Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. desember 1975.
Kaflar úr ræðu Geirs Gunnarssonar við 2. umræðu fjárlaga í gær:
Stjórnarstefnan bitnar alvarlega á
alþýðu um allt land
Geir Gunnarsson, full-
trúi Alþýðubandalagsins í
fjárveitinganefnd alþingis
flutti ýtarlega ræðu við 2.
umræðu f járlaga á alþingi
i gær.
Við birtum hér nokkra
kafla úr ræðu Geirs.
Vinnubrögðin eins-
dæmi i sögu Alþingis
1 upphafi máls síns gagnrýndi
Geir vinnubrögð við störf fjár-
veitinganefndar. Hann taldi
nauðsynlegt, að nefndin hæfi störf
a.m.k. mánuði áður en alþingi
kemur saman á haustin, og lyki
sem mest á þeim tima viðtölum
við forsvarsmenn einstakra rikis-
stofnana og jafnvel sveitar-
stjórna, svo að meiri timi gæfist
til að vinna úr málum á sjálfum
þingtimanum. Að þessu sinni
hófust störf undirnefndar fjár-
veitinganefndar hinsvegar ekki
fyrr en viku áður en þing var sett,
og timinn hefur verið illa notaður,
lika eftir að þing hófst.
Siðan sagði Geir Gunnarsson:
Það að 2. umræða fer fram i
dag kemur þvi ekki til af þvi, að
störf nefndarinnar séu raunveru-
lega komin á það stig, að 2. um-
ræða geti með góðu móti farið
fram nú, heldur blasir sú stað-
reynd við, og fyrir henni verður
að beygja sig, að dagurinn i dag
er sá siðasti, sem kemur til
greina, ef ljúka á afgreiðslu fyrir
jól. Nefndin hefur hrakist upp að
vegg og ekki um annað að gera en
tina út þau erindi, sem meirihlut-
inn vill afgreiða, og láta hin liggja
litt, eða flest alls ekki skoðuð eða
rædd. Er þó svo seint að verið,
miðað við að þingi eigi að fresta
19. des., að einungis 2 starfsdagar
verða fyrir nefndina milli 2. og 3.
umræðu, og það er áreiðanlega
algert einsdæmi i sögu Alþingis.
...Mest öllum tima nefndar-
manna hefur verið varið til þess
að hlýða á fulltrúa rikisstofnana,
sveitarstjórna og hinna margvis-
legustu samtaka og sá timi þó
reynst til litils notaður, þvi að
ljóst er, að meirihl. nefndáririnar
hefur frá upphafi verið staðráð-
inn i þvi, að hafa svo til öll þessi
erindi að engu. En timinn hefur
liðið og veigamestu málin verið
litt eða ekki rædd, og verða að
biða þessara tveggja starfsdaga,
sem nefndin hefur milli 2. og 3.
umræðu, þó samhliða öðrum
þingstörfum.
Mörg stórmál enn ekki
verið rædd í nefndinni
Ég nefni t.d. tekjuáætlun frum-
varpsins, lánsfjáráætlun, þar
með talin málefni Rafmagns-
veitna rikisins, málefni Pósts og
Sima, fjárfestingar i flugmálum,
máiefni Lánasjóðs námsmanna,
jöfnun námskostnaðar eftir bú-
setu. Einnig má hér nefna hug-
myndirnar um breytingu á
verkaskiptingu rikis og sveitarfé-
laga og málefni rikisspitalanna.
Ekkert af þessu hefur enn verið
rætt innan nefndarinnar. Frum-
vörp, sem hefðu átt að fylgja fjár-
lagafrumvarpinu, eru að koma
fram nú allra siðustu daga þings-
ins fyrir jól. — Þessi vinnubrögð
eru óvirðing við Alþingi, og þeim
til háðungar, sem að þeim standa.
...Ég hef verið 12 ár i fjárveit-
inganefnd, en samt held ég að ég
muni ekki eftir slikri timaþröng
við afgreiðslu fjárlaga og nú, og
annarri eins málamyndaaf-
greiðslu... það var helst i fyrra,
að lokaspretturinn væri eitthvað i
likingu við þau vinnubrögð, sem
eru viðhöfð núna, og þó held ég að
keyri um þverbak að þessu sinni.
Það er margt með eindæmum
nú. Það hefur t.d. verið aflað
þeirra erinda úr ráðuneytunum,
sem þangað hafa borist timan-
lega fyrir gerð fjárlaga, en ekki
fengið inni i frumvarpinu. Þessi
erindi hafa jafnan verið lesin og
kynnt á fundum fjárveitinga-
nefndar. Að þessu sinni var bunk-
inn lagður fyrir nefndina fyrst nú
þann 12. des., tveimur mánuðum
eftir að þing kom saman, og þá
greint i örfáum orðum frá þvi,
hvað um væri beðið. 011 fyrirhöfn
þessara aðila til að skýra sitt mál,
og færa fyrir þvi rök er til einskis
gagnvart fjárveitinganefnd.
Þessi erindi koma ekki á borð
fjárveitinganenfndar fyrr en
timahrakið er orðið slikt, að eng-
inn timi gefst til þess að lita á
þessi mál, og kynna sér rökstuðn-
ing með þeim. Með þessu er verið
að óvirða bæði fjárveitinga-
nefndarmenn og viðkomandi um-
sóknaraðila.
4000 miljóna greiðslu-
halli rikisins í ár
...Það liggur fyrir, að reikn-
ingsleg skekkja um 1200 miljónir
kr., sem er eitt dæmið um óvand-
aðan undirbúning og afgreiðslu
fjárlaga i fyrra, Olli þvi, að fjár-
lög voru þá i reynd afgreidd með
beinum reikningslegum halla,
sem nam nær 1100 miljónum kr.,
og vegna ofáætlunar á tekjum og
hreinnar verðbólguræktunar rik-
isstjórnarinnar verður greiðslu-
hallinn i lok þessa árs liklega orð-
inn nær 4000 miljónir kr.
í ljósi þessara staðreynda er
hálfgerður holhljómur i hátiðlegri
yfirlýsingu háttvirts meirihluta
fjárveitinganefndar i nefndaráliti
um þá fjárlagaafgreiðslu, en bar
sagði: „Meirihluti fjárveitinga-
nefndar vill hins vpgar taka skýrt
fram, að hann telur með öllu ó-
verjandi að afgreiða fjárlög með
greiðsluhalla.”
Geir Gunnarsson minnti siðan
á, að i stefnuræðu, forsætisráð-
herra i fyrra, það er i nóvember
1974, þá hafi ráðherrann talað
um, að fjárlagaafgreiðslan þá
ætti m.a. að stuðla að þvi, að rik-
issjóður greiddi^á árinu 1975 um
250 miljónir kr. upp i yfirdráttar-
skuld sina hjá Seðlabankanum, er
þá nam 1000 milj. kr. Siðan sagði
Geir Gunnarsson: Þegar þessi
orð eru skoðuð nú i ljósi þeirrar
reynslu, sem fyrir liggur i árslok,
þ.e. greiðsluhalli rikissjóðs um
4000 miljónir kr., og skuldasöfnun
meiri en nokkru sinni fyrr, þá
getur spurningin ekki verið nema
um það eitt, hvort þessi orð for-
sætisráðherra voru á sinum tima
mælt af algerum barnaskap og
fullkomnu óraunsæi, eða i blekk-
ingarskyni.
Geir Gunnarsson
Þingsjá
Spilaborgin hrundi —
fálmaö eftir bjarghring
Það var ekki langt liðið á árið,
þegar spilaborg fjárlagaaf-
greiðslunnar i fyrra hrundi, og
byrjað var að fálma eftir nýjum
og nýjum úrræðum allt árið á
enda, og kom þó allt fyrir ekki,
þar sem fjármálaráðherra stend-
ur ekki upp úr skuldasúpunni i
árslok.
Þegar horfst var i augu við það,
að innflutningsmagn (t.d. um 70%
varðandi bila!) og innanlands-
neysla hafði verið stórlega of-
reiknað var gripið til aðgerða i
þvi skyni, að láta hverja einingu
seldra vara skila meiru i rikis-
sjóð. Gengið var fellt þann 15.
febrúar, verð áfengis og tóbaks
hækkað og innflutningsgjöld á
bifreiðum hækkuð. — Enn hafði
verið vanreiknað og heimild var
géfin með sérstökum lögum til
þess að skera niður útgjöld rikis-
sjóðs. Þrátt fyrir hátiðleg loforð
rikisstjórnarinnar, þar á meöal
hæstvirts forsætisráðherra um að
rekstrarútgjöld yrðu skorin niður
i krónutölu ekki siður en fram-
kvæmdaliðirnir, varð raunin sú,
að nær eingöngu varð um að ræða
niðurskurö brýnustu verklegra
framkvæmda og framlaga til
sjóða. — Lagt var á flugvallar-
gjald og lántökuheimildir stór-
hækkaðar.
Enn var vanreiknað og i júni
var áfengis- og tóbaksverð hækk-
að að nýju, og nú um 30%, og
hafði þá hækkað um 50—60% á 4
mánuðum. Ekki dugði þetta, enn
var hæstv. fjármálaráðherra að
sökkva i skuldafenið, og enn var
fálmað eftir nýjum bjarghring.
Þann 16. júli var umsamin tekju-
skattslækkun, sem samið hafði
verið um við verkalýðshreyfing-
una, hirt aftur og meir en það,
með álagningu sérstaks 12%
vörugjalds, sem átti að færa rik-
issjóði 1850 miljónr kr., það sem
eftir lifði ársins og jafna alla
reikninga, svo að rikissjóður
stæði á sléttu um áramót.
En enn hafði hæstv. fjármála-
ráðherra brugðist bogalistin. Það
vantaði mikið á, að þetta stæðist,
og þrátt fyrir 2000 miljón kr. nið-
urskurð, fyrst og fremst á fram-
kvæmdaliðum, má reikna með
mjög verulegum greiðsluhalla,
eða jafnvel allt að 4 miljörðum kr.
I f járlagafrumvarpinu fyrir ár-
ið 1976, sem lagt var fram nú i
október er á bls. 164 gert ráð fyrir
að greiðsluhallinn á þvi ári muni
nema 770 miljónum kr., en nú er
hins vegar ljóst, þremur mánuð-
um siðar, að hann verður um 5
sinnum meiri. Hafa ytri aðstæður
þó fremur verið að batna á þessu
timabili.
— Með hliðsjón af þessu taldi
Geir Gunnarsson ekki óeðlilega
þá rikjandi skoðun almennings,
að þeim, sem bera ábyrgð á fjár-
málum rikisins nú, virðist með
öllu fyrirmunað að grynna nokk-
uð i þvi verkefni, sem þeim er
ætlað að fjalla um.
ólafur benti á sökudólg-
inn — samráðherra sinn
Geir vitnaði siðan til ræðu, sem
Ólafur Jóhannessón, viðskipta-
ráðherra flutti þann 1. okt. sl., þar
sem ráðherrann viðurkenndi að
hér væri ,,að verulegu leyti um að
ræða innlendar orsakir” i sam-
bandi við 48% verðbólgu á þessu
ári. Og Geir hélt áfram og sagði:
Og i þessari ræðu benti hæstv.
viðskiptaráðherra á sökudólginn i
verðbólgumálunum, þann aðil-
anna, sem hann taldi fyrst og
fremst bera ábyrgð á mestu óða-
verðbólgu, sem þekkst hefur hér
á landi á þeim tima, þegar verð-
bólga minnkaði erlendis. — Hann
benti á hæstv. fjármálaráðherra
og sagði: „Þessi staða rikissjóðs
hefur átt sinn þátt i verðþensl-
unni. Rikisfjármálin og málefni
fjárfestingarlánasjóðanna eru
undirrót of mikillar þenslu og
eyðslu.”
...Hin gegndarlausa útþensla
rekstrarliðanna margþættar
verðbólguaukandi ráðstafanir,
svo sem gengislækkanir, vaxta-
hækkanir, söluskattshækkanir, á-
lagning vörugjalds, — afleiðing-
arnar af öllu þessu eru nú að
herða alvarlega að við gerð fjár
laga, og takmarka svigrúm til
fjárveitinga... Og nú á að þjarma
útgjöldunum niður með stór-
felldri minnkun þeirra fram-
kvæmda i landinu, sem varða all-
an almenning mestu, með niður-
skurði á hafnarframkvæmdum,
sjúkrahúsabyggingum, flug-
vallargerð, skólabyggingum,
iþróttamannvirkjum og með nið-
urskurði á félagslegum réttind-
um.
Rekstrarliðir þenjast út —
Kaupmenn fá 3 miljónir
Rekstrarliðir halda hins vegar
áfram að þenjast út. Þegar neitað
var um fjárframlög til fram-
kvæmdaliðar, sem ég hafði áhuga
fyrir, — heilsugæslustöð i Gerða-
hreppi, — þá bauðst ég til að
benda á rekstrarlið, sem skera
mætti niöur á móti, það er 3 mil-
jónir kr. til hagræðingarstarf-
semi fyrir kaupmannasamtökin,
en það kom ekki til greina hjá
meirihluta fjárveitinganefndar
að hrófla við þessu. Ég veit ekki
hvers konar hagræðingarstarf-'
semi er hér um að ræða, sem rikið
á að greiða fyrir kaupmenn, — ef
til vill hagræðing framtala?
...Sparnaður i rikisútgjöldum
skal nú nást með niðurskurði
nauðsynlegra framkvæmda, og
með skerðingu félagslegra rétt-
inda eingöngu. Við afgreiðslu
fjárlaga i fyrra voru útgjöld rikis-
sjóðs hækkuð um 60,5%, eða um
45% meir en almenn verðlags-
breyting hafði verið á undan-
gengnu ári. Liðurinn önnur
rekstrargjöld . hækkaði þó enn
meir, eða um 86,2%. 1 fjárlaga-
frumvarpinu nú er gert ráð fyrir
fimmtungshækkun til viðbótar
þessum stórfelldu hækkunum i
fyrra, og gæti orðið nær fjórð-
ungshækkun áður afgreiðslu
frumvarpsins lýkur. Þannig áð
ljóst er, að fjárlög verða tvöfalt
hærri en fjárlög ársins 1974.
Enn gildir sama stefna og i
fyrra, rekstrarliðirnir hækka
meir en heildarútgjöldin. Liður-
inn önnur rekstrargjöld nú um
37% og vextir um 66%.
Vaxtagreiðslur yfir
4 miljarða
Vextirhafa þá hækkað um 2.400
miljónir kr. frá fjárlögum ársins
1974 og munu nema 4.080 miljón-
um kr. á næsta ári, eða riflega
40% hærri upphæð en varið verð-
ur á fjárlögum til allra grunn-
skólabygginga, íþróttamann-
virkja, bygginga sjúkrahúsa og
beilsugæslustöðva, læknamið-
stöðva og læknisbústaða, hafnar-
framkvæmda og flugvallarbygg-
inga i landinu.
40% hærri upphæð fer i vexti
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
en nemur rikisframlagi til allra
þeirra framkvæmda, sem ég
nefndi, samanlagt.
Dæmigerð hægri úrræði
Lokaorðin i ræðu Geirs
Gunnarssonar við 2. umræðu
fjárlaga i gær voru á þessa leið:
Þegar svo er komið, að stefna
rikisstjórnarinnar i efnahags-
málum þrengir verulega að við
gerð fjárlaga, þar sem rekstrar-
liðirnir gleypa sifellt stærri hluta
rikisútgjaldanna, þá gripa stjórn-
arflokkarnir til dæmigerðra úr-
ræða hægri flokka.
Þeir skera niður framlög til
nauðsynlegustu samfélagslegra
framkvæmda. Þeir gripa til þess
að skerða réttindi almennings hjá
almannatryggingum. Þeir lækka
niðurgreiðslur á brýnustu mat-
vörum, en fyrirhuguð fjórðungs-
hækkun á verði landbúnaðarfurða
af þessum sökum bitnar sérstak-
lega hart á lffeyrisþegum og
barnafjölskyldum, og ýtir enn
undir verðbólguþróunina i land-
inu.
Það hefur verið áberandi á und-
anförnum mánuðum, hve harðar
kröfur ihaldssamasta lið Sjálf-
stæðisflokksins hefur gert til
þess, að þáttur rikisins og
sveitarfélaganna i framkvæmd-
um og félagsmálum verði minnk-
aður — en minnkun þessa þáttar
þýðir i senn frjálsari hendur
einkafjármagnsins að ráðstafa
fjármunum i þjóðfélaginu i enn
rikara mæli i gróðaskyni fyrir
sig, og um leið þýðir minnkun
þessa þáttar skerðingu félags-
legra réttinda þeirra, sem minna
mega sin i þjóðfélaginu.
Þessi gróðaöfl fagna þeirri þró-
un, sem á sér stað, bæði i fyrra og
nú við fjárlagagerð rikisins. Sú
þróun er i samræmi við þeirra
stefnu og hagsmuni. Það er ljóst
hverjir halda um taumana, þegar
stefnan er ráðin. Og krafa þess-
ara aðila er sú, að þessar ráðstaf-
anir séu ekki timabundnar, og
helgist þvi ekki sérstaklega af
erfiðri stöðu rikissjóðs, vegna
efnahagsstefnu rikisstjórnarinn-
ar og óhagstæðra ytri skilyrða.
Hér er sóst eftir varanlegri breyt-
ingu á uppbyggingu og félagslegri
skipan þjóðfélagsins.
Framhald á 14. siðu
K j arv alsstaðadeilan
aldeilis óleyst
„ Kjarvalsstaöadeilan er
óleyst ennþá. Um það
hvernig mál standa get ég
ekkert sagt aö sinni vegna
þess, aö ég hef skuldbundið
mig til þess að gera það
ekki meðan deilan er enn
óleyst," sagði form. Fél.
ísl. myndlistarmanna,
Hjörleifur Sigurðsson.
Dagbiaðið Visir skýrir frá þvj
með striðsfréttaletri á baksiðu og
forsiðu i gær, að Kjarvalsstaða-
deildan sé leyst. Fréttin er harla
merkileg fyrir þær sakir i fyrsta
lagi að vera aldeilis ósönn og svo
fyrir þær sakir að ragindin i henni
stangast á. Úr striðsletri forsið-
unnar má lesa, aö listamenn fái
meirihluta i listaráði Kjarvals-
staða, en i meginmáli fréttarinn-
ar á baksiðu er frá þvi skýrt, að
listamenn eigi að fá 3 af 7 fulltrú-
um i listaráði!
Er þvi siður en svo að Visir
hafi batnað frá þvi sem verið
hefur hvað sannleiksgildi frétta i
honum áhrærir, eftir hreinsan-
irnar, sem þar voru gerðar i
haust.
En hið rétta er sum sé, að Kjar-
valsstaðadeilan er aldeilis óleyst
ennþá. —úþ