Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. desember 1975. Leikhds um 3ól\n Leikhús höfuðstaðarins bregða ekki af þeim vana sinum að frumsýna leikrit um jólaleytið. Eru þau oftast með viðameiri verkefnum húsanna á hverjum vetri og svo má einnig segja að þessu sinni. Þjóð- leikhúsið býður mönnum upp á verk eins mesta snillings leikbókmennta þessarar alda, Bertold Brechts hins þýska. Leikfé- lag Reykjavikur er með englendinginn Peter Schaffer á sinum snærum en hann var á ferð i Iðnó fyrir tveimur árum með verk sitt, Svört kómedia. Auk þessara tveggja frumsýninga frétt- um við af þvi að Leikfélag Selfoss hygðist frumsýna barnaleikrit um þessi jól. Er það eftir danann Benny Anderson sem tróð upp með visnasöng i Norræna húsinu ekki alls fyrir löngu. Verður þessara sýn- inga nú getið nánar. —ÞH Hestarnir virðast þarna vera að þjarma að Hjalta Rögnvaldssyni sem leikur annað aðalhlutverkið i Equus. Leikmyndin er verk Steinþórs Sigurðssonar en lýsingu sem sögð ernokkuð sérstæð annastMagnús Axelsson. Þýðandi verksins er Sverrir Hólmarsson. Equus verður frumsýndur 30. desember og 2. sýning verður á nýársdagskvöld. Aðrar sýningar i Iðnó um hátiðarnar verða þessar: á 2. í jólum verða Skjaldhamrar Jónasar i Arnasonar sýndir, Saumastofa Kjartans Ragnars- sonar laugardaginn 27. og Skjald- hamrar aftur sunnudaginn 28. desember. Hestar á ferð í Iðnó Equus (Hestur) eftir Peter Shaffer frumsýnt 30. desember Equus er heiti jólaleikrits Leik- félags Reykjavikur og er eftir enska leikskáldið Peter Shaffer. Equus er lati'na og þýðir hestur en sú dýrategund gegnir miklu hlut- verki i inntaki og ytra borði verksins. PeterShafferer fæddur iLiver- pool árið 1926 og vakti fyrst á sér athygli árið 1958 með leikritinu Five finger exercise eða Æfing fyrir fimm fingur. Siðan hefur hann skrifað fjölda leikrita, þ.á.m. Svarta kómediu, en Equus mun vera hans rismesta verk til þessa. Það var frumsýnt i Old Vic leikhúsinu i London árið 1973 og vakti mikla athygli. Það hefur ekki verið sýnt áður hér á landi. 1 frétt frá Leikfélaginu segir að leikritið fjalli um ungan pilt sem lendir i andstöðu við umhverfi sitt. Býr hann sér til eigin heim tilbeiðslu og sérstæðrar guðs- dýrkunar, þeysir um á nóttunni nakinn á hestbaki og fremur ýmis ódæði. Eins og að likum lætur er hann sendurlækni til neðferðar og lendir hjá þreyttum góðborgara sem lifir i ástlausu hjónabandi. Samskipti læknisins og piltsins verða til þess að sá fyrrnefndi fer að efast um hvort pilturinn þurfi yfirleitt nokkurrar lækningar með, heimur piltsins hri'fur lækn- inn og hans eigin dauðhreinsaði heimur verður sviplaus i saman- burði. Leikstjóri sýningarinnar er Steindór Hjörleifsson. Jón Sigur- björnsson leikur lækninn og Hjalti Rögnvaldsson piltinn. Aðrir leik- endur eru Soffia Jakobsdóttir, Helga Baehmann, Guðmundur Pálsson, Margrét Olafsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Jón Hjart- arson, Halla Guðmundsdóttir, Þorleifur Karlsson, Sigurður Karlsson, Hannes Ólafsson og Lárus Björnsson. Hörður óskarsson I hlutverki löggunnar I Prekanum hása. Myndin er tekin á æfingu og skýr- ir það óvirðulegt útlit löggæslu- mannsins. Sigriður Jónsdóttir, Pétur Hjalta- son, Sigurborg Guðmundsson og Þórmundur Skúlason en hann sér einnig um lýsingu. Leikmynd er eftir Herbert Granz. ; Þýðandi verksins er Nina Björk Árna- dóttir. Leikbrúðu- land vakti hrifningu í Chicago Tvœr sýningar enn á „Jólasveinunum ” Þjóðviljanum hefur borist fréttatilkynning frá islenska konsúlnum til Chicago, þar sem greinir frá heimsókn Leikbrúðulands til leikhúss Visinda og iðnaðarsafnsins i borginni, en það er stærsta safnið þar. Leikbrúðuland sýndi i Chicago jólaleikrit sitt, sem nú er verið að sýna að Frikirkjuvegi 11, og fékk það mjög góðar viðtökur. Leik- ritið var upphafið að þriggja vikna hátfðahöidum, sem safnið stendur að á hverju ári fyrir jól og nefnist Jól um allan heim. Hópar frá 31 landi tóku þátt i hátiðahöldunum að þessu sinni. Þetta var i fyrsta sinn sem is- lenskur ieikhópur tók þátt i þeim. Leikbrúöuland sýndi i safninu 30. nóvember þegar hátiðin var opnuð og komu 40 þúsund manns þangað á fyrsta degi. Islenski saumaklúbburinn i Chicago og Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Loftleiða i borginni, ásamt fleira fólki af islenskum ættum, annaðist margháttaðan undirbúning að islenska þætti hátiðarinnar. Þegar að honum kom mælti konsúllinn P.S. Johnson, nokkur orð, en eigin- kona hans, Aslaug, kynnti dag- skrána. tslensk börn sungu og dönsuðu undirstjórn Ágústu Guð- mundsdóttur, og siðan kom Leikbrúðuland. Sýningu þess var Úr leikriti Leikbrúðulands: „Jólasveinar einn og átta”. svo vel tekið, að þvi er segir i fréttatilkynningunni, að forráða- menn safnsins óskuðu eftir þvi að islensk heimsókn yrði fastur liður i jóladagskrá safnsins framvegis. Visinda- og iðnaðarsafnið er eina safn sinnar tegundar i Bandarikjunum og hið stærsta i Chicago. Safnið sjálft hefur til umráða 100 þúsund fermetra sýningarhúsnæði og það heimsækja um 3 miljónir manna árlega. Vegna mikillar aðsóknar sýnir Leikbrúðuland brúðuleikritið „Jólasveinar einn og átta” tvisvar sinnum enn. A sunnu- daginn 28. verða tvær sýningar kl. 3e.h. og kl. 5. Miðasalan hefst kl. 2e.h. Siminn er 15937 frá 2-3 og 4- 5. Drekinn hási Leikfélag Selfoss frumsýnir danskt barnaleikrit um jólin Leikfélag Selfoss hyggst gleðja yngstu kynslóð Suðurlands um þessi jól með þvi að frumsýna barnaleikrit. Nefnist það Drekinn hási og er eftir danann Benny Andersen. Þetta er i fyrsta sinn sem Leikfélag Selfoss setur á svið barnaleikrit og vonandi fellur þessi nýbreytni í góðan jarðveg þar sem litið er um menningar- viðburði fyrir börn i dreifbýlinu. Verður leikritið frumsýnt i Selfossbiói annan dag jóla en dagana milli jóla og nýárs verður farið með það um Suðurlands- undirlendið og það sýnt i Félags- heimilum. t frétt frá Leikfélagi Selfoss segir að leikrit þetta sé barna- leikrit fyrir börn og alls ekki við hæfi fulíorðinna. Einkum sé það óheppilegt fyrir uppeldis- fræðinga. 1 þvi eru engar venju- legar hetjur og heldur engir al- ræmdir skúrkar. Nokkrir söngvar eru i leikritinu og eru þeir einnig eftir Benny Andersen enda maðurinn einkum þekktur fyrir visnasöng. Undir- leik við söng annast Sólveig S. Ragnarsdóttir. Leikrit þetta hefur verið leikið i Det Lille Teater i Kaupmanna- höfn og viða úti á landi i Dan- mörku. Það er einnig til á hljómplötu. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Hjartarson en með helstu hlutverk fara Hörður Óskarsson, Hreinn S. Hákonarson, Hrafn- hildur Karlsdóttir, Guðmunda Gunnarsdóttir, Agnes Ólafs- dóttir, Helgi Finnlaugsson,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.