Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. febrúar 1976 Ræðan, sem forsætisráðherrann lýsti yfir að ekki væri samboðiö „virðingu’’ sinni að svara Hvað er að verja á þessu landi, ef ekki lífs- björg þjóðarinnar? EIÐSVARNIR VINIR ÖVINA OKKAR SITJA I RÁÐ- HERRASTÓLUM, — SAGÐI STEFÁN JÓNSSON Eins og skýrt hefur verið frá i blöðum gerðist það á alþingi i siðustu viku, að forsætisráð- herra landsins lýsti því yfir, að hann teldi það ekki virðingu sinni, eða þingsins samboðið, að ciga orðastað við Stefán Jóns- son, 5. þingmann Norðurlanda- kjördæmis eystra. Tilefnið var ræða, sem Stefán hélt við umræöur utan dagskrár um iandheigismálið, þar sem hann m.a. beindi nokkrum spurningum til forsætisráðherr- ans, er fáðherrann iét ósvarað i samræmi við yfirlýsingu þá, sem hér var getið um. Vmsir hafa komið að máli við Þjóðviljánn, og óskað þess að ræða Stefáns yrði birt I heild og viljum viö verða við þvi, svo að aimenningur geti séð, hvernig á að koma forsætisráöherranum úr jafnvægi. Og hér kemur ræðan Herra forseti. Hæstvirtur for- sætisráðherra sagði að það væri álit rikisstjórnarinnar að ekki væri rátt að rjúfa nú stjórn- málasamtíand við breta og tor- velda með þvi Atlantshafs- bandalaginu störfin. Sann- leikurinn i málinu er náttUru- lega sá, að meginviðfangsefni okkar er að torvelda herskipum Atlantshafsbandalagsins störfin á miðunum hérna i kringum land, störfin við það að vernda breska véiðiþjófa. Hvers konar hugklofi það er, sem þvi veldur, að hæstvirt rikisstjórn fmyndar sér að hUn eigi vini i hópi At- lantshafsbandalagsins i þessari deilu okkar veit ég ekki. Hitt er mér minnisstætt, að það var eftir að stofnað var til viðræðna við Atlantshafsbandalagið, eftir að Jósep Luns hafði komið hingað til lands, eftir að hann var byrjaður viðræður við breta á vegum Atlantshafsbandalags- ins erlendis, sem islenska rikis- stjómin tók þá ákvörðun i sam- ráði við þingflokkana, utan- rikismálanefnd og landhelgis- nefnd að rjúfa stjórnmálasam- bandið við breta, ef herskipin færu ekki Ut fyrir. Og nU á að þvi er manni skilst, vegna þess að Geir Hailgrimsson umfjöllun þessi á vegum At- lantshafsbandalagsins um land- helgismálokkarstendurenn, nU á á grundvelli þess, að hika við þaö að slita stjórnmálasam- bandinu eftir að bresku herskip- in höfðu skroppiö Ut fyrir 200 milurnar svolitla stund og komu þangað rakleitt inn aftur. Tilvitnun i skopleik eftir Aristo-fanes? Hæstvirtur utanrikisráðherra fór ekkert dult með það, er hann var inntur eftir þvi, hvað hann teldi, að nU ætti að gera, þegar herskipin komu inn aftur, hann fór ekki dult með þá skoðun sina, að vitaskuld hlytum við að slfta stjórnmálasambandinu samkvæmt fyrri ákvörðun. Það var náttUrlega ekki gert. Ennþá vitum við ekki — ennþá höfum við ekki fengið svör um það, hvaða öfl það vom, sem komu til leiðar þessari grómtæku hug^ arfarsbreytingu hæstvirts utan- rikisráðherra sem kemur fram i því að þetta var ekki gert. Liður nU og biður og atburðir gerðustá miðunum hérna, sem gerðu nU það að verkum að við imynduðum okkur, að nU yrði þetta beinlinis óhjákvæmilegt að gera eitthvað i málinu. Láta a.m.k. i ljós einlægan vilja til þess að gera eitthvað annað en að hneigja sig. Þegar hæstvirtur utanrikis- ráðherra var spurður álits á laugardagskvöld i rikisUt- varpinu á þvi tiltæki breta að stefna togaraflotanum inn á friðaða smáfiskasvæðið undan Langanesi, þá sagði hann, að þetta þætti sér bera vott um lit- inn samkomulagsvilja af hálfu breta. Var þetta sagt i alvöru? Var þetta sagt i einhvers konar óskaplegum hálfkæringi eða var þetta kannske tilvitnun i ný- fundið áður dþekkt handrit af skopleik eftir Aristofanes. skop- leiknum um viðræður aumingj- anna? í valdi herskipa NATO eyðileggja þeir uppeldisstöðvarnar Kerskipin komu, það var tek- in um það opinber ákvörðun af hálfu bresku stjómarinnar, að nú skyldi ekki látið við það sitja að láta þau skrapa botninn und- an friðaða svæðinu við Hvalbak, undan Gerpi, nU skyldu þeir fara inn á smáfiskasvæðið til þess að sýna islendingum það, að ef þeir mökkuðu ekki rétt gagnvart herskipavaldinu, þá skyldu þeir ekki aðeins taka þann fisk, sem við þurfum okk- ur til lífsframfæris og sem við gætum tekið. Við skulum fara og eyðileggja smáfiskaslóðina hjá ykkur, uppeldisstöðvarnar, í valdi her- skipa NATO, þessarar stofnun- ar, sem fer fram á það við is- lensku rlkisstjórnina nUna að spilla ekki tilr'aunum hennar til þess að leiða landhelgisdeiluna til lykta á þann hátt, sem þess- ari sömu stofnun, sem gerir Ut herskip á miðin okkar, þóknast. Og hvað ætlar svo rikisstjórnin Stefán Jónsson að gera, þegar Atlantshafs- bandalagið sendir frá sér mála- miðlunartillögu sem efalaust verður svona nokkurn veginn mitt á milli breska tilboðsins um 110 þUs. tonnn og islenska tilboðsins margáminnsta endurtekna og afneitaða i senn um 65 þús. tonn af þorski? Hverju ætlar rikisstjórnin þá að svara þegar stungið verður upp á þvi að islendingar hætti nU þessum ólátum og leyfi bretum að veiða hérna 75 þUs. tn. á ári? Og hvers konar umboð hefur rikisstjórnin ifyrsta lagi til þess að leyfa NATO að fjalla um þetta mál og i öðru lagi, til þess að svara þess háttar tilboði, þegar þar að kemur? Við vitum það flestir, sem sitjum hér i þessum virðulega sal, að það er yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar, sem krefst ekki aðeins þess, að það verði ekki samið við breta, heldur einnig, að sU staða, sem við höfum nU gagnvart bretum i þessu máli, verði notuð til þess að losa okkur Ur viðjum óheilla- samnings, sem gerður var með fláræði i vetur um heimild til handa þjóðverjum til að taka hérna 60 þUs. tonn af fiskstrfn- um, þar sem við höfum ekki efni á þvi að láta einn einasta ugga. Þennan möguleika eigum við guði sé lof þrátt fyrir allt. Eigum ekki heima i þessu kompanii Hér hefur verið vikið enn einu sinni að þeim möguleika, sem við eigum á þvi þrátt fyrir allt SSA mótmælir niðurfellingu á fjárveitingu til orkumála Sveinn Arnason fréttaritari Þjóðviljansá Egilsstöðum sendi blaðinu eftirfarandi samþykkt frá stjórn Sambands sveitar- féiaga á Austurlandi: Á fundi sinum 9. þessa mánaðar samþykkti stjórn Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjördæni einróma svohljóðandi ályktun og sendi iðnaðarráðherra: ,,Stjórn SSA mótmælir ein- dregið niðurfellingu fjár- veitingavaldsins á nauðsynlegu fjárframlagi til áframhaldandi virkjunarrannsókna og undir- búnings framkvæmda á Fljóts- dalsheiði og telur þá óskiljan- legu ráðstöfun beina árás á eðli- lega framþróun orkumála og þar með atvinnulifs á Aústur- landi. Stjorn SSA minnir á að forsjá rikisins i raforkumá.lum Austurlands hefur alla tið verið handahófskennd og i andstöðu við vilja og óskir austfirðinga. Það er þvi i fullu samræmi við þessa forsögu þegar stjórnvöld stöðva nú lokarannsóknir og nauðsynlega skýrslugerð um virkjunarvalkosti á Fljótsdals- heiði sem rannsóknir benda til að séu með þeim heppilegustu og ódýrustu i landinu. Þá leyfir stjórn SSA sér að henda á það hróplega ósamræmi og mis- munun sem felst i aðgerðum fjárveitingaválds og yfirvalda gagnvart landshlutunum þar sem eru annars vegar gifur- legar fjárveitingar til Kröflu- virkjunar og byggðalinu á Norðurlandi ásamt vilyrðum um virkjun Blöndu i forgangs- röð samhliða fjárveitingum til hitaveiturannsókna i sama landshluta en hinsvegar neitun á lifsnaúðsynlegum fram- kvæmdum vegna aðflutnings- kerfis og fjármagni vegna undirbúningsframkvæmda virkjana á Austurlandi, þeim landshlutá sem býr við mestan skort á innlendri orku. Stjórn SSA vill ýreysta þvi að þér, herra ráðherra,.sem áður hafið sýnt skilning á orkumálum austfirðinga finnið leið til að bægja þeirri vá frá dyrum, sem felst i framangreindum aðgerðum fjarveitingavaldsins. að þvinga NATO til þess að láta af þessum ránskap á miðunum okkar með þvi að segja eins og er: Það hefur komiði ljós i þess- ari deilu, að við eigum ekki heima i þessu kompanii. Það hefur runnið upp fyrir alþýðu þessa lands eftir öll þessi ár, að við eflum ekki okkar eigin hag með þvi að styðja árásaraðilann, styðja þá aðila, sem sækja á miðin okkar og ræna frá okkur lifsbjörginni með þvi að segja hreint og klárt: Við segjum okkur úr þessum félagsskap, úr NATO. Við látum ekki þetta hernaðar- kompanihafa herstöð á fslandi, hypjið ykkur burtu. Við munum af veikum kröftum gera þær ráðstafanir, sem okkur sjálfum sýnisttil þess að tryggja öryggi okkar á annan hátt heldur en þennan. Hæstvirtur forsætisráðherra hefur æ ofan i æ lýst yfir þvi, að hann muni aldrei fallast á það, að það verði hótað úrsögn úr NATO, að það verði aldrei með hans vilja hótað af hálfu islensku rikisstjórnarinnar að ameriski herinn verði rekinn úr landi vegna þessa máls, þessi skoðun hæstvirts forsætisráð- herra hefur verið áréttuð i postulabréfi sjálfs Morgun- blaðsins, Reykjavikurbrefinu, með yfirlýsingu um það, að islendingar láti aldrei „þorska- strið” hafa áhrif á afstöðu sina i varnarmálunum, þorskastrið i háðstón hafa áhrif á sig i varnarmálunum. Hvað er að verja á þessu landi? Hvað er að verja á þessu landi, ef ekki lifs- björg þjóðarinnar? Þá fékk hann jafnan uppsölur stórar Heitir það herlið með samningi á Islandi varnarlið með réttu, sem lætur sig slikt engu skipta? Að visu hefur fólkið leikiö sinn leik i þessu máli. Sjálfstæðismenn úr hópi útgerðarmanna og sjómanna á Suðurnesjum og Framsóknar- menn höfðu forgöngu um það að sýna, hvað hægt væri að gera. Þeir fóru inn á Keflavikurflug- völl, stöðvuðu þar samgöngur, við smáútvirki til þess að sýna það að við gætum — fólkið á þessu landi — þrátt fyrir deiga rikisstjórn að við gætum lokað þessari herstöð, gætum sýnt NATO i tvo heimana, þegar að okkur væri þrengt. Nú auðvitað fordæmdi hæst- virtur forsætisráðherra þessar aðgerðir, kallaði þær ólýðræðis- legar, liklegar til þess að kalla yfir þessa þjóð bellibrögð af hálfu kommúnista, svo sem hann gaf i skyn. Framkoma hæstvirts forsætisráðherra I sambandi við þessar aðgerðir sjómanna og útgerðarmanna á Suðurnesjum minntu mann óneitanlega á frásögnina i Gerplu af þvi, hversu fór Aðal- ráði konungi, þegar erlendur her sótti að landi hans, Englandi. Þá fékk hann jafnan uppsölur stórar og lagðist i rekkju til þess að sleppa við að taka ákvörðun, til þess að geta undir feldi sinum litið þessi árásarmál „alvarlegum aug- um”, uppsölur stórar. En þegar fólkið reis upp án tilverknaðar hans eða rikisstjórnar hans til þess að verja Lundúnaborg, þá stóð i honum spýjan. . Ég sagði við umræðurnar ura landhelgismálið fyrir jólin i vetur, að erfiðust kynni okkur að reynast sú hörmulega stað- reynd, að við hefðum á ráð- herrastólum eiðsvarna vini óvina okkar i þessu máli. Og ef talað er um hina nauðsynlegu samstöðu þjóðarinnar á hættustund, þá er það ljóst mál, að hún fæst ekki á meðan við höfum i forsætisráðherrastóli mann, sém dregur hein um egg á hverju okkar sverði, kaðar egg i hverri okkar öxi ög brýtur af sköftum öll okkar spjót i þessu máli. Við þurfum að fá nýjan mann i þann stól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.