Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. febrúar 1976 Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, hópferðabifreið og Pick-Up bifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 17. febrúar kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. r-------------------------^ Sölustjóri Sambandið vill ráða mann til að annast sölustjórn á iðnaðar- og þungavinnuvél- um. Starfið krefst staðgóðrar þekkingar á slikum vélum og allt sem varðar inn- flutning þeirra. Þarf að geta annast sjálfstætt bréfaskriftir á ensku. Skriflegar umsóknir sendist starfs- mannastjóra, sem veitir nánari upplýs- ingar. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut og Hagkaupshúsinu Skeifunni 15 Blóm og gjafavörur i úrvali. Áskriftarsími 17505 Tekið verður við nýjum áskrifendum alla daga og öll kvöld í þessari viku til kl. 10. Eitt símtal, og þú færð blaðið sent heim næsta dag. ÞJÓÐVILJINN íMóöir okkar Stefania Arnórsdóttir andaöist 14. febrúar. Bjarni Einarsson Itagnheiöur Einarsdóttir Þorgrímur Einarsson Margrét Guðmundsdóttir. Yfirlýsing frá Halldóri E, Sigurðssyni: Þess vegna veitti ég störfin aftur Útafummælum þeim sem fram komu i þættinum Kastljós 6. þ.m. vil ég hér með staðfesta, að rann- sókn sú, um meint brot tiltekinna starfsmanna áfengisútsölu hér i borg, fór að öllu leyti'fram i sam- ræmi við reglur lgga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfs- manna rikisins og beindist ein- ungis að þvi að kanna hvort þar væri um að ræða brot i opinberu starfi. Niðurstaða rannsóknarinnar, sem gerð var af Guðmundi Ingva Sigurðssyni, hrl. og Halldóri V. Sigurðssyni, rikisendurskoðanda, var sú, að fullyrt hefði verið að kaupin væru vegna einkaveislu- halda. Þó var talið, að miðað við magn og tiðni kaupanna hefði starfsmönnum útsölunnar mátt vera ljóst, að þessar fullyrðingar orkuðu tvimælis. Ekkert kom fram, sem benti til að starfsmennirnir hefðu haft fjárhagslegan ávinning af þess- um viðskiptum. Þar sem það var skoðun min sem lokaákvörðun i málinu varð að taka, að atvinnuveitandi mætti ekki vikja mönnum úr starfi, nema um verulegar og sannaðar sakir væri að ræða og ég hefi fylgt þeirri reglu án undantekninga, taldi ég eðlilega niðurstöðu þessa máls, að veita hlutaðeigandi starfsmönnum áminningu fyrir aðgæsluleysi i þessum viðskiptum og aðvörun um, að endurtekning myndi varða stöðumissi. Það gerði ég með bréfum.dags. 30.nóv. 1972, tiu dögum eftir að rannsókn iauk og hófu þeir þvi störf að nýju 2. desember 1972. 17 röntgentæknar útskrifast 13. febrúar voru útskrifaðir frá Röntgentæknaskólanum 17 nýir röntgentæknar. Röntgentæknaskóli lslands tók til starfa fyrri part árs 1972 og er rckinn i nánum tengslum viö röntgendeildir I.andspitala Borgarspítala og Landakots- spitala og auk þess með sam- vinnu við Röntgendeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Námstiminn er tvö og hálft ár og skiptast þar á bóklegar og verklegar námsannir, en i byrjun námstimans er rúmlega 1/2 árs hjúkrunarnám, sem hefur verið i tengslum við Sjúkraliðaskólann og er mjög svipað námi sjúkra- liða, enda próf þau sömu. Skólinn útskrifar nú annan nemendahópinn frá þvi hann tók fyrst til starfa, en nemendur hafa verið teknir i skólann á þriggja missera fresti. 1 þessum hópi nú útskrifast 17 röntgentækninemar, en fyrri hópurinn, sem skólinn útskrifaöi voru 12 nemar i ágúst 1974. Auk þess veitir skólinn bóknáms- kennslu og skipuleggur verknám hjúkrunarkvenna, sem vilja taka röntgenfræði, sem sérgrein, en á vegum skólans hafa nú 5 hjúkrunarkonur verið i sliku námi. Röntgentæknar og röntgenhjúkrunarkonur starfa að röntgenrannsóknum og röntgen- myndatökum i samvinnu við sér- fræðinga i þeim greinum. Mjög mikil aukning hefur veriö á þessari starfsemi hér á landi á siðasta áratug og fyrirsjáanlegur áframhaldandi vöxtur. Atvinnu- horfur hafa þvi fram að þessu verið góðar, en vegna tima- bundins afturkipps I fram- þróunarmálum heilbrigðisstofn- na og sjúkrahúsa vegna fjár- skorts,hefur orðið nokkur dráttur á framkvæmdum, sem áætlaðar hafa verið, þannig að þessa stundina er þessi vinnumarkaður nánast mettaður. Með tilkomu heilsugæslustöðva bæði á Reykjavikursvæðinu og annars staðar auk endurbóta á ýmsum sjúkrahúsanna útia landi og áframhaldandi þróunar hér á höfuðborgarsvæðinu verður þó hé.r aðeins um mjög timabundið ástand að ræða. Nýr hópur 12 nem. hóf nám i skólanum á siðastliönu hausti og er nú i sjúkraliðanámi, en mun hefja bók- og verknám á röntgen- deildum að afliðandi sumri. í skólastjórn Röntgentækna- skólans eru fulltrúar frá rikis- Miðnefnd herstöðvaandstæð- inga.sem ráðstefnan um ,,herinn og sjálfstæði Islands” kaus i Stapa i október-mánuði sl. hefur nú starfað i 4 mánuði. Hefur Mið- nefnd sérstaklega einbeitt sér að 3 sviðum. 1. A5 undirbúa skipulegt og sam fellt starf herstöðvaandstæðinga, með þvi að koma upp fastri skrif- stofuaðstöðu, ráða starfsmann og fl. 2. Að kanna áhrif erlendrar her- setu og aðildar NATO á isl. þjóðlif með stofnun starfshópa i þvi skyni. 3. Útbreiðslu og kynningarstarfi með útgáfu á fréttabréfi i desem- ber sl. og blaðsins DAGFARA i 25 þúsund eintökum i febrúar. Sunnudaginn 8. febrúar sl. boð- aði Miðnefnd stuðningsmenn bar- áttunnar gegn erlendum her- stöðvum hér á Islandi til almenns fundar i Reykjavik. Var fundur- inn fjölmennur og sóttu hann um 400 manns. Á fundinum flutti Vé- steinn Ólason ræðu um tsland og Atlantshafsbandalagið og Dagur Þorleifsson ræddi um kjarnorku- vopn á íslandi, sungnir voru bar- áttusöngvar og Miðnefnd gaf skýrslu um störf sin og loks voru spitölum og Borgarspitala auk fulltrúa nemenda og formaður skólanefndar Ingibjörg Magnús- dóttir, deildarstjóri i Heilbrigðis- ráðuneytinu, en skólastjóri hefur frá upphafi verið Asmundur Brekkan, dósent og yfirlæknir við Röntgendeild Borgarspitalans. (Frá Röntgenlæknaskólanum ) almennar umræður um málstað- inn og baráttuna. Á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir. Mikill baráttuhugur og samheldni einkenndu þennan fund. Miðnefnd stefnir að þvi að efla á næstunni skipulegt undirbún- ingsstarf og málefnalega baráttu um land allt fyrir hugsjóninni um herlaust Island. Aformar nefndin að minnast með verðugum hætti i mai n.k., að þá verður liðinn ald- arfjórðungur frá þvi að banda- riskur her settist hér að öðru sinni. Skrifstofa Miðnefndar er á Skólavörðustig 45 (HABÆR) 3. hæð.og siminn er 17966. Geta her- stöðvaandstæðingar snúið sér þangað um ráð og aðstoð. PHNOMPH PENH upplýsinga- málaráðherra Kambodiu hefur tilkynnt, að i mars muni fram fara i landinu kosningar til nýs þjóðþings, sem 250 manns muni eiga sæti á. Ráðherrann tók það fram i útvarpinu i Phnom Penh, að á þjóðþinginu muni eiga sæti 150 fulltrúar bænda, 50 fulltrúar verkamanna og 50 frá „baráttu- mönnum byltingarinnar”. Á fundi herstöðvaandstœðinga: Baráttuhugur og samheldni Fjölmennur fundur herstöðvaandstœðinga ályktaði: Aldrei hefur eðli Nató verið ljósara Fjölmennur fundur herstöðva- andstæðinga haldinn á Hótel Borg 8. febrúar 1976 vekur athygli á þvi, að aldrei hefur islendingum verið eðli og tilgangur Atlants- hafsbandalagsins augljósari en nú, þegar eitt voldugasta riki bandalagsins reynir með hervaldi að knýja islensku þjóðina til nauðungarsamninga um lifsbjörg sina. NATO er ekki ætlað að vernda landið og bandariskur her er ekki hérlendis þjóðinni til varnar, heldur þjónar hann öðr- um tilgangi. Fundurinn varar alvarlega við afskiptum NATO til lausnar land- helgisdeilunni þvi að ljóst er, að öll málamiðlun af hálfu NATO- rikjanna og rikja Efnahags- bandalags Evrópu gengur gegn þjóðarhagsmunum islendinga. Fundurinn mótmælir öllum samningum við breta um fisk- veiðar i islenskri landhelgi og itrekar fyrri samþykktir um af- nám hernaðarbandalaga, úrsögn úr NATO og brottför bandarisks hers af Islandi. (Samþykkt samhljóða)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.