Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. desember 1975. 1* 1 ÓÐVILJINN — StÐA 11
Minning
Sigurður Sigurbjörnsson
F. 13.4. 1911 - D. 7.12. 1975
Kveðja frá Tollvarðafélagi íslands
t dag verur til moldar borinn
Sigurður Sigurbjörnsson, yfirtoll-
vörður, en hann andaðist 7.
desember s.l.
Hann var fæddur 13. júli 1911 i
Reykjavik og ólst þar upp. For-
eldrar hans voru Margrét
Þórðardóttir og Sigurbjörn
Sigurðsson. Þeim hjónum
fæddust niu börn, auk þess sem
þau ólu upp tvö fósturbörn. Af
börnum þeirra Margrétar og
Sigurbjörns lifa þrjú Elisabet,
Daniel og Þórður deildarstjóri við
tollgæsluna i Reykjavik.
Sigurður kvæntist 20. april 1939
Ingibjörgu Sigurðardóttur frá
Kvennabrekku i Dölum. Þeim
varð fimm barna auðið, sem öll
eru á lifi. Barnabörnin eru nú
orðin átta.
Sigurður Sigurbjörnsson hóf
störf við tollgæsluna i Reykjavik i
mai 1933. Starf hans var þá fólgið
i samanburði vara við framlagða,
tollpappira, sem var fyrsti visir
að starfsemi vöruskoðunar i
þeirri mynd, sem hún er i dag.
Samstarfsmenn Sigurðar þessi
fyrstu ár voru Sigurmundur
Gislason og Helgi Jörgensson en
forsögu fyrir hópnum hafði
Þórður, bróðir Sigurðar. Sigurður
og Sigurmundur voru lausráðnir
frá árinu 1933 til 1936 en voru þá
fastráðnir sem tollverðir. Sig-
urður vann allan sinn starfstima i
vöruskoðun tollgæslunnar, fyrst
sem undirmaður en siðustu tvo
áratugina sem yfirmaður.
Margir munu þeir vera,
kunnugir jafnt sem ókunnugir,
sem leitað hafa til skrifstofu
vöruskoðunarinnar i tollinum,
eftir fyrirgreiðslu eða leiðbein-
ingum. Þar hittu menn jafnan
Sigurð Sigurbjörnsson, yfirtoll-
vörð, reiðubúinn til að leiða mál
manna til réttra lykta. Skyldu-
störf hans i aðalstöðvum vöru-
skoðunarinnar, margþætt og
ábyrgðarmikil, verða ekki rakin i
þessum fáu og fátæklegu orðum.
En hann hafði i löngu farsælu
starfi, öðlast reynslu, sem sam-
fara skyldurækni auðveldaði
honum lausn þeirra vandamála,
sem að steðjuðu hverju sinni. Sig-
urður var gleðimaður i lund, hlát-
urmildur, hreinn og beinn i fram-
komu. 1 þessu starfi komu sér vel
þeir eiginleikar hans að geta sýnt
þolinmæði, velvilja og skilning
gagnvart þvi fólki, sem i hlut átti
og alloft gætti misskilnings hjá.
Sigurður Sigurbjörnsson var
einn af stofnendum Tollvarða-
félags Islands. Hann var ávallt
mjög áhugasamur um félagsmál
og hafði ákveðnar skoðanir á
ýmsum málum og barðist
ótrauður fyrir þeim málstað,
sem hann taldi vera réttan og
talaði þá enga tæpitungu, ef þvi
var að skipta. Sigurður undi sér
vel i hópi starfsfélaga og tók virk-
an þátt i félagsstörfum,
skemmtunum og ferðalögum
tollvarða. Þætti henta, að skjóta
saman i tækifærisgjöf eða stofna
til einhverra samtaka annarra,
var hann jafnan meðal frum-
kvöðlanna.
Bókagjafir Sigurðar til orlofs-
húsa Tollvarðafélags Islands að
Munaðarnesi verða ávallt
áþreifanlegur minnisvarði um
góðan dreng, sem bar heill og
hamingju félaga sinna fyrir
brjósti.
Lifsskoðun hans mótaðist af
þeirri riku samúð, sem hann hafð
með þeim minni máttar, og
einlægri trú á sigur hins góða.
Nú er skarð fyrir skildi, þegar
Sigurður er horfinn. Þrátt fyrir að
við starfsfélagarnir vissum, að
hann var ekki heilsuhraustur, hin
siðari ár, vorum við ekki við þvi
búnir að sjá honum á bak svo
skjótt.
Við tollverðir, eldri sem yngri,
söknum nú félaga okkar Sigurðar
Sigurbjörnssonar, en minningin
um góðan dreng mun lifa meðal
okkar.
Eftirlifandi konu hans, börnum
og öðrum ástvinum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Vinarminning
Er ég heyrði andlátsfregn,
Sigurðar Sigurbjörnssonar, hugs-
aði ég: Nú er mesti vinur vina
minna allur.” Og vil ég, að þessi
orö hugsunar minnar, verði að
einkunnarorðum þessarar grein-
ar.
Þessi mesti vinur vina minna
lést skyndilega á árshátið toll-
varða nú um daginn. Var hann á
miðju dansgólfi er dauðinn sótti
hann heim. Stund hans var kom-
in, og þar með féll öðlingur i val-
inn.
Ég minist nú þeirra mörgu
stunda, sem við áttum saman.
Þær voru margar og ánægjuleg-
ar. Hann reykti vindil, en ég pipu,
og fór vel á með okkur. En nú er
hann allur og reykur vindils hans
einnig.
Ég sakna þessa vinar meir en
allra vina, sem ég hef átt fyrr og
siðar. Hann var drengur góður og
vildi öllum aðeins hið besta. Okk-
ar góða og fagra Landi er 'mikil
eftirsjá af honum.
Ég votta konu hans, Ingibjörgu
Þriðja bókin um
Húgó og Jósefínu
Út er komin hjá bókaútgáfunni
Iðunni þriðja og siðasta bókin um
Jósefínu og Húgó eftir Mariu
Gripe. Nefnist hún Húgó. Maria
Gripe er óumdcilanlega einn
fremsti barnabókahöfundur svia,
og hefur hún hlotið margvislegar
viðurkenningar.
Fyrir bækurnar um Húgó og
Jósefinu hlaut hún virtustu viður-
kenningu sem veitt er fyrir
sænskar barnabækur, Nils
Holgersson-verðlaunin, og
„Húgó” hlaut verðlaun sænska
dagblaðsins Expressen sem besta
barnabókin árið sem hún kom út.
Auk þess hlaut Maria Gripe árið
1974 þau alþjóðlegu barnabóka-
verðlaun sem mestrar virðingar
njóta i dag, H.C. Andersens-verð-
launin
Hér á eftir fer örlitið brot af
þeim lofsamlegu blaðadómum
sem bækurnar hafa fengið:
„Höfundurinn lýsir heimili
barnsins með ótrúlegri nærfærni,
hlýju og kimni...Húgó er svo heil-
brigður, athafnasamur og vak-
andi að hann þarf á engum
prakkarastrikum að halda til að
láta timann liða'. Húgó er mikið
listaverk i litlu broti og leiðar-
stjarna öll þeim sem hyggja að
bókmenntalegu gildu barna-
bóka.” — Finn Jor, Aftenposten.
„Húgó og Jósefina” er heillandi
bók...Hún er skemmtileg af-
lestrar og oft fyndin.” — Berg-
þóra Gisladóttir, Visi.
„Það er óblandin ánægja að
lesa bækurnar um Húgó og Jóse-
finu. Saman mynda þær barns-
lýsingu sem er bæði frumleg,
raunsæ og viðkvæm...ég held að
fullorðið fólk geti mikið lært af
þessum bókum.” — Bo
Strömstedt, Expressen.
Eftir bókinni „Húgó og Jóse-
fina” hefur verið gerð samnefnd
kvikmynd sem hlotið hefur mikið
lof. Það er óhætt að mæla með
þessum bókum handa börnum á
öllum aldri og öllum fullorðnum
sem unna góðum bókum.
LAUST EMBÆTTI
er forseti íslands veitir
Prófessorsembætti i grasafræði við liffræðiskor verk-
fræði og raunvisindadeildar Háskóla tslands er laust til
umsóknar. Aðalkennslugrein er almenn grasafræði.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. ,
Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta
fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau
er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms-
feril sinn og störf.
Menntamálaráðuneytið,
15. desember 1975.
Sigurðardóttur, mina samúð, og
ég bið guð miskunnsemdanna að
varðveita þau, bæði þessa heims
og annars.
Ég votta konu hans, Ingibjörgu
Sigurðardóttur, mina samúð og
ég bið guð miskunnsemdanna að
varðveita þau, bæði þessa heims
og annars.
„Bera bý
bagga skoplitinn
hvert að húsi heim.
En þaðan koma ljós
hin logaskæru
á altari hins göfga guðs.”
Þess er góðs að minnast.
Guðbrandur Jakobsson
Styrkur til háskóla-
náms í Hollandi
Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islendingi til
háskólanáms i Hollandi námsárið 1976-77. Styrkurinn er
einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis i
háskólanámi eða kandidat til framhaldsnáms. Nám við
listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við
almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 950 flórinur á
mánuði i 9 mánuði og styrkþegi er undanþeginn greiðslu
skólagjalda. Þá eru og veittar allt að 300 flórinur til kaupa
á bókum eða öðrum námsgögnum og 300 flórinur til
greiðslu nauðsynlegra útgjalda i upphafi styrktimabils-
ins.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott vald á hol-
lensku, ensku, frönsku eða þýsku.
Umsóknir um styrki þessa, ásamt nauðsynlegum fylgi-
gögnum, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. janúar n.k. Umsókn
um styrk til myndlistarnáms fylgi ljósmyndir af verkum
umsækjenda, en segulbandsupptaka, ef sótt er um styrk
til tónlistarnáms. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i
ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
15. desember 1975.
BÖKHFORLIIGSBJEKUR
ÁFRAM
VEGINN
SAGANUM
STEFÁN
ISLANDI
Indriöi G. Þorsteinsson
skráöi
Allir íslendingar vita hver Stefán Islandi óperu-
söngvari er. En fáir kunna ævintýrið um hinn um-
komulausa. skagfirzka pilt, sem ruddi sér leið til
frægðar og frama úti í hinum stóra heimi með
hina silfurtæru rödd, sem hann fékk i vöggugjöf,
að veganesti. Hér rekur Indriði G. Þorsteinsson
þessa undraverðu sögu mannsins, sem varð einn
ástsælasti listamaður þjóðarinnar. Hér kemur
fjöldi manns við sögu, stíll Indriða er leikandi
léttur og frásögn Stefáns fjörug og skemmtileg.
Fjöldi mynda prýðir bókina
FINNUR SIGMUNDSSON
SKÁLDIÐ SEM SKRIFAÐI
MANNAMUN
Sendibréf frá Jóni Mýrdal
ÞORSTEINN STEFÁNSSON
FRAMTÍÐIN GULLNA
GUÐJÓN SVEINSSON
HÚMAR AÐ KVÖLDI
GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR
ÞAÐ ER BARA SVONA
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK
SÓLIN OG ÉG
JENNA JENSDÓTTIR
ENGISPRETTURNAR HAFA
ENGAN KONUNG
DOUGAL ROBERTSON
HRAKNINGAR
Á SÖLTUM SJÓ
FRANK G. SLAUGHTER
HVÍTKLÆDDAR KONUR
ARTHUR HAILEY
BÍLABORGIN
ÁRMANN KR. EINARSSON
LEITARFLUGIÐ
ÁRMANN KR. EINARSSON
AFASTRÁKUR
HREIÐAR STEFÁNSSON
BLÓMIN BLÍÐ
INGEBRIGT DAVIK
ÆVINTÝRI í
MARARÞARABORG
Jökulsárdljúfur
Islenzkur undraheimur
Theódór
Gunnlaugsson
frá Bjarmalandi
34 LITMYNDASÍÐUR
40 SVART-HVlTAR MYNDIR
Margir eru þeir ferðalangar, sem lagt hafa leið sina um Jökulsár-
gljúfur og hrifizt af undrafegurð og hrikaleik nátturunnar þar. Þeir
hafa þá að likindum séð Hljóðakletta, komið i Hólmatungur og
Forvöðin og skoðað Grettisbæli i Vigabjargi. En hve margir hafa
komið i Tröllahelli, Hallhöfðaskóg eða Lambahvamm? Hér er að
finna glögga leiðarlýsingu meðfram öllum gljúfrunum og vísað á
ótal undurfagra staði sem hinn almenni ferðamaður hefur aldrei
augum lilið hingað til. En nú kemur tækifærið upp i hendurnar.
Bókaforlag Odds Björnssonar