Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. febrúar 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Rætt við Höskuld Skarphéðinsson, skipherra á Baldri Varðskipið Baldur er nú komið til hafnar i Reykjavik af miðum bresku togaranna á friðaða svæðinu út af Langanesi, þar sem það var við gæslustörf i kröppum leik. Komst Baldur tiltölu- lega litt skemmdur frá viðureign sinni við bresku freigátuna Diomede F 16, og fór þar betur en á horfðist eins og fram kemur i viðtali þvi við Hösk- uld Skarphéðinsson skipherra sem fer hér á eftir. Fyrst var hann beðinn að segja frá tildrögum á- rekstrarins. Sigur á miðunum forsenda Skemmdirnar á bakborðssíðu Baldurs. Hefði höggið komið faðmi aftar hefði það lent á iestina og hún þá sennilega fyllst af vatni. Þilfarshúsið tók viö meginhögginu, en aftasta hluta þess má sjá á myndinni. stjórnmálalegs sigurs — Þetta gerðist um 23,5 sjóm. norður af Langanesi, segir Höskuldur. Á fimmtudagsnótt- ina gerðum við mikinn usla i togarahópnum og klipptum þá á togvira tveggja. Þá áttum við i höggi við freigátuna Loewe- stoft, en hún varö að gefast upp fyrir okkur, þvi þegar komið er i krappan hóp togara getur skip af hennar stærð ekkert beitt sér og þá er Baldur miklu liprari. Kraftur freigátunnar kemur henni ekki að notum, og togar- arnir geta lent i hættu fyrir henni reyni hún að beita sér i þrengslum. Það eru þessir erfiðleikar Loewestoft sem þeir á Diomede hafa ætlað að koma sér hjá með þvi hreinlega að gera okkur ó- starfhæfa áður en við kæmumst i námunda við togaraflotann. Nú, þarna á fimmtudags- kvöldið var i undirbúningi sam- eiginleg aðför Baldurs og Ægis að togurunum. Ægir dólaði úti og hélt tveimur freigátum upp- teknum við að vaka yfir sér en við á Baldri nálguðumst svo Ur annarri átt. Um áttaleytiö verð- um við þess varir að birgðaskip bretanna hefur orðið okkar vart og tilkynnir herskipunum um ferðir okkar. Nokkru siðar kem- ur svo Diomede öslandi á fullri ferð, en þá áttum við eftir 8—9 milur að togurunum. Það skipt- ir engum togum að þeir gera á- siglingartilraun þegar í stað á sinn venjulega hátt, þ.e. að slá skutnum utan i okkur. Okkur tókst að komast hjá árekstri með þvi að þverbeygja. Við héldum síðan áfram á fullri ferð en þeir venda og nálgast okkur aftur og nú þvert, eða undir ca 60 gráðu horni. Jafnframt beindu þeir á brúna sterkum Ijóskösturum og blinduðu okkur algerlega. Þar sem ég stóð úti á brúarvængnum var ekkert hægt að sjá — þetta er eins og að horfa i rafsuðuljós — og við vissúm þvi ekkert hvar þeir stefndu eða hvert okkur bæri helst að snúa. Höggið kom svo á okkur miðskips, og siðan skrap- aði freigátan bakborðsbóginn aftur úr og beyglaði þá m.a. miðgálgann. Við áreksturinn hefur hún verið á 25—30 milna ferð og höggið i samræmi við það, en aðalhöggið kom á þil- farshúsið og það hefur sennilega bjargað okkur. Þar kom lóðrétt dæld eða öllu heldur brot i sið- una alveg niður að sjólinu, en hefði höggið komið ca. einum l'aðmi aftar hefði það komið á lestina, þar sem ekkert var til fyrirstöðu. Þá hefði ekki verið að sökum að spyrja, — gat hefði komið á skipið og lestin fyllst af sjó. Eftir þetta gerði svo frei- gátan nokkrar ásiglingartil- raunir á sama hátt, en þá viss- um við hver ætlunin var, auk þess sem við gátum lýst hana upp með kastara, þótt okkar kastari hefði litið að segja gegn þessu geysisterka ljósi bret- anna. — Heldurðu að þeir hafi ætlað að sökkva ykkur? — Eins og siglingarlagið var hefði það alveg eins getað gerst. Þó að við hefðum e.t.v. þolað að fá lestina fulla af sjó — 240 tonn — er óvist hvernig okkur hefði tekist að verjast frekari ásigl- ingartilraunum af þeirra hálfu, þar sem Baldur hefði við það misst mikið af sjóhæfni sinni. Eins og Diomede beitti sér, bæði þegar áreksturinn varð og i næstu ásiglingartilraunum, verður ekki annaö séð en ætlun- in hafi beinlinis verið sú að sigla á okkur þar sem þeir vissu okk- ur veikasta fyrir, þ.e. á lestina, i þeim tilgangi að gera varðskip- ið ósjófært þótt það hefði kannskiekkisokkið. En þá hefði það verið úr leik. Til marks um heiftina má svo taka beitingu Ijóskastaranna, en hún sannar fyrirætlanir þeirra um beina á- sigiingu, þar sem með þvi er verið að koma i veg fyrir rétt viðbrögð af okkar hendi. — Getið þið farið út aftur án viðgerðar? — Skoðunarmenn verða að segja til um það, en við Gunnar Ölafsson vorum að tala um að einfaldast væri að sjóða bara plötu yfir dældina og vera ekk- ert að standa i réttingum i bili. Þá gæti maður haldið strax út aftur. t framhaldi af lrásögn Höskuldar spyrjum við hvemig Baldur hafi reynst. — Alveg stórvel. Ég hef ekki trú á að viö getum fengið hér- lendis betra skip til gæslustarfa svona ihasti. Hann er snöggur i snúningum, þvi að þó að skrúfan sé aðeins ein, er stýrið stórt, en það gagnar vel þegar siglt er inn i þéttan skipahóp. Auk þess gengur hann þetta 17—18 milur, sem verður aö teljast sæmilegt. — Er þá ráð að fá fleiri pólska togara til gæslustarfa? — Þeir gætu komið að gagni, einkum við a,ð halda utan um togurahópinn, en til að koma i veg fyrir að bretar geti veitt ugga eigum við að beita öðrum aðferðum. — Hverjar eru þær? — Við þurfum að fá hrað- skreiðari skip, — hraðbáta sem gætu öslað innan um togaraflot- ann með klippur hvenær sem gott er i sjó, en ef verra er geta togararnir hvort sem er ekkert veitt. Við verðum að fá svona hraðskreið og snúningslipur skip og berjast þannig við bret- ana með þeirra eigin vopnum, og þá á ég ekki við skotvopn eða þung herskip, heldur hraðann. — Er unnt að fá slik skip með stuttum fyrirvara? — Ég veit ekki til að það hafi verið reynt. Bandarikjamenn eigá slika báta, en e.t.v. væri ekki hægt aö fá þá hjá þeim til þessara starfa nú. Hins vegar smiða sviar báta af þessu tagi. Þeir eru 240 tonn og geta gengið 35—40 milur. Mér fyndist engin goðgá þótt leitað yrði kaupa hjá þeim, en það má aldrei eyða nokkurri krónu til landhelgis- gæslunnar þegar á reynir, þótt undir framkvæmd hennar séu lifshagsmunir þjóðarinnar komnir. — Einhverjar fleiri hugmynd- ir sem þú hefur fram að færa? — Það vantar allar rannsókn- ir á þvi hvað stór skip þarf til að beitaklippum,en komi lagið vel á virana virðist ekki þurfa ýkja mikinn kraft. Þvi hefur mér dottið i hug að það mætti búa klippum og sjósetja i góðu veðri. Þá mætti þyngja þá i sjó með þvi að fylla tanka i þeim af sjó, sem siðan yrði aftur dælt úr þeim, er þeir yrðu teknir um borð. Bátar af þessu tagi gætu vafalaust gert mikinn usla með- al bresku togaram.a og haldið þeim alveg frá veiðum, en eins og ég segi vantar ailar rann- Sóknir á þvi, hve litlir bátar dygöu til sliks. Það virðist þegar á reynir ekki mikill áhugi á rannsóknum i þessa átt né fjár- veitingum til þeirra. — Fleiri atriði um fram- kvæmd landhelgisgæslunnar? — Já, það er ljóst að við verö- um að berjast við breta með þeirra eigin vopnum eins og ég sagði áðan. Þeir gera nú allt sem þeú- geta til að drepa okkur niður móralskt. Þeir veiða á friöuðu svæði og hafa þar allan sinn togaraflota, sem er nú miklu stærri en nokkurn tima áður á þessum árstima. Þá hafa þeir einnig haft hér fleiri her- skip en i þau tvö skipti sem þeir hafa áður sent flotann hingað, og hegðun þeirra á miðunum er verri en dæmi eru til áður. Allt miöar þetta að þvi aö reyna að brjóta islendinga niður mór- alskt, og l'á okkur til að semja i þeirti lakari aðstöðu sem við höfum á miöunum. Henni þurf- um við að breyta okkur i hag og þá höfum við ekkert við samn- inga að gera. Ef við fáum t.d. þessa báta sem ég nefndi, og ekki verður séð eftir hverri krónu til landhelgisgæslunnar. þá getum við auðveldlega drep- ið breta sjálfa niður móralskt. Hvernig halda menn t.d. að þeir kynnu þvi til lengdar að geta ekki dögum saman vætt trollið af ótta við hraðbátana, sem her- skipin réðu ekkert við? Þaö er þetta sem við þurfum, að brjóta þá niður móralskt, og þá hrekj- astþeirburt. Sigur vinnst aldrei á stjórnmálalega sviðinu nema hann náist fyrst á miðunum. Hann getum við unnið og höfum etiga þörf fyrir samninga, sem auk þess yrðu þá gerðir undir ógnunum breta, en tilgangur þeirra er einmitt sá að hræða okkur til samninga. — En nú er það algeng við- bára, að við verðum að semja vegna þess að mannslif séu i liættu. Hvað viltu segja um það'? — Auövitaö hljótum við alltat að taka nokkra áhættu en það má spyrja hvort viö eigum þá að svelta i hel. Sjávaraflinn er okk- ar lifsundirstaöa og við verðum aö leggja allt kapp á að vernda hann og nytja okkur einum til handa. Annars er ekki háskinn sá að mannslif séu i hættu. Aðalhásk- inn er óákveðnin sem rikir um framkvæmd gæslunnar þar sem ekki virðist i traustum grunni byggt.og ekkert er aö gert til aö cfla búnaö hcnnar og tækjakost. Barattan er fyrst og fremst sið- ferðisleg, og við eigum þar að ganga meö sigur af hólmi. en þvi aöeins aö eitthvað sé gert. Bretum má ekki takast það.sem þeir ætla sér. þ.e. að brjóta okk- ur niður til samninga, segir Höskuldur Skarphéðinsson að lokum. —erl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.