Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 1. febrúar 1976.
BÖRN í LANDI
Saga fyrir pakksadda krakka
Eftir Guðberg Bergsson
Guðbergur Bergsson er
fæddur í Grindavík 16.
október 1932. Hann er
meðal fremstu rithöf-
unda þjóðarinnar og
hefur bæði skrifað skáld-
sögur, smásögur og Ijóð.
Alls hafa komið út eftir
hann níu bækur. Þótt
hann hafi ekki skrifað
fyrir börn áður hefur
hann samt áhuga á því,
enda menntaður kennari.
Hann lauk prófi frá
Kennaraskóla Islands
1955.
Guðbergur hefur dvalið
langtímum erlendis og er
nú nýkominn frá Portú-
gal. Hann er að undirbúa
sýningu um byltinguna
þar. Á sýningunni verða
kvikmyndir og Ijós-
myndir sem hann hefur
tekið og auk þess
veggspjöld.
Spánverjar og portú-
galar segja, að skaginn,
sem lönd þeirra eru á, sé i
laginu eins og nautshúð.
Það finnst mér vera
rangt. Þegar ég teikna
skagann, og dreg landa-
mæri Spánar og Portú-
gals, finnst mér hann
-líkjast mannshöfði.
Höfuðið snýr hnakkanum
að Miðjarðarhafinu, en
andlitið horfir út á At-
lantshafið. Hárið á
hnakkanum er tengt
Evrópu, en það er engu
likara en hálsinn hafi
slitnað frá búknum,
Afríku, við Gíbraltar-
sundið. íbúar skagans eru
þess vegna einkennilegt
sambland af evrópu-
mönnum og afríkönum.
Portúgal er andlit
skagans. Andlitið horfir
út á hafið, enda eru
portúgalar sjómenn, sigl-
ingaþjóð og dálítið
gráðugir i að eiga nýlend-
ur. Portúgal er með nef
og skegg á ef ri vör. Undir
nefinu stendur höfuðborg
landsins, Lissabon. Og ég
ætla að segja ykkur örlít-
ið frá krökkunum, sem
búa í nösunum á landinu
sínu. Sagan er í máli og
myndum. Myndirnar tók
ég skömmu eftir bylting-
una, sem gerð var í Lissa-
bon þann 25. apríl 1974.
Þá var einræðisherra
landsins steypt af stóli og
nýlendurnar urðu frjáls-
ar. Þegar byltingin var
gerð, fékk fólkið í Portú-
gal að hugsa, tala og
skrifa á frjálsan hátt.
Það höfðu íbúarnir ekki
fengið að gera í 50 ár.
Einræðisherrum finnst
gaman að stjórna og sitja
að völdum. Það að ráða
öllu er sælgæti einræðis-
herranna. Enginn fær að
bragða á sælgæti valds-
ins, nema valdamenn-
irnir. Einræðisherrar
segjast samt vera brjóst-
góðir. Þeir segja: ,,Verk
min eru betri en brjóst-
sykur og tyggjó." Þetta
tyggja þeir i útvarp,
sjónvarp og blöðin. Og
þannig fer tuggan úr
þeim ofan í alla þjóðina.
Almenningur lif ir á tuggu
einræðisherranna. Við
það verða þjóðir heimsk-
ar. Þær fá ekki að hugsa
sjálfstætt. Einræðisherr-
ar sitja ekki að völdum í
fjögur ár, eins og al-
þingismennirnir. Þeir
húka á valdastóli alla
ævi.
Einræðisherra Portú-
gals hét Caetano, fram-
borið Kaitanú. Hann var
rekinn úr landi eftir bylt-
inguna. Caetano hafði að-
eins setið að völdum í
nokkur ár. En einræðis-
herrann á undan honum
stjórnaði landinu í tæpa
hálfa öld. Hann hét
Salazar, framborið
Salasar.
Salazar var bóndason-
ur. Bóndinn átti litla pen-
inga og gat ekki kostað
son sinn til náms. Hann
gaf þess vegna soninn
kirkjunni, sem er kaþólsk
og rík. Salazar vildi samt
ekki verða prestur, held-
ur prófessor. Og hann las
dag og nótt og saf naði viti
í kollinn. Þegar höfuðið
var orðið troðf ullt af viti,
vildi Salazar verða ein-
ræðisherra. Hann hélt sig
vera orðinn vitrasta
mann Portúgals. Ríka
fólkið var honum sam-
mála. Salazar hnerraði
aldrei. Fólk hélt, að
prófessorinn væri svona
finn og fékk honum öll
völd. En Salazar var ekk-
ert finn. Hann hnerraði
aldrei, af ótta við að vitið
færi út um nasirnar ef
hann hnerraði. Salazar
notaði nefið til að snuðra
um hugsanir íbúanna.
Fyndi hann lykt af stjórn-
málum, sem honum geðj-
aðist ekki að, sendi hann
lögregluna til að fangelsa
andstæðinga sína. Gáfað
fólk er stundum vitlaus-
ara en bjánar. Ef vitið er
notað á rangan hátt er
það verra en heimskan.
Salazar áleit að enginn
þyrfti að læra i Portúgal,
aðrir en krakkar lögfræð
inga, verkfræðinga og
lækna. Alþýðufólk var
þess vegna ólæst. Það
kunni ekki að skrifa. Það
kunni ekki að borða rétt-
an mat. Sveitakonur
kunnu hvorki né gátu
borðað hollan mat. Þær
voru bæði fátækar og fá-
fróðar. Þess vegna dó
helmingur allra barna,
sem fæddust í sveitum.
En krakkarnir, sem ég
ætla að segja frá, eru á
lifi og eiga heima í Lissa-
bon. Þeir eru ólæsir og
dálítið óhreinir, en bestu
krakkar. Einn heitir
Joao, sem er framborið
Sjoá. Annar heitir
Antonío. Sá þriðji er Jose,
framborið Sjose. Og svo
er þarna systir hans, hún
Júlía. Nú hefst sagan.
Hún gerist á torginu
Praga da Alegría, sem er
borið fram Prasa da
Alegría, en merkir Gleði-
torgið.
1.
Joao og Antoníu eru tvi
burabræður. Þeir eru
ólíkir, en báðir í eins bol-
um. Jose gætir systur
sinnar. Krakkarnir leika
sér á torginu. í Lissabon
eru engir leikvellir. Ég
sagði við strákana: „Ég
ætla að taka af ykkur
myndir og búa til mynda-
sögu. Nú verðið þið að
leika." Joáo var með eitt-
hvað uppi í sér. Hann
vildi ekki segja hvað það
væri. En hann langaði að
2.
Næst tók ég mynd af
bræðrunum. Joao er Ijós-
hærður með blá augu.
Hann er glettinn strákur.
Antonío er dökkhærður,
brúneygður, alvarlegur
og með brenndar tennur.
Hvorugur gengur í skóla.
Faðir strákanna er í lög-
reglunni. Lögreglustöðin
er við torgið. Móðir
þeirra er fisksölukona.
Hún gengur á morgnana
milli húsa með körfu á
höfði og selur fisk. Jose
og Júlía eru börn bruna-
liðsmanns. Móðir þeirra
vita, hvað ég væri með
framan á mér. Jo5o
þekkti ekki myndavél.
,,Ég ætla að láta ykkur
upp í þessa litlu vél,"
er vinnukona í gistihúsi.
Hún býður mér stundum
heim. Þá tölum við um
saltfisk, sem portúgalar
kaupa frá Islandi, en er
svo dýr, að fáir geta
sagði ég. „Þá verður inni
i henni jafn mikill
leyndardómur og það
sem er uppi i Joáo." Og
svo smellti ég af.
keypt hann, nema ríka
fólkið. Júlía kann ekki að
leika Ijósmyndaleik. Hún
leikur sér í kerru, og
kemur ekki meira við
sögu.