Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 5
Sextugur 27. desember Miðvikudagur 24. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Gísli Benediktsson Brekku, Reyðarfirði Það er ævinlega erfitt að gera upp á milli manna, og þó einkum, ef um er að ræða frændur og vini. En ekki hika ég við að telja Gisla frænda minn frænda bestan, enda eru öll okkar kynni þann veg frá fyrstu bernskudögum til þessa dags, er hann nú stendur á sex- tugu. Þvi hlýt ég að senda honum litla afmæliskveðju i Þjóðviljan- um, þó sannarlega ætti hann betri kveðju skilið. Ég veit, að undir þá kveðju munu margir taka, svo vinsæll sem hann er fyrir sakir greiðvikni sinnar og hjálpfýsi og þá ekki sið- ur vegna hins ljúfa og glettna við- móts sins. Kannski eru bernsku- og æsku- árin minnisstæðust alla tið. Og sannarlega var Gisli mér góður, þegar ég var drengur, þá var svo sem jafnan siðar gott til hans að leita. Ég varð snemma elskur að honum og ekki spillti það, að við áttum það sameiginlegt að hafa yndi af sauðkindinni, og aldrei þreyttist Gisli á óendanlegum þulum minum um kosti þessarar eða hinnar ærinnar, sem ég hafði mest dálæti á þá stundina. Með honum fór ég i fjárhúsin og stund- um upp i Sellönd að leita kinda og i fylgd hans var gott að kynnast þeim töfraheimi, sem þar var fólginn, sem mér hefur jafnan r'eynst gott að hverfa til i hugan- um i erli borgarlifsins. Þá sagði hann mér ýmsar sögur að norðan og eins úr nágrenninu, en bæði ég hann aö segja mér frá bernskuárum sinum, vék hann talinu að öðru eða sagði mér hressilega gamansögu i þess stað. Þetta skildi ég siðar, þegar mamma var að segja mér frá bernsku og æsku þeirra systkin- anna, ótrúlegri vinnuþrælkun og harðýögi, sem ekki sist kom hart niður á Gisla, sem aidrei kvartaði eða hlifði sér. Þau þrældóms- merki bernskunnar ber hann ævi- langt. En á hinn innri mann setti það engin greirtanleg merki, ljúflyndi og glettni er einkenni, sem hafa ætið lylgt honum. Gisli er hraust- menni með afbrigðum, og oft hef- ur mér fundist, sem hann kynni ekki aö hræðast. Enga veit ég öruggari og fót- vissari á fjallaslóðum, ekki sist i klettum, þar sem hann hefur með áræði sinu og hreysti bjargað margri kindinni frá hungur- dauða. Þrælkun bernsku- og æskuára fékk hvergi bugað kjark hans og skap. Hann er eðlisgreindur maður og fylgist vel með, einkum er á- hugi hans bundinn kjaramálum hins vinnandi manns. Sjálfur er hann dæmigerður fulltrúi is- lenska erfiðismannsins, hörðum höndum hefur hann háð sina lifs- baráttu, en kvartar hvergi. Hugleiknast mun honum hafa verið starf bóndans og vel hefði hann sómt sér á kostarikri jörð, eigandi úrval kinda. Hann stund- aði enda búskap lengi en hefur um árabil unnið við fiskverkun, nú alllengi sem verkstjóri. Hann er sannarlega maður iðjusemi og dugnaðar, að hverju sem hann gengur. En sá eðlisþáttur hans, sem þó er hvað rikastur er hin einstæða greiðvikni hans og hjálpfýsi við náungann. Hvenær sem til hans er leitað og af hverjum, hvernig sem á stendur, þá er brugðið við og ekki um það hirt, þó ofan á langan og erfiðan vinnudag sé bætt nokkrum vinnustundum i viðbót. Þar hefi ég og min fjölskylda notið góðs af óteljandi sinnum og verður seint fullþakkað. Eða þá þessi glitrandi spaug- semi og glettni, þrátt fyrir þreytu og sárar þrautir, sem fylgt hafa honum frá bernsku. Þar er ekki beiskjan eða illviljinn i öndvegi öðru nær. Skapmikill er hann þó og þá helst kemur það fram, ef rætt er um kjör alþýðunnar i þessu landi, þá er oft gaman að hlýða á kjarn- yrt svör heitrar baráttulundar, sem aldrei heiur beygt sig fyrir oki eriiðisins. Það er þvi ekki að ófyrirsynju, að Gisli hefur nú á annan áratug verið i stjórn Verkalýðsfélags Reyðarf jarðar- hrepps og lengst varaformaður þess íélags. Ég veit, aö nú er Gisla farið aö oibjóða allt þetta skraf i „strákn- um ", en vita má hann það, að hér er ekkert ofsagt. Ég ætla hér ekki að rekja ævi- íeril hans en fæddur er hann árið 1915, 27. desember á Mosfelli i Svinavatnshreppi i Húnavatns- sýlsu. sonur hjónanna Guðrúnar Fr. Þorláksdóttur og Benedikts Helgasonar bónda þar. Barnung- ur fór hann að heiman, þvi mörg voru börnin og efnin smá, énda faðir hans heilsuyeill. Ég hef áður vikið að áhrifum þessa, en til Austurlands kemur hann árið 1933 til systur sinnar og manns hennar aö Seljateigi i Reyðar- lirði. Gisli festir ráð sitt 1938 og á Reyðaríirði hefur heimili hans verið siðan. Eiginkona hans var sú ágæta kona Guðrún Elisadóttir lrá Reyðarfirði. Gunna, eins og hún var ætið kölluð, var mér eink- ar kær, til hennar kom ég barn sem íullorðinn og ætið var þar best að koma. Húsmóðir var hún hin ágætasta, gestrisni hennar var viö brugðið og margt kær- leiksverkið vann hún gagnvart þeim, sem minnst máttu sin. Hún var sivinnandi eljukona, verklagin hið besta, hún stundaöi talsvert saumaskap, þrátt fyrir litla tilsögn og við hrifuna var hún forkur dugleg, þó ekki væri hún há i loltinu. Hjónaband þeirra varð báðum til gæfu, en þar dró of skjótt ský fyrir sólu. Gunna and- aðist vorið 1964 úr þeim skæða sjúkdómi, sem læknavisindin standa enn ráðþrota gegn. Um þessa dýrðarkonu á ég margar minar björtustu minningar, ylj- aðar heitri þökk. Viðfráfall hennar var mikill og sár harmur kveðinn að Gisla frænda minum, en hann tók hon- um með sinni óbifanlegu karl- mennsku. Þeim hafði ekki orðið barna auðið, en fósturson tóku þau, sem varð sannkallaður ljósgeisli i lifi þeirra. Þórir býr enn með föður sinum, hann er efnismaður hinn mesti og m.a. er hann einhver fjölhæfasti leikari austanlands. Gisli er þvi ekki einn, hann á lika gnótt góðra vina og kunn- ingja, sem munu i dag samfagna honum með þennan áfanga á ævi sinni. Við i fjölskyldunni sendum honum hjartanlegar hamingju- óskir með einlægri þökk fyrir allt á liðnum árum. Megi gæfan l'ylgja þér áfram á æviveg og komandi ár færa þér birtu og yl, svo sem þú best átt skilið. Helgi Seljan. Sendum öllum okkar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra okkar bestu jóla- og nýársóskir Stjórn Félags framreiðslumanna JÓLIN, hátíö friðar og Ijóss f ara í hönd. En að þeim loknum blasir kaldur veruleikinn við. Framundan er erfið og mikilvæg kjarabarátta. Samningar nær allra félagsmanna ASI eru lausir um næstu áramót Höfuðkrafan er stöðvun verðbólguvaxtar. Reynslan kennir okkur, að án þess að ráðist sé að rót- um meinsins, verður ekki um varanlegar kjarabætur að ræða. Nú þarf órofa samstöðu launþega gagnvart rfkisvaldi og atvinnurekendum. Al- þýðusambandið hvetur alla félaga sina til að standa saman og sýna ein- hug um þær ákvarðanir, sem teknar kunna að verða um verkfalls- heimildir og boðanir, ef á þarf að halda. Eining er af I. Gerum það að boðskap jólanna i ár. Gleðilega hátíð, Alþýðusamband ísiands , rS' gamlárskvöld hjá okkur Núeru útsölustaðirnir: Reykjavík- Kópavogur ■ Garðahreppur Suðurnes- ísafjörður- Blönduós Akureyri -Vestmannaeyjar og Hveragerði Flugeldamarkaðir |+J Hjálparsveita skáta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.