Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miðvikudagur 17. desember 1975. Nú er aö duga eða drepast annað kvöld Degar íslenska landsliðið í nandknattleik leikur gegn því júgóslavneska í undankeppni Olympíuleikanna Leikurinn sem allur undirbúningur landsliðsins i handknattleik i haust hefur miðast við og augu allra handknattleiksunnenda mæna á fer fram i Laugar- dalshöllinni annað kvöld, leikur íslands og Júgó- slaviu i undankeppni ólympiuleikanna. Þetta verð- ur þungur róður fyrir islenska landsliðið og vönirn- ar um að komast i lokakeppni ÓL hverfandi. Bæði er að undirbúningur liðsins i haust hefur verið ónóg- ur, liðið að flestra áliti ekki rétt vaiið og svo það sem erfiðast verður, að leika gegn Júgóslövunum siðari leikinn ytra i byrjun næst árs, þótt svo ótrú- lega vildi til að við sigruðum annað kvöld. Og þegar við tölum um að sigra júgóslava, þá má geta þess að þeir hafa undirbúið sig i heilt ár fyrir þessa undan- keppni, þeir eru ólympiumeistarar og ætla sér að verja þann titil. Á sama tima hefur islenska liðið ekki undirbúið sig nema i 2 til 3 vikur svo einhverju nemi. Leikurinn annab kvöld hefst kl. 20.30 i Laugardalshöllinni. For- sala aðgöngumiöa hefst i happ- drættisbil HSl i Austurstræti I dag kl. 12 og verða miðar seldir þar tii kl. 18 og alveg eins verður það á fimmtudag. Á blaðamannafundi hjá HSl i gær lögðu blaðamenn margar spurningar fyrir landsliðsþjálfar- ann Viðar Simonarson svo og for- ráðamenn HSÍ. Þar kom fram, að þeir virðast harla ánægðir með Danmerkurförina og æfingar og leiki landsliðsins þar. — Ég er að visu ekki mjög bjartsýnn fyrir leikinn annað kvöld sagði Viöar, en ég tel aö þessi dvöl i Danmörku hafi gert liðinu mikið gagn. Sagöi Viðar að þar hefði margt nýtt verið æft og reynt með góðum árangri og sumir leikkaflar liösins verið frá- bærir. Vonandi nær landsliðið sinu besta annaö kvöld og það er aldrei að vita hvað gerist fái það nægan stuðning frá áhorfendum. —S.dór íslenska tslenska landsiiðiö sem mætir júgóslövum annað kvöld veröur þannig skipað: liðið Árni Indriðason Gróttu Stefán Gunnarsson Val Gunnar Einarsson Göppingen Jón Karlsson Val Jón Karlsson hefur komið manna best úr leikjum Islenska Iandsliðsins I nýafstaöinni Danmerkurför og við hann eru miklar vonir bundnar ann- að kvöld. Júgóslavar leika tvo aukaleiki Júgóslavneska landsliðið i handknattleik mun að öllum lik- indum leika þrjá leiki hér á landi að þessu sinni. Þar skal fyrst telja landsleikinn annað kvöld, sem er liður i undankeppni ÓL. Siðan mun það leika annan landsleik á taugardag og það býðst til að leika 3ja leikinn hér nk. mánu- dagskvöld og hefur blaðamönn- um verið boðið að veija lið gegn þeim þá, cn engin ákvörðun hefur verið tekin i þvl máli ennþá. Drætti frestað í happdrætti BSÍ Drætti i happdrætti Blaksam- bands Islands hefur verið frest- aði til 5. janúar nk. af óviðráðan- legum ástæðum. Tennis- leikarar ársins Bandariska tennisritið hefur valið þau Marinu Navratilovu frá Tékkóslóvakiu og Vitas Gerulaitis tennisleikara ársins 1975. Navratilova er 19 ára gömul og talin I sérflokki kvenna i tennis um þessar mundir, en Gerulaitis er aftur á móti minna þekktur. Hann er 21 árs og sigraði i tviliöa- leik ásamt Dandy Mayer á HM i tennis á þessu ári. Ólafur Benediktsson Val Guöjón Erlendsson Fram Ólafur H. Jónsson Dankersen Axel Axelsson Dankersen Ingimar Haraldsson Haukum Björgvin Björgvinsson Vikingi Viggó Sigurðsson Víkingi Páll Björgvinsson Vikingi Ólafur Einarsson Donstorf Sigurbergur Sigsteinss. Fram Friðrik Friðriksson Þrótti Fyrsta stórmótið i knattspyrnu í USA — verður háð í vor með þátttöku USA-Ítalíu-Brasilíu og Englands USA, Ítalíu, Brasilíu og Englands Bandarikjámenn láta nú æ meira að sér kveða i knattspyrn- unni, og má trúlegt telja, aö þeim hafi nú loks tekist að láta knatt- spyrnuiþróttina festa rætur þar vestra eftir margar tilraunir. Til marks um það hve áhuginn fyrir knattspyrnu hefur aukist þar vestra er, að I vor, nánar tiltekiö dagana 23. til 31 mai, fer fram i Bandarikjunum fjögurra landa keppni i knattspyrnu, og það eru ekki nein smálið sem taka þátt I henni: Brasilia, England, ítalia og svo gestgjafarnir, bandarikja- menn. Þetta er i fyrsta sinn sem slikt knattspyrnumót landsliða fer fram i USA. Margir munu eflaust ætla að bandarikjamenn hafi litið að gera i slika keppni, en þvi fer fjarri. Ekki ófrægari knatt- spyrnumenn en Pele, Eusebio, Jimmy Johnstone frá Skotlandi og Steven David frá Trinidad, leika með bandariskum liðum og munu leika með bandariska úrvalsliðinu sem þarna tekur þátt. Unnusinnfyrsta meistaratitil á 20 ára ferli Keppnin I 1. fl. I handknattleik hefur aldrei þótt mikið fréttaefni og þá siður I Reykjavikurmóti en islandsmóti. Ástæðan er eflaust sú, að 1. fl. hefur vanalega verið flokkur þeirra sem hafa gaman af að leika sér i iþróttinni, entakahana ekki mjög alvarlega. Hafa þeir sem hætt hafa keppni I mfl. gjarnan tekið þátt i 1. fl. eitt eða tvö ár eftir að þeir hætta i mfl. Nú nýlega lauk keppni 11. fl. Reykjavlkurmótsins I handknattleik með sigri iR og þelta væri ekki i frásögur færandi, ef það skemmti- lega hefði ekki gerst þarna, aö tveir af kunnari handknattleiks- mönnum okkar, þeir Þórarinn Tyrfingsson og Vilhjálmur Sigur- geirsson unnu þarna sinn fyrsta meistaratitil á 20 ára ferli slnum sem handknattleiksmenn. Þeir hafa að vlsu báðir tekiö þátt I þvl með mfl. ÍR að vinna 2. deildar keppnina, en þaö heitir ekki að vinna meistaratitil. En Reykjavlkur- eða islandsmeistarar hafa þessir fyrrum snjöllu handknattleiksmenn aldrei oröið fyrr en nú, að Reykjavlkurmeistaratitillinn féll þeim i skaut. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.