Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 5
Miövikudagur 17. desember 1975. ÞJóDVILJINN — SIÐA 5 Hægri öflin taka völdin Reyndust vel undirbúin þegar tœkifœrið gafst A þeim þremur vikum sem liðnar eru frá „valdaránstil- raun” vinstrisinnaðra hersveita i Lissabon hafa miklar breyt- ingar oröið i portúgölsku þjóð- lifi. Vonir verkalýðs og annarra róttæklinga um snögg umskipti i sósialiska átt hafa slokknaö og ekkert lát virðist vera á þróun- inni til hægri. Aður en fallhlifarhermenn létu til skarar skriða, rikti að þvi er virtist valdajafnvægi milli vinstri- og hægriaflanna. Hægrimenn biðu eftir herhvöt vinstrimanna og öfugt. Enginn vildi verða fyrstur til að gripa til vopna þvi sá sem það gerði átti mikla mótspyrnu visa. Ef marka má frásagnir vestrænna fjölmiðla sprungu vinstriöflin á limminu og blésu i herlúðra. En er það svo vist að sú mynd sem þeir draga upp sé rétt? Um það efast margir. Skipulagning hófst i sumar Meðal þeirra efagjörnu eru fréttamenn bandariska viku- ritsins Newsweek. Þeir vilja halda þvi fram að valdaránstil- raunin hafi ekki einasta verið hægriöflunum kærkomin átylla til að hefja gagnsókn gegn þeirri öldu verkfalla og óhlýðni innan hersins sem reis hæst með verk- fallsboðun Ázevedos forsætis- ráðherra. Hún hafi beinlinis veriö skipulögð fyrirfram af hægriöflunum. (I Newsweek eins og öðrum vestrænum fjöl- miðlum heita hægriöflin „moderates” eða „hinir hóf- sömu”.) Að sögn blaðsins höfðu hinir niu hægfara herforingjar i bylt- ingarráðinu undir forystu Melo Antunes utanrikisráðherra skipulagt dulbúið valdarán frá þvi i sumar en verulegur skriöur komst á undirbúninginn hálfum öðrum mánuði áður en fallhlifarhermenn hófu að- gerðir. Þá byrjaði Antonio Ramalho Eanes höfuðsmaður að kalla saman fulltrúa heirra herdeilda sem treysta mátti til þess að samræma aðgerðir þessara deilda þannig að ef til átaka kæmi væri hægt að flytja þær til Lissabon með engum fyrirvara. Þegar svo tækifærið gafst kom i ljós að hægriöflin voru við öllu búin. Þegar hinir léttvopn- uðu fallhlífarhermenn fóru á stjá tóku heilar deildir orrustu- og flutningaflugvéla sig á loft i norðurhluta landsins og fluttu til Lissabon á stuttum tima tuttugu skriðdreka og um þúsund þraut- þjálfaða hermenn undir stjórn Jaime Neves liðþjálfa- sem öðl- ast hafði frægð fyrir grimmd i nýlendustriðinu. Þegar nóttina fyrir 25. nóvember höfðu stjórn- arhollir hermenn komið sér fyrir á hernaðarlega mikilvæg- um stöðvum i höfuðborginni, einkum i nágrenni herlögregl- unnar sem þótti vel róttæk. Þessum sveitum reyndist auð- velt að þagga niður i uppreisn- armönnum og afvopna þá. Annað bandariskt vikurit, Time, tekur hins vegar gagn- rýnislaust undir fullyrðingar hægrimanna i portúgalska hernum um að uppreisn fallhlif- arhermannanna hafi verið liður i viðtækri áætlun vinstriaflanna um að taka völdin i sinar hend- ur. Hafi Kommúnistaflokkurinn og róttækir herforingjar eins og „Rauði aðmirállinn” Rosa Coutino og Carvalho verið með i ráðum. Þeir hafi hins vegar dregið saman seglin á siðustu stundu þegar allt stefndi i óefni. Við þessa kenningu er ýmis- legt að athuga. I fyrsta lagi er það þátttaka kommúnista. Fram að 25. nóvember rikti klofningur milli hópanna yst til vinstri og kommúnista, einkum um þátttöku þeirra siðarnefndu i stjórninni. Hvorugur aðilinn hefði lagt út i uppreisn án þátt- töku hins. Annað atriði er að uppreisn fallhlifarhermanna hlaut engan stuðning annarra róttækra her- sveita. Eftir að þeir tóku sjón- varps- og útvarpsstöðvarnar hvöttu þeir verkamenn til að gripa til vopna og leiða bylting- una til sigurs. Fjöldi verka- manna tók þessari áskorun og skundaði til herbúða þar sem þeir þóttust vissir um að fá vopn og ráðleggingar. En hlið her- búðanna voru lokuð og engin vopn fáanleg. Ekki bólaði held- ur á þeim 30 þúsund rifflum sem sagt var að róttækir hermenn hefðu dreift til alþýðu manna. Siðast en ekki sist ber að benda á að atburðirnir virðast hafa komið vinstriöflunum al- gerlega i opna skjöldu. Þegar uppreisnin hófst sneru verka- mannaráðin sér fyrst til verka- lýðsfélaganna og spurðu hvað til bragðs ætti að taka. Þar fengu þau engin svör. Þá leituðu þau til stjórnmálasamtakanna á vinstri vængnum en þar fengust heldur engin svör. Ofsóknir hafnar Þessi samtök virtust heldur engin svör eiga eftir að upp- reisnin hafði verið bæld niður og hinar viðtæku hreinsanir og of- sóknir á vinstrimönnum hófust. Dagana fyrir 25. nóvember voru vinstriöflin fær um að virkja tugi og jafnvel hundruð þúsunda verkamanna og menntamanna i verkföllum og mótmælaaðgerð- um, en þegar svara þurfti fyrir sig, virtist engin leið að draga neinn út á göturnar. En hvort sem atburðirnir gerðust að undirlagi hægriafl- anna eða ekki stóðu þau uppi með pálmann i höndunum eftir að kyrrð komst á. Viðbrögðin voru lika mjög i anda hægriafl- anna að þvi undanskildu að blóðbað varð ekkert. Costa Gomes lýsti yfir neyðarástandi strax eftir að uppreisnin hófst. í krafti þess var útgöngubann sett á, dagblöðin stöðvuð, þagg- að niður i útvarpsstöðvum og handtökur hafnar. Eftir að uppreisnin hafði verið Hæld niður hófst svo öflug sókn hægriaflanna. Allir róttækir herforingjar voru reknir úr valdastöðum i hinum ýmsu stofnunum hersins. Yfir 100 her- foringjar og óbreyttir hermenn voru handteknir og fluttir i ör- uggt fangelsi i Oporto. Aðrir fara huldu höfði og enn aðrir hafa flúið land. Róttækum emb- ættismönnum hefur verið vikið úr stöðum sinum, ráðuneytin hreinsuö. Forystumenn sam- Jaime Neves höfuðsmaður; reyndist hægriöflunum jafn- traustur á strætum Lissabon sem i frumskógum Afríku. taka á vinstri vængnum sæta of- sóknum og útlendum róttækl- ingum sem fjölmennt höfðu til landsins undanfarna mánuði er visað úr landi. Siðast en ekki sist hafa þau dagblöð sem eru i rikiseigu ver- ið stöðvuð. Mörg þeirra, t.d. 0 Seculo og Diario de Noticias, voru i eigu banka þar til þeir voru þjóðnýttir i mars sl. Þá tóku starfsmenn þeirra þau mörg hver á sitt vald og héldu útgáfunni áfram en með nokkuð róttækara yfirbragði. Nú blasir atvinnuleysið við stórum hluta starfsmanna blaðanna, þeir verða reknir vegna róttækra skoðana sinna. í stað þeirra verða ráðnir nýir menn sem yfirvöld treysta til að túlka skoðanir sinar. Sömu sögu er að segja um útvarps- og sjónvarps- stöðvar i Lissabon sem flestar lutu stjórn starfsmannaráða. Þær voru allar þjóðnýttar utan ein: Radio Renascensa sem ka- þólska kirkjan endurheimti (hún getur þó ekki hafið útsend- ingar i bráð þvi stöðin var sprengd i loft upp til að hamla gegn „öfgaáróðri róttækra” starfsmanna eins og kunnugt er af fréttum). Þrátt fyrir þetta hafa vestrænir fjölmiðlar sem voru að tútna út af ást á tjáning- arfrelsinu meðan Republica- málið var á dagskrá þagað þunnu hljóði og ekki hefur frést af neinum undirskriftasöfnun- um til varnar frelsinu. Það er greinilegt að það á ekki að ná til allra... Hvað verður um kommúnista? Nú eru ráðandi öfl i Portúgal staðráðin i að „þróa bylting- una” eftir leiðum hins borgara- lega lýðræðis. En eitt er það sem menn eru ekki sammála um: hvað á að gera við Komm- únistaflokkinn? Sósialistar vilja að þeir verði áfram i stjórn, það sést á ummælum Melo Antunesar þegar hann sagði að kommúnistar ættu enn hlut- verki að gegna i stjórnmálalifi '.andsins. Sósialistar vita sem er að kommúnistar eiga það mikil itök i verkalýðsstéttinni að ekki yrði stætt á að svipta þá öllum völdum. Lýðdemókratar virðast vera að klofna i afstöðu sinni til kommúnista. A þingi flokksins fyrir skömmu gekk fjórðungur fulltrúa af fundi eftir að hægri- armurinn undir stjórn for- mannsins Sa Carneiros hafði hafði fengið samþykkta ályktun um að vikja bæri kommúnistum úr rikisstj. Hægriöflin i flokknum geta reitt sig á stuðn- ing miðdemókrata og annarra afla enn lengra til hægri. Um það vitnar eftirfarandi tilvitnun i Antonio Vasco de Melo for- mann samtaka iðnrekenda: — Kommúnistar eru enn við völd stærstu verkalýðssamtökunum og þeir sitja enn i stjórninni. Meðan þetta ástand rikir eiga engar fjárfestingar sér stað Portúgal. —ÞH / Munió aó viÖ höfum afar fjölbreytt úrval jólagjafa.- Instamatic myndavélar, 3 gerðir Vasamyndavéiar, 5 gerðir Margar gerðir hinna heimskunnu myndavéla frá Yashica og Mamiya Kodak Ektasound kvikmyndatökuvélar sem taka upp hljóð samtímis myndatökunni Kvikmyndasýningarvélar og skoðarar Sýningarvélar fyrir skyggnur Stórar myndavélatöskur Sýningartjöld, 3 gerðir Þrífætur Leifturljósatæki, margar gerðir Litskyggnaskoðarar Smásjár, 4 gerðir, tilvaldar fyrir unglingana Sjónaukar, 5 gerðir Mynda-albúm, afar mikið úrval Og ekki má gleyma hinum vönduðu DÖNSKU MYNDARÖMMUM frá Jyden, þeir eru nú til f meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Munið svo að kaupa KODAK-FILMUNA og leifturkubbaria tímanlega. Eftir jólin komið þér auðvitað til okkar meö filmuna og við afgreiðum hinar glæsilegu litmyndir yðar á 3 dögum. ávallt feti framar HANS PETERSENN BANKASTRÆTI S 20313 GLÆSIBÆ S 82590 y Vinstrimenn! Sósialistar! Kommúnistar! Horfist í augu við Horfizt í augu við STAÐREYNDIR GEGN LYÐRÆÐI það æðra þvi/ggra stalmða.” FYRIR STJÖRNRÆÐI Siðara desemberblað komið á alla blaðsölustaði SÆNGURFATAVERZLUNIN VERIÐ NJÁLSGATA 86 — SÍMI 20-978 Sérverzlun sem veitir margs konar þjónustu Móðir okkar, tengdamóðir og amma Kristín Ingunn Runólfsdóttir frá Björk á Akranesi verður jarðsungin föstudaginn 19. þ.m. frá Fossvogs- kirkju. Börn, tengdabörn og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.