Þjóðviljinn - 17.02.1976, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.02.1976, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. febrúar 1976 DJOWIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Biður Bergmann Uitstjórar: Kjartan ölafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÖNNUR URRÆÐI VORU EKKI EFTIR SKILIN Það eru um 90 % allra félagsmanna i verkalýðsfélögunum innan Alþýðusam- bandsins, sem lagt hafa niður vinnu og hafið verkfall frá miðnætti s.l. Þetta er eitt allra viðtækasta verkfall, sem nokkru sinni hefur verið háð á íslandi, og nær til yfir 30 þúsunda verka- fólks að sjómönnunum meðtöldum. I byrjun desember, fyrir tveimur og hálfum mánuði, sendi kjararáðstefna Al- þýðusambands íslands frá sér orðsendingu til rikisstjórnarinnar, þar sem þess var alvarlega farið á leit að verkafólki yrðu tryggðar nokkrar lifs- kjarabætur með þjóðfélagslegum ráð- stöfunum af hálfu rikisvaldsins. Þar var m.a. gerð krafa um aðhalds- sama stjórn i gjaldeyrismálum, tak~ markanir á óþarfa innflutningi og breytingar á skattalögum i þvi skyni, að þau hundruð stórgróðafyrirtækja, sem nú borga litla eða enga skatta, tækju á sig stærri byrðar. í þessari orðsendingu Alþýðusambands íslands til rikisstjórnarinnar var þess einnig farið á leit, að rekstrarútgjöld rikissjóðs yrðu lækkuð, vextir lækkaðir og hámarksverð sett á sem flestar vörur. Margar fleiri kröfur um þjóðfélagslegar ráðstafanir setti Alþýðusambandið fram i byrjun desember. 1 þessari ályktun Alþýðusambandsins sagði ennfremur: ,,Af hálfu verkalýðs- samtakanna lýsir kjaramálaráðstefnan þvi yfir, að samtökin muni taka fullt tillit til þess við gerð nýrra kjarasamninga á næstu vikum, hvort stjórnvöld og atvinnu- rekendur vilji i reynd taka upp framan- greind stefnumið og framkvæma þau i samráði við verkalýðshreyfinguna, eða hafna þeim og þar með þeim grundvelli, sem verkalýðssamtökin geta hugsað sér að byggja á frið á vinnumarkaðinum á allra næstu timum.” — Þannig var komist að orði i ályktun kjararáðstefnu A.S.f. fyrir hálfum þriðja mánuði. Og rikisstjórnin hafnaði svo sannarlega þeim grundvelli, sem lagður var á ráðstefnu Alþýðusambandsins i öll- um þeim atriðum, sem mestu máli skipta, — rikisstjórnin gekk meira að segja svo langt, að gangast beinlinis fyrir enn meiri kjaraskerðingu verkafólks en þegar var orðin með nýjum miljarða álögum fyrir áramótin siðustu, sem þýða ekki minna en 200 þúsund króna útgjöld að jafnaði á hverja fimm manna fjölskyldu i Iandínu. Rikisstjórnin hlustaði ekki á þau að- vörunarorð, sem heildarsamtök islensks verkafólks sendu frá sér, lét þau sem vind um eyru þjóta. Þvi er nú komið sem komið er. í ályktun kjaramálaráðstefnunnar i byrjun desember sagði ennfremur orðrétt að lokum: „Fari svo mót eðlilegum vonum ráð- stefnunnar, að framangreindri stefnu verði hafnað, hlýtur verkalýðshreyfingin að svara slikri synjun með þvl eina úr- ræði, sem henni er þá eftir skilið, að beita samtakamætti sinum af fyllstu hörku til að endurheimta þegar i stað með beinum kauphækkunum a.m.k. jafngildi allrar þeirrar kjaraskerðingar, sem skjól- stæðingar verkalýðssamtakanna hafa • mátt þola á þessu og s.l. ári.” (þ.e. 1975 og 1974) Ekki verður um það deilt að almenn kjaraskerðing hjá verkafólki frá 1. mars 1974, það er á tæpum tveimur árum, nemur 20—30%, og er þá miðað við kaup mátt dagvinnutimakaups. í stað þess að verkafólki séu nú boðnar bætur fyrir, a.m.k. einhvern hluta þessa kjararáns, þá hefur fulltrúum þess víð samningaborðið aðeins verið sýnd „hug- mynd”, sem felur i sér enn rýrnandi kaup- mátt á árinu 1976. Þótt þessi hugmynd geri ráð fyrir 13,6% launahækkun i áföngum i krónutölu á ár- inu og 16,5% hækkun i áföngum hjá þeim allra lægst launuðu, sem nú hafa innan við kr. 54.000,- i dagvinnutekjur á mánuði, — þá myndu kjörin samt halda áfram að versna enn,yrði hún samþykkt. Astæðan er einfaldlega sú, að samkvæmt spá Hag- stofunnar, þá mun framfærslukostnaður hækka um 17% frá 1. nóv. 1975—1. nóv. 1976, þótt kaup verkafólks hækki ekki um eina krónu. Sáttahugmyndin um hækkun launa i krónutölu dugar ekki einu sinni til að mæta þessum verðlagshækkunum, sem yfir vofa. Og hún gerir ekki ráð fyrir einni einustu krónu til að bæta verkafólki það kjararán, sem orðið er. Sú gifurlega tilfærsla á fjármunum, sem núverandi rikisstjórn hefur staðið fyrir frá verkafólki til gróðaafla, skal áfram standa óhögguð. Og um slikt „tilboð” um áframhaldandi kjararýrnun verkafólks hefur málgagn Framsóknarflokksins Timinn nú það helst að segja, „að þetta hefði einhvern tíma þótt rifleg hækkun á einu ári,”! eins og komist er að orði i forystugrein Timans á fimmtudaginn var. Og þar er þvi bætt við „að öllu lengra megi áreiðanlega ekki ganga.” Kjörin hjá verkafólki skulu sem sagt ekki batna, heldur versna enn. Það er dómur þessa málgaghs rikisstjórnarinnar. — Þjóðviljinn getur fullvissað rikis- stjórn og atvinnurekendur um það, að verkafólk mun ekki sætta sig við aðeins fleiri gervikrónur, en rýrnandi kaupmátt. Krafan er aukinn kaupmáttur teknanna, hvort sem krónurnar eru fleiri eða færri. k I W Mmm: WmMét; : ■ ■ ■ \ 'S { A 'ét 1 ajH BH §|gg Æm Frá degi til dags Til þessa hefur mynd Morgunblaðsins af Alþýðu- bandalaginu Verið á þá leið að það væri harðsviraður flokkur Moskvukommúnista, sem virti hvorki lýðræðislegar leikreglur né almenn siðalögmál. Lengi vel tókst Morgunblaðinu furðuvel að halda fram þessari skoðun og furðulengi trúðu henni allmargir. En þeim hefur þó að sjálfsögðu farið stöðugt fækkandi. Þó kemur af og til i Morgunblaðinu flogakast af þessu taginu og siðast gaf að lita þess háttar framleiðslu i iaugardagsblaði Morgunblaðs- ins. Þar er enn spiluð gamla platan um afstöðu Þjóðviljans til Sovétrikjanna og flutningur- inn er engu daufgerðari en fyrr. En milli útgáfu laugardags- blaðs og sunnudagsmorgun- blaösins er heill sólarhringur og i trausti þess að lesendur Morgunblaðsins taki litið mark á blaðinu er allt annarri skoðun haldiö frarn i sunnudagsblaðinu. Nú er. Alþýðubandalagið ekki sami flokkur og daginn áður: i sunnudagsblaðinu er Al-‘ þýðubandalagið alltieinu orðið hentistefnuflokkur. Aðalheimild Morgunblaðsins fyrir þessu einkenni Alþýðu- bandalagsins er Stéttabaráttan málgagn manna sem kalla sig káessemmellista: er vitnað til þess ótt og titt i Morgunblaðinu á sunnudaginn til þess að sanna hin nýju einkenni Alþýðubanda- lagsins og Þjóðviljans: eru rit- stjórar Þjóðviljans að sjálf- sögðu kallaðir endurskoðunar- sinnar i þessari ritsmið Morgunblaðsins i gær. Til skýringar skal þess getið að nýjasti áskrifandi Stéttabar- átt'unnar er Matthias Jóhannes- sen: en fróðlegt verður að sjá hvaða álit Morgunblaðið hefur á Alþýðubandalaginu i dag, þriðjudag. Olafur verður að flýta málinu Sakamálin sem nú eru i rann- sókn eruáallra vörum og veit almenningur furðumargt um það sem fram hefur komið i þessum yfirheyrslum: raunar miklu meira en fram hefur komið i blöðunum. Margt orkar þó tvimælis sem almannarómur segir frá þessum málum og er augljóslega viða um mjög gróf- ar ýkjur að ræða. En hvað sem þvi liður er aug- ljóst að Ólafur Jóhannesson verður sem dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir til þess að flýta rannsókn málsins sem mest hann má. Verður að ráða fleiri rannsóknarlögreglumenn og lögfræðinga til þess að vinna aö málum þessum, sem eru öll svo yfirgripsmikil að þau upptækju allan tima okkar Veð i óbyggðu húsi réttarkerfis ef vinna ætti að þeim með eðlilegum hraða, en óbreytum liðskosti. 1 þessum efnum kemur ólafur Jóhannes- son einnig við sögu sem for- rnaöur Frarnsóknarflokksins en flokkur hans er mjög orðaður við málatilbúnaðinn allan að ekki sé fastar að orði kveðið og það hefur komið fram að Fram- sóknarflokkurinn og eigandi Klúbbsins hafa átt mjög sér- kennileg peningaviðskipti. Þjóðviljinn skorar á dóms- málaráðherra að flýta rannsókn þessara sakamála og spara hvorki fé né fyrirhöfn til þess að þau nái að komast i höfn, fullrannsökuð og að niður- stööurnar veröi siðan lagðar fram undanbragðalaust fyrir almenning til úrskurðar og at- hugunar. 10 miljónir á 21. veðrétti! I alrnennri urnræðu urn saka mál þessi hefur einkum verið fjallað um spiramálin svo- nefndu og hvarf tveggja ungra manna. En margt fleira þarf þó skoðunar við. Tam. hlýtur það að vekja mikla athygli i málum þessum og i tengslum við þau hvernig £ þvi stendur að einstakir menn geta vaðið i axlir I peningum meðan almenningur fær ekki litil vixil- lán i bönkunum. Það hlýtur tam. að vera al- menningi fróðlegt að heyra að Borgartún 32 þar sem veitinga- húsið Klúbburinn hefur aðsetur sitt er veðsett allt upp i 21. veð- rétti — tuttugasta og fyrsta. Og það er ekkert smáræði sem þá var tekið veð fyrir: Vixlar að upphæð 10 milj. kr. og þetta átti sér stað i nóvember sl.! Veð í óbyggðu húsi Áður hvildu þó á húsi þessu veðskuldir upp á tugi miljóna króna og virðast lánveitendur hafa verið býsna greiðviknir með veðheimildir og ekki hefur alltaf verið krafist fasteigna i veð. Tam. fékk eigandi þessa margumtalaða húss einu sinni lán að upphæð 1 milj. kr. (1972) með veði i byggingarétti að „viðbótarbyggingu að stærð 8x21 fermetri austanvert við nú- vcrandi byggingu húseign- arinnar nr. 32 við Borgartún hér I borg.” Þarna er með öðrum orðum látið nægja að taka veð i byggingarrétti óbyggðs húss! Þetta þætti hinum almenna hús- byggjanda nú heldur betur þægileg fyrirgreiljsla að ekki sé meira sagt.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.