Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. febrúar 1976 FH-ingar með aðra höndina á bikarnum 24:16 sigur yfir Þrótti — vinni FH Fram nk. sunnudag er liðið íslandsmeistari FH vantar nú aðeins 2 stig til að hreppa islands- meistaratitilinn, þarf að- eins að sigra Fram í Síð- asta leik sínum í mótinu nk. sunnudag og þá er titillinn i höfn, eftir að FH sigraði Þrótt með yfir- burðum, 24:16 með dyggri aðstoð annars dómara leiksins, Hannesar Þ. Sigurðssonar, sem olli hneyksli með framkomu sinni i leiknum. Það er vægt tekið til orða að segja að hann hafi verið heima- dómari hann gekk lengra en það og að það skuli eiga að senda mann sem leyfir sér slíka framkomu á ólympiuleika nær engri átt. Hitt er svo annað mál, að FH var betri aðilinn í leiknum og hefði sjálfsagt sigrað Þrótt með hlutlaus- um dómara en varla svona stórt. Þróttur náði að halda i við FH framan af leiknum, jafnt var 4:4 Staðan í I. deild Staðan i 1. deild að loknum tveimur leikjum um helgina: Grótta—Haukar 18:17 FH—Þróttur 24:16 FH 13 9 0 4 289:251 18 Valur 12 7 1 4 236:212 15 Fram 12 6 2 4 204:201 14 Víkingur 12 7 0 5 249:243 14 Haukar 13 5 2 6 242:238 12 Grótta 13 5 0 7 237:256 10 Þróttur 13 4 2 7 246:262 10 Armann 12 3 1 8 187:250 7 Markhæstu menn: Friðrik Friðrikss, Þr. 83/18 Viðar Simonarson FH 75/27 Pálmi Pálmason Fram 71/21 Páll Björgvinss. Vik. 68/23 Hörður Sigmarss., Hauk. 65/21 Geir Hallsteinss. FH 63/5 Fram sigraði FH 10:8 Fram heldur enn i vonina um að sigra i 1. deild kvenna eftiraðhafasigraðFH 10:8 í 1. deiidarkeppni kvenna f hand- knattleik sl. sunnudag. Fram hefur tapað 3 stigum en Valur tveimur, þannig að leikur þessara tveggja liða í siðari umferö mótsins verður hreinn úrslitaleikur, að öðru leyti en þvi að Val dugar jafntefli til sigurs i mótinu. og 6:6 en i leikhléi hafði FH yfir 11:8. Og i siðari hálfleik breikkaði bilið jafnt og þétt, enda var sama hversu litið þróttarar komu við FH-inga i vörninni, annað hvort dæmdi Hannes aukakast eða viti af minnsta tilefni, tók jafnvel völdin af Karli meðdómara sinum til að geta hyglað vinum sínum. Lokatölurnar urðu eins og áður segir 26:16 sigur FH en þá höfðu þróttarar löngu gefist upp fyrir ofureflinu, enda var til litils fyrir þá að reyna að berjast. Ekki verður sagt að það sé mik- ill glans yfir FH-liðinu, en það er samt skársta liðið i 1. deild eins og er, enda hafa liðin hvert á fætur öðru fallið niður fyrir meðai- mennskuna i siðari hluta mótsins. Þeir Geir, Viðar og Birgir Finn- bogason voru menn dagsins hjá FH sem fyrr og það eru fyrst og fremst þessir mjög svo leik- reyndu menn sem leik eftir ieik hafa lyft liðinu nógu hátt að dugað hefur gegn hinum slöku andstæð- ingum þeirra. Hjá Þrótti voru það þeir Halldór Bragason og Bjarni Jóns- son sem báru af. Friðrik Frið- riksson, skoraði að visu 8 mörk en hann gerði sig sekan um margar skyssur meðan von var hjá Þrótti að halda i við FH Tölfræðilega er Þróttur ekki sloppinn úr fall- hættu, en varla er hættan meiri en tölfræðileg. Mörk FH: Viðar 7, Geir 7, Guð- mundur Arni 3, Árni 2, Þórarinn 2 Guðmundur Sv. 2, og Sæmundur 1. Mörk Þróttar: Friðrik 8, Halldór 3, Bjarni 2, Trausti, Gunnar og Sveinlaugur 1 mark hver. — S.dór. Friörik Friðriksson, Þrótti, verðandi markakóngur 1. deildar skorar hér eitt marka sinna gegn FH. Grótta sloppin? eftir 18:17 sigur yfir Haukum og mjög skemmtilegum leik Allar lfkur eru á þvi að Grótta sé sloppin úr fallhættunni eftir 18:17 sigur yfir Haukum sl. sunnudag. Liðið er nú komið með 9 stig, Armann er aðeins með 6 stig og verður að vinna báða leik- ina sem liðið á eftir og Grótta að tapa síöasta leik sinum til þess að Grótta falli. Þaö er harla óliklegt að slikt gerist. Það er hinsvegar næsta lygilegt hve miklum fram- förum Gróttu-liðið hefur tekið síð- ustu vikurnar og vitna 3 sigur- leikir f röð um það. Og þessir sigrar hafa ekki unnist yfir nein- um smáliöum, Vfkingi, Val og Haukum. Sá maður er efalaust ekki til sem heföi spáð þessu fyrirfram. Leikur Gróttu og Hauka var mjög spennandi og skemmtilegur á að horfa. Hann var allan timann frekar jafn. Grótta hafði þó alltaf frumkvæðið, en náði aldrei meira en tveggja marka forystu og oft var staðan jöfn. Siðustu 10 minút- ur leiksins voru einstaklega tvisýnar. Jafnt var 15:15 þegar 10 min. voru eftir. Grótta komst yfir 16:15 en Haukar jöfnuðu og þannig gekk það þar til Haukar jöfnuðu 17:17 þegar 30 sek. voru eftir. Þegar svo aðeins 10 sek, voru eftir var dæmt aukakast á Hauka, Björn Pétursson, hugðist skjóta beint, Haukarnir hnöppuðu sér saman i varnarvegg, gleymdu Gunnari Lúðvikssyni á linunni og til hans sendi Björn boltann og Gunnar skoraði sigurmarkið að- eins 4 sek, fyrir leikslok. Sann- gjarn sigur betra liðsins, en naumur eins og vera bar miðað við gang leiksins. Þeir Arni Indriðason og Guð- mundur Ingimundarson mark- vörður eru menn Gróttu-liðsins, þeir eru I algerum sérflokki og það er fyrst og fremst þeim að þakka hvað liðið hefur lyft sér upp að undanförnu. Einnig hefur Magnús Sigurðsson tekið miklum framförum og skorar mikið. Hjá Haukum voru þaö þeir Hörður, Elias og Stefán Jónsson sem mest bar á, en Hauka-liðið virðist dottið niður i meðal- mennskuna aftur eftir góðan kipp i byrjun siðari umferðarinnar. Mörk Gróttu: Hörður Már 7, Magnús 4, Arni 3, Gunnar 2, Björn Mörk Hauka: Hörður 6, Jón 4, Guðmundur 3, Elias, Svavar,’ Stefán Þorgeir, og Ingimar 1 mark hver. _ s.dór. Úrslit frá Innsbruck Sovétrikin báru sigur úr býtum á vetrar ÓL i Inns- bruck, eins og búist var við fyrirfram. Verðlaunin á leikunum féllu þannig: gull silfur brons Sovétrikin 13 6 8 A-Þýskaland 7 5 7 Bandarikin 3 3 4 Noregur 3 3 1 V-Þýskaland 2 5 3 Finnland 2 4 1 Austurriki 2 2 2 Sviss 1.3 1 Holiand 12 3 ítalia 1 2 1 Kanada 1 1 1 Bretland 10 0 Tékkóslóvak. 0 1 0 Sviþjóð 0 0 2 Lichtenstein 0 0 2 Frakkland 0 0 1 Og i hinni óopinberu stiga keppni urðu úrslit þessi, en þess skal getið að gefið er stig fyrir 1. til 6. mann . Sovétrikin 192 st. A-Þýskal. 135 st. USA 73 st. V-Þýskal. 71 st. Austurriki 52 st. Finnland 52 st. Noregur 51 st. Sviss 42 st. Holland 32,5 st. italia 29 st. Sviþjóð 24 st. Kanada 23 st. Frakkland 10 st. Tékkóslóvak. 10 st. Lichtenstein 8 st. Bretland 7 st. Ungverjal. 2 st. Ástralia 1 st. Pólland 1 st. ^ ^^ N. Vetrar ÓL i Innsbruck Austurriki lauk sl. sunnudag. Þóttu leikarnir takast mjög vel, allt skipulag þeirra var talið til fyrirmyndar og menn fara þaðan ánægðir heim. Ur- slit isiðustu greinum leikanna urðu sem hér segir. 1. Ivar Formo, Noregi 2:37,30,05 2. Gert-Diet Klause, A-Þýskal. 2:38,13,21 3. Benny Södergren, Sviþjóð 2:39,39,21 4. Ivan Garanin, Sovétr. 2:40,38,94 5. Gerhard Grimmer, A-Þýskaland. 2:41,15,46 6. Per Knut Aland, Noregi 2:41,18,06 7. Pal Tyldum, Norcgi 2:42,21,86 8. Tommy Limby, Sviþjóð ' 2:42,43,58 9. Juhani Repo Finnlandi 2:42,54,89 10. Arto Kovisto, Finnlandi 2:43,44,79 2. Dianne de Leuw, Hollandi 190,24 Listskautahlaup ívenna: L Dorothy Hamill, USA 193,80 2. Diannede Leuw, Holl. 190,24 Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.