Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 24
Sunnudagur I. febrúar 1976. Pétur Viö Hátún i Reykjavík standa 3 stórhýsi öryrkjabandalags islands. Þar búa um 300 manns sem eru aö meira eöa minna leyti sjálf- bjarga. Mikil eftirspurn er aö íbúðum í þessum húsum og öryrkjabanda- lagið í fjárskorti svo að þeirganga fyrir sem geta greitt háar upphæðir í fyrirframgreiðslu. Oft komast þeir öryrkjar, sem mest þurfa á hús- næði að halda, ekki inn eða verða að biða mjög lengi. Dæmi eru um það að stóreignafólk sé tekið fram fyrir þá sem bók- staflega eru á götunni. Þar er fjármagnið framkvæmdaaðilinn en ekki samhjálpin. Þjóðviljinn fór í heimsóknir i 3 ibúðir i Hátúni lOa og ræddi við - húsráðendur. Eitt orð lýsir þeim öllum: nægju- semi. Kröfur þessa fólks til lifsins eru í hrópandi mótsögn við þau þægindi sem flestir telja sjálf- sögð. Annað eins átvagl og ég er Pétur Vigfússon heitir ungur reykvikingur. Hann er 22 ára. Pétur hefur átt við vanheilsu að striða i 4 ár, var lengi á Reykja- lundi en kom hingað i haust. Eins og flestir einstaklingar i blokkum Oryrkjabandalagsins býr hann i rúmgóðu herbergi með eldhúskrók og litlu bað- herbergi. Pétur er hýrlegur og ómyrkur i taii, segir að lífið hafi brosað við sér siðan hann kom hingað. Nú er hann búinn að fá vinnu hjá Iðntækni, sem rekur starfsemi i samvinnu við öryrkja, en hann er þó ekki farinn að hafa tekjur af þvi starfi enn. Aðspurður um hvernig gangi að lifa segist hann litið hafa. Hann eigi ekki einu sinni þá hús- muni sem eru inni hjá honum. Pétur réttir okkur peningaum- slag með siðustu útborgun frá tryggingum. Á þvi getur að lita eftirfarandi tölur: Örorkulifeyrir Tekjutrygging Uppbót 16.139 kr. 13.084 kr. 6.456 kr. Samtals: 35.679 kr. bað er fljótt að koma. Venju- legar buxur kosta 4—5000 kr. og góðir spariskór upp undir 10 þús. kr. Siðasti reikningur fyrir húsaleigu, rafmagn og hita var 13.600 kr. og hafði þá hækkað um 2330 kr. frá þvi siðast þvi að nú er búið að bæta ofan á kostn- Þjóðviljinn birtir kafla úr greinargerð dómsmálaráðuneytisins vegna Geirfinnsmálsins og smyglmálsins á 17. síðu. Dómsmálaráöuneytið reynir aö hreinsa sig af áburðinum SPJALLAÐ VIÐ NOKKRA ÍBÚA_ í HÁHÝSUM ÖRYRKJABANDALAGSINS AÐ LIFAÁ 35,679 KR. r jr A MANUÐI Ingibjörg (Myndir tók Ari) aði við húsvörslu og ræstingu sem ekki hefur verið áður. Annað eins átvagl og ég er þarf að borga 475 kr. fyrir eina saltkjötsmáltið. Ég reyki, segir Pétur, og það er útilokað nema fá stuðning annars staðar frá. Ég leyfi mér lika að skemmta mér. bað er dýrt að komast áfram ef maður er með hækjur, ég þoli illa strætisvagna og fer mest fótgangandi. En maður þarf lika að lifa þó að maður sé öryrki. Annars likar mér vel hérna og þetta eru ágætisibúðir. Hús- vörðurinn er ákaflega hjálpleg- ur og eins Guðmundur og Ásgerður Löve. Atti jarðarpart og 3 kindur á fóðrum Ingibjörg borgeirsdóttir býður okkur alúðlega að ganga inn til sin og sýnir okkur húsa- kynni. Hún er berklasjúklingur og var i rúm 20 ár á Reykjalundi en nú er hún búin að vera 2 ár hér i Hátúni og lætur ákaflega vel af þvi. Hún fær ellilifeyri og fulla tekjutryggingu og eru það um 36.000 kr. Ingibjörg segist enga fasta at- vinnu hafa en fari stundum út i bæ að hitta lasið fólk. Auk þess átti hún jarðarpart á Höllustöð- um i Reykhólasveit og 3 kindur á fóðrum. bær gáfu siðast af sér 15.000 kr. en nú er hún búin að láta þær frá sér. Hún segir dýrtiðina alltaf vera að aukast og kaupmátt að minnka. Samt nægi henni þeir peningar, sem hún hefur, og hjálpi það til að hún neytir hvorki áfengis né tóbaks. Ingi- björg er algjör reglumanneskja. Aðspurð segist hún reyna svolit- ið að kaupa af bókum. Margir hér i Hátúni kvarti undan þvi að láta þessa peninga duga. En það er eins og gengur; fólk gerir misjafnar’ kröfur. Við vorum eitt ár í bílnum Siðan 13. nóv. 1974 hafa hjónin Simon Hannesson og Sigurbjörg Runólfsdóttir búið i 27 ferm húsnæði, sem átti upphaflega að vera dagstofa fyrir 8. hæð, en þótti betur borga sig að taka undir ibúð. Simon er fæddur vestmanna- eyingur, uppalinn i Keflavik. en sótti konuna til Austfjarða. bau eiga 4 börn og eru nú bæði 75 prs. öryrkjar. Siðast var Simon bústjóri á Arnheiðarstöðum i Hálsasveit i Borgarfirði. begar ég missti heilsuna, seg- ir Simon, gekk allt upp á einu ári sem ég átti. Ég talaði við hreppstjórann, sýslumanninn og siðast félagsmálaráðuneytið, en ekkert gekk. Svo sótti ég um ibúð hérna og tók fram að ég væri eignalaus. Mér var ekki sagt að betra væri að borga til að komast fyrr inn. Ég hefði getað selt bilgarminn og slegið lán ef ég hefði vitað það. Við þurftum að biða i 11 mánuði til að komast inn, en margir biða lengur. Meðan við biðum vorum við eiginlega eitt ár i bilnum, höfð- um svefnpoka i honum og flökk- uðum milli vina og ættingja og fengum að gista. Loks fengum við 6 herbergja ibúð i ævagömlu húsi austur á Stokkseyri og þegar við vorum nýbúin að koma okkur fyrir þar, barst til- kynning um að okkur byðist þetta húsnæði. Siðastliðið ár voru sameigin- legar brúttótekjur okkar 691.522 krónur og af þeim foru 118.300 kr i húsaleigu, rafmagn og hita, bað væri engan veginn mögu- leiki að láta þetta endast ef við hjónin prjónuðum ekki peysur og seldum. Við þurfum mikil meðöl, og geta þau útgjöld komist upp i á 3ja þús. á mánuði. bar munar miklu að við kaupum heila kjöt- skrokka og söltum þá niður. Við förum aldrei út að skemmta okkur og höfum lik- lega farið i bió einu sinni á 10 árum. Stundum fórum við á spilakvöld i fyrra en það kostaði 200 krónur i hvert sinn svo að við urðum að hætta þvi, það var ekki hægt. Við vildum halda i bilinn. i þessari stóru blokk átti að vera sameiginleg dagstofa á hverri hæð en þær voru allar teknar undir ibúðir. 1 toppnum er stór salur, en nú er búið að leigja hann undir iðnað. bað vantar alveg i svona húsum að geta komið saman og tekið i spil. Einu sinni i mánuði er Ásgerður Löve með spilakvöld fyrir öll húsin i toppnum á næsta húsi. bau eru ekki fyrr búin en maður er farinn að hlakka til þeirranæstu. Simon og Ingibjörg kvarta yfir þvi að ibúðin sé misheit og blási með gluggum. Að öðru leyti liði þeim vel og það sé ákaflega rólegt i húsinu. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.