Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 24. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Rætt viö Sigurð Blöndal um störf fjórðu nefndar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og fleiri atburði á þinginu Aðalbækistöðvar Sameinuðu þjúðanna i New Vork. Skvjakljúfurinn til hægri er nýtekinn i notkun. Stormasamt allsherjarþing Sigurður Blöndal/ vara- þingmaður Alþýöubanda- lagsins sat nýafstaðið alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi Al- þýðubandalagsins í sendi- nefnd Islands. Sigurður starfaði einkum í svokall- aðri fjórðu nefnd þingsins, sem fjallar um nýlendu- mál og hefur að tilgangi að tryggja nýlendum sjálf- stæði. Þjóðviljinn hafði tal af Sigurði er hann kom heim frá New York fyrir jólin og spurði hann um störf fjórðu nefndarinnar og það sem á þinginu gerð- ist yfirleitt. — Hvað var helst á döfinni i af- nýlendunarnefndinni að þessu sinni, Siguröur? — Fyrir rúmri viku var þess minnst með sérstökum fundi i allsherjarþinginu að fimmtán ár voru liðin frá þvi að samþykkt var á þinginu yfirlýsing um það, að veita nýlenduþjóðum og lönd- um sjálfstæði. Allir þeir fulltrúar sem tóku til máls i sambandi við þetta, að veita nýlenduþjóðum sjálfstæði, vitnuðu i þessa sögu- legu ályktun frá 1960, og kom fram'ab fulltrúar almennt litu á hana sem þáttaskil i nýlendu- málastarfi Sameinuðu þjóðanna. Allar ályktunártillögur, sem fram voru lagðar i afnýlendunar- nefndinni, hófust á tilvisun til þessarar ályktunar. 1 þessari sögulegu ályktún er meðal annars tekið fram að það sé gagnstætt sáttmála Sameinuðu þjóðanna að halda þjóðum undir erlendum yfirráðum, drottnun og arðráni og að það sé jafnframt afneitun á grundvallarmannréttindum. I framhaldi af þvi væri kannski á- stæða til að ræða nánar hvað gerðist hjá okkur i afnýlendunar- nefndinni núna, en félagar minir i fastanefndinni töldu að þar hefði verið óvenju fjörugt á þessu þingi. Að minnsta kosti var þar fjörugra nú en 1973, þegar ég sat þar þá. Alyktunartillögur um að veita þjóðum sjálfstæði voru miklu fleiri nú. Hér var um að ræða lönd undir stjórn Ástraliu, Frakklands, Nýja-Sjálands, Portúgals, Spánar, Bandarikj- anna en einkum Bretlands, auk Namibiu, sem að formi til er gæsluverndarsvæði Sameinuðu þjóðanna, en Suður-Afríka hefur ólöglega undir sinni stórn. Hér er einkum um að ræða eyjaklasa i Kyrrahafi og Karibahafi, en einn- ig fáein svæði á meginlöndum. Allar þessar tillögur um að veita nýlendum sjálfstæði voru sam- þykktar með miklum meirihluta atkvæða, flestar samhljóða. Herstöðin á Gúam — Um einhverjar nýlendurnar urðu þó deilur? — Já, mál einstakra af þessum nýlendum reyndust harla við- kvæm. Á þessu þingi urðu sjálf- stæðismál einkum fjögurra ný- lenda hitamál, það er að segja Belize eða breska Honduras, Austur-Timor, franska Sómali- lands og spænska Sahara. Til gamans má geta þess, að i tveim- ur tilfellum kom upp nokkuð sérkennilegur ágreiningur við at- kvæðagreiðslur. Annað ,var i sambandi við þann hluta Samoa- eyja, sem Bandarikin ráða, og Gúam, sem einnig er bandarisk nýlenda. bað var vegna þess, að i formála að ályktunartillögunni var vikið að herstöð Bandarikj- anna á Gúam. í atkvæðagreiðsl- unni i afnýlendunarnefndinni greiddu Bandarikin eitt rikja at- kvæði á móti tillögunni um að veita Gúam sjálfstæði, en tsland og öll hin Norðurlöndin, nema Danmörk, voru meðai þeirra sem greiddu atkvæði með. En svo gerðist 'það sniðuga að þegar til- lagan var afgreidd á allsherjar- þinginu sem ályktun þess, þá voru Noregur og tsland búin að breyta afstöðu sinni og sátu hjá. Ég bað sendiherrann að láta það koma skýrt fram i skýrslu að ég væri þvi algerlega ósamþykkur að Island breytti þannig afstöðu sinni i þessu máli. Það var ekkert leyndarmál að afstaða Banda- rikjanna stafaði af þvi, að minnst var á herstöðina i tillögunni, og varla er gerandi ráð fyrir öðru en að breytingin á afstöðu tslands og Noregs — tveggja Nató-landa og annars með bandariska herstöð — hafi orðið vegna þessarar af- stöðu Bandarikjanna. t tillögunni var látið að þvi liggja að óæski- legt væri að herstöðin yrði áfram þar á Gúam. Nýju-Suðureyjar og frakkar Það sama gerðist i sambandi við Nýju-Suöureyjar, eyjar á Suð- ur-Kyrrahafi sem bretar og frakkar stjórna sameiginlega. 1 einni grein ályktunarinnar um þær voru kjarnorkutilraunir frakka á Kyrrahafi fordæmdar. Af þessari ástæðu greiddu frakk- ar atkvæði á móti tillögunni. I fyrra hafði tsland setið hjá i at- kvæðagreiðslu um þessa tillögu — sumar þessara tillagna koma fyr- ir allsherjarþirígið ár eftir ár — og mér þótti gaman að þvi að ekki færri en þrir úr frönsku sepdi- nefndinni höfðu samband við mig, bæði munnlega og i sima, til að forvitnast um það hvort ísland myndi ekki örugglega sitja hjá i þetta sinn lika. Frakkarnir höfðu uppi talsverðan áróður fyrir þvi að þau riki, sem höfðu verið á móti tillögunni eða setið hjá síð- ast, breyttu ekki afstöðu sinni. En i þetta sinn greiddi Island atkvæði með tillögunni og þar með for- dæmingunni. Danmörk sat hjá. Siðan Danmörk gekk i Efnahags- bandalag Evrópu er það orðið á- berandi hvað hún fylgir öðrum EBE-rikjum fast eftir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna virðist ekki treysta sér til að breyta gegn vilja stóru bræðra sinna þar. Hvað þetta snertir sker Danmörk sig allmjög úr öðrum Norðurlöndum núorðið. Hitamál — En það urðu sem sagt harð- ari deilur um nokkrar nýlendur? — Mergurinn málsins viðvikj- andi Belize er að bretar hafa veitt þvi landi sjálfstjórn og greiddu sjálfir atkvæði með þvi að það yrði sjálfstætt riki. En á móti var Guatemala, sem vill sölsa Belize undir sig. Sum riki Rómönsku- Ameriku komust þarna greini- lega i vanda, og ef ég man rétt fylgdu ellefu þeirra Guatemala. Þarna urðu á lokastigi afskaplega skemmtilegar umræður um málsmeðferð, þar sem sendi- herra Guatemala beitti allri sinni leikni til þess að reyna að tefja málið og sveigja það til. Næsta hitamál var svo spænska Sahara, og fór i það langur timi. Þarna komu fulltrúar frá sjálfstæðis- hreyfingunni Polisario, sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna, er var i spænska Sahara i fyrra, taldi ráða yfir miklum meirihluta landsins. Svo var að skilja að hreyfing þessi sé vinstri- sinnuð. Fulltrúar Polisario reif- uðu sitt mál fyrir afnýlendunar- nefndinni og voru mjög reiðir út af samkomulagi Máritaniu, Marokkó og Spánar um þetta svæði, en samkvæmt þvi munu Marokkó og Maritania eiga að skipta þvi á milli sin. En einnig komu fyrir nefndina aðrir fulltrú- ar frá spænska Sahara, þar á meðal bedúinahöfðingi i miklum skrúða, sem greinilega voru handbendi marokkomanna. Poli- sariomenn sögðu ljótar sögur af framferði marokkómanna á þeim hluta svæðisins sem þeir hafa lagt undir sig. Héldu þeir fram að marokkómenn ynnu að þjóðar- morði, og bentu ,á það til dæmis að i bæ nokkrum, sem marokkó- menn hefðu tekið, væru allir karl- menn undir sextugu skotnir. Alsir styður Polisario og var geysimik- il harka á milli þess rikis og Marokkó i þessu máli. t þessu máli voru lagðar fram tvær ályktunartillögur, og var Alsir helsta stuðningsriki annarr- ar. 1 henni var samkomulag rikj- anna þriggja hundsað og lagt til að haldið yrði áfram við að veita ^pænsku Sahara sjálfstæði. 1 hinni tillögunni, sem Marokkó og Máritania stóðu að, var lögð blessun yfir samkomulagið. Þvi miður fór svo, að báðar tillögurn- ar voru samþykktar. Austur-Timor Mesta hitamálið i nefndinni varð þó portúgalska Timor. Þanng stóðu málin að fjórða nefndin átti að ljúka störfum samkvæmt áætlun, og var aðeins eftir að afgreiða tillögu um Aust- ur-Timor, sem var mjög i hefð- bundnum anda og fól i sér áskor- un til Portúgals að hraða þvi að landið yrði sjálfstætt. Indonesia, Indland og fleiri riki suður þar stóðu að þeirri tillögu og Ástralia lika. En svo skeður það að indó- nesar hernema Austur Timor. Portúgalar slita strax stjórn- málasambandi við Indónesiu og kæra til öryggisráðsins. A næsta fundi i afnýlendunarnefndinni ætlaði Ástralia, sem var fyrsti flutningsaðili framkominnar til- lögu, að halda áfram með hana eins og ekkert hefði i skorist, en margir aðrir fulltrúar mótmæltu þvi og bentu á að innrásin hefði gerbreytt viðhorfunum. Þá var flutt einhver áhrifamesta ræða, sem ég heyrði á allsherjarþing- inu, og flutti hana Salim, fulltrúi Tansaniu. Hann er ungur maður og stundar jafnframt nám i Columbia-háskóla i New York. Hann sagði að nú hefði sýnt sig að tillagan hefði aðeins verið rykský fyrir Indónesiu til að leyna inn- rásarfyrirætlunum sinum. Svo iagði Ginea-Bissá fram breyt- ingartilögu, þar sem innrásin var fordæmd og tekin mið af þvi breytta ástandi. sem skapast hef- ur vegna hennar. Og svo fóru fjórir dagar i þetta mál, áður en tókst að afgreiða það. Astralia vildi ekki standa að svona hörðu orðalagi, og var að lokum sæst á það að innrásin var hörmuð djúpt. Fulltrúi Mósambik var mjög óánægður með þá niður- stöðu. þvi að Mósambik var búið að viðurkenna stjórn Fretelin á Austur-Timor og vildi að gengið yrði út frá þvi að þar væri þegar sálfstætt riki. Samstaða olíurikja — Var Indónesia þarna ein á báti? — Nei, siður en svo. Indland. Japan og Filippseyjar studdu við bakið á henni i atkvæðagreiðsl- um, svo furðulegt sem það nú er, og flest oliuframieiðslurikin. að Alsir og Venesúelu fratöldum. Þá gerðist og það merkilega, að okk- ur fa.nnst, að Noregur sæti hjá i þessu máli. Við vorum að striða norska fulltrúanum á þvi að ' stjórn hans væri farin að stila upp á að ganga i OPEC, samband oliuframleiðslurikja. En þetta var tvimælalaust mesta hitamál- ið i nefndinni á þinginu. — Aðrar nýlendur? — Tillögurnar, sem fólu i sér á- skoranir á hlutaðeigandi riki að veita nýlendunum sjálfstæði. voru allar samþykktar, þar á meðal varðandi smáeyjar eins og St. Helenu og Kókoseyjar. þar sem sárafáir ibúar eru, en gengið var út frá þvi að gengið hefði ver- ið úr skugga um að ibúar allra hlutaðeigandi nýlendna óskuðu eftir sjálfstæði. Sér á parti var mál Namibiu, en hjá Sameinuðu þjóðunum hefur verið margsam- þykkt að henni skuli veitt sjálf- st?eði, og meira að segja liggur fyrirdómur frá Alþjóðadómstóln- um um það. Namibia er stórt land og eitt, auðugasta land Afriku. Þar er mikið af úrani. þannig að meðan Suður-Afrika hefur namibiska úranið til viðbótar sinu eigin, þá eru tök hennar á þvi sviði mjög sterk. Ég sat einnig i fjórðu nefndinni 1973, en þá voru portúgölsku ný- lendurnar i Afriku einkuni til um- ræðu, og Ródesia. Um þau mál voru fluttar margar ræður, hver annarri efnislikar. svo að umræð- urnar voru ekki mjög spennandi. En i þetta sinn voru umræðurnar miklu f jölbrey ttari og maður kynntist vinnubrögðunum miklu betur en áður vegna þess hve margar tillögur voru afgreiddar. Orðhákurinn Moynihan — Onnur mál á þessu allsherj- arþingi? — 1 þriðju nefndinni urðu lang- ar umræðurum málefni kvenna. i framhaldi af kvennaráðstefnunni i Mexikó. Ályktunin um þau mál. sem samþykkt var af allsherjar- þinginu. var sú yfirgripsmesta. sem samþykkt var þar að þessu sinni. með tuttugu ályktunar- greinum. Ég var við i allsherjar- þinginu þegar hún var endanlega samþykkt með 107 atkv. gegn einu. tsraels. Mótatkvæði tsraels stafaði af þvi að i ályktuninni var vikið að sionismanum. — Þetta allsherjarþing hefur verið kallað það stormasamasta. sem haldið hafi verið lengi. — Já. það er nokkuð til i þvi. Mál nýlendnanna. sem við vikum að. áttu sinn þátt i svip. og auk þess varð mikill úlfaþytur út af ályktunartillögunni um sionism- Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.