Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 22
22 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. desember 1975.
r
Samþykkt verkalýðsfélagsins Jökuls Olafsvik:
Látið ekki gera
hrossakaup um
auðlindir okkar
Fundur i Verkalýðsfélaginu
Jöklu haldinn 7/12 1975 gerði
eftirfarandi samþykkt:
Fundurinn fagnar útfærslu
landhelginnar við Island i 200 sjó-
milur. Þá vill fundurinn enn á ný
mótmæla harðlega þeim samn-
ingum sem gerðir hafa verið við
þjóðverja i landhelgismálinu ný-
verið samkvæmt samþykkt
fundar i félaginu frá 4/10 1975.
Þar sem varað er við samningum
við útlendinga innan hinna nýju
200 milna efnahagslögsögu.
Fundurinn lýsir undrun sinni á
ummælum sumra alþingis-
manna, að launþegastéttirnar
hafi ekkert leyfi til aö blanda sér i
slik mál. Fundurinn vill benda
stjórnmálamönnum á þá stað-
reynd að forustumenn launþega
eru i nánari sambandi við sina
umbjóðendur en hæstvirtir al-
þingismenn við sina kjósendur
sem i flestum tilfellum hafa ekki
Sigurður
Framhald af 15. siðu.
ann. Moynihan, aðalfulltrúi
Bandarikjanna, átti hér lika
verulegan hlut að máli. Honum
tókst að verða ein umtalaðasta
persóna þingsins, sökum þess hve
mikill orðhákur hann er. Ónefnd-
ur fulltrúi frá einu tryggasta
stuðningsriki Bandarikjanna,
sem ég rabbaði stundum við,
sagði við mig einsiega að Moyni-
han væri nú ekki góður diplómat,
en hann hældi hinsvegar mikið
John Scali, sem var fastafulltrúi
Bandarikjanna áður. Hann hefði
verið mjög góður diplómat. Mér
var sagt að Moynihan hefði notað
orð, sem menn láta sér yfirleitt
ekki um munn fara i þingsölum
Sameinuðu þjóðanna, eins og
„stórlygi”, big lie. En orð eins og
lygi heyrast yfirleitt ekki i um-
ræðum þarna. Við þingslitin
gengu fulltrúar Sovétrikjanna og
Austur-Evrópurikja út undir
ræðu Moynihans, en svoleiðis
mun ekki hafa gerst lengi.
Angolumálin áttu lika sinn þátt i
að hleypa hita i þetta þing.
Fjölga þyrfti í
fastanefnd
— Hvað viltu segja um þá þýð-
ingu,sem þátttaka Islands i störf-
um Sameinuðu þjóðanna hefur?
— Ég vil segja það að lokum að
ég er ákaflega ánægður yfir þvi
að hafa fengið tækifæri til að sitja
tvö allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna. Ég hef fengið staðfest-
ingu á þvi, bæði á þessu þingi og
samband við þá nema á fjögurra
ára fresti að undanskildum
nokkrum pólitiskum gæðingum,
hver i sinu kjördæmi.
Þá skorar fundurinn á alla
launþega hvar sem þeir standa i
pólitiskum flokkum, að standa
einhuga og sameinaðir um þessa
einu auðlind íslands sem er
undirstaða velmegunar islensku
þjóðarinnar, og láta aldrei póli-
tiska ævintýramenn gera hrossa-
kaup með auðlindir landsins
hvort sem er á sjó eða landi.
Þá lýsir fundurinn furðu sinni á
þeim vinnubrögðum rikisstjórn-
arinnar að taka ekkert tillit til
mótmæla, hvaðanæva af landinu,
sem henni bárust áður og eftir að
gengið var til samninga við v-
þjóðverja.
Þá þakkar fundurinn sérstak-
lega skipstjórum og skipshöfn
um þeirra á varðskipunum fyrir
framúrskarandi vel unnin störf
1973, i sambandi við atkvæða-
greiðslur, að þó að við séum ein-af
minnstu þjóðunum i samtökum
Sameinuðu þjóðanna, þá getum
við haft áhrif, ef við tökum á-
kveðna afstöðu. Akveðin afstaða
okkar getur sveigt aðra, sem eru
á báðum áttum, til að taka hana
einnig. Þannig hefur komið fram
að grannar okkar á Norðurlönd-
unum taka talsvert mið af okkur.
Ég held þvi að við eigum þarna
brýnt erindi. Hinsvegar held ég
að fastanefndin okkar sé of fá-
menn. I henni eru ekki nema tveir
menn, og yfir allsherjarþingið
eru þeir eiginlega bara þrir
þarna. Svo eru fulltrúar þing-
flokkanna. Hin Norðurlöndn eru
yfirleitt með það fjölmennar
sendinefndir, að það er yfirhöfuð
ekki ætlast til að þingflokkafull-
trúarnir taki þátt i atkvæða-
greiðslum. En við erum beinlinis
neyddir til þess, þvi að á siðasta
stigi þingsins komast fasta-
nefndarmennirnir hreinlega ekki
yfir það að sitja i öllum nefndum.
Ég er hissa á þvi að utanrikis-
ráðuneytið skuli ekki senda liðs-
auka til fastanefndarinnar úr
sendiráðunum, þar sem kannski
ltið er að gera á þessum tima. Að
visu var þarna maður frá ráðu-
neytinu nokkurn tima, en fyrstu
tvær vikurnar, að minnsta kosti,
sem við vorum þarna, var enginn
frá ráðuneytinu. Ég held að það
mundi bæði stuðla að aukinni nýt-
ingu á góðum starfskröftum utan-
rikisþjónustunnar og eins tryggja
virkari þátttöku i starfi allsherj-
arþingsins af Islands hálfu ef
þetta ráð Væri tekið.
við mjög svo erfiðar aðstæður
innan um verndarskip og vig
dreka sem virða engin lög eða
reglur, hvort sem er um islensk
eða alþjóðalög að ræða. Fundur-
inn lýsir yfir fyllsta stuðningi við
samþykktir og störf samstarfs-
nefnda um verndun landhelginn-
ar og þær samþykktir sem
heildarsamtöklaunþegahafa gert
i sambandi við þessi mál.
Að lokum varar fundurinn al-
varlega við hverskonar eftirgjöf i
grunnlinupunktum frá þvi sem nú
er, hér á Breiðafirði.
Hrakningar
á söltum
sjó
Hrakningar á söltum sjó eftir
Dougal Robertsson heitir bók,
sem komin er út hjá bókaforlagi
Odds Björnssonar. Þetta er ein-
hver frægasta skipbrotssaga
seinni ár: Það var þann 15. júni
1972klukkan 10 fyrir hádegi, sem
nokkur illhveli réðust að skútunni
Lucettu, þar sem hún var á sigl-
ingu á Kyrrahafi, 200 sjómilur
vestur af Mið-Ameriku og skútan
sökk á svipstundu. Dougal
Robertson og fjölskylda hans
komst f gúmbjörgunarbát — og i
bókinni segir frá baráttu þeirra i
38 sólarhringa á úfnu hafi, i
brennandi sólarhita og beljandi
regnstormum. Þessi frásaga hef-
ur verið gefin út i fjölda landa.
Ólafur Rafn Jónsson og Rafn
Kjartansson sneru bókinni á is-
lensku en hún heitir á frummál-
inu Survive and the Savage Sea.
— Bókin er 232 blaðsiður.
Jólabækurnar
BIBLÍAN
stærriog minni útgáfa,
vandað, fjölbreytt
band,
— skinn og balacron —
— f jórir litir —
Sálmabókin
í vönduðu, svörtu
skinnbandi og ódýru
balacron-bandi.
Fást í bókaverslunum 09
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ iSL. BIBLÍUFÉLAG
<guöbranb)5Stofu
Haltgrimskjrkja Reykjavik
simi 17805 opið 3-5 e.h.
dþ.
....... ................................I....
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við
andiát og útför
Sigurðar Guðnasonar
Sérstakar þakkir viljum við færa Verkamannafélaginu
Dagsbrún.
Kristin Guðmundsdóttir,
Guðný Sigurðardóttir, Björn Bjarnason
Ágústa Sigurðardóttir,
Hörn Siguröardóttir, Finnur Kristinsson
Guðfinna Sigurðardóttir, Farifax G. Drewsey,
Auður Sigurðardóttir, Hafsteinn Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Faðir okkar
Konráð Árnason Hjaiiabrekku 24,
andaöist 22. des. F.h. barna -
Eggert Konráðsson
Auk þeirra nýju laga,
sem getið hefur verið
um i Þjóðviljanum að
undanförnu, voru á síð-
ustu dögum þingsins
samþykkt ný lög, sem
hér greinir:
1. Verðjöfnun á raforku,
framlenging fyrri laga-
ákvæða. Samþykkt
samhljóða.
2. Fjáröflun til vegagerðar.
Lögin fela i sér stórhækkun
þungaskatts á dieselbilum.
Um málið var ágreiningur.
3. Lög um aukatekjur rikis-
sjóðs.
4. Lög um bátaábyrgð og lög
um samábyrgð fiskiskipa.
5. Lög um breytingu á lögum
um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna. Efni
laganna er að veita Kjara-
dómi mánaðarfrest til að
kveða upp úrskurð i kjara-
deilu opinberra starfs-
manna, — þ.e. til 31. jan
1976. Jafnframt er rikis-
sáttasemjara veitt heimild
til að leita sátta til 25.
janúar. Samþykkt
samhljóða.
6. Kaupstaðaréttindi til handa
Njarðvikurhreppi.
Samþykkt samhljóða.
7. Lög um heimild til að
endurgreiða skyldusparn-
að, ef brýna nauðsyn ber til
af félagslegum ástæðum,
eða ef um er að ræða ein-
stæða foreldra, námsmenn
eða öryrkja.
8. Lög um að þóknun hús-
næðismálastjórnar og laun
framkvæmdastjóra
Húsnæðismálastofnunar
rikisins skuli greiðast úr
Byggingarsjóði rikisins, en
annar kostnaður stofnunar-
innar úr Byggingarsjóði
rikisins og Byggingarsjóði
verkamanna i hlutfalli við
útlán hvors sjóðsins fyrir
sig.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið:
GÓÐA SALIN t SESÚAN
Frumsýning annan jóladag kl.
20. Uppselt.
2. sýning laugard. 27. des. kl.
20. Uppselt.
3. sýning þriðjud. 30. des. kl.
20.
CARMEN
sunnud. 28. des. kl. 20.
Uppselt.
föstud. 2. jan. kl. 20. Uppselt.
SPORVAGNINN GIRND
laugardaginn 3. jan. kl. 20.
Litla sviðið:
MILLI HIMINS
OG JARÐAR
sunnudaginn 28. des. kl. 15.
Miðasalan opnar 13,15 annan
jóladag. Simi 1-1200.
^LElKFÉLAG^
BfKEYKJAYÍKUR^g
SKJALDHAMRAR
2. jóladag kl. 20,30.
SAUMASTOFAN
laugardag 27. 12, kl. 20,30.
SKJALDHAMRAR
sunnudag 28.12. kl. 20,30.
EQUUS
eftir Peter Shaffer.
Þýðandi: Sverrir Hólmarsson.
Leikmynd: Steinþór Sigurðs-
son.
Leikstjóri: Steindór Hjörleifs-
son.
Frumsýning þriðjudag' 30.12,
kl. 20,30.
2. sýning nýársdag kl. 20,30.
Aðgöngumiðasalan i Iðnó er
opin frá kl. 14, 2. jóladag. Simi
1-66-20.
Gleðileg
jól!
og farsælt
komandi ár
Meistarafélag
pípulagningarmanna
Ráðgjafastörf —
Málmiðnaður
í ársbyrjun 1976 kemur til framkvæmda
tækniaðstoðaráætlun i þágu málm-
iðnaðarins. Að henni munu standa
iðnaðarsamtök- og stofnanir með sér-
fræðiaðstoð frá S.þ.
Nokkrir islenskir sérkunnáttumenn með
þekkingu og reynslu i hönnun, fram-
leiðslu- og rekstrartækni, helst á sviði
málmiðnaðar verða lausráðnir vegna
tækniaðstoðarinnar i eitt til þrjú misseri.
Til greina koma m.a. verkfræðingar,
tæknifræðingar og viðskiptafræðingar.
Þeir, sem hafa áhuga á ofangreindum
störfum eru beðnir að gefa sig fram fyrir
8. janúar við.
Iðnþróunarstofnun íslands
Skipholti 37, Reykjavik
simi 8-15-33
Félag
matreiðslumanna
óskar landsmönnum gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári.