Þjóðviljinn - 05.03.1976, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 05.03.1976, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. mars 1976. Framhald af bls. 9. heillastundum var Sigurður i sátt við það upprunalegasta og inni- legasta i islenskri ljóðlist” (Ástmögur Iðunnar, 118). Sverrir vann mikið og merki- legt rannsóknarstarf i dönskum söfnum árin 1956 og ’57, en þar setti hann á spjaldskrá um 50.000 islensk bréf og allt það efni, sem komið hafði inn á Konunglega bókasafnið frá þvi um 1900. Þetta starf var stórvirki og eitt mesta átak, sem gert hafði verið til þess að leita heimilda um ijslenska sögu siöustu tima. Þá dró hann einnigfram mikið magn heimilda um verslunarsögu okkar á 18. öld og gaf út tvö bindi af blaðagrein- um Jóns Sigurðssonar. Hann lagði sig einkum eftir sögu sjálf- stæðisbaráttunnar á öðrum og þriðja fjórðungi 19. aldar eða aðdragandanum að stjórnar- skránni 1874. Um þetta eftii fjall- aði hann i bókinni: „Hugvekja til íslendinga” 1951; „Skjöl um skipti á Islandi og Norður-Slés- vik”, Andvari 1964; „Afangar á leið islenskrar sjálfstæðisbaráttu frá þjóðfundi til 1869” i Andvara 1968, og „Endurreist alþingi”, Saga 1971. Þetta eru ásamt útgáf- um hans á verkum eftir Jón Sigurðsson samfelldustu rann- sóknir hans á islenskri stjórn- málasögu. En það skal fram tek- ið, að hér er fátt eitt talið af þvi, sem hann vann um dagana. Einu sinni var kóngur að nafni Midas. Allt, sem hann snerti, varð að gulli. Sverrir varð aldrei auðsæll um dagana, en gull islenskrar tungu slógu fáir skirar en hann með penna sinum og töluðu orði. Eftir hann liggur mikið magn óbirtra handrita. Við minnumst hans best með þvi að gefa út vænt rit eftir hann sjáifan fyrir næstu jól. Sverrir var þrigiftur. Fyrsta kona hans var Erna Einarsdóttir frá Patreksfirði. Þau áttu tvö börii: Einar Ragnar, sem andað- ist rúmlega tvitugur, og Guðrúnu Vigdisi,giftaGuðmundi Guðjóns- syni lækni. Þau Erna skildu. Siðar kvænti'st Sverrir Binu Túlinius frá Akureyri. Hún lést 1970. Árið 1973 kvæntist hann Guðmundu Eliasdóttur söngvara, og bjuggu þau á Akranesi siðustu árin. Son átti Sver.rir áður en hann giftist með B jörgu Sigurðar- dóttur, Sigurjón flugmann hjá landhelgisgæslunni. Björn Þorsteinsson Sá sanni húman- ismi Fundum okkar Sverris Kristjánssonar bar fyrst saman i Kaupmannahöfn þegar hann kom þangað að loknu stúdents- prófi árið 1928. Hann vakti fljótt á sér athygli á fámennum hópi is- lenskra Hafnarstúdenta, og bar þar margt til. Komu hans bar upp á sama tima og pólitiskur áhugi var að glæðast i félagi okkar, og ekki leið á löngu áður en Sverrir var orðinn áhrifamesti ræðu- maðurinn á ■ fundum félagsins. Þar komu strax i Ijós þeir eigin- ieikar sem einkenndu hann ávallt siðan: brennandi áhugi og skarpur skilningur á stjórn- málum, óvenju glæsileg mælska og harðfylghi i málflutningi. Heimskreppan sem skall yfir á fyrstu stúdentsárum Sverris vakti marga til pólitiskrar með- vitundar, en hann var þar á und- an samtiðarmönnum sinum; ég hygg hann hafí komið til Hafnar með ákveðná sósialistfska af- stöðu i stjórnmálum. Stjórnmálaumræður i félagi is- lenskra Hafnarstúdenta voru vitaskuld ekki merkilegur vett- vangur, þó að menn væru þar nógu alvarlegir og kappsfullir meðan á þeim stóð, En þvigetég þessa, að Sverrir er mér einna minnisstæðastur af þeim kemp- um sem þar leiddu saman hesta sina. Þvi fór þó fjarri að Sverrir sinnti ekki öðru en stjórnmálum á Hafnarárum sinum. Hann var frá upphafi fróðleiksfús og forvitinn, opinn fyrir margvislegum menningaráhrifum, en þó framar öllu á sviði sagnfræði og bók- mennta. Við það bættist að hann var mikill gleðimaður og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Sú listamannsæð sem siðar kom fram í stilsnilld hans, ásamt meðfæddu léttlyndi, gerði það að verkum að margir sóttust eftir félagsskap hans, og hann leiddist um skeið út i nokkurs konar bohéme-lif, sem olli þvi að náms- ferill hans varð ekki eins hnökra- laus og hann hafði hæfileika til. Hins vegar er mér það full- kunnugt að helsti kennari hans, Erik Arup prófessor, sem þá var merkasti sagnfræðingur Dana, hafði á Sverri mikið álit og taldi hann með efnilegustu lærisvein- um sinum. Enda er það vist að Sverrir aflaði sér mikillar þekkingar á Hafnarárum sinum, las miklu meira og annað en það sem komast má af með til þess að ná prófi. Þó fór svo að lokum að hann varð að fara heim að hálf- loknu prófi, sakir heilsuleysis og féleysis, og voru það vonbrigði jafnt kennurum hans sem vinum. Nú er það svo að embættispróf er harla lélegur mælikvarði á hæfi- leika og starfsgetu, og satt að segja efast ég um að það hefði breytt nokkru um feril Sverris þó að hann hefði lokið meistaraprófi. Hitt er annað mál að ég hygg að honum hafi oft sviðið það siðar á ævinni að vera próflaus, jafnvel eftir að hann var orðinn alkunnur af ritstörfum sinum. Eftir að Sverrir sneri heim kom brátt i ljós hvað i honum bjó. Hann hafði að visu ekki aðstöðu til tímafrekra rannsókna á fræði- legu sviði, og það var ekki heldur eðli hans að einbeita sér að smá- atriðum, en skarpur sögu- skilningur hans og viðtæk þekking á meginatriðum sögunn- ar samfara miklum rithöfundar- hæfileikum sköpuðu honum þann vettvang þar sem hann varð þjóð- kunnur rithöfundur og fyrirlesari. Hann varð smám saman meistari hins knappa forms ritgerðar- innar, bæði um sagnfræðileg efni og dægurmál. I sagnfræði hafði hann mestan áhuga á örlagatim- um sögunnar og persónum sem þeim voru tengdir. Það var engin tilviljun að bestu ritgerðir hans á þvi sviði fjölluðu um siðskiptaöld, um frönsku byltinguna og um byltingarnar 1848 og islenska at- burði sem þeim voru tengdir, en á þvi sviði var þekking hans geysi- mikil. Af þessari afstöðu leiddi bein- linis að Sverrir hlaut að taka virkan þátt i þeirri pólitisku og menningarlegu baráttu sem hér gerðist siðustu áratugina, þvi- likir byltingartimar sem þeir voru i islensku þjóðlifi. Þá sögu eru aðrir færari að rekja en ég, en hér skal aðeins drepið á þá hlið á störfum Sverris sem sneri að Máli og menningu. Hann var þvi félagi tryggur stuðningsmaður, átti sæti i fulltrúaráði þess um langt skeið og samdi fyrir það margt ágætra ritsmiða. Hann gaf út á vegum þess stærstu bók sína, 3. bindið af Mannkynssögu, um árin 300-630, hið vandaðasta rit, sem tekur öllu fram sem um það efni hefur áður verið skrifað á is- lensku. Auk þess gaf Mál og menning út ritgerðasafn eftir hann (Ræður og riss, 1962), en það var úrval úr greinum sem birst höfðu flestar i Þjóðviljanum á undanförnum árum. Sist má þó gleyma framlagi háns til Tima- rits Máls og menningar. Þar birti hann fjölda ritgerða, allt frá 1. ár- gangi þess 1940 til ársins 1975. í þeim kennir margra grasa, þvi að þar koma fram öll áhugamál Sverris: sagnfræði, bókmenntir, stjórnmál innlend og erlend, margvisleg dægurmál og menningargagnrýni. Þetta er ólitið að vöxtum, lauslega áætlað mun það vera hátt i 500 blaðsiður i Timaritinu. 1 mörgum þessara ritgerða koma fram bestu rit- höfundareinkenni Sverris: skarpur skilningur, ljós og lifandi framsetning og listrænn still, sem getur lagað sig að fjolbreyttasta efni, þykkjuþungur, ljóðrænn, gamansamur eða meinhæðinn, eftir þvi sem efni standa til. En i öllum ritgeröum Sverris er þó einn undirtónn sem aldrei bregst: hið mannlega sjónarmið, sá sanni húmaniSmi sem miðar allt gildismat við mánninn sjálfan og snýst öndverðúr gegn öllu þvi . sem reynir að auðvirða hann og troða niðúr i svaðið. Þrátt fyrir öll vonbrigði, alla erfiðleika og bága heilsu siðustu árin var hann trúr þessari hugsjón sinni þangað til yfir lauk. Baráttugleði og| flug- mælski stúdentinn sem ég man frá æskuárum gáfst aldrei upp. Þannig er mér kærast að minn- -ast Sverris Kristjánssonar. Jakob Benediktsson Síöasti renisans- maöurinn Við vorum fjörutiu talsins stúd- entarnir frá Menntaskölanum i Reykjavik 1928. Nú er um það bil helmingur þessa hóps horfinn af sviðinu, og við, sem eftir stönd- um, erum orðin gamalt fólk, sem horfir meira aftur en fram á við. Og einhvern veginn er það svo um mig og marga aðra, að þegar horft er aftur, verða mennta- skólaárin hvað minnisstæðust. Þá voru mikil umbrot i unga fólkinu, það leit ferskum augum á heim- inn, þvi fannst margt athugavert við hann og var staðráðið I þvi að skapa nýjan heim og betri, og stundum fannst þvi jafnvel, að það væri búið að ráða lifsgátuna. Þá tók maður alla hluti alvarlega, hvort það var nú heldur pólitikin eða ástin. Þetta var skemmtileg- ur timi, eða svo finnst manni að minnsta kosti, þegar horft er til baka, þó að kannske sjái maður á efri árum þetta skeið i rósrauðum hillingum. Bekkur, sem er samferða i skóla i mörg ár, er alveg sérstakt fyrirbæri. Þar Skapast kunnings- skapur og vináttubönd, sem oft endast alla ævina. Einhvern veg- inn er það svo, að maður litur sin gömlu bekkjarsystkini öðrum augum en allt annað fólk i heiminum. Sumum finnst þetta eflaust hlægileg rómantik, en ekki get ég verið sammála þvi. Þetta er fastur punktur i hverful- um heimi. Enginn vafi er á þvi að i ár- ganginum okkar var einn maður, sem gnæfði yfir okkur hin á flest- um sviðum. Þá þegar var Sverrir Kristjánsson orðinn sá sérstæði og litriki persónuleiki, sem hann var alla ævi. Hann var án efa langmælskasti maður Mennta- skólans i þann tið, á þvi sviði var enginn honum likur. Röddin ein hafði sina töfra, sterk, dimm og þó mjúk. Og aldrei varð honum orða vant, og hann sagði hlutina einhvern veginn á annan hátt en allir aðrir. Vald þessa unga manns á islen'sku máli var þá þegar ótrúlega mikið. Við vorum stolt af honum, þegar þaulvanir og snjallir stjórnmálamenn komu á umræðufundi til okkar i skól- ann, og okkur fannst Sverrir kveða þá alveg i kútinn. Og þeir voru auðsjáanlega furðu lostnir að hitta fyrir slikan ræðuskörung i skólanum. A þessum árum var hann farinn að fást talsvert við ritstörf, og voru þá þegar komin i ljós þau stileinkenni, sem voru honum eiginleg alla ævi, litrikt og oft óvenjulegt orðaval, harka i ádeilunni, og þó leikandi létt kýmni undir niðri. Aldrei fannst mér ritsmiðar Sverris njóta sin til hlitar i flutningi annarra, hann átti að flytja þær sjálfur með sinni óviðjafnanlegu rödd. Ég tel engan vafa leika á þvi að þegar á menntaskólaárunum hafi Sverrir verið viðlesnastur okkar allra i bekknum. Hann hafði lesið geysimikið i íslenskum bók- menntum, bæði fornum og nýj- um. Og snemma fékk hann mik- inn áhuga á útlendum bókmennt- um, ekki sist ljóðagerð. Miklar mætur hafði hann á Byron, Shelley, Wergeland og Drach- mann. Ekkert erlent skáld var honum þó jafrí hugstætt og Heine, og hélst svo alla ævi. Hann kunni jnikinn hluta ljóða Heines utan- bókar og fór stundum með þau, þegar vellá á honum. Heine snart strengi i Svérri sjálfum og kom þar margt til, bitur ádeila, létt kýmni og þýð rómantik. Það var sterk rómantisk æð i Sverri Kristjánssyni, þó að hún væri tempruð af skörpu raunsæi. Hann viðurkenndi þetta sjálfur, og sagði bæði i gamni og alvöru, að rómantikin væri að vinna á hjá sér, eftir þvi sem árin færðust yf- ir. Það væri synd að segja að við islendingar værum miklir kon- versasjónalistar, við erum yfir- leitt klaufar i samtalslistinni, svifaseinir og þungir i samtölum. Þó eru til glæsilegar undantekn- ingar frá þéssu. Má þar nefna Arna Pálsson, Sigurð Guðmunds- son skólameistara, Sigurð Nordal og Sverri Kristjánsson. Það var ævintýri likast að tala við Sverri, þegar vel lá á honum. Hann sagði hlutina einhvern veginn á annan hátt en allir aðrir menn. Þung alvara og kitlandi gamansemi runnu saman i eitt, og hann hafði mikla hermigáfu, þegar hann vildi það við hafa. Frásögn Sverris af atburðum varð minnis- stætt drama, sem maður gat ekki gleymt. Margir þessara atburða höfðu gerst á stúdentsárum hans i Kaupmannahöfn, en þá var þar i borg margt sérkennilegra is- lendinga. Yfirleitt var Kaup- mannahöfn og dvöl hans þar Sverri ákaflega minnisstæð. Ég held, að honum hafi ekki þótt jafn vænt um neina borg i heiminum, hún var honum eins og álfaland i endurminningunni. Gáfaður menntamaður, sem nú er látinn, lét þau orð falla, að Sverrir Kristjánsson væri siðasti renaissance-maðurinn. Og i þessu er mikill sannleikur. Hinn ris- mikli, litriki, fjölhæfi gáfumaður og húmanisti er manngerð sem er alveg að hverfa núna á öld grárr- ar sérhæfingar og tölvumenning- ar. Manni fannst oft, að i Sverri byggju margir menn og maður gat jafnvel 'undrast, að þeim skyldi lynda dável saman. Hann sagði að visu-sjálfur, að stundum yrðu árekstrar milli byltingar- mannsins og húmoristans i sér, húmoristinn 'ætti það til að gefa byltingarmanninum langt nef. Annar trúði af einlægni á nýjan og betri heim, hinn leit með góðlát- legri fyrirlitningu á allt brambolt mannfólksins. Og þó voru þeir báðir Sverrir Kristjánsson. Með Sverri Kristjánssyni er horfinn einn litrikasti og fjöl- gáfaðasti islendingur tuttugustu aldar. Og við, sem höfum þekkt hann i meira en hálfa öld, höfum einnig missteinn okkar ágætasta vin og félaga. Ólafur Hansson. Hann var engum líkur I dag verður einn af eftirminni- legustu mönnum samtiðar okkar, Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur, til moldar borinn. Hér ger- ist engin þörf á að lýsa ævistarfi hans né lifshlaupi. Hann er fyrir löngu þjóðkunnur. Hann var einn af fjölmenntuðustu húmanistum samtiðar sinnar hérlendis, afburðasnjall rithöfundur og frá- bær mælskumaður. Það er þvi ekki til að rekja æviferil hans né starfsferil, að undirritaður drepur niður penna, heldur til þess að minnast i fáum orðum gamals vinar og samferðamanns um hálfrar aldar skeið. Ég kynntist honum fyrst haust- ið 1929 þá er hann var nýkominn til Kaupmannahafnar til að hefja nám i sagnfræði við háskólann þar. Stúdentspróf tók hann árið áður. Mér er það minnisstætt hve hann, tvitugur maður, var vel heima i sögu og bókmenntum. Hann hafði brennandi áhuga á stjórnmálum. Hann var þá þegar ákveðinn sósialisti og fylgdi þeirri stjórnmálastefnu til dauða- dags. Hann lagði mikla stund á að afla sér þekkingar og skilnings á sögu verkalýðshreyfingarinnar og hlutverki hennar i stjórnmála- þróuninni. Munu fáir samtiðar- menn hans á tslandi hafa verið honum jafnsnjallir á þvi sviði. Bókmenntasaga og bókmenntir voru honum mjög hugstæð viðfangsefni og hygg ég að hugur hans hafi ætið staðið meir til þeirra en annarra fræðigreina, og ágerðist sú hneigð hans meir er aldur færðist yfir hann. Þegar Sverrir kom heim frá námi varð hann að gerast skóia- kennari vegna sárrar fátæktar. En þótt hann væri mikill fræðari, auðgaði þjóðina miklum fjölda fræðirita og fræðilegra fyrirlestra — féll honum aldrei skólastarfið vel. Honum leiddist það þvi meir sem hann sinnti þvi lengur. Hon- um fannst það vera sér fjötur um fót, langaði mest til að vera óháður rithöfundur laus við allt skólakennsluamstur. Siðustu ár ævinnar var hann laus af þeim klafa, en þá var heilsu hans tek- ið að hnigna. Með Sverri er fallinn i valinn óvenjulegur persónufeiki, einn þeirra eftirminnilegu manna sem engum likjast nema sjálfum sér. Hann átti marga vini og velunn- ara sem sakna hans nú og þess að mega aldrei framar njóta sam- vista hans. Undirritaður vottarekkju hans, bornum og öðrum vandamönnum innilega samúð vegna fráfalls hans. Skúli Þórðarson. Mál hans ilmaöi af öllu sem íslenskt er Frægasti stúdent allra alda hét Faustus, „hinn farsæli”. Sverrir Kristjánsson var mér ávallt mynd hins eilifa stúdents og hann var faustus — farsæll — þrátt fyr- ir sviptibylji og boða, sem sér- hvers biða á ódysseiunni um það kólgufulla haf, er við öll siglum. Ég sá hann fyrst á regnþrungn- um haustmorgni i Kaupmanna- höfn 1958. Við höfðum áður haft bréfaskipti og hann sent mér sitt- hvað, er hann hafði fundið um Gest Pálsson i gömlum bréfum Hafnarstúdenta. En þarna hitt- umst við i Konunglegu bókhlöð- unni. Eitthvað i fari mannsins var i svo fullkomnu samræmi við anda og stil hússins að mér þótti sem væri hann holdtekja hinna þungu rómversku boga og bóka- raðanna og þó framar öðru þess samræmis, sem þarna verður fundið milli lærdóms og lifslistar. Við gengum niður i kjallarann, inn á kantinuna þar sem við feng- um okkur Carlsberg. Siðan kvöddumst við á tröppunum i lognregninu og hann sagði við mig: „Mikið áttu gott, drengur minn, að mega verða hérna eft- ir.” Ég skynjaði siðar hlýleik þess- ara orða og skyldleik þeirra við kveðju þess manns, er Sverrir mat mest og hann hafði kvatt endur fyrir löngu á leið til þess- arar borgar við Sundið. Sverrir fór heim með Gullfossi þennan dag og það átti ekki fyrir mér að liggja að gerast sami ástvinur Kaupmannahafnar og hann var sjálfur. En við höfum hist við og við á þeim árum, sem siðan eru liðin. Sverrir Kristjánsson var ein- hver gjafmildasti maður, sem ég hef þekkt. Fyrir það vildi ég nú mega þakka. Hver stund i návist hans færði viðmælendum hans auðlegð. Hann var fjölfróður og viðlesinn og öldungis óspar að miðla ungum félögum fróðleik án ætlunar til undirgefni eða aðdá- unar. Þvert á móti var ræða hans um fræði sin jafnan eggjandi til gagnrýninnar skoðunar og sjálf- stæðra athugana. Þegar þess er gætt við hver kjör

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.