Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. febrúar 1976. Fjalakötturinn í Aöal- stræti 8 er eitt af þeim húsum sem lengi hafa sett svip sinn á Reykjavik. Þetta hús á sér merka sögu og í sinni elstu gerð var þaö hluti af Innréttingum Skúla fógeta fyrir rúmum 200 árum. Húsinu var mörgum sinnum breytt, reistar útbyggingar og skúrar og bætt ofan á þaö svo aö nú er þaö óþekkjan- legt frá því sem var í upphafi. Sennilega hafa allar þessar viöbyggingar valdið nafngiftinni en fjalaköttur merkir hrör- legt timburhús. Fyrir alda- mót var leikhús i vestasta hluta hússins og eftir alda- mót bío í tvo áratugi. Á bernskuárum Kommún- istaflokks islands var þessi versturhluti hússins miöstöö hans og gerðist þar þá margt sögulegt. Nú hefur vaknað áhugi á að varðveita húsið og endur- vekja starfsemi í hinum forna leikhússal sem enn stendur. Hann hefur verið notaður sem geymsla í mörg ár og er orðinn mjög fyrirgengilegur en heldur þó gömlum sjarma. I tveimur greinum hér í blaðinu verður sagt nokkuð frá húsinu og sögu þess. Breiftfjörbshús (Aftalstræti 8) eins og þaft leit út fyrir 1879 en þá var þaft hækkaft um tvær hæöir. Valgarftur Ó. Breiöfjörft (llklega) á hestbaki framan við verslun slna. (Ljósm. Sigfús Eymundsson. Myndin er úr Þjóðminjasafni. Wm. ■' FURÐUHÚS FRÁ LIÐINNI TÍÐ Eins og fyrr sagöi reis eitt af húsum innréttinga Skúla fógeta á lóðinni þar sem nú er Aðalstræti 8. Það var eitt af geymsluhúsum stofnananna. Siðar var húsinu breytt i ibúðarhús og nefnt Fjeld- stedhús eftir Birni Fjeldsted eig- anda þess og um 1825 breyttist nafniö i Hákonsenshús en þá var Einar Hákonarson oröinn eigandi að þvi. Á hans dögum bjó meðal annarra Sigurður Breiðfjörð skáld i litlu súðarherbergi i norðurenda hússins og endaði þar sina siðustu gleðisnauðu ævidaga. í stofunni niðri undir loftinu bjó lika Jónas Hallgrimsson um tima. L’m 1870 var Hákonsenshús orðið litt byggilegt. Þá eignaðist Valgarður Breiðfjörð, tengda- sonur Einars Hákonarsonar, húsið með konu sinni. Dubbaði hann húsið upp og gjörbreytti þvi svo að það varð eitt af stórhýsum bæjarins. Hvergi kemur fram að hann hafi rifið gamla húsið.svo að sennilega er það grundvöllur þessarar miklu byggingar. Á næstu árum margjók Valgarður við húsið og reisti nýjar bygg- ingar fyrir ofan. Árið 1879 mun framhlið hússins hafa fengið sina núverandi mynd.en þá voru settar tvær hæðir ofan á þær sem fyrir voru. Fjalakötturinn, eins og hann er núna, er geysiflókin sam- steypa allra þeirra viðbygginga, skúra og yfirbygginga sem bæst hafa við i timanna rás og aðeins fyrir sérfræðinga að greiða úr þeirri flækju. Fyrir vikið er húsið allt hið furðulegasta. Inni i þvi miðju er t.d. svokallað húsport, sem lokast hefur af, og árið 1892 var sett glerþak yfir það. Á allar hliðar portsins eru gamlar timburklæddar úthliðar siðan fyrir aldamót og er þvi eins og að eru sæti fyrir 300 manns enn alls geta þar verið um 400. Hr. Jensen hefir sagt fyrir um alla gerð húss- ins að innan, og segir hann hús þetta vera betur útbúið en sum leikhús gerast i dönskum bæjum, enda ætlar hann að það muni nægja Reykjavik i 100 ár. Tjöldin eru oliumáluð og hefir það gert hr. Lauritz Jörgensen. I tjöldin hafa farið um 700 álnir af dúk”. 1 endurminningabók Eufemiu Waage, Lifað og leikið, sem Her- steinn Pálsson færði i letur, er þessa lýsingu að finna: ,,Var húsið kallað ,,Fjala- köttur” af þvi að það þótti svo mikið gálgatimbur. Fyrst var gengið upp háar tröppur inn i áhorfendasalinn, en fremstu bekkirnir voru með stoppuðum flossessum og var það mikil bót frá þvi sem áður hafði verið. Almennu sætin voru aðeins tré- bekkir með bökum. Barnasætin voru svo baklausir bekkir, þvi að það var svo sem ekki verið að vanda krakkagreyjunum kveðj- urnar. Aftast I áhorfendasalnum voru svalir, og mig minnir ab af þeim, frekar en úr áhorfendasalnum sjálfum, hafi verið gengið út á aðrar svalir, sem lágu innanvert á húsinu, inn i portið, sem húsið var byggt utan um. Yfir þessu porti var svo glerþak. Þarna áttu vist áhorfendur að spóka sig á milli þátta. Niður af þessum svölum var griðarlega hár stigi eða stigar niður i portið. Þetta þótti hálfglæfralegt byggingarlag og fékk húsið þvi þetta Fjala- kattarnafn, sem loðir við það enn. í daglegu tali var það þó bara kallað „kötturinn”. Leiksviðið var ekki litið, en íyrir þvi var fortjald með islenskum bæ og var vetrarlands- Fjalakötturinn árift 1907. Sér upp Bröttugötu til vinstri en frá henni er gengift inn I leikhóssalinn. Neftan vift leikhúsið i Bröttugötu var matsöluhúsift Ingólfur sem Nielsen nokkur rak og hugftist njóta gófts af leikhúsgestum. Dökka auglýsingaskiltið til vinstri á húsinu er frá Nielsen. (tJr Árbæjarsafni). hverfa langt aftur i timann að koma þar inn. Árið 1893 reis Breiðfjörðsleik- hús ofan við húsasamstæðuna og áfast henni. Inngangur og fram- hlið þess var við Bröttugötu. Val- garður Breiðfjörð mun hafa ráðist i þessa leikhúsbyggingu i samráði við danskan leikflokk, sem kom hingað sumarið 1892, og siðan i mörg sumur. En nú er best að láta samtimaheimildir tala. Hinn 15. júli 1893 segir um þessa byggingu i skjölum bæjarins: „Kaupm. W.O. Breiðfjörð hefur hækkað bakhús þetta um 4 álnir og innréttað það sem leikhús (theater) með Scenupall og Galleri (loptvolium). Nú er allt þiljað innan með borðum og allt málað. Auk þess hafa ýmis sjón- leikaáhöld verið sett þar upp á Scenuna. Fastir bekkir éru i húsinu bæði uppi og niðri. — ” 1 F’jallkonunni, 18. júli 1893, er lýsing á vigslu Breiðfjörðsleik- húss. Þar stendur m.a.: ,,Þetta hús er hið fyrsta hús hér á landi, sem byggt er sem leik- hús. Það er 27 álna langt og 14 álna breitt, tviloftað og kjallari undir þvi öllu. Leiksalurinn er yfir alt húsið uppi og er 8 álnir undir loft. Upphækkaðr pallr eru i öðrum enda, 8 álna langr, en i hinum endanum eru svalir með upphækkuðum sætum, sem taka um hundrað manns. Á gólfinu eru um 14 bekkjaraðir yfir þvert húsið. Útgangrinn er rúm- góður og geta 50 manns farið i einu niðr tröppurnar. t húsinu Sunnudagur 1. febrúar 1976. ;■ lol)\ IL.IINN — SIÐA 13 FYRRI HLUTI lag i kring. Þegar maður kom inn, þá hryllti mann við, þvi að þetta var svo kuldalegt. Fortjald þetta var allt málaö með húsamálningu og svo þungt, að það þurfti fil- eflda menn til að draga það upp”. 1 Þjóðólfi, 19. júli 1893, er spaugileg lýsing á þvi, hvernig vigsla þessa fyrsta leikhúss á Islandi fór fram: „Leikstjórinn (E. Jensen) kom fyrst inn á leiksviðið og mælti fram stutt inngangs- eða vigslu- ljóð. Gamanleikurinn ,,Ikke en Smule jaloux”, eptir P. Engell, er ekki hefur verið áður leikinn hér, þótti einkar skemmtilegur og verður eflaust leikinn optar. Einnig þótti það skemmtun hin bezta þá er Wulff söng nýjar tæki- færisvísur i „Onkels Kjærligheds- historie”. Var þar meðal annars minnzt á vesturheim sku „agentana” og hrakfarir þeirra m.f 1. og þótti allt broslegt. Geta má þess, að sá er minnti leikend- urna á („soufflerede”) var stundum hámæitur um of, og truflaði það dálitið .eptirtekt áhorfendanna.” I endurminningum Eufemiu Waage, sem áður er minnst á, segir svo um leikhúsið: „Ekki var nú lengi leikið þarna, en að likindum hefur þab þó verið eigi skemur en fimm ár. Minnist ég þess ab á þeim árum kom alltaf danskur leikflokkur hingað á sumrin. Aðalmennirnir i leik- flokki þessum voru Jensen nokkur og kona hans. Einhver sagði að Jensen þessi hefði verið skósmiður að iðn, en konan var bara góð leikkona. Hún var orðin töluvert roskin, sjálfsagt milli fertugs og fimmtugs, en lék þó bæði ungar og gamlar konur, eftir þvi sem við þurfti og var oft gaman að leik hennar. Karlinn held ég, að hafi bara verið til uppfyllingar. Þau hafa vist komið hér ein fjögur eða fimm sumur og fengu ágæta aðsókn. Þau léku einþáttunga og brot úr leikritum og óperettum. Mamma (Marta Pétursdóttir organleikara Gubjohnsen) lék undir hjá fólki þessu, þvi að allt voru það söngleikir, sem það hafði á boðstólum”. I Fjalakettinum héldu ýmsir islenskir leikarar til og má þar nefna Kristján Ó. Þorgrimsson. Árna Eiriksson og Indriða Einarsson. Gunnþórunn Halldórsdóttir steig fyrstu spor sin á leiksviði i þessu leikhúsi. Þarna voru oftar sýnd islensk verk heldur en i Góðtemplara- húsinu en þar var lika leikið á þessum árum. M.a. var sýnd revia eftir Einar Benediktsson, sem nefndist Við höfnina, og fékk hún slæma dóma. 1 endurminningabók Eufemiu Waage er að finna tvær gaman- samar frásagnir um sýningar i Breiðfjörðsleikhúsi. Hin fyrri er um kvöidskemmtun, sem Jóhannes Jóhannesson stóð fyrir: „Skemmtiskráin var i þrennu lagi, að mig minnir. Samt held ég að leikritið hafi verið fyrst. Mér er óljóst innihald leiksins. En Jóhannes var aöalleikandinn. Lék hann yfirþjón, en leikurinn fór fram i veitingasal. Annar aðal- leikandinn var maður, sem þá var nýkominn til bæjarins. Hann var litið eitt málhaltur. Var auð- vitað setið um að láta þessa mál- helti hans njóta sin sem best, Hann átti vist að vera finn maður, sem kom inn af götunni. Mér varð starsýnt á búning hans. Hann var með pipuhatt, diplomatfrakka og hárautt bindi. Ekki held ég að öörum hafi þótt þetta eins hjákát- legt og mér. En ef þessi maður opnaði munninn þá kvað við skellihlátur i öllu húsinu. Annar maður átti að vera fastagestur i húsinu og fara út i miðjum lciknum. en þegar að þvi kom neitaði hann alveg að fara. Hann hefur vist verið orðinn svona fullur. Jóhannes var augsýnilega að reyna að tala um fyrir honum en það kom fyrir ekki. Þá hafði Inn I miftjum Fjalaketti er hift furftulegasta húsport meft glerþaki yfir. Þar eru ævafornar húshliftar eins og draugar I nútlmanum. (Ljósm.: Ari.) Fyrst var gengift upp háar tröppur inn I áhorfcndasalinn". Svona er umhorfs I anddyri leikhússins núna. (Ljósm. Ari.) Jóhannes engar sveiflur á þvi og henti honum út. En mest vor- kenndi ég aumingja stúlku sem átti að ganga um beina á veitingahúsinu. Hún gekk alltaf i gegn með sama kjötlærið, en alltaf minnkaði lærið, þvi að Brynjólfur Kúld át alltaf af þvi bak við tjöldin. Siðast var lærið orðið besti skopleikarinn, þvi að alltaf kvað hláturinn við, þegar komið var inn með það. En ekki skil ég i öðru en aumingja stúlk- unni hafi fundist hún vera fallin i ræningjahendur innan um þetta allt. Einhverjir fleiri leikendur held ég að hafi tekið þátt i þessari sýningu, en þeim er ég búin að gleyma. Valdimar Steffensen söng ein- sóng og var ekkert athugavert við það. Hann hafði yndislega söng- rödd og var aðaleinsöngvari bæjarins um þessar mundir. Én að siðustu átti Brynjólfur Kúld að lesa upp sögu. Saga þessi hét „Karl glaðværi” og var i sögusafni ísafoldar. Hún mun Aftalstræti árift 1898. A þaki Fjalakattarins sést glerþakift yfir hús- portinu. Þrilyft framhlift leikhússins blasir vift til vinstri á myndinni. hafa tekið allt að tuttugu minútum. Brynjólfur las og las, en aldrei heyrðist eitt orð til hans nema einu sinni: „Það var sem íjörutiu”, en það var orðtæki Brynjólfs”. Hin frásögn Eufemiu er svona: „Hafnfirðingar áttu um þessar mundir ágætan Skugga-Svein, mann að nafni Eyjólf Illugason. Komu þeir nokkrum sinnum með leikritið til bæjarins. Eins var að þessu sinni. Þeir Árni og Jens (eiginmaður Eufemiu) fóru að horfa á sýninguna. Þegar þeir komu heim, voru þeir máttlausir af hlátri. Þótti mér súrt i broti að hafa farið á mis við svona ágæta skemmtun. Sögðu þeir að þrir Haraldar hefðu komið fram á sviðið um kVöldið. Héldu þeir að sá rétti Haraldur hefði orðið drukkinn, en svo mun ekki hafa verið, heldur sannaði Fjala- kötturinn þetta kvöld, að hann bar nafn með rentu. Aumingja maðurinn hafði dottið á svell- bunka bak við tjöldin og rófu- beinsbrotnað. Nú voru góð ráð dýr, húsið var íullsetið og mennirnir búnir að leggja á sig ferð sunnan úr Firði, sem var stórum seinlegra þá en nú á dögum. Var þá Lárenzius sýslu- maður látinn hlaupa i skarðið. en bráðum rakst það á, að Haraldur og hann áttu að vera saman inni á sviðinu og þá var „sufflörinn” látinn koma upp úr kassanum og leika Harald. Var mikið hlegið að þessu, enda fengu Hafnfirðingar nóg af þessu og komu ekki aftur með Skugga-Svein til leiks hér i bænum”. Árið 1897 var Leiklelag Reykja- vikur stofnað með samruna leik- hópanna tveggja i Góðtemplara- húsi og Breiðf jörðsleikhúsi og mun þá mjög hafa dregið úr leiksýningum i Fjalakettinum eða þær jafnvel hætt. Salurinn mun þó áfram hafa verið notaður til ýmissa þarfa þar til Revkja- vikur Biograltheater var stofnað þar árið 1906. Margirmerkir fundir fóru fram i leikhússalnum og má nefna að löstudagskvöldið 12. október 1894 flutti Frimann B. Arngrimsson þar fyrirlestur um hagnýtingu raforku íslands og raflýsingu Reykjavikur. Hann var þar með íyrstur islendinga til að fitja upp á þvi nýmæli og gerðist boðberi nýrrar aldar. Heldur munu þó bekkir Fjalakattarins hafa verið þunnskipaðir þetta kvöld. Haustið 1897 setti Oddur Sigurðsson upp acetylengasljós i leikhúsi Breiðfjörðs og var það fyrsta hús i Reykjavik sem lýst var upp með gasi. Knud Zimsen borgarstjóri segir i endurminningum sinum að Val- garð O. Breiöfjörð hafi verið með fremstu framfaramönnum i Revkjavik um aldamótin og mætti halda nafni hans betur á lofti. t siðari greininni um Fjala- köttinn verður rakin nokkuð saga kvikmvndasýninga i húsinu og íleiri atburða sem þar gerðust. —GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.