Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. febrúar 1976.
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
Mataræöi hefur mjög verið
til umrteðu á undanförnum ár-
um og þá ekki síst mataræði
barna, en það hefur komið i ljós,
bæði hérlendis og erlendis að
þvieroft mjög ábótavant. Börn-
in taka að sjáifsögðu upp þá siði
og þær matarvenjur sem þau
kynnast i kringum sig, en þau
geta oftast litlu stjórnað matar-
æði sinu, amk. ekki til
batnaðar.
Sé lélegur og jafnvel ónógur
(eða of mikill) matur hafður
fyrir börnum má gera ráð fyrir
að þar með sé lagður grundvöll-
ur fyrir matarvenjum þeirra til
frambúðar og þá ekki siður
heilsu þeirra. Það er þvi mjög
þýðingarmikið að leggja svolitið
á sig við að velja og matreiða
matinn, ekki aðeins fyrir sjálfan
sig. heldur miklu fremur fyrir
börnin. Börn þurfa betri mat en
fullorðnir.
Hér á siðunni ætlum við eink-
um að f jalla um mat fyrir smá-
börn, birta spurningar og svör
er snerta mataræði barna al-
mennt og svo lista yfir
næringarefnaþörf barna innan 1
árs, en einmitt á fyrsta árinu
eru lagðar grundvallarvenjur
að mataræði barnsins. Það er
lika oftast auðveldara að fá
upplýsingar um næringarefna-
þörf eldri barna en ungbarna.
enda er ekki svo ýkja mikill
munur á þörf skólabarna fyrir
hin ýmsu efni og t .d. kvenna, en
almennt er reiknað með að kon-
ur þurfi nokkru færri hita-
einingar og flest önnur efni
(ekki þó járn) en karlmenn.
Mikið er rætt um það hvaða
mataræði hæfi best ungbörn-
um. Allir eru sammála um að i
flestum tilfellum er móður-
mjólkin æskilegust amk. fyrstu
mánuðina. En sé hún ekki fyrir
HVAÐA MATUR ER
æskilegastur
FYRIR BÖRNIN?
hendi á þá að gefa barninu þurr-
mjólk eða kúamjólk? Þessu
verða læknar að svara hverju
sinni, en ekki munu allir á einu
máli um það. t nágrannalönd-
unum er kúamjólk ekki gefin
ungbörnum, en þar er selt þar-
lent þurrmjólkurduft. Hér fáum
við aðeins innflutt (og jafnvel
ódagstimplað) þurrmjólkur-
duft, sem þar að auki er mjög
dýrt. 1 flestum tilfellum ætti
amk. að vera óþarfi að gefa
barni slíkt í marga mánuði, þar
sem kúamjólkin okkar er að öll-
um likindum hentugri fyrir
ungabörn en sú mjólk sem fæst i
nágrannalöndunum. (Rann-
sóknir hafa sýnt að hún inni-
heldur minna af óæskilegum
fitutegundum en mjólk i flestum
nágrannalöndunum ). Þar að
auki teljum við okkur að öðru
jöfnu i minni hættu gagnvart
meneun i t.d. mjólkurafurðum
en miljónaþjóðirnar, þótt ef til
vill séerfitt að fullyrða um slikt.
Varðandi barnamatinn, sem
hér er seldur i glösum og dós-
um, er hins vegar hægt að full-
yrða, að innfluttur, niðursoðinn
matur sem ekki er dagstimpl-
aður er alls ekki æskileg aðal-
fæða fyrir ungabörn, en getur
verið ágætt að gripa til, þegar á
þarf að halda.
Það er raunar furðulegt að við
með okkar góða fisk skulum
ekki geta framleitt sjálf barna-
mat, en þurfa að flytja hann inn
frá útlöndum og selja hann svo
ódagstimplaðan i verslunum.
Vissulega eru ávaxtamaukin
ekki eins viðkvæm fyrir
geymslu og t.d. ýmiss konar
kjötmauk, en i öllum tilfellum
ætti að dagstimpla þessa vöru,
áður en hún er sett i verslanir.
Og hana á alltaf að geyma i
kæli, bæði i verslunum og i
heimahúsum. — A meðan við
fáum ekki dagstimplaðan
barnamat mælum við með þvi
að fólk sjóði sjálft niður barna-
mat og geymi t.d. i frysti. Eink-
um er æskilegt að sjóða
niður fiskmauk sem
gert er úr nýjum ýsuflök-
um, sem vel eru hreinsuð og
kartöflum. tJt i maukið má svo
bæta t.d. soðnum rófum, gulróf-
um, tómat, grænum baunum
eða öðru grænmeti (helst nýju).
Þetta er allt stappað saman
eftir að það hefur verið soðið
vel. Siðan er það látið kólna og
sett á glös, sem hægt er að loka
vel. Sem ilát má t.d. nota bauka
undan skyri eða jóghúrt sem
siðan er sett á lok (t.d. plast
með góðri teygju) svo að ekkert
loft komist að. Litil glös sem
hægt er að loka (t.d. undan
barnamat) er einnig tilvalið að
nota. Siðan má geyma barna-
matinn i frysti i vikur og þarf
aðeins að láta ilátin i heitt vatn
(t.d.undir krana) þegar'hans er
neytt. Hliðstætt mauk má gera
úr kjöti, t.d. lifur eða góðu
hakki. Notið ætið mjög litið
krydd og engan sykur. Ef
maturinn er fyrir mjög litið
barn, sem er að byrja að borða
raunverulegan mat, verður að
stappa hann mjög vel, en eftir
að barnið er 8 mánaða á hann
ekki að vera alveg mauk-
kenndur, þvi þá þarf barnið að
byrja að læra að tyggja. Ávextir
er best að stappa nýja um leiö
og þeirra er neytt.
Spurningar og
svör varðandi
mataræði barna
1. Hvaö þurfa börn aö
borða mikið?
Það eru til margvislegar tölur
um hitaeiningaþörf barna en al-
mennt er talið að t.d. 4 ára barn
þurfi um 1600 hitaeiningar og
siðan hækkar talan jafnt og þétt i
allt að 2800 hitaeiningar fyrir full-
orðna karlmenn. Annars er al-
mennt talið að matarlystin sé
betri leiðarvisir en töflur um hita-
einingar. Drengir hafa yfirleitt
meiri matarlyst en telpur, en þó
ekki fyrr en eftir 3ja ára aldur.
2. Hversu oft þurfa börn aö
borða?
Þrjár aðalmáltiðir og eitt eða
tvö millimál er talið æskilegast,
en millimálin eiga ekki að vera
fleiri. Og fáar og stórar máltiðir
eru heldur ekki æskilegar.
3. Hvað á að gera við börn
sem vilja ekki borða?
Það sveltur enginn i hel að
gamni sinu og börn gera það ekki
heldur. Fyrirhöfn og áhyggjur
foreldra vegna ónbgrar matar-
lystar barnanna eru oftast óþörf
og hefur oft þveröfug áhrif við
það sem til er ætlast. Að neyða
börn til að ljúka alltaf við það sem
þeim er skammtað er lika óæski-
legt, þvi þau geta orðið hreinir
mathatarar fyrir vikið. Best er að
halda hollum og góðum mat að
barninu á réttum timum og gera
sem minnst veður út af
borðsiðum og matarræði að öðru
leyti, — þá er liklegast að matar-
lystin sjái fyrir afgangnum.
4. Er hollt fyrir börn að
drekka mikla mjólk?
Börn eiga ekki að drekka meira
en 5-6 dl á dag af mjólk. Hættan
við, of mikla mjólkurdrykkju er
fyrst og fremst fólgin i járnskorti
og lélegri meltingu. OG munið að
gervi ávaxtasafi, sem er þynntur
út i vatni er ekkert betri en mjólk
(raunar mun verri vegna sykur-
magnsins).
5. Þurfa börn að taka inn
vítamín?
A B C og E vitamin fá börn yfir-
leitt i fæðunni, svo framarlega
sem hún er fjölbreytt og góð. Það
er hinsvegar öllu verra með
járnið og D vitaminið. D vitamin
er sem kunnugt er fyrst og fremst
i feitum fiski (og i lýsi). fbúar i
Norður Noregi (i sjávarþorpum)
eru taldir neyta of mikils D vita-
mins, þar sem feitur fiskur og
spik eru þar aðalfæðan og er of-
notkun D vitamins ekki talin
æskileg. Ekki er þó liklegt að við
hér neytum of mikils af þvi, þótt
feitur fiskur sé hér gjarnan á
boðstólnum og þurfa börn i flest-
um tilfellum aukaskammt af þvi.
Börn sem borða járnbætt hveiti
og kakómalt liða siður af járn-
skorti en önnur, en járnskortur er
þó algengur kvilli hjá börnum og
kemur mjög niður á þreki þeirra,
áhuga og getu. Það er þvi
nauðsynlegt að fylgjast vel með
járninnihaldi i blóði barna, sem
virðast slöpp og kraftlitil. Lifur,
grænt grænmeti og blóðmör bæta
járnið i blóðinu ef þess er neytt að
staðaldri, en i flestum tilfellum
þarf einnig járntölfur, ef
járninnihaldið i blóðinu verður
einu sinni of litið.
6. Eiga börn að fá að borða
það sem þau vilja?
Nei, en matarvenjur fjöl-
skyldunnar verða ætið leiðarljós
barnsins. Foreldrar sem fussa oft
við mat, sem kominn er á borðið,
kenna börnum sinum matarsiði,
sem getur verið erfitt að losna
við. Matarvenjur barnanna verða
aldrei betri en foreldranna. Hins
vegar eru börn oftast enn ihald-
samari hvað snertir nýja rétti, en
fullorðnir. Nokkrar matar-
tegundir eru liklegri til að vekja
andúð barnanna en aðrar, t.d.
soðnar rófur, hrátt grænmeti og
jafnvel þeyttur rjómi. Reynið
ekki að neyða börn til að borða
mat sem það vill alls ekki, slikt
mynduð þið aldrei gera gagnvart
fullorðnum.
7. Þurfa börn betri mat en
fullorðnir?
Já, vegna þess að þau eru að
vaxa og þau eru lika að læra að
borða. Þess vegna er þýðingar-
mikið að við temjum okkur góða
matarsiði, ef við erum með börn i
kringum okkur og reynum að
velja matinn vel, forðast of mikla
fitu og of mikið af kolvetnum.
Hvitur sykur og hvitt hveiti, feit-
meti og mikið af sterku kryddi —
allt þetta þurfum við að forðast ef
við viljum venja barnið á hollan
mat — og við höfum lika gott af að
minnka það við okkur sjálf. Börn
eru viðkæmari fyrir mengunar-
áhrifum úr mat en fullorðnir.
Reynið t.d. að forðast mat með
litarefnum (tómatsósu, áv. safi,
niðurs. matur ofl.)
8. Hvernig á að forðast
sælgætisát?
Gleymið ekki að það er fleira
sælgæti en karamellur. Otþynnt-
Framhald á 20. siðu.
DAGLEG NÆRINGARÞÖRF UNGBARNA
Aldur vikt hæð
i mán.
kg. sm
0—2 4 55
2—6 7 63
6—12 9 72
orku- eggja-vit.A Vit.D Vit.C
þörí hvita
hitaein ae. ae. mg.
kgxl20 kgx2,2 750 400 15
kgxllO kgx2,0 750 400 15
kgxioo kgxl,8 750 400 15
Vit B
Ribo- Tia-
flavin min.
mg. mg.
0,4 0,2
0,5 0,4
0,6 0,5
Nia-
cin.
mg.
5
7
8
Kalk Járn
' g-
0,4
0,5
0,6
mg.
6
10
10
ae. þýðir alþjóðlegar einingar. Orku- og eggjahvituþörf er reikn-
uð eftir þyngd barnsins, þ.e. kilóin margfölduð með tölunni sem
nefnd er.