Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 1. fcbrúar 197«. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 21 Sköpun jarðarinnar — Nú skulum viö láta þá vaða reyk! SAHARA — Þetta er ágætt... haldið þið bara áfrant að leika ykk- ur i sandkassanum! Dómsmálaráðu- neytið svarar Framhald af bls. 17. varla mun fyrnast i islenzkri réttarsögu. En hversu lengi verður öðrum alþingismönn- um þolað að þegja? Hversu lengi verður þetta látið liggja i þagnargildi? Alþingi verður samsekara með hverjum deginum sem liður.” Það eina sem ráðuneytinu barst frá saksóknara rikisins Valdemar heitnum Stefánssyni um þetta mál var svohljóðandi bréf dags. 23. október 1972: ,,Hér með sendi ég hinu háa dómsmálaráðuneyti til athug- unar afrit af skýrslu og umsögn Hallvarðs Einvarðssona.r, aðal- fulltrúa, er hann hefir lagt fyrir mig um mál það, er þar um ræðir.” Það fer heldur ekki á milli mála að munnlega fjallaði Valdemar heitinn heldur ekki um málið, við neinn starfsmann ráðuneytisins né ráðherra og hefði Valdemar Stefánsson þó sizt skort hrein- lyndi til þess, ef honum hefði þótt við eiga, en ekki mundi öðrum ljósara en honum, að með þvi hefði verið teygst inn á valdssviö ráðherra, sem honum hefði verið viðs fjarri skapi. Hins var áður getið, hver var skoðun aðalfulltrúa saksóknara á þessu efni, þótt ráðuneytið væri ekki sammála þeim mæta manni og þeim öðrum sem vildu láta lokunina standa. Enginn þeirra ber þó i þvi sambandi fram neina túlkun á þvi lagaákvæði, sem um var fjallað i lokunarákvörðunni. Er þar að visu nokkuð langt að rekja og vandrakið, allt aftur til ársins 1935, að nokkru. Svo löng er þessi greinargerð orðin, að rétt þykir að láta þann þátt biða um sinn. Þó má geta þess, til fróð- leiks, að núverandi dómsmála- ráðherra var einn af höfundum og annar tveggja lögfræðinga er sömdu áfengislagafrumvarpið, sem varð að lögum 1954 og núver- andi ráðuneytisstjóri samdi þá, sem fulltrúi i dómsmálaráðu- neytinu, undir handleiðslu þáver- andi dómsmálaráðherra, reglu- gerð um sölu og veitingar áfengis. Ákvæðin um lokun vinveitinga- húsa i lögunum og reglugerðinni eru óbreytt frá setningu þeirra 1954, og hafa aldrei verið túlkuð með öðrum hætti, hvorki i með- ferð málsins á Alþingi né i ráðu- neytinu en að er vikið i áður- greindu minnisblaði. Spurningar Framhald af bls. 16 ur gervisafi er engu betri en gos- drykkir (i flestum tilf. amk) og sætar kökur eru ekkert betri en vejulegt sælgæti. Avextir i dósum eru lika mjög sætir og litið eftir af vitaminum i þeim eftir margra mánaða veru i niðursuðudósJBest er að lorðast hvitan sykur i mat frá upphafi, þá eru siður likur á að barnið verði mjög sólgið i sætindi. En ekki er þó ráðlegt að fela sætindi algerlega fyrir barn- inu, þvi þá er eins vist að það verði gersamlega sjúkt i þau. 9. Er fita einnig hættuleg fyrir börn? Mettaðar fitur eru óhollar fyrir alla, þótt mun minni hætta sé á æðakölkun hjá börnum en fullorðnum. Steiktar kartöflur, fita i sósum, oliusósur, smjör og rjómi — allt þetta þurfum við að borða með varúð. Steikið i sem minnstri feiti og þá helst i jurta- feiti (oliu). Borðið magran ost og gjarnan undanrennu, enda þótt islenska mjólkin innihaldi minna af mettaðri fitu en algengt er um mjólk. 10. Eiga börn að borða sjálf? Já, strax og þau sýna vilja til þess. Og þau eiga helst að borða um leið og aðrir fjölskyldumeð- limir. Ef þau eru þreytt er ágætl að koma þeim af stað með matinn.en liester að þau byrji að nota skeiðina strax um I árs aldur. ()g munið að gera litið úr borðhaldinu að öðru leyti. horðsiðir og matarlyst verða siður vandamál el foreldrar gera sér rkki allt of mikla rellu út al' þvi. Þess vegna er framkvæmdum haldið áfram Framhald af 20. siðu. tvær verulega goöar holur eða þrjár i meðallagi góðar. Jafnvel gæti nægt.ef ein hola fengist á við þá, sem boruð var á sl. hausti en Orkustofnun missti tök á, vegna þess að fullkomnasti tæknibúnað- ur var þá ekki kominn til lands- ins. Það tekur rúman mánuð að bora hverja holu, svo að það eina, sem virðist geta komið i veg fyrir að náð verði a.m.k. þessu marki eru áframhaldandi náttúruham- farir á'Kröflusvæðinu eða einhver önnur óvenjuleg og ófyrirséð ó- höpp. Grein Vilmundar er hins vegar öll bvggð á þvi, að annað hvort náist 30 mw eða allur flýtir- inn sé til ónýtis. Ekki skal ég um það dæma, hvort þessi stóríellda blekking Vilmundar stafar af ó- heiðarleika hans eða landskunn- um flumbrugangi, - nema hvort tveggja sé. Nýtt skipulag Ég hef rætt hér eingöngu um Kröfluvirkjun og læt það biða betri tima, að ræða um aðrar hliðar raforkumálanna. Það sem ég hef hér sagt um Kröfluvirkjun og Sigölduvirkjun er um leið rök- stuðningur fyrir þeirri skoðun minni, að skipulag raforkumála þurfi að breytast i grundvallarat- riðum. Byggðalinan og væntanleg stofnlfna til Austurlands og Vest- fjarða gerir okkur kleift að ræða virkjanamálin útfrá samanlagðri orkuþörf allra landsmanna. Að sjáifsögðu hlýtur það að leiða til þess, að öll mciri háttar orkuöflun á landinu verði á einni hendi og hjá einu orkuöflunarfyrirtæki. Það er lfka eina leiðin til að ná þvi marki, að orkan verði seld á sama verði um allt land. Kröflu- virkjun er ekki hafin yfir gagn- rýni, enda þótt i þessari grein, hafi ég leitast við að sýna fram á, að allt það mikla nöldur, seni fram hefur komið uin fram- kvæmd þessarar virkjunar, sé á litlum rökum reist. En hitt er ég sannfærður um, að með einfald- ari vfirstjórn orkumála verður miklu auðveldara að samræma orkuframkvæmdir að þvi marki, að orkan sé sem ódýrust og alls staðar næg. Auglýsingasíminn er 17500 Danski rithöfundurinn DAN TURÉLL kynnir popptónlist i bókasafni Norræna hússins sunnudag- inn 1. febrúar kl. 17:00 Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIO Útboö Leiguibúðanefnd Stykkishólmshrepps auglýsir hér með eftir tilboðum i byggingu 8 ibúða i fjölbýlishúsi að Skúlagötu 9 Stykkishólmi. útboðsgögn eru afhent á skrifstofu sveitarstjóra Stykkishólms- hrepps Aðalgötu 10 Stykkishólmi gegn 10,000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 1. mars 1976 klukkan 14,00. Leiguibúðanefnd Stykkishólmshrepps Þökkunt innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðaför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa Brynjúlfs Eirikssonar, Brúarlandi Mýrum llalldóra Guðbrandsdóttir Eirikur Brynjúlfsson llelga Brynjúlfsdóttir Ólöf Brynjúlfsdóttir Ragnheiður Brynjúlfsdóttir Halldór Brynjúlfsson . Guðbrandur Brynjúlfsson Guðmundur Brynjúlfsson Brynjúlfur Brynjúlfsson Borge Jónsson Páll Sigurbergsson Haukur Sigurbergsson Ásta Sigurðardóttir Snjólaug Guðmundsdóttir Asdis Baldvinsdóttir og barnabörn Útför Ágústs Jóhaimessonar, áður til heimilis að Grettisgötu 46, verður gerð frá Foss- vogskirkju mánudaginn 2. febr. 197«. kl. 13.3«. Vandamcnn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.