Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1. febrúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Dómsmálaráðuneytið
svarar ásökunum
Dómsmálaráðuneytið sendi frá
sér i gærmorgun greinargerð i
framhaldi af blaðagrcin Vil-
mundar Gylfasonar i Visi á föstu-
dag um afskipti dómsmálaráð-
lierra og dómsmálaráðuneytis af
mcðferð tvcggja málsrannsókna.
i greinargerð dómsmálaráðu-
neytisins er fyrst birt i heild bréf
það sem ráðuncytið skrifaði
bæjarfógetanum i Keflavik 11.
mars 1975 i sambandi við mái
Geirfinns Einarssonar o.fl. Bréf
þetta er á þessa leið:
„Hér með sendast yður, herra
bæjarfógeti, til athugunar og um-
sagnar eða — eftir atvikum — til
viðræðna við ráðuneytið, ljósrit af
erindi Sigurbjarnar Eirikssonar,
eiga.nda húseignarinnar Borgar-
túns 32 i Reykjavik og Magnúsar
Leópoldssonar, framkvæmda-
stjóra veitingahússins Klússins
dags. 3. f.m., svo og bréfi Inga
Ingimundarsonar, hæstaréttar-
lögmanns. fyrir þeirra hönd,
dags. 18. f.m., þar sem fjallað er
um þrálátan orðróm og söguburð
um aðild þeirra að málefnum i
sambandi við hvarf Geirfinns
Einarssonar úr Keflavik og jafn-
framt i tengslum þar við að hinu
umfangsmikla smyglmáli, sem i
rannsókn var undangengna mán-
uði, i upphafi aðallega við bæjar-
fógetaembættið i Keflavik, en
siðan einnig við sakadómara-
embættið i Reykjavik og viðar.
Svo sem fram kemur i umrædd-
um erindum, telja hlutaðeigendur
litt þolandi fyrir sig og fjölskyldur
sinar að liggja undir þeim sögu-
burði og illmælum, er þeir hafi
mátt þola vegna mála þessara án
þess að eitthvað verði að hafst af
opinberri hálfu, til þess að beina
frá þeim grunsemdum, sem ætla
verði að.beinst hafi að þeim að
verulegu leyti vegna fram-
kvæmdar á rannsókn ofan-
greindra mála. Telja hlutaðeig-
endur að nauðsynlegt sé, eftir at-
vikum, að stofnað verði til opin-
berrar rannsóknar til þess að
söguuburður og illmæli i þeirra
garð verði rakin og hrakin eða að
af opinberri hálfu verði gefnar
skýlausar yfirlýsingar, sem beini
frá þeim söguburði og grunsemd-
um, sem um er rætt.
Ráðuneytinu er fullljós vand-
kvæði á tilstofnun opinberrar
rannsóknar, sem til þess megi
gagnast, að söguburður og illmæli
af þvi tagi, sem hér ræðir um,
hverði rakið til upphafssins. Hins
vegar telur ráðuneytið skiljanlegt
og eðlilegt, að aðilar, sem fyrir
slikri aðsókn verða, telji sig ekki
geta unað við svo búið, án mótað-
gerða. Vill ráðuneytið athuga
frekar, hverra úrlausna megi
leita.”
Þá segir i greinargerð dóms-
málaráðuneytisins:
„Þann dag, sem ráðuneytið
sendi bæjarfógeta þetta bréf,
hringdi ráðuneytisstjóri dóms-
málaráðuneytis til setts bæjar-
fógeta og sagði honum af send-
ingu bréfsins og gat þess til
viðbótar, að svo sem bréfið aug-
ljóslega bæri með sér vlri fráleitt
mögulegt að rekja söguburð eða
afsanna illmæli með neinu öðru
en þvi að rannsókn á tilefni sögu-
burðar leiddi hið sanna i ljós. Er
bæjarfógeti minnugur þessa sam-
tals, en sú viðræða tengist raunar
efni bréfs, sem sá er samtalið átti
við bæjarfógeta hafi ritað rikis-
saksóknara deginum áður, þ.e.
10. marz, og hljóðar svo:
„Hér með sendist yður, herra
rikissaksóknari, til athugunar,
bréf fjármálaráðuneytisins, dags
27. f.m„ þar sem borin er fram
ósk um, að stofnað verði til
frekari rannsóknar, er fram-
kvæma megi i fleiri lögsagnar-
umdæmum samhliða, i framhaldi
af rannsókn vegna umfangs-
mikils smygls ýmissa aðila, nú
nýverið en sú rannsókn hófst i
Keflavik, en átti viða rætur, m.a.
og ekki sizt i Reykjavik, og hefir
nú verið lokið að þvi er ýmsa
þætti varðar, sem ætla má að
leiða munni til ákæru. Ýmsir lög-
gæzlumenn, er um þessi mál
fjalla, telja miklar likur á, að enn
geti verið unnt að upplýsa frekari
brot á þessu sviði i framhaldi af
og jafnvel i tengslum við þær
rannsóknir, er þegar hafa farið
fram. Telur þetta ráðuneyti mjög
koma til greina, að hentað gæti á
þessu stigi, að veita sérstökum
dómara, skv. heimild i 5. gr. laga
nr. 74 1974, umboðsskrá til þess að
framkvæma rannsókn, er fram
geti farið i hverju þvi lögsagnar-
umdæmi, er þurfa þætti, þannig
að auðveldara geti verið að fylgja
eftir einstökum rannsóknar-
atriðum. Væri þar með engan
veginn fyrirhugað að taka úr
höndum annarra dómara þau
rannsóknarverkefni, er þeir fjöll-
uðu um eða upp kæmu til þeirra
embætta. Hins vegar gæti slikur
sérstakur dómari, með samvinnu
við fleiri dómaraembætti, stuðlað
að tengingu á störfum þeirra og
störfum almennrar tollgæzlu og
löggæzlu að þessu sérstaka verk-
efni, sem likur þykja á, að nú geti
enn fengizt frekar upplýst.”
Löggæzlumenn þeir, sem i bréfi
þessu er vitnað til, munu vera
þeir Haukur Guðmundsson rann-
sóknarlögreglumaður i Keflavik
og Kristján Pétursson, deildar-
stjóri i tollgæzlunni á Keflavikur-
flugvelli, en þeir höfðu báðir unn-
ið mjög mikið að umræddri rann-
sókn, og höfðu nokkru áður lýst
áhyggjum sinum af þvi við toll-
gæzlustjóra (og raunar annar
einnig við ráðuneytisstjóra dóms-
málaráðuneytis) að rannsókn
gæti koðnað niður ófullgerð, en
tollgæzlustjóri hvatti fjármála-
ráðuneyti til að veita þvi máli lið.
Jafnframt fengu löggæzlumenn-
irnir vitneskju um fyrirhugaða
skipun sérstaks dómara, sem þeir
voru mjög ánægðir með, og tóku
rösklega til hendinni við rann-
sóknaraðgerðir til undirbúnings
verkefna hins væntanlega rann-
sóknardómara og að verulegu
leyti i samráði við hann. — Rikis-
saksóknari tjáði sig, með bréfi
dags. 21. marz, meðmæltan skip-
un hins sérstaka dómara, og var
dómaranum, Ásgeiri Friðjóns-
syni sakadómara i fikniefnamál-
um gefin svofelld umboðsskrá:
Dóms- og kirkjumálaráðherra
gerir kunnugt:
Að þar sem nauðsyn ber til að
skipa sérstakan dómara til þess
að fara með rannsókn vegna
meintra brota á tollalöggjöfinni
með ólögmætum innflutningi
ýmiss varnings, þá eruð þér,
herra sakadómari, skipaður til
þess, samkvæmt 2. mgr. 5. gr.
laga nr. 74 1974, að framkvæma
rannsókn vegna meintra brota á
tollalöggjöfinni i framhaldi af
rannsókn, er fram fór i ýmsum
lögsagnarumdæmum við sunnan-
verðan Faxaflóa um og eftir sl.
áramót.
Til framkvæmdar starfi þessu
er yður veitt heimild til að halda
dómþing innan sérhvers lögsagn-
v arumdæmis landsins.
I dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, 8. april 1975.
Bréf það sem fylgdi umboðs-
skránni sama dag til dómarans,
hljóðar svo:
„Með skirskotun til viðræðna
sendir ráðuneytið yður, herra
sakadómari, hér með umboðs-
skrá til þess að fara með rann-
sókn vegna meintra brota á tolla-
löggjöfinni i framhaldi af rann-
sókn, er fram fór i ýmsum lög-
sagnarumdæmum við sunnan-
verðan Faxaflóa, um og eftir sl.
áramót. Sendist yður jafnframt
til upplýsinga og leiðbeininga
ljósrit af bréfi fjármálaráðuneyt-
isins, dags. 27. janúar sl„ bréfi
þessa ráðuneytis til rikissaksókn-
ar, dags. 10. f.m., og bréfi rikis-
saksóknar? dags. 21. f.m„ er öll
varða þetta efni.
Jafnframt er yður sent, til upp-
lýsingar ljósrit af bréfi ráðuneyt-
isins, dags. 11. f.m„ til bæjarfó-
getans i Keflavik sbr. bréf Sigur-
bjarnar Eirikssonar og Magnúsar
Leópoldssonar, dags. 3. febrúar
sl. og bréf Inga Ingimundarsonar,
hrl., dags. 18. s.m., varðandi um-
kvartanir vegna orðróms og
söguburðar um tengsl hinna fyrr-
nefndu m.a. við umrætt smygl-
mál.”
Svo sem þetta bréf ber með sér,
er athygli dómarans m.a. beint að
umkvörtunum hinna tilgreindu
aðila, en tengist enn þeirri aug-
ljósu staðreynd, sem öllum rann-
sóknarmönnum er ljós, að einasta
leiðin til þess að grundvöllur
söguburðar verði rakinn, er meiri
rannsókn en ekki minni.
Bréf það frá Sigurbirni Eiriks-
syni og Magnúsi Leópoldssyni,
sem til hefur verið vitnað, er dag-
sett 3. febrúar 1975 og hljóðar
svo:
„Frá þvi i desember sl. hefur
gengið þrálátur orðrómur hér i
Reykjavik og viðar um að veit-
ingarstaðurinn Klúbburinn og við
undirritaðir, Sigurbjörn Eiriks-
son, eigandi Borgartúns 32 og
Magnús Leópoldsson, fram-
kvæmdastjóri Klúbbsins, séum
viðriðnir hvarf Geirfinns Einars-
sonar úr Keflavik og um leið hið
mikla smyglmál, sem nýlega hef-
ur komist upp um. Hefur orðróm-
ur þessi birst i mörgum myndum.
M.a. að lik Geirfinns hafi fundist
á jörðinni Álfsnesi, sem er i eigu
Sigurbjörns, bifreið eins og sú, er
auglýst hefur verið eftir sé i eigu
Klúbbsins eða okkar persónulega.
Höfum við átt að láta breyta um
lit á bifreiðinni til þess að hún
þekktist ekki. Þá er þvi haldið
fram, að vegna þessa og smygl-
málsins, hafi við Sigurbjörn og
Magnús setið i gæzluvarðhaldi að
undanförnu. Þó er þvi einnig
haldið fram, að Magnús hafi verið
sá maður, sem beðið hafi veriö
eftir að kæmi frá Kanarieyjum
vegna smyglmálsins.
Við höfum hingað til beðið og
vonast til að mál þessi upplýstust,
þannig að sannleikurinn kæmi
opinberlega fram, en eftir þvi
sem lengur liður og ekkert kemur
fram af hálfu opinberra aðila,
sem varpað getur ljósi á stað-
reyndir þessara mála, magnast
fremur framangreindur orðróm-
ur, m a. af frásögnum blaða og
löggæzlumanna, sem komið hafa
fram i fjölmiðlum.
Eins og augljóst er, getur orð-
rómur sem þessi haft i för með
sér stórkostlegt fjárhagslegt tjón
fyrir veitingahúsið og valdið þvi
og starfsfólki þess álitshnekki.
Það er þvi ósk okkar, að hið háa
ráðuneyti annaðhvort gefi yfir-
lýsingu opinberlega, sem eyði
þessum sögusögnum eða láti fara
fram rannsókn á sannleiksgildi
þeirra og uppruna.”
Bréf það sem lögmaður um-
ræddra aðila ritaði 18. febrúar
1975, til áherzlu fyrrgreindu bréfi,
er 6 vélritaðar blaðsiður og er efni
þess aðallega frásagnir ýmissa
t'ilgreindra aðila um þær sögur
um bréfritarana sem þeir hafi
heyrt fleygt. — Bréfið þykir of
langt til að taka inn i þessa frá-
sögn, sem þó verður ærið löng, en
bréfið er siður en svo óheimilt
þeim, er þessi greinargerð snert-
ir”.
Þá segir i greinargerðinni:
.■Loks, og að endingu, þykir rétt
að upplýsa, varðandi störf Hauks
Guðmundssonar, lögreglumanns
að framangreindri rannsókn, að
hann var, samkvæmt beiðni
bæjarfógétans i Keflavik, leystur
frá öðrum starfsskyldum-, með
bréfi ráðuneytisins dags. 17. des-
ember 1974, svohljóðandi.
„Eftir viðtöku bréfs yðar, herra
bæjarfógeti, dags. 13. þ.m., þar
sem þér óskið þess, að Haukur
Guðmundsson, rannsóknarlög-
reglumaður, megi helga sig störf-
um við rannsókn vegna hvarfs
Geirfinns Einarssonar, Brekku-
braut 15, Keflavik, um óákveðinn
tima, tekur ráðuneytið fram,, að
fallist er á beiðnina, enda sé rikis-
saksóknara jafnan gefin skýrsla
um framvindu málsins, og fyrir-
mæla hans leitað, sbr. 21. gr. laga
nr. 74 1974 um meðferð opinberra
mála.
Jafnframt heimilast yður, að
ráða til lögreglustarfa um
óákveðinn tima Guðmann Rúnar
Lúðviksson, Grænagarði 8, Kefla-
vik, þannig að kærum og öðrum
löggæzluverkefnum verði sinnt
með óbreyttum hætti.”
Þessi skipan hélzt óbreytt til 4.
júni 1975, þ.e. i nærri 3 mánuði
eftir að hið margumrædda bréf
ráðuneytisins var skrifað.
Hitt málið, sem Vilmundur
Gylfason fjallar um i umræddri
Visisgrein, er rannsókn á ýmis-
konar óreiðu i sambandi við vin-
kaup veitingahússins Klúbbsins,
á árinu 1972.
Enn segir:
.ilimrædd rannsókn hófst i saka-
dómi Reykjavikur hinn 14. októ-
ber 1972 og var veitingahúsinu
lokað þann dag með ákvörðun
lögreglustjóra, með skirskotun til
heimildar i 2. málsgr. 14. gr.
áfengislaga nr. 82/1969, sem til-
kynnt var veitingamanni af full-
trúa lögreglustjóra i réttarhaldi i
sakadómi Reykjavikur að kvöldi
þess dags.
Hinn 18. s.m. ritaði veitinga-
maðurinn dómsmálaráðuneytinu
bréf, þar sem hann skýtur um-
ræddri ákvörðun til dómsmála-
ráðherra samkvæmt heimild i
sömu lagagrein.
Atvikaröð er lýst i skýrustu
máli i minnisblaði þess starfs-
manns, sem um þetta mái fjallaði
i ráðuneytinu, svo sem öll mál er
varða vinveitingahús, skrifstofu-
stjóra ráðuneytisins, en minnis-
blaðið, sem er dagsett 20. októ-
ber, hljóðar svo:
„19. október 1972.
Ræddi við lögreglustjóra um
vinveitingabannið i Lækjarteig 2.
Taldi hann rétt að halda banninu
áfram á meðan rannsóknar-
dómari teldi þess þörf. Rann-
sóknardómari teldi ekkert gefa
tilefni til að falla frá banninu.
á). október 1972
Ræddi við Þóri Oddsson,
fulltrúa i sakadómi. Taldi málið
alfarið vera ákvörðun lögreglu-
stjóra. Hallvaröur Einvarðsson,
aðalfulltrúi saksóknara, hefði
komið upplýsingum um málið til
lögreglustjóra, þegar rannsókn
var að hefjast. Hefðu menn taliö
algjörlega óviðeigandi, að
starfsemin héldi áfram.
Rannsóknin snýst um áfengis-
innkaup, sem fóru fram frá
áfengisútsölu utan afgreiðslu-
skattframtölum hefur ekki verið
skilað, launamiðum o.fl. Ekki
taldi hann bannið skipta lengur
máli fyrir rannsóknina, en fannst
þó rétt að láta það standa áfram.
Ekki taldi hann unnt að gera það
á grundvelli réttarfarslaga,
a.m.k. ekki nú.
Hallvarður Einvarðsson taldi
rétt, að bannið stæði meðan
meginþungi rannsóknarinnar
færi fram, a.m.k. fram i næstu
viku.
Athugun fór fram á tilgangi 14.
gr. áfengislaga. Greinargerð með
áfengislagafrumvarpi 1952 segir
ekkert um þetta ákvæði, en til-
svarandi ákvæði var ekki i eldri
áfengislögum, eingöngu i reglu-
gerð, sbr. 17. gr. reglugerðar nr.
126/1945, en þar er við það miðað,
að ástand skapist, þannig að sér-
stök hætta geti stafað af vinnautn
manna.
Að svo búnu ræddiég málið við
ráðherra, og vorum við sammála
um að lita bæri svo á, að ákvæðið
ætti ekki við hér, a.m.k. ekki
lengur. Tilvist ákvæðisins i
áfengislögum væri fyrst og
fremst með tilliti til öryggis-
sjónarmiða. Almenn réttarfars-
lög yrðu að ákvarða, hvort
veitingar yrðu bannaðar fram-
vegis. Þvi skyldi bannið fellt
niður. Ákvæði 12. gr. áfengislaga
um leyfissviptingu geta hins veg-
ar komið til skoðunar, þegar
niðurstaða rannsóknar liggur
fyrir. Baldur Möller var þessu al-
gjörlega sammála.
Þetta tilkynnti ég lögreglu-
stjóra, sem kvaðst ósáttur við, að
starfsemin héldi áfram, en kvaðst
þó mundu tilkynna niðurfellingu
sjálfur, án fyrirskipunar ráðu-
neytisins.”
Svo sem fram kemur i minnis-
blaðinu voru þeir aðilar, sem að
ákvörðun lokunarinnar höfðu
staðið, þeirrar skoðunar, að
bannið ætti að standa lengur, en
rannsóknardómarinn tók fram,
að hann teldi lokunina ekki lengur
skiptamáli fyrir rannsóknina. —
Með þessu er fullkomlega fallinn
málatilbúnaður Vilmundar. sem
byggist á þvi, að ráðherra hafi,
með hneykslanlegum afskiptum
sinum, spillt rannsókn málsins
Niðurfelling lokunarinnar hafði,
samkvæmt yfirlýsingu
rannsóknardómarans sjálfs engin
áhrif á rannsóknina.
Ekki sýnist fært að sleppa, að
lokum, að skýra frá þvi, að i grein
Vilmundar er i tvigang skrökvað,
algerlega, upp orðum, sem hann
segir þáverandi saksóknara
rikisins, Valdemar Stefánsson,
heitinn, hafa viðhaft, m.a. i bréfi
til ráðuneytisins.
Ummæli Vilmundar eru þessi:
I. „Ekki ómerkari maður en
Valdemar Stefánsson fyrrum
rikissaksóknari, mótmælti að-
gerðum dómsmálaráðherra
kröftuglega, en allt kom fyrir
ekki.”
II. „Valdemar Stefánsson, rikis-
saksóknari mótm. og sagði i
bréfi að domsmálaráðherra
hefði með þessu gengið gegn
réttarhagsmunum i landinu,
hvorki meira né minna. Það
þurfti eitthvað til að jafn
stilltur og yfirvegaður maður
og Valdemar Stefánsson léti
slikt frá sér fara i bréfi. Þetta
sagði hann samt.
Með þessu drýgði óiafur
Jöhannesson athæfi. sem
Framhald á 21. siðu.
Lesandi sendi okkur svofellda vísu:
VEIÐIVÍSA
Þótt verðir laganna fari fetið, þeir hreppa
oft fisk í hyl.
En veiðistjórinn oft vill þessa getu teppa
og vel sér til
að ákaflýður um önnur met skuli keppa
svona um það bil.
Allir stórlaxar enda við netið sleppa.