Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. deseniber 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Rithöfundar - útgerfendur: Tveggja ára stríði lokið Samningar undirritaðir í gœr og er það fyrsti heildarsamningur þessara aðila hér á landi — Auðvitað hefur ekki allt fengist fram sem við óskuðum en ég er þó ánægður með að sani- komulag skuli hafa tekist og við þar með komist jafnfætis kolleg- um okkar á Norðurlöndum hvað samninga snertir, sagði Sigurður A. Magnússon formaður Rithöf- undafélags Islands er samningar við útgefendur voru undirritaðir á Ilótcl Sögu í gær. Benti hann jafn- framt á að vissulega vantaði mik- ið uppá að rithöfundar stæðu hér- lendis jafnt að vlgi hvað fjár- haginn snerti, hér væri hver bók þri eða f jórsköttuð, sala þvl minni en ella og laun rithöfunda fyrir bragðið I lágmarki. — En þetta er stórt skref I réttp átt, fyrstu heildarsamningar rithöfunda og útgefenda hafa nú tekist og þótt ekki sé hér um að ræða ófrávikjanlegar upphæðir er þó a.m.k. fyrir hendi ramma- samningur,' sem vonandi verður okkur stoð. Sigurður benti á að hver höfundur að handriti hefði yfir þvi óskoraðan rétt og mætti fara niður fyrir samninginn ef svo bæri undir og sömuleiðis upp fyrir lika, ef samningar tækjust þannig við útgefanda. Þar með er tveggja ára deilum þessara aðila lokið. Rithöfunda- sambandið sendi Félagi islenskra bókaútgefenda snemma árs 1974 uppkast að útgáfusamningi með ósk um að félögin tvö tækju upp samninga. Samningafundir hóf- ust siðan formlega i sumar og voru þeir Sigurður A. Magnússon og Indriði Þorsteinsson fulltrúar rithöfunda en Arnbjörn Kristins- son og Gisli Ólafsson fulltrúar út- gefenda. Samkomulagsvilji var mikill i nefndinni og eftir nokkra fundi náðist samkomulag. Fjallar það um greiðslu höfundalauna og ýmislegt sem lýtur að samskipt- um rithöfunda og útgefenda. Um höfundalaun gerir samningurinn ráð fyrir þremur valkostum: 1) fastri upphæð, sem greiðist samkvæmt samkomulagi milli höfundar og útgefenda hverju sinni, 2) 15% af forlagsverði hverrar seldrar bókar. Með forlagsverði er átt við útsöluverð bókar án söluskatts að frádregnum 30%. Þriðji valkosturinn er óbundinn i samningnum, en ræðst af sammkomulagi höfundar og út- gefanda hverju sinni. I fréttatilkynningu um samn- inginn segir m.a.: Samningur þessi verður að telj- ast merkur áfangi i samskiptum rithöfunda og útgefenda. Það kom lika fram bæði á nefndar- fundum og félagsfundum i báðum félögunum eindreginn vilji til aukins samstarfs rithöfunda og útgefenda. Báðir aðilar gera sér grein fyrir þvi, að bókin á nú í vök að verjast, upplög bóka hafa farið minnkandi undanfarin ár og bæði rithöfundum og útgefendum er ljóst, að til þess að snúa vörn i sókn þarf sameiginlegt átak beggja. Samvinna i þessu skyni getur orðið með ýmsu móti, t.d. sam- vinna um kynningu bóka, upplestur höfunda úr verkum sin- um o.fl. En hvert svo sem formið yrði á slikri samvinnu, er þess að vænta, að hún komist á og beri þann ávöxt, sem til er ætlast og efni standa til. — gsp Fljúga kanar ekki þegar Nimrod er við njósnaflug sitt? Þegar bresku nimrodþoturnar eru hér við land munu verndar- kanar ekki fljúga til gæsluflugs á þau svæði, sem bretanna er von. Samkvæmt upplýsingum flug- turnsins er ekki samhengi þarna á milli. Samt sem áður er vitað, að verndarkanar fljúga ekki til gæsluflugs þangað sem búist er við að bretar haldi sig. Hvort þetta stafar af hræðslu kananna við bresku nimrodþot- urnar, sem fljúga i breytilegri hæð og til hinna ýmsu átta, eða hvort um er að ræða óbeinan stuðning við aðgerðir breta i þorskastriðinu er ékki vitað. — úþ Bæktaí i. /i HAUSTSKIP eftir Björn Th. Björnsson. Ein sérstæðasta bók ársins. Hún opn- ar ný og áður óbekkt sögusvið tslandssögunnar, hún greinir frá þjóðinni týndu þegar valdsmenn seldu almúgafólk mansali, eins og réttlausa þræla. Björn fer hér á kostum sem rithöfundur. I SUÐURSVEIT eftir Þórberg Þórðarson. Hér er að finna i einni bók æskuminn- v \ ingar Þórbergs, sem áður komu út i þrem bókum — Steinarnir tala, Um lönd og lýði og Rökkuróperan — en auk þess fjórðu bók- ina, sem nú er prentuð i fyrsta skiptið. I M m RSVEI T VATNAJÖKULL texti eftir Sigurð Þórarinsson með myndum Gunnars Hannes- sonar er fróðleg og afar falleg bók um þessa undraveröld frosts og funa. Hrikaleiki einstakrar náttúru, sem hvergi er að finna nema á Islandi, er aöalsmerki bókarinnar. LEIKRIT SHAKESPEARE VI i þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Snilldarþýðingar Helga eru löngu landskunnar. í þessu bindi eru leikritin: Rikharður þriðji, |{ Oþelló, Kaupmaður i Feneyjum. YRKJUR eftir Þorstein Valdimarsson. Sjöunda ljóðabók þessa skálds mun verða hinum mörgu lesendum hans ærið fagnaðarefni. DAGBÆKUR ÚR ÍSLANDSFERÐUM 1871-1873 eftir William Morris. Höfundur, enskur rithöfundur og stjórn- málamaður, var mikill aðdáandi lslands og segir i bók þessari frá tveim ferðum sinum hingað. i DAGBfEXUR WIUIAM 1871MORBSS1873 EDDA ki Æ I Vérvitum ei hvers biöja her EDDA ÞÓRBERGS kvæöabók Þórbergs Þórðarsonar. Þar er að finna flest það sem Þórbergur orti bundnu máli, — skáldskapur sem engan á sinn lika. FAGRAR HEYRÐI EG RADDIRNAR Safn islenskra þjóðkvæða. „Hér getur að lita þjóðina með von- um hennar og þrám, draumum bæði illum og góðum, sigrum og ósigrum, sorg og gleði. Tærari skáldskap en sumar visur i þess- ari bók er ekki aö finna á islensku.” VÉR VITUM EI HVERS BIÐJA BER útvarpsþættir eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. Skúli er löngu þekktur fyrir ritstörf sin. Hér getur að lita úrval á út- varpsþáttum hans. KYNLEGIR KVISTIR eftir Maxim Gorki i þýðingu Kjartans Ólassonar. Þetta eru þætt- ir úr dagbók skáldsins, sem bera mörg helstu einkenni endur- minninga hans. RAUÐI SVIFNÖKKVINN eftir Ólaf Hauk Simonarson og Valdisi óskarsdóttur. Þetta er einskonar opinberunarbók i ljóðum og myndum — einkar hag- lega samsettum ljósmyndum teknum á þjóðhátiðarári. Á þessu ári hafa ennfremur komið út nýjar prentanir aö BRÉFI TIL LARU og OFVITANUM. Aðeins fáein eintök eru eftir af ÆVISÖGU SÉRA ARNA ÞÓRARINSSONAR, ISLENSKUM AÐLIog FRASÖGNUM. - A - V Í'A •'K- 1 MAX’.M COHKI KYNLEGIR KVISTIB MAL Ö<1 StENNIKC MAL OG MENNING — HEIMSKRINGLA Dregiö eftir 7 daga Happdrættismiöar hafa veriö sendir út til velunnara Þjóöviljans um allt land Léttiö störfin viö innheimtu og geriö skil strax í dag Aðalskiladagur um allt land er laugardagurinn 20. desember Þann dag verður tekiö á móti skilum allan daginn á skrifstofu happdrættisins Grettisgötu 3, afgreiðslu Þjóðviljans Skólavöröustíg 19 og hjá umboðsmönnum happdrættisins um allt land

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.