Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 1. febrúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Skipting í fína menningu og
lágmenningu er sjúk hefð
Arni
Bergmann
talar viö
Dan Turéll
um
Ijóðasmíö,
skemmtan
og
pólitískar
þverstæöur
Um þessar mundir er
ungur danskur rithöf-
undur gestur Norræna
hússins, Dan Turéll heit-
ir hann. Hann flutti á
fimmtudag erindi um
nokkra höfuðpaura
danskrar nútimaljóð-
listar, og i dag, sunnu-
dag, kl. 17. mun hann
tala ,,af fingrum fram”
um ljóðlist og popp-
músik og eigið starf að
hvorutveggja; fylgja
þessu músikdæmi og
sitthvað fleira.
Þegar eftirfarandi viðtal við
Dan Turéll fór fram á miðviku-
dag var hann fyrst spurður að
þvi, hvaðá skáld hann ætlaði
einkum að taka til meðferðar og
af hverju.
— Ég tek fyrir fjögur skáld
sem mér finnast best. Ivan
Malinovski, Per Síöjholt, Jörgen
Lith og Kristen Björnkær. Sá sið-
astnefndi er á aldur við mig, en
hinir allmiklu eldri. Ég vel þá
fremur en jafnaldra mina vegna
þess að min kynslóð er ekki nógu
gömul orðin i starfi, hefur ekki
fengið „eigið andlit”.
Þetta eru ólikir menn. Malin-
ovski er pólitiskt skáld sem flytur
sósialiskan boðskap. Höjholt er
lýriskur showmaður eins og ég
kalla, leggur sig mjög fram um
að vera skemmtilegur. Hinir
tveir eru meira i hversdagslýs-
ingum, emkalifi.
Út fyrir hópinn?
— Finnst þér pólitiskum skáld-
um farið að fækka, minna fara
fyrir þeim en fyrir nokkru?
— Nei, alls ekki. Norðurlönd
eru full af skáldum sem vilja
gjarna hafa pólitisk áhrif, en
komast ekki langt af þvi þeir eru
ekki lesnir. 1 langflestum tilvik-
um skrifa þeir fyrir tiltölulega lit-
inn hóp, sem er á svipuðu máli og
skáldin sjálf. Þetta getur reyndar
haft sina þýðingu fyrir hópinn, en
litið meira en það. Þaðeru að visu
til undantekningar, t.d. sviar eins
og Per Valö, sem ná til margra.
Kn Malinovski er ekki ein af þess-
um undantekningum. Hann er
ekki mikið lesinn. En hann er
lygilega duglegt skáld.
Ég get ekki stillt mig um að
minnast á þá þverstæðu, að það
skáldskaparkyns sem mér finnst
hafa haft mesta pólitiska þýðingu
i Danmörku að undanförnu það
eru einmitt textar sem alls ekki
var ætlað að ná slikum áhrifum.
Til dæmis vil ég taka Svantes vis-
er eftir Benny Andersen.
Brauðmylsna og alvara
— Per Höjholt er sjómaður
segirðu, Er hann einn á báti?
— Nei, við erum tveir.
— Og hvernig er ærslum ykkar
tekið?
— Bara vel.
— Um hvað skrifar Per
Höjholt?
— Hann skrifar um brauð-
mylsnu, umbúðir utan um sild og
fleiri hversdagslega hluti. Reynir
að gera úr þeim góða skemmtun
með ekki alltof hátiðlegri afstöðu
til málsins.
— Ert þú likur Per þessum?
— Nei. Ég er reyndar tuttugu
árum yngri en hann. Fæst við ein-
faldari hluti. Flestir danskir rit-
höfundar koma úr akádemisku
umhverfi og tróna mjög maga-
veikislegir á svip i sinni hámenn-
ingarhefð. Mér leiddist satt að
segja öll þessi menntaða alvara.
vfirþvrmd af vangaveltum og
bóklestri. Mér fannst vanta ein-
hvern friskleika i þetta.
— Hefurðu skrifað lengi og
mikið?
— Ég er búinn að vera að i
fimm-sex ár. Og hefi skrifað ein-
ar fjörutiu bækur. Mest eru þetta
ljóðatextar. En ég er nú byrjaður
að skrifa prósa. Svipmyndir úr
heimaplássi minu. Vangede-
hverfi i' Gentofte. Um rokk. Um
Bandarikin, fjölmiðla þar og
kenningar um þá. Ég hefi orðið
fyrir miklum bandariskum áhrif-
um. 1 Danmörku er spaugað með
það, að eiginlega sé ég partur af
bandariskri bókmenntasögu.
Að læra af Bitlum
— Hvers konar áhrif áttu við?
— Ég hefi ekki lesið mikið af
dönskum bókmenntum, er ekki
vel að mér um þá hefð. Ég hefi
lært miklu meira af Walt Whit-
man og Allan Ginzberg en af
nokkrum dönum. Meira af Bitlun-
um ep af nokkrum bókmenntum.
Ef þig vantar stimpil á mig, þá
má vel kalla mig rokkogrólskáld-
ið.
— Og hvað gastu helst lært af
Bitlum ?
— Þeim tókst að ná sambandi,
segja mikilvæga hluti við mjög
marga á tima, þegar t.d. danskir
kollegar minir komust varla
neitt. Þeim tókst, þegar allt
kemur til alls, að láta fleirum liða
betur.
— Hefurðu skrifað fyrir hljóm-
sveitir?
— Já, ég hefi skrifað fyrir
marga rokkhópa og ég tala stund-
um með einni grúppu — i henni er
gitar, pianó, bassi, trommur. Við
höfum komið fram i djassklúbb-
um og útvarpi. Rokkið, bitlar,
þjóðlagamúsik dálitið?
— Hvaö um mótmælasöngva?
— Ég hefi ekki mikla trú á
þeim. Auðvitað er sjálfsagt að
hafa þennan þátt með, en hann
má ekki kenna sig við mótmæli,
þá virkar það ekki.
Af fingrum fram
--- Erum við ekki komnir
núna inn á það sem þú ætlar að
tala um á sunnudaginn (þ.e. i dag
i Norræna húsinu)?
— Ég undirbý mig ekki, ég veit
eiginlega ekki hvað ég muni
segja, ég-vil helst vinna með
impróvisasjón. Eins og saxófón-
leikari sem fær stuttan lagstúr,
Iratrabrabú, og finnur sjáliur út
áframhaldið. Það er að visu rétt,
að það er nokkurt happdrætti i þvi
fólgið að haga sér svona, en ef þú
hefur spilaðá saxófón i fimm ár,
þá hefurðu safnað það miklu i
Dan Turéll: „Sania er mér
hvert menn halda að þaö gamla,
góða, helsjuka snörlandi tungu-
mál sé að hlaupa. Þær einar
málsaðstæður eru skemmti
legar þegar málið hættir að
virka á sinum eigin forsendum.
(Ristið tengslin i sundur aftan
frá — Skjótiðgöt á myndirnar —
Hugliö siðunum i handriti ykkar
— Kveikið i annálunum). Mér
finnst tungumálið i sinni núver-
andi inynd kúgunarmaskina,
kúgari manns andspænis manni
og einstaklings andspænis efni.
Sérhver apaflokkur nær betra
sambandi innan hópsins en
maðurinn (The manuskripter).
Vangede er plássið sem I)an
Turell óx upp i, það er partur af
Gentofte. Um þetta hveiíi hefur
Dan skrifað vinsæla bók: minn-
ingabrot, staöarlýsing, teikn-
ingar. Þar segir m.a.:
i Gentofte er menningin
ihaldssöm, og allir vita að allir i
villunum eru ihaldsmenn og að
allir ihaldspólitfkusar og for-
stjórar búa þar. i Gentofte er
menningin ihaldssöm og þar
lesa menn Berlingske Tidende.
i Vangede er menningin
sósialdemókratisk, og það gam-
alkratisk — og þar lesa menn
Kkstrablaöið og bölva og spýta
og drekka bjór af stút.
Vangede er bamdaþorp sein
varð verkamannaúthverfi á
tuttugustu öld. Vangede er svið
fvrir kúrekainúsik sem i græn-
uin livelli brcyttisl i stórborgar-
rokk.
Kn það eru enn nokkrir mat-
jurtagarðar i brekkunni við
járnbrautarteinana. Og ef
þjófabjallan hringir hjá Brug-
sen, þá færir fólkið sig á bekkn-
um við ísluisið og segir: Kttum
við ekki að skreppa og gá? Og
svarar sér sjálft: Nei. það er
bara, einhver að nappa sér
nokkra bjóra, og livað ineð
það...
hrygglengjuna að þetta ætti að
takast.
Sjálfsagðir hlutir
— Við minntumst áðan á áhrif
t.d. texta með pólitisku innihaldi.
Hvað finnst þér um þá kenningu.
að það þurfi ritskoðun að glima
við til að þau áhrif geti orðið
veruleg?
--- Ég er þvi alveg sammála.
Það sem þú leitar að i lýrik er
mannleg rödd, mennskur andar-
dráttur, tilfinning fyrir þvi að
vera til, og þetta færð þú ekki ef
komið er með eitthvað sem þú
veist eiginlega áður. Eða hefuröu
heyrt mörg pólitisk kvæði sem
segðu eitthvað annað en það sem i
raun og veru er sjálfsagt mál?
Hefur nokkur látið sér detta i hug
að segja i kvæði um Vietnam. aö
best væri að plaffa þá niður sem
skjótast þessa vietnama? Auðvit-
að ekki.
Ef við vikjum að þeim Jörgen
Lithog Kristen Björnka>r. þá held
ég að i raun hafi þeir meiri póii-
tiska þýðingu en þeir. sem slá
föstum sósi'alistiskum viðhorfum.
Þeir byrja á þvi sem er meira
sósialt en nokkuð annað — hvers-
dagsleikinn, dagleg vandamál
sem eru ósköp svipuðhjá flestum.
Við getum kannski ekki gert
mikið fyrir Vietnam frá Kaup-
mannahöfn, allavega ekki i ljóöi.
En kannski getum við gert um-
ferðina i' Kaupmannahöfn félags-
legri — og það er sannarlega póli-
tisk iðja að vinna að því.
Sportkvæði
— Viltu nefna dæmi um fram-
teiðslu þessara skálda tveggja.
— Björnkær til dæmis. hann
hefur skrifað fallega bók um
bernsku sina. Þar tæmir hann
hausinn af þvi sem hann man af
myndum frá bernsku sinni. Þetta
má utn leið vel kalia félagslegt
frumkvæði, hann fer með reynslu
sem margir eiga með honum. og
býr um leið til einskonar Dan-
merkurmvnd. mvnd af Dan-
mörku á vissu augnabliki. i hans
tilviki fyrir um tuttugu árum.
Um Jörgen Lith. sem hefur
samið vinsæla bók sem heitir
tþróttakvæði. Hún er aðallega um
hjólreiðar. Það er merkilegt að
liugsa til þess, að liklega iðkar
miljón dana einhverskonar sport.
fjórðungur allra landsmanna. Og
það hafa komið út þúsundir ljóða-
safna, en ekkert af þeim er um
iþróttir. Þarna komum við aftur
að þvi sem ég minntist á áðan —
flestir danskir rithöfundar til-
hevra litlum hópi menntamanna.
sem hefur ekkert samband fið
iþróttir. né heldur afþrevingar-
starfsemi ýmiskonar.
Skiptingin
Þessi hefðbundna skipting i fina
menningu. hámenningu ibókin á
þar heima) og lágmenningu
(S[X)rt. poppmúsik o.fl.) hefur
gert okkur marga skráveifu.
Þetta er sjúk hefð og ég vona að
okkar kynslóð takist að gera upp
sakir við hana.
Ég held revndar þetta sé byrj-
að. Menn skipta t.d. ekki bókum i
„góðar" og „vondar" með sama
hætti og áður. Menn ætla lesand-
anum annan hlut en áður — skilja
að sé hann klókur getur hann lesið
margt út úr revfara engu siður en
Shakespeare. Menn skoða íleiri
Ivrirbæri en áður. Og lita ekki á
staf rithöfunda með öðrum eins
heilangsandablæ og áður. Gera
sér betur grein fvrir þvi. að það er
misskifningur aiS skáldin „skapi
-þau taka. fá lánað. viða að ser.
Þau taka orðin úr munni þer. og
þú getur keypt þau af þeint aftur
þegar þeir hafa bra'tt þau saman
við annað sem orðið hefur á vegi
þeirra.