímaskálda Naktir stóðum við Naktir stóðum við heitir bók með þýðingum Sigurðar A. Magnússonar á Ijóðum fimm griskra nútimaskálda. þeirra. Hafnarprent prentaði bókina. Þjóðviljinn birtir hér eitt ljóð- anna úr bókinni Naktir stóðum við i þýðingu Sigurðar A. Magnússonar: Bókaútgáfan Iðunn hefur ný- verið sent þessa bók á bóka- markaðinn og er hún hin athyglis- verðasta. Ekki sist fyrir það, að þótt um einfalda prentun sé að ræða er hún hið smekklegasta úr garði gerð. Grisku nútimaskáldin sem Sigurður þýöir ljóð eftir eru: Giorgis Seferis, Nikos Gatsos, Jannis Ritsos, Kostis Papakongos og Kostas Kindynis. Alls eru i bókinni 16 ljóð og ljóðabálkar. Bókin er einnig prýdd jafnmörg- um myndum eftir griska teiknar- ann Minos Argyrakis. Þá á Al- brecht Durer, eina mynd, Riddarann og dauðann, i bókinni. Sigurður A. Magnússon ritar formála að þýðingunum og grein- ir þar frá úr hvaða jarðvegi skáldskapur grikkjanna fimm er sprottinn og greinir frá ævi Jannis Ritsos: LÖNG VAR LEIÐIN HINGAÐ. Löng var leiðin hingað, bróðir, óralöng. Handjárn gerðu hendurnar þungar. Þegar kvöldsett vai -----og lampakrilið hristi hausinn einsog vildi það segja ,,nú er framorðið”- lásum við i mannkynssögunni: fáein smágerð nöfn, timatöflur krotaðar með fingurnöglum á fangelsismúra, barnslegar teikningar dauðamanna -----hjarta, bogi, skip sem klýfur timann ófullgerð vers sem við áttum að ljúka eða fullgerð vers sent þurftu ekki hjálp. Löng var leiðili hingað og þungfær. Nú er hún þin, þessi leiö. Þú heldur um hana einsog þú hcldur um úlnlið vinar meðan þú tekur á lifæð hans yfir þessu öri sent handjárn ristu. Reglubundinn æðasláttur. Styrk hönd. Örugg leið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.