Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 1
Ekkert
Samninganefndir ASl og VI
komu saman til fundar undir
leiðsögn sáttasemjara rikisins i
gær og sátu saman i um það bil
tvo klukkutima. Ekkcrt nýtt
kom fram á þeim fundi, en ann-
ar fundur hefur verið boðaður á
fimmtudag.
Á fundinum i gær lýstu at-
vinnurekendur þvi yfir, að þeir
treystu sér ekki til þess að
leggja fram álit sitt á kjara-
málaályktun ASl, en báðu um
frest til þess fram á fimmtudag.
—úþ
Málflutningiir bretans fyrir öryggisráðinu í gærkveldi:
Haa g-dóms t óllinn
var hálmstráið
islenska kæran vegna at-
burðanna fyrir mynni
Seyðisf jarðar, þegar
breskir ofbeldismenn
stefndu islenskum fiski-
mönnum í stórháska var
tekin fyrir á fundi öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna
í gærkvöld. Sigurður Blön-
dal, fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, í fastanefnd is-
lands hjá Sameinuðu þjóð-
unum, sagði Þjóðviljanum
i gærkvöld að óvíst væri
hvert framhald málsins
yrði fyrir öryggisráðinu,
en málsaðilar hefðu nú
lagt fram greinargerðir
sinar á 45 mínútna fundi.
Ingi Ingvarsson, ambassador
tslands hjá Sameinuðu þjóðunum
gerði grein fyrir málavöxtum af
hálfu íslands. En siðan talaði full-
trúi breta i öryggisráðinu, Ivar
Richard, en hann er formaður
ráðsins nú. Hafði hann áður vikið
úr formannssæti að eigin úrskurði
fyrir fulltrúa Kamerúns. 1 ræðu
sinni sneri breski sendiherrann
atburðunum fyrir mynni Seyðis-
fjarðar algerlega við: Hélt hann
þvi fram að varðskipið Þór hefði
ógnað bresku skipunum og hefði
aðeins orðið þarna óhjákvæmi-
legur árekstur vegna háttalags
varðskipsins Þórs.
Breski sendiherrann vitnaði i
ræðu sinni til Haagdómstólsins:
þar hefði sjálfur alþjóðadómstóll-
inn dæmt bretum ákveðinn rétt og
ákveðinn afla. Þá sagði hann að
islendingar hefðu eytt sildar-
stofnunum, og siðar snúið sild-
veiðiflota sinum til þorskveiða.
Lagði hann enn áherslu á að bret-
ar ættu hefðbundinn rétt á miðun-
um við tsland þó að islendingar
ættu vissulega forgangsrétt. Loks
kvað sendiherrann breta reiðu-
búna til samningaviðræðna við is-
lendinga ef hætt yrði að áreita
togarana við veiðar innan 200
milna: myndu bretar þá draga
herskip sin og hjálparskip út úr
islensku landhelginni.
Er umræðum lauk fyrir raoinu i
gærkvöld — en þvi var skotið inn
á milli umræðna um Timor-mál-
in — var meðferð þess
frestað. Mun ráðið nú næstu
daga taka ákvörðun um frekari
meðferð þess. Ekki vildi Sigurður
Blöndal spá neinu um niðurstöð-
Fjárhagsáœtlun Rvikur ekki
samþykkt fyrr
en eftir áramót
Borgarráð hefur samþykkt að
fara þess á leit viö félagsmála-
ráðuneytið að fá að fresta end-
anlcgri gerð fjárhagsáætlunar
fyrir borgina fram yfir áramót.
Er þessi beiðni tilkomin vegna
seinagangs fjármálaráðherra
og rikisstjórnar við lagasmið,
en eins bg alkunna er ætlar
rikisstjórnin að gera nokkrar
breytingar á verkaskiptingu
rikis og bæja og þar með tekju-
skiptingu milli þessara aðila.
Vanalega hefur fjárhagsáætl-
un verið samþykkt fyrir ára-
mót, enda svo kveðið á um i lög-
um.
Vegna þessara vandræða
samþykkti borgarráð að heim-
ila borgarstjóra að ávisa úr
borgarsjóði fé til greiðslna á
lögbundnum samningsbundnum
og öðrum óhjákvæmilegum út-
gjöldum, þar til samþykkt fjár-
hagsáætlun liggur fyrir.
—úþ
í gær voru undirritaöir samningar milli rithöfunda og bókaútgefenda
um laun rithöfunda. Er þetta I fyrsta sinn sem sllkur samningur er
gerður hér á landi. Sjá 3. siðu.
GROÐAFELOGIN
Þessi eftirlætisbörn ríkis-
stjórnarinnar sleppa
2. umræða fjárlaga fór fram á
alþingi I gær. Jón Árnason, for-
inaður fjarveitinganefndar mælti
fyrir nefndaráliti meirihlutans og
brcytingartillögum, sem nefndin i
heild stcndur að. Er þar gert ráð
fyrir rúmlega 100 miljón kr. út-
gjaldaauka miðað við frumvarp-
ið. Næstir töluðu stjórnarand-
stæðingar i f járveitingarnefnd,
þeir Geir Gunnarsson, Jón Ar-
mann Héðinsson og Karvel
Pálmason. Hófust siðan almenn-
ar umræöur, og var kvöldfundur
boðaður klukkan niu i gærkvöld.
í ræðu sinni sagði Geir Gunn-
arsson, um hið nýja frumvarp
ríkisstjórnarinnar um 10% út-
svarshækkun og 500 miljóna álög-
ur á sjúklinga:
„Þetta frumvarp er nokkuð
eðlilegt framhald af þeirri á-
kvörðun rikisstjórnarinnar, sem
felst i fjárlagafrumvarpinu um að
Sjá kafla úr rœðu
Geirs Gunnarssonar við 2. umrœðu
fjárlaga á siðu 6
spara rikinu útgjöld með þvi ð
hækka stórlega verð á landbúnað-
arvörum, þeim vörum, sem
mestu skipta lifeyrisþega og
barafjölskyldur, og aðra þá, sem
eyða mestum hluta tekna sinna i
brýnustu matvörur.
Nú telur rikisstjórnin sig þurfa
að auka enn skattheimtu af þegn-
unum i þjóðfélaginu, og hún velur
ekki það ráð, að auka skattheimt-
una með hækkun áfengisverðs,
eða með hækkun verðs á ein-
hverjum þeim vörum, sem teljast
ekki til brýnustu neysluvara, og
hún velur ekki það ráð, að leggja
sérstakan skatt á hátekjufólk.
Nei, rikisstjórnin leggur 480
miljóna kr. útgjaldaauka á þá
eina, sem þurfa að kaupa lyf eða
leita læknis. Þessa aðila telur hún
að sjálfsögðu eftirsóknarverðari
skattgreiðendur en þau hundruð
fyrirtækja, sem greiða engan eyri
i tekjuskatt, þótt þau velti þús-
undum miljóna.
I öðru lagi leggur rikisstjórnin
um 1200 miljón kr. nýjan skatt á
►alla útsvarsgreiðendur með sér-
stöku álagi á gjaldstofn útsvara.
Með þessari aðferð tryggir hún,
að einungis einstaklingar greiða
þennan skatt, og þar með er ör-
uggt að eftirlætisbörn rikisstjórn-
arflokkanna, gróðafélögin, sem
engan tekjuskatt borga, þurfa
ekki að hafa áhyggjur af þessum
skatti heldur, þar sem fyrirtæki
greiða ekki útsvör, samkvæmt
skattalögum.
En klókindin eru ennþá meiri.
Rikissjóður vill ekki koma nærri
þessari 'skattheimtu, með þvi
móti er hægt að lækka fjárlaga-
tölur, sem þessari upphæð nemur
i útgjöldum almannatrygginga!
Þess vegna er sveitarfélögunum
gert að innheimta þessa upphæð
og skila henni inn i trygginga-
kerfið. Það á eftir að koma i ljós,
hvort sveitarfélögin telja þessar
fyrirætlanir rikisstjórnarinnar,
sem nú á að knýja fram á nokkr-
um dögum, vera efndir á fyrirætl-
unum hennar úm aukið fjárhags-
legt sjálfstæði þeirra og breyting-
ar á verkaskiptingu i þágu sveit-
arfélaganna.
una, en bent hefði verið á að i slik-
um málum teldu margir að
öryggisráðið myndi visa málinu
til alþjóðadómstólsins i Haag.
Sigurður Blöndal sagði að all-
margir hefðu fylgst með umræð-
unum i öryggisráðinu, en málið
hefði satt best að segja ekki vakið
verulega athygli. Myndi sendi-
nefnd Islands hjá Sameinuðu
þjóðunum halda blaðamannafund
i dag, miðvikudag, og þá gera
grein fyrir afstöðu sinni til ým-
issa ummæla bretans fyrir
öryggisráðinu i gærdag.
Fleirien 167
fjölskyldur
utan Vallar
A bæjarstjórnarfundi suður i
Keflavik á dögunum kom fram
vafi á talnaspeki hermálaráð-
gjafa utanrikisráðuneytisins,
Páls Asgeirs Tryggvasonar, en
hann telur einvörðungu 167 fjöl-
skyldur amerikana i Keflavikur-
bæ, samkvæmt upplýsingum sem
utanrikisráðherra las á alþingi
fyrr i vetur.
Urðu nokkrar umræður um
þessa talnaspeki ráðgjafans, og
varð úr, að talið var vænlegt til
þess að fá botn i málið, að starfs-
mönnum bæjarins yrði falið að
gera talningu á fjölda kana i
byggðinni.
Þessari talningu mun ekki lokið
enn sem komið er. —úþ
300 þús. til
40 höfunda
í viðbótar-
ritlaun
Sjá lista yfir
höfundana á
síðu 16
Þrírmenn í
gœsluvarð-
hald vegna
smygknálsins
1 fyrrakvöld var einn maður
til viðbótar öðrum tveimur úr-
skurðaður i gæsluvarðhald
vegna smyglmálsins sem ver-
ið hefur i fréttum.
Sitrónbill var tekinn til
skoöunar af lögreglunni og
tollvörðum og fannst i honum
verulegt magn af hassi, um 3
kg. auk annars efnis, sem enn
hefur ekki verið efnagreint en
vonast er eftir niðurstöðum á
morgun.
Ekki hafði i gær verið tekin
ákvörðun um frekari rann-
sókn bilsins, sem smygliö
fannst i. Giskað hefur verið á
að verðmæti þess efnis, sem
þegar hefur fundist sé um sjö
miljónir króna. —gsp