Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.12.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StDA 7 ÁRNI BERGMANN SKRIFAR DÖDuí Jurtin undan Vatnajökli Þorgeir Þorgeirsson: Það er eitthvað sem enginn veit. Endurminningar Lineyjar Jóhannesdóttur frá Laxa- mýri. Iðunn 175. Fátt er algengara i bókagerð hérlendis en að rifjaðar séu upp bernskuminningar. Fátt er eðli- legra: þetta er timaskeið sem mönnum er kært, þeir muna bet- ur en önnur timabil — auk þess vita allir, að lengi býr að fyrstu gerð En slik bókagerð er nokkurt hættuspil. Efnið er þakklátt og sýnist auðveldara en það er. Það er mjög oft að árangurinn sætir svosem ekki neinum tiðindum. Stundum ræður vanhugsunar- aðferðin. Duttlungar minnisins ráða ferðum, urvinnsla i lág- marki. Aðra aðferð má kenna við gjörnýtingu — það er reynt að búa til heildstæða mynd, þjóðfræða- legt sjónarmið er haft til viðmið- unar. Og enn eru þeir sem stunda einhverskonar impressjón- isma, stikla á stóru (í lýsingu á tima þar sem stórt og smátt hafa sifelld hausavixl). Upplýsingar eru kannski af skornum skammti, hugblærinn ræður verkinu. Bókin sem Þorgeir Þorgeirsson hefur unnið með Lineyju Jó- hannesdóttur er af þeirri gerð sem nú siðast var nefnd. Liney segir frá jörðinni Laxa- mýri, frá ætt sinni og foreldrum, vinnufólki. Móðir hennar deyr, flutt er að Saltvik sem er miklu lakari jörð. Hvers vegna? Það er ekki farið nánar út i þá sálma. Þetta er ekki þjóðháttalýsing, ekki samfélagslýsing, meira að segja ættarsagan er af skornum skammti. Frásögnin er dul. Til dæmis er vikið að frændkonu Lin- eyjar, Grimu Sigurjónsson, dótt- ur Jóhanns skálds.Og sagt að Ingeborg Sigurjónsson hafi fengið að ráða þvi, að Grima var ekki viðurkennd dóttir Jóhanns. En þetta eru hálfkveðnar visur. Kannski þurfa menn að leita i aðrar bækur til að geta i eyður um þessi atriði og annað sem varðar Laxamýrarfólk, ef þeim finnst það komi sér við. Það er eitthvað sem eng- inn veit, segir bókin. Það er lika sitt af hverju sem ekki kemur öðrum við, en það er ekki vist að allir lesendur sætti sig við bók sem er skrifuð i þessum anda, þeir eru frekir og forvitnir margir hverjir. Hvað sem þvi liður: þessi frá- sögn er vönduð og yfirveguð. Les- andanum finnst hann verði sjald- an var við einhvern óþarfa. Yfir þáttum bókarinnar er hófsamleg- ur ljóðrænn þokki — eins og t.d. þegar sagt er frá jörðinni, sem ættin sat i niutiu ár og „togar i mann” alltaf siðan. Gamansemi, sem getur verið ismeygileg, læð- ist inn i mannlýsingar — ekki sist þar sem segir af vinnufólki og svo forfeðrum. Eftirminnilegust og fyrirferðarmest er lýsing Jó- hannesar Sigurjónssonar, föður Lineyjar, sem kunni fuglamál og sögur af fjarlægðum slóðum, sem gat hvorki drepið fugl né heldur ráðið við veiðigleðina, sem var fullur með kapp og vinnuhörku og um leið hlédræga tillitssemi. Af honum segir til dæmis sem svo: „Þegar pabbi minn kom úr Kaupmannahafnarferðinni fór hann i Lærðaskólann. Arið eftir Þorgeir Þorgeirsson. að hann lauk skólanum fór hann til Ameriku. Eg held að sú ferð hafi verið af allt öðrum toga en Amerikuferðirnar þá voru. Hann var allur i grösum og grasafræði, hafði safnað flestöllum jurtum Is- lands nema einni sem var of fjarri. Hún óx við rætur Vatna- jökuls. Hann pakkaði grasasafninu i járnkassa og fór til Bandarikj- anna með þeim ásetningi að fá aðgang þar að háskóla til að læra náttúrufræði. Hélt þeir tækju sig ef hann gæfi þeim jurtirnar. En til þess kom aldrei. A leið- inni var jurtunum stolið. Þeir héldu að þetta væri gull. Eftir það átti hann ekki jurtasafn en fullorðinn maður fór hann upp að Vatnajökli að sækja sér þessa einu jurt sem vantaði i safnið forðum. Þá jurt átti hann þegar hann dó.” Það er i dæmum sem þessum sem höfundar ná lengst með afar einföldum ráðum. Hér eru engin sjaldhafnarorð, engar skáldlegar likingar, hér er ekkert annað en örfáar valdar staðreyndir og nið- urskipan þeirra. Útkoman heil ævisaga. Og það er ekki erfitt að trúa þvi, að þessi maður hafi ver- ið mikill trúnaðarvinur yngsta bróður sins, Jóhanns skálds. En úrræðin eru fleiri, það er stundum horfið alllangt frá þess- um hlutlæga tón með persónu- legri útleggingu. Það segir til dæmis frá þvi að móðir Laufeyjar hefur sungið á vetrarferð i kaup- staðinn: „Endalaus glitrandi lausamjöll. Sótrauður hestur og dökkbúinn maður kafa snjóinn. Þeir taka hátt upp fætuma og smeygja þeim aftur oni fönnina til að forðast allan hávaða. Það er eins og þeir læðist með sleðann yfir hvitt og þögult landið. Og svo þessi söngur. Fullur af tilfinningu sem er eins og fjar- stæða, eins og ótrúleg náð i kaldri draumaveröld landsins.” A.B. Lífleg saga frá Danmörku Thöger Birkeland: Veslings Krummi. Teikningar eftir Kirsten Hoffmann. Skúli Jensson islenskaði. Steinholt 117 bls. Thöger Birkeland mun vera mest lesni barna- og unglinga- bókahöfundur dana. Bækur hans koma út i mörgum og stór- um upplögum og heil verk hafa verið gefin út á plötu. Kostir höfundarins njóta sin afar vel i þessari sögu, lifleg atburðarás, hlýleg og lúmsk kimni og næmi á sálarlif barna og unglinga. Ságan „Veslings Krummi” er sögð frá sjónarhóli stálpaðs stráks og lýsir reynslu hans i skólanum þar sem hrekkjusvin og kennarasleikjur eru til ama og svo heima þar sem foreldr- arnir hafa ekki tlma til að sinna honum og stóra systir gengur alveg fram af honum með gelgjuvafstri sinu Sannfærandi lýsing er dregin upp á sálarlifs- sveiflum söguhetjunnar i bliðu og þó einkum i striðu. Frásagn- arhátturinn er þó raunar rofinn öðru hvoru með athugasemdum sem einungis fullorðnir geta gert. Þýðing er yfirleitt lipur og skilar vel andrúmslofti sögunn- ar. Nokkrar gloppur koma þvi á óvart. Dæmi úr fyrsta kafla: Skyndilega skipti heppnin.... Þið skulið fá barsmið.... Nýi hópurinn vann ekki við græn- lensk dýr. Einnig bregst stundum að orðavali sé haldið innan ramma eðlilegs talmáls barna og ung- linga eins og gert er i frumtext- anum. Til dæmis getur varla talist eðlilegt að Mads og Stina gripi til orða eins og „fá bar- smið” eða „eiga kröfu á einka- griðastað”. Mikill fengur er i að fá bækur eftir jafn vandvirkan og frjóan sögumann og Thöger Birkeland þýddar á islensku og vonandi að framhald verði á útgáfu verka hans. Af nógu er að taka. Hörður Bergmann. HUSEIGENDUR, HÚSBYGGJENDUR # Hverskonar rafverktakaþjónusta. Nýlagnir 0 Viðgeröir á gömlum lögnum — setjum upp lekarofavörn 1 eldri hús. 0 Dyrasimauppsetning. 0 Kynnið ykkur afsláttarkjör Rafafls svf,- sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega. RAFAFL Vinnufélag rafiðnaðar- manna Barmahliö 4 Auglýsingasíminn er 17500 UOBVIUINN Umboðsmenn Happdrættis Þjóðviljans REYKJANES Kópavogur: Alþýðubandalagið, Alfhólsvegi 11, simi 41746. Hafnarfjörður: Alþýðubandalagið, Þorbjörg Samúels- dóttir, simi 51636. Garðahreppur: Hilmar Ingólfsson, Simi 43809. Garður, Gerðum: Sigurður Hallmannsson, simi 92- 7042. Mosfellssveit: Runólfur Jónsson, simi 66365. Keflavik, Grindavik, Sandgerði, Njarðvik: Alþýðu- bandalagið, form. Karl Sigurbergsson, simi 92-2180. • ' VESTURLAND Akranes: Sigrún Gunnlaugsdóttir, simi 931656 Borgarnes og Borgarfjörður: Flemming Jessen, simi 937438. Hellissandur, Rif: Skúli Alexandersson, simi 936619. Ölafsvik: Kristján Helgason, simi 936198. Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, simi 938715. Stykkishólmur: Rafn Jóhannsson, simi 938278. Dalasýsla, Búðardalur: Kristján Sigurðsson, simi 952175. VESTFIRÐIR Isafjörður og Djúp: Þuriður Pétursdóttir, simi 943057. Hólmavik, Strandir: Sveinn Kristinsson, Klúkuskóla. Dýrafjörður: Guðm. Friðgeir Magnússon, Þingeyri. Súgandafjörður: Gisli Guðmundsson, simi 946118. V-Barðastrandarsýsla: Unnar Þór Böðvarsson, Tungumúla. A-Barðastrandarsýsla: Jón Snæbjörnsson, Mýrar- tungu. önundarfjörður, Flateyri: Guðvarður Kjartansson NORÐURLAND VESTRA Skagaströnd: Kristinn Jóhannsson, simi 954668. Blönduós: Sturla Þórðarson, simi 954357. Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson, simi 951384. Sauðárkrókur, Skagafjörður: Hulda Sigurbjörnsdóttir, simi 955289. Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnarson, simi 9671271. Hofsós: Gisli Kristjánsson, simi 956341. NORÐURLAND EYSTRA Akureyri: Haraldur Bogason, simi 96-11079. Dalvik: Hjörleifur Jóhannsson, simi 96-61237. Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, simi 96-62267. Húsavik: Snær Karlsson, simi 96-41397. S-Þingeyjarsýsla: Þorgrimur Starri, Garði. N-Þingeyjarsýsla: Angantýr Einarsson, simi 96-51125. AUSTURLAND Höfn, Hornafirði: Benedikt Þorsteinsson, simi 97-8243. Djúpivogur: Eysteinn Guðjónsson. Breiðdalsvik: Guðjón Sveinsson Fáskrúðsfjörður: Baldur Björnsson. Eskifjörður: Alfreð Guðnason. Reyðarfjörður: Anna Pálsdóttir, simi 97-4166. Seyðisfjörður: Jóhann Jóhannsson, simi 97-2425. Borgarfjörður: Sigriður Eyjólfsdóttir, Asbyrgi. Egilsstaðir og Hérað: Guðrún Aðalsteinsdóttir, simi 97-1292. Neskaupstaður: Bjarni Þórðarson, simi 97-7178. SUÐURLAND Eyrarbakki, Stokkseyri: Frimann Sigurðsson, simi 99- 3215. Hveragerði: Sigmundur Guðmundsson, simi 99-4259. Arnessýsla: Sigurður Björgvinsson, Neistastöðum. Selfoss: Iðunn Gisladóttir, simi 99-1689. Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason, simi 99-3745. Hella, Hvolsvöllur: Guðrún Haraldsdóttir, Hellu. Rangárvallasýsla: Hulda Jónasdóttir, Strandarhöfði. Vik i Mýrdal, V-Skaftafellssýsla: Magnús Þórðarson, Vik, simi 99-7129. Vestmannaeyjar: Jón Traustason, simi 98-1363.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.