Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 9
Miövikudagur 24. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Er Bréf til Láru úrelt
að efni og boðskap?
Þessari spurningu var beint til
min einn dag ekki alls fyrir löngu.
Hún kom dálitið flatt upp á mig og
olli talsverðu róti i huga minum.
Spurningunni hef ég verið að
velta fyrir mér i nokkur ár i við-
tölum og rökræðum við kunningja
mina og vini. En ég hafði aldrei
verið knúinn svara við henni
skýrt og skorinort. Nú er höfund-
ur Bréfs til Láru horfinn af þessu
plani tilverunnar og bókin sjálf er
orðin rúmlega hálfrar aldar göm-
ul. Hún er löngu viðurkennd sem
timamótarit i islenskum bók-
menntum, fyrir þá sök að hún
skar á fjötra úrelts tjáningar-
máta og opnaði rithöfundum leið-
ir i ýmsar áttir til ferskari, opin-
skárri og frumlegri hugsunar, er
hæfðu lifssveiflum nýrrar aldar.
Sömuleiðis er bókin dáð sem frá-
bært listaverk að stil og fram-
setningu, viðfeðmu hugarflugi og
spámannlegum krafti. En hvað
um efni hennar og boðskap? Hef-
ur timans tönn rýrt gildi þessara
þátta bókarinnar? Þvi svara ég
afdráttarlaust neitandi. Að minni
hyggju hefur efni og boðskapur
Bréfs til Láru aldrei verið jafn
timabær og knýjandi sem einmitt
á þegsum sálarlausu upplausnar-
timum efnishyggju og úrkynjun-
ar. Skal ég nú reyna að finna
þessari fullyrðingu stoð með til-
vitnunum i bókina sjálfa og skir-
skotun til ástands mannfélags-
málanna nú á timum.
Efnivið Bréfs til Láru má fela i
þessu eina orði: maðurinn. 1
fyrsta lagi maðurinn sem ein-
staklingur. i öðru lagi staða hans i
umhverfinu og þjóðfélaginu og i
þriðja lagi hlutverk hans i al-
heiminum og þróun hans. Einn
rauði þráðurinn i Bréfi til Láru er
leit höfundarins að lifsviðhorfi, að
freista þess að gera sér grein fyr-
ir þvi hvers vegna hann lifi hér á
jörð og að hverju honum beri að
keppa. Lifsskoðun Þórbergs er
sósialismi til lausnar nærtækustu
þjóðfélagsvandamála. En sósial-
isminn einn fullnægir honum þó
ekki til skilnings á mannlegri til-
veru. Þekkingarþrá hans ristir
dýpra en svo. Þess vegna leitar
Þórbergur til guðspeki og aust-
rænna kenninga til að skýra fyrir
sjálfum sér, ekki aðeins þau lög-
mál er maðurinn og þróun hans
lýtur, heldur einnig hið flókna
sigurverk er nefnt hefur verið al-
heimurinn. Þessi óvenju við-
feðma undirstaða fyrir lifsskoðun
hans veitir honum öryggi sem
dugar honum ævina á enda.
Ef við virðum fyrir okkur ring-
ulreið þjóðfélagsins á okkar dög-
um blöskrar okkur blátt áfram
hve margir hafa gefist upp við að
gera sér meðvitaða grein yrir
stöðu sinni og hlutverki. Yfir-
gnæfandi meirihluti einstakling-
anna svifur i lausu lofti. Uppgjöf,
ráðleysi, vonleysi, stefnuleysi —
og hið skelfilegasta af öllu — trú-
lcysi steglir og pinir allan hinn
svonefnda vestræna heim. Vél-
rænan, gervimennskan og hugs-
unarháttur hópsálarheimskunnar
þrumir yfir hverju mannsbarni
frá vöggu til grafar og drepur
ekki aðeins i dróma allt andlegt
lif heldur firrir einstaklingana
dýpstu og upprunalegustu eigin-
leikum sinum, svo þeir eru varla
lengur skapandi verur heldur
glymjandi maskinur. Ég freistast
næstum til að taka svo djúpt i ár-
inni að segja, að hafi maður talað
við einn af samborgurum sinum,
þá hafi maður rætt við þá alla.
En Þórbergur var hins vegar
gæddur óvenjulega skýru og
frumlegu einstaklingseðli og átti
bæði hugrekki og áræði til að lifa
óháður „samábyrgð mannlegrar
heimsku”. Og honum var auk
þess gefin sú dýrmæta náðargáfa
að geta miðlað öðrum sinum sér-
persónulegu tilfinningum,
reynslu, skynjunum og skoðunum
* rituðu máli með frábærri
mælsku, innblásnu andriki, leiftr-
andi kimni og fjölskrúðugum stil
er glitrar og glóir i öllum tilbrigð-
um islenskrar tungu. Ævisögu-
brot hans fela i sér skóhljóð dá-
inna daga, bergmál menningar
sem nú er horfin og yngra fólk
þekkir aðeins af bókum eða sögu-
sögnum eldri manna. Hógværar
og hljóðlátar leiðslulýsingar hans
,,bera yfirbragð eilifrar æsku”
svo vitnað sé til orða Sverris
Kristjánssonar. Yfir þeim hvilir
mildur blær dulúðar og rómantik-
ur er stingur einkennilega i stúf
við kalda efnishugsun nútimans.
Og taumlausar imyndanir hans
um djöfla og forynjur, og skripi
og skuggamyndir, snerta okkur
sem stynjum undir oki vél-
mennskunnar næstum þvi einsog
opinberun. Þarna finnum við
upprunaleikann, hið mennska eðli
er við leitum að i sjálfum okkur
og öðrum, en þjóðfélagið hefur
sökkt niður i ystu afkima sálar-
innar. ,,Ég fagna aldrei svo ljósi
dagsins, að ég tárist ekki yfir
heimsku og mannúöarleysi”.
„Enginn, sem eitt augnablik ævi
sinnar hefur orðið snortinn af ein-
hverju æðra en nægjusemi svins-
ins, getur haft daglega fyrir aug-
um sér heimsku, vanþekkingu,
rangsleitni og skipulagsleysi án
þess að gera eitthvað til að bæta
úr þvi. Það ris gegn visindaeðli
hans. Það særir fegurðarsmekk
hans. Það ofbýður réttlætistil-
finningu hans. Hvernig get ég étið
mat minn áhyggjulaus og gengið i
finum fötum, meðan mikill meiri-
hluti mannkynsins sveltur heilu
hungri og klæðist tötrum?” Svo
mælir Þórbergur i Bréfi til Láru.
Hjá hve mörgum merkjum við
jafn djúpa viðkvæmni og sam-
kennd með öllu er lifsanda dreg-
ur, á þessum timum styrjalda,
haturs og sálarkulda? 1 sjálfslýs-
ingu Þórbergs i Bréfinu ómar
hinn sanni eða „hreini tónn” eins-
og Halldór Laxness myndi kalla
það. Þórbergur var sjálfum sér
trúr, allt frá þvi hann ungur var
ofviti austur i Suðursveit og til
dauðadags i Reykjavik, þá há-
aldraður maður, viðlesinn og
frægur rithöfundur, viðurkenndur
sem einhver mesti sagnameistari
og stilsnillingur islenskrar tungu.
Hann var grafinn i kyrrþey (eða
þvi sem næst) að eigin ósk til að
losna við þá háðung að vera um-
kringdur toppfigúrum og at-
vinnulygurum sem lofuðu hann
og prisuðu með meiningarlausu
orðaglamri. En lifsstarfÞórbergs
var honum dauðum nægjanlegur
minnisvarði. Þetta er að vera
mikill af sjálfum sér. En sumir
eru dubbaðir upp i að vera ,,mikl-
ir" af kennivöldum þjóðfélagsins
og útför þeirra fer fram á ,,veg-
um rikisins” með halelúja-
serimónium og afkáralegum upp-
skafningshætti sem er i æpandi
mótsögn við einfaldleik dauðans.
Efni og boðskapur Bréfs til
Láru er að miklu leyti samofin i
eina heild. En hver er þá boð-
skapur bókarinnar? Það er með-
vituð uppreisn. Mótmæli gegn
rangsnúnu og úreltu þjóðskipu-
lagi er kallar neyð og kúgun yfir
meirihluta jarðarbúa og andóf
gegn stöðnuðum lifsformum er
ekki slá lengur i takt við hjarta-
slög timans i pólitik, trúmálum,
listum, menningarmálum og al-
mennum lifsháttum. Hinn já-
kvæði þáttur þessarar uppreisnar
er baráttan fyrir betri og fegurri
heimi. En umfram allt andlegri
heimi. Til þess að ná þessu mark-
miði bindur Þórbergur vonir sin-
ar við sósialismann. Hann sé hið
eina fagnaðarerindi nútimans. 1
upphafi LII. kapitula Bréfs til
Láru segir svo: ,,1 heimi þessum
berjasttvö andstæð meginöfl, aft-
urhaldog framsókn. Afturhaldið,
heimskan, deyfðin og aðgerðar-
leysið er i ætt við efnið og ellina.
Það er stamt íyrir og skilnings-
laust. Hugsun þess mjakast á-
fram eftir spori vanans. Það
streitist við að halda rás atburð-
anna i sama horfinu og þeir runnu
i á dögum afa og ömmu. Það á
enga hugsjón aðra en þá að'
hindra rás þróunarinnar og hrúga
að sér veraldlegum gæðum Það
þekkir enga heildartilfinningu,
ekkert heildarsiðferði. Ekkert ó-
eigingjarnt samstarf.... Fram-
sóknin, fjörið og stórræðin eru i
ætt við tilfinningarnar og æskuna.
Hún logar af hugsjónum. Hún
berst fyrir réttlæti, mannbótum
og samstarfi. Kjörorð hennar er
„almenningsheill" og „samhjálp
gegn rangsleitni”. Starf hennar
er þvi barátta gegn hinum eigin-
gjörnu öflum”.
Eftir
Sigurð
Guðjónsson
Varla hefur þeim kröftum er
spyrna gegn framvindu þróunar-
innar og þeim er vinna með lög-
málum lifsins verið betur lýst i
stuttu máli. Þegar þessi orð voru
skrifuð var sósialisminn aðeins i
mótun i einu riki — Sovétrikjun-
um. Nú hefur hann lagt undir sig
hálfan hnöttinn og fer hröðum
skrefum. Hvar sem litast er um á
yfirborði jarðar er baráttan milli
afturhalds og framsóknar i al-
gleymingi og hefur aldrei verið
jafn hörð og miskunnarlaus.
Þessi átök móta alla þætti mann-
legs lifs innan hvers þjóðfélags en
jafnframt koma þau fram skarp-
ast og ótviræðast i stórbrotnum
styrjöldum og byltingum sem
hafa endaskipti á sjálfri undir-
stöðu þjóöfélagsbyggingarinnar.
Fyrir þá er fæddust eftir siðari
heimsstyr jöld var það sem
endurfæðing að fylgjast með þvi
er sósialisminn feykti út i ystu
myrkur siðustu dreggjum deyj-
andi ómenningar i Kambódiu og
Vietnam fyrir rúmu hálfu ári sið-
an. Það var i fyrsta skipti sem
yngri kynslóðir upplifðu átökin
milli framsóknar og afturhalds i
sinni eigin samtið. Árum saman
höfðum við beðið úrslitanna með
óþreyju. Við vissum að þau gátu
aðeins orðið á eina lund: „Þegar
stirðnuð öfl hafa hindrað rás lifs1
orkunnar um langt skeið, ofreynt
þolinmæði hennar, þá sviptir hún
af sér fjötrunum i einni svipan,
gerir byltingu”, „Bylting er
Skeiðarárhlaup andlegrar fram-
sóknar, sem jökulstiflur ihaldsins
hafa varnað framrásar”.
Kjarninn i öllum pólitiskum og
heimspekilegum hugleiðingum
Þórbergs er einmitt andleg fram-
sókn. Hann litur á manninn sem
andlega veru er spillt þjóðfélag
meinar að vaxa að visku og
þroska. En Þórbergur telur að
takmark mannsins á þessari jörð
og öðrum tilverustigum sé að öðl-
ast sem mestan andlegan þroska.
Og hann skilgreinir baráttu sina
fyrir efnalegum framförum á
þessaleið: „Efnaleg velmegun er
undirstaða andlegs lifs. Þess
vegna berst ég fyrir efnalegum
umbótum”. Annars staðar skrif-
ar hann: „Þungamiðja jafnaðar-
stefnunnar er andlegt frelsi og
allsherjarbræðralag, aö losa sál
mannsins úr viðjum efnalegrar
ánauðar, gera manninn menntað-
an, viðsýnan, kærieiksrikan, and-
legan, — frjálsan”.
En flestir sósialistar hafa allt
til okkar daga barist hatramm-
lega gegn þessum andlegu sjón-
armiðum Þórbergs einsog hann
útlistar þau i Bréfi til Láru og við-
ar. Sumir hafa meira að segja
gengið svo langt að saka hann um
að rugla verkalýðinn i riminu og
slæva hörku hans i stéttabarátt-
unni með „óraunsæjum dulspeki-
órum”. Hinsvegar hafa þeir allir
verið honum samdóma um það,
að auðvaldið varni einstaklingun-
um freisis til að nýta hæfileika
sina, sem þeir telja þó miklu tak-
markaðri og efnislegri en Þór-
bergur gerir ráð fyrir. Þeim sem
ekki eru sósialistar hefur auðvit-
að engu betur tekist að botna i
viðhorfum Þórbergs. Til þess er
næmi þeirra alltof vanþroska og
sjóndeildarhringur þeirra torf-
kofalegur. I augum langflestra
þeirra er maðurinn eins konar lif-
fræðileg vél og veröld hans efnis-
legur heimur i þrengsta skilningi.
Og þessar mannkindur haga lifi
sinu eftir þvi, sem skynlausar
skepnur er fyrirlita öll æðri sjón-
armið, en kappkosta að hrúga að
sér veraldlegum auðæfum og
koma ár sinni sem best fyrir borð
i þjóðfélaginu. En á siðustu
fimmtán til tuttugu árum hefur
laumast fram á sjónarsviðið ný
„manngerð” er aðhyllist mjög
svipaðar skoðanir á eðli og gerð
mannssálarinnar og umheimsins
og Þórbergur. Fyrst og fremst er
hún hjartanlega sammála honm
um úrkynjun kapitalismans og
nauðsyn sósialskra lifshátta um
alla jörð. Hún óttast jafnvel ekki
blóðuga byltingu ef ekki reynist
unnt að sigrast á auðvaldsó-
freskjunnni með öðrum hætti.
Þórbergur var einnig allsendis ó-
hræddur við byltingu jafnvel þó
hún kynni að kosta blóð og tár.
llann segir i XXL kapitula Bréfs
til Láru: „Það er andleysi vort er
býr oss ótta við byltingu." Með
þessu á hann við, að svo mikil geti
andlega ánauðin orðið, að blóðug
bylting sé ekki aðeins réttlætan-
leg heldur verði blátt áfram ekki
hjá henni komist. Hann segir að
fólk hafi aðeins áhyggjur af
eignatjóni og likamlegum hrell-
ingum. Það skynji einungis efnis-
lega hluti og æðsta takmark
þeirra sé að strita myrkranna
millum fyrir einskisverðu glingri
og skrumi. Áhugamál þeirra sé
ytra prjál og hopp og hi: ,,En þótt
sálir þeirra séu rændar og mvrtar
og andleg verðmæti fótum troöin
— það bakar þeim aldrei á-
hyggjustund”. Eru þessi orð ekki
geigvænlega sönn fyrir „vel-
ferðarþjóðfélög” nútinians, þar
sem allir hafa orðið nóg að bita og
brenna. en eru þó ekki annað en
spriklandi sprellikarlar i spotta
sem stjórnað er af krumlum
kennivalda þjóðfélagsins?
Hin nýja „manngerð” hefur
sagt þessum rotnu þjóðféiags-
háttum strið á hendur og afneitar
skilyrðislaust falsaðri lifsspeki
þeirra. Ég kýs fremur að kalla
þennan andófshóp „manngerð"
en kynslóð, þvi þó þetta sé vfir-
leitt ungt fólk, er það ekki munur
Þórbergur: Sigildur boðskapur
eða úreltur?
á árafjölda sem greinir þessa
„manngerð” frá öðrum kynslóð-
um. Það er fyrst og fremst allt
annað mat á gildum mannlegs lifs
og önnur heimsmynd, sem i
grundvallaratriðum er gjörólik
hinum befðbundnu hugmyndum
þjóðfélagsins. Þessi viðhorf eru
aðeins að litlu leyti sprottin af
bóklestri þó áhrif austurlenskra
heimspekirita séu einhver. Þau
byggjast á skynjun og upplifun
umhverfisins og viðbrögðum
gegn þvi. En það er ekki ástæða
til að fara nánar út i þessa sálma
hér. Þeir sem á annað borð hafa
tileinkað sér þessa heimsmynd
þarfnast ekki skýringa, en þeir
sem blindir eru og daufdumba
munu eftir sem áður ráfa um i
sinu andlega svartnætti. „Mann-
gerð” framtiðarinnar þolir ekki
að sjá sálir manna afskræmdar
og þeim tortimt. Hún hrópar á
andlegt frelsi. Hún afneitar kenn-
ingum efnishyggjunnar um eðli
mannsins en litur á hvern ein-
stakling sem hlekk i alheims-
keðju sem sé ein órjúfanleg, sam-
ofin heild. Af þvi leiðir að ein-
staklingar og þjóðir eiga engar
sérstakar sakir á hendur hver
annarri. Það er aðeins til ein þjóð
og hún heitir mannkvn. Og það er
einungis við einn óvin að etja og
það er aiþjóðlegt afturhald. Þetta
fólk krefst uppreisnar. Ekki að-
eins þjóðfélagsumbóta i átt til
sósialisma heldur jafnframt bylt-
ingar frá kyrrstæðri efnisbund-
inni heimsmynd til lifrænna and-
legra sjónarmiða i skilningi á lög-
málum manns og tilveru. Þessi
byltingakynslóð, sem er óháð öll-
um fræðilegum kreddum og
flokkspólitiskum fjötrum. hefur
færst i aukana með degi hverjum
siðustu árin og viðhorf hennar
breiðast út með hraða hugsunar-
innar. En alls staðar hefur hún
verið ötuð ruddalegum rógi og
sums staðar sætt grimmilegum
ofsóknum. Hún hefur verið fyrir-
litin og úthrópuð i öllum löndum
sem úrkynjuðustu dreggjar
mannlegrar niðurlægingar. Og
fremstir i flokki þessarar óþokka-
iðju standa fulltrúar rikjandi aft-
urhalds: geldir fjölmiðlar. mygl-
aðir prestar og prelátar, krossað-
ir biskupar, ellihrumir siðferðis-
postular. uppþornaðir menn-
ingarfrömuðir. fúnir skólasér-
vitringar. teprulegir uppeldis-
leiðtogar, sköllottir stjórnmála-
fósar og siðast en ekki sist her og
lögregla — þessi járnslegnu tákn
blindni og hroka. Jafnframt mala
þessar tómu kvarnir ámátlegan
lofsöng um dýrð og ágæti hins
kapitaliska „velferðarþjóðfé-
lags".
En þetta haturs- og ofsóknaræöi
auðvaldsins og skutulsveina þess
gegn þeim er skorið hafa upp her-
ör gegn lifslygi og úrkynjun þess,
er aðeins rækileg staöfesting orða
Þórbergs i Bréfi til Láru að i
„heimi þessum berjast tvö and-
stæðmeginöfl. afturhaldog fram-
sókn”. Hrun afturhaldsins er eins
óumflýjanlegt og árstiðaskiptin.
Og fall þess verður mikið. „Hið
andlega lif ber ávallt sigur úr být-
um. af þvi að það er undirstaða
réttlætisins”.
t þessu ágripi hef ég leitast við
að sýna fram á að Bréf til Láru sé
siður en svo úrelt að efni og boð-
skap. Þvert á móti. Hún er ekki
aðeins fullkomlega nútimaleg
heldur bendir einnig til fram-
tiðarinnar.
Revkjavik i nóvember 1975
Sigurður Guðjónsson