Þjóðviljinn - 17.12.1975, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 17.12.1975, Qupperneq 16
DJOÐVIUINN 40 hlutu viðbótarritlaun Miövikudagur 17. desember 1975. Enn eitt banaslys í umferðinni Banaslys varð á veginum milli Hnifsdals og Isafjarðar i gær.Þórarinn Leópold Jensson til heimilis á Hmfsdal lést, er bifreið i framúrakstri ók á manninn, sem var á gangi ut- an vegar. Þórarinn heitinn var 61 árs er hann lést. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkom- ið barn. Jarð- skjálftar i Grímsey Jarðskjálftar fundust i Grimsey i gærmorgun og i fyrrinótt. Voru kippirnir allt upp i 4,8 stig á Richterkvarða. Kippirnir voru þvi mjög greinilegir á eynni, en engar skemmdir urðu á mannvirkj- um af neinu tagi. Kröfur ródesískra blökku manna í athugun SALISBURY 16/12 — Joshua Nkomo, leiðtogi ródesiskra blökkumanna, og Ian Smith, forsætisráðherra Ródesiu, hafa orðið sammála um að formleg athugun fari fram á kröfum blökkumanna um að völdin i landinu verði afhent þeim fljótlega. Nefndir full- trúa frá báðum aðilum munu fjalla um málið á næstu vik- um, og er búist við að þær muni starfa fram á næsta ár. Um sex miljónir blökkumanna en aðeins rúmlega 270.000 hvitir menn búa i Ródesiu. Kissinger hvetur til verðlækk- unar á olíu PARÍS 16/12 — Ráðstefna 27 iðnrikja, oliuframleiðslurikja og þróunarlanda um orku og hráefni hófst i Paris i dag. Meðal þeirra fyrstu, sem á- varpaði ráðstefnuna, var Henry Kissinger, utanrikis- ráöherra Bandarikjanna og hvatti hann til þess að heims- markaðsverð á oliu væri lækk- að. Ræða Kissingers var hóf- samari en búist hafði verið við, en Bandarikin hafa áður gefið i skyn að þau kynnu að beita þau þróunarlönd efna- hagslegum refsiaðgerðum, sem tækju afstöðu með oliu- framleiðslurikjum i orkuverð- lagsmálum. Uthlutunarnefnd viðbótarrit- launa hefur lokið störfum og út- hlutað viðbótarritlaunum til 40 höfunda, 300 þúsundum til hvers þeirra eða samtals 12 miljónum króna. Þetta er i þriðja og siðasta ' sinn sem viðbótarritlaunumer út- hlutað i þessu formi. Reglurnar um viðbótarritlaunin eru nú i endurskoðun og eru uppi ýms sjónarmið um hvernig þær eiga að vera. Fyrir þremur árum þeg- ar umræður um söluskatt á bók- um stóðu sem hæst ákvað alþingi að veita upphæð á fjárlögum til ritlauna, sem þá svöruðu sem næst til tekna af söluskatti bóka. Viðbótarritlaunin sem nú hafa verið ákveðin miðast við ritverk útgefin á árinu 1974. í nefndinni, sem úthlutaði þeim að þessu sinni áttu sæti, Bergljót Kristjánsdótt- ir, B.A. og Bergur Guðnason, lög- fræðingur, tilnefnd af Rithöf- undasambandi Islands, og Sveinn Skorri Höskuldsson, tilnefndur af kennurum i islenskum bókmennt- um við Háskóla Islands, og var hann jafnframt formaður nefnd- arinnar. Hér fer á eftir listi yfir nöfn þeirra höfunda, sem úthlutað var viðbótarritlaunum i ár: Agnar Þórðarson, Asa Sólveig Þorsteinsdóttir, Ástgeir Ólafsson (Asi i Bæ), Bergsveinn Skiúla- son, Birgir Sigurðsson, Dagur Sigurðarson, Einar Laxness, Ein- ar Bragi Sigurðsson, Erlingur E. Halldórsson, Guðbergur Bergs- son, Halldór Laxness. Heimir Þorleifsson, Helgi Skúli Kjart- ansson, Hjörleifur Guttormsson, Hrafn Gunnlaugsson, Indriði Úlfsson, Ingimar Erl. Sigurðsson, Jakobina Sigurðardóttir, Jón Gislason, skólastjóri úthlið 5, Jón Guðnason, Jökull Jakobsson, Kristmann Guðmundsson, Krist- mundur Bjarnason, Matthias Johannessen, Oddur Bjömsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Sigurður A. Magnússon, Steinar Sigurjóns- son, Steingerður Guðmundsdótt- ir, Thor Vilhjálmsson, Unnur Eiriksdóttir, Olfar Þormóðsson. Vésteinn Lúðviksson, Þorgeir Þorgeirsson, Þorsteinn Antons- son, Þorsteinn frá Hamri Jóns- son, Þorsteinn Matthiasson, Þórarinn Eldjárn, Þorleifur Bjarnason, Þráinn Bertelsson. ANGQLA: Suðurafrískir her- menn handteknir LUNDTJNUM, WASHINGTON 16/12 — Fjórir striðsfangar, sem her MPLA i Angólu hefur hand- tekið, játuðu i dag frammi fyrir blaðamönnum i Luanda, höfuð- borg landsins, að þeir væru her- menn i fastaher Suður-Afriku, samkvæmt útvarpssendingu frá Luanda til Lundúna. Einn her- mannanna kvaðst vera liðþjálfi i suðurafriska hernum en hinir voru sagðir vera óbreyttir her- menn. Samkvæmt útvarpsfrétt- inni sagði liðþjálfinn að hann og félagar hans hefðu verið látnir skilja eftir persónuskilriki og SPÁNN: skipta um einkennisbúning áður en þeir voru sendir til Angólu. MPLA hefur þrásinnis sakað Suð- ur-Afriku um að hafa sent margt hermanna til stuðnings UNITA, annarri þeirra tveggja angólsku stjórnmálahreyfinga er berjast gegn MPLA og erlendir frétta- menn telja þær ásakanir á rökum byggðar. Fulltrúar frá bandarisku leyni- þjónustunni CIA og bandariska utanrikisráðuneytinu gáfu i dag öldungadeild Bandarikjaþings skýrslu um ihlutun Bandarikj- anna i Angólu. Fór fundurinn fram fyrir luktum dyrum. Banda- riskir þingmenn i báðum þing- deildum hafa nú þungar áhyggjur af vaxandi stuöningi Bandarikj- anna við FNLA og UNITA og er talað um iþvi sambandi að hætta sé orðin á þvi að Angóla verði nýtt Vietnam. Bandarikjastjórn hefur þegar viðurkennt að Bandarikin hafi varið 25 miljónum doliara til kaupa á vopnum og útbúnaði til handa FNLA og UNITA, andstæðingum MPLA, og CIA hefur fengið umboð til að verja jafnmiklu fé til styrktar sömu aðilum. Kommúnistar bannaðir áfram? Ntf VERÐUR BEIN LÍNA FRÁ MIÐUM TIL LANDS Fréttamönnum hér eftir heimilt að vera um borð i varðskipunum Landhelgisgæslan hefur á- kveðið að heimila hér eftir öll- um þeim fréttamönnum, sem þess óska, að fara með varð- skipunum út á miðin og senda þaðan fréttir beint til lands. Hefur málið að sögn verið i undirbúningi i fjórtán daga og þessi ákvörðun var tekin að Vonbrigði með umbótaloforð stjórnarinnar MADRID 16/12 — Sú yfirlýsing hinnar nýju spænsku stjórnar um að hún hyggist færa stjórnmál landsins og réttarfar til samræm- is við það, sem tiðkast i Vestur- Evrópu hefur vakið vissa bjart- sýni á Spáni, en margir láta i ljós vonbrigði með yfirlýsinguna og telja hana óljósa. Kaþólska blaðið Ya skrifar að menn hefðu átt von Sambandsstjórnarfundur Málm- og skipasmiðasambands' ins sem haldinn var i Reykjavík fyrr i mánuðinum gerði ályktun um landhelgismálið sem hér fer á eftir I heild: 1: Fiskimiðin umhverfis landið eru hornsteinn islensks efnahags- kerfis. A gengi sjávarútvegsins velta þvi kjör allra landsmanna. Landhelgismálið er þvi stærsta og þýðingarmesta kjaramál verkaíýðshreyfingarinnar i dag. 2: Nauðsyn ber til að renna fleiri stoðum undir islenskt efna- hagslif með aukinni fjölbreytni atvinnuveganna einkum eflingu iðnaðar. Reynslan sýnir þó, að orkufrekur iðnaður i samvinnu við erlend fjölþjóðafyrirtæki leysir ekki þennan vanda þar eð: 1. Slfk stóriðja hefur takmarkaða vinnuaflsþörf. 2. tslendingar hafa litil eða engin áhrif á framleiðslu- og dreifingarferil þessara fyrir- tækja. á áþreifanl. umbótum en ekki óljósum loforðum. Pólitiskir fréttaskýrendur telja að stjórnin muni viljug til að viðurkenna þá stjórnmálaflokka, sem ekki eru mjög kröfuharðir um umbætur, svo sem Sósialistaflokkinn, sósialdemókrata og kristilega demókrata, en Kommúnista- flokkurinn verði bannaður áfram. Fiskimiðin eru því og verða áfram hornsteinn efnahagsiegs sjálfstæðis. 3.: Samkvæmt skýrslum Haf- rannsóknarstofnunarinnar og Rannsóknarráðs rikisins, sem staðfestar eru i meginatriðum af breskum fiskifræðingum, eru nú allir helstu stofnar nytjafiska hér við land fullnýttir eða ofnýttir. Framtið þorskstofnsins, — verð- mætustu tegundarinnar — leikur á bláþræði, á allt sitt undir einum sterkum árgangi, sem kæmi til hrygingar eftir 4—5 ár. Ljóst er, að veiðifloti islendinga er meira en nógu stór til aö anna þeirri þorskveiði við landið, sem leyfi- lega má teljast. Hluta flotans yröi að beina að öðrum fisktegundum. Það verður ekki gert, án þess að stofna þeim fisktegundum i hættu, nema útlendingar verði brott úr fiskveiðilögsögunni. t yfirlýsingunni hét rikisstjórn- in þvi meðal annars að breyta kosningum til þingsins þannig, að það yrði frekar umboðsaðili fyrir þjóðina en fyrr, og draga úr rit- skoðun á blöðum. Samkvæmt nú- verandi kosningafyrirkomulagi er aðeins fimmtungur þingmanna kjörinn beinum kosningum. Allir samningar við útlend- inga eru því framsal á frumburðarrétti islend- inga til mannsæmandi lifs i landi sínu i hendur erlend- um þjóðum 4: Fundurinn harmar að samn- ingar við vestur-þjóðverja um 60 þúsund tonna veiði þeirra á ári, næstu 2 árin innan fiskveiðimark- an..a skuli hafa verið gerðir, og telur þá háskalegt fordæmi fyrir öðrum hugsanlegum samningum við aðrar þjóðir og fiskveiðirétt- indi. Fundurinn fordæmir her- skipaárás breta innan islensku landhelginnar og skorar á stjórn- völd að svara henni á viðeigandi hátt með slitum stjórnmálasam- bands við breta og úrsögn íslands úr NATO, einnig eflingu land- helgisgæslunnar um 4—6 skip, sem nægja mundi til að verja Framhald á 14. siðu þaulhugsuðu máli. Fréttamaður hljóðvarps og fréttamaður BBC héldu i gær með varðskipi út á miðin. Mun- um við þvi væntanlega fá beinar fréttir heim i gegnum hljóð- varp og aðrir fjölmiðlar mega einnigsenda menn sina um borð eftir þörfum. Þrýstingur á Landhelgisgæsl- una vegna fréttaþjónustu af miðunum hefur verið mikill undanfarið og margir kvartað yfir seinagangi I afgreiðslu tið- inda af þorskastriðinu. Breskir fréttamenn hafa verið i beinu sambandi við sina þjóð frá frei- gátum og herskipum og þaðan hafa gjarnan borist fréttir hing- að til lands, löngu áður en heyrst hefur frá yfirmönnum gæslunnar. Hefur nú verið ráðin bót á þessu. —SSP BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum í eftirtalin hverf i Brúnir Fossvog Sólheima Skúlagötu Höfðahverfi Kap laskjól Mela Tómásarhaga Kvisthaga Vinsamlega hafið sam- band við afgreiðsluna sími 17500. Ályktun Málm- og skipasmiðasambands íslands: Fiskimiðiii homsteinn sjálfstæðis þjóðarinnar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.